Þjóðmál - 01.03.2016, Side 40

Þjóðmál - 01.03.2016, Side 40
Hagræðingaraðgerðir útgerðanna, knúnar áfram af hagræðingarhvötum í fiskveiðistjórnunarkerfinu, hafa leitt til fækkunar fiskiskipa og samþjöppunar í greininni. Við fjárfestingar hefur þess verið gætt, að nýr búnaður, fiskiskip og annað, væru sparneytnari á orku en gamli búnaðurinn. viðskiptatækifæri í því fyrir bændur, er frá líður, að bleyta í meira landi og selja koltvíild- iskvóta, sem gæfi þeim a.m.k. 80 kkr/ha á ári. Landbúnaðurinn mun þannig ekki eiga í nokkrum erfiðleikum með að standa við sinn hluta skuldbindinga íslands fyrir árið 2030. Sama er að segja um sjávarútveginn, sem reyndar er til fyrirmyndar öðrum atvinnugrein- um á sviði auðlindanýtingarog umhverfis- mála. Losun hans á koltvíildisjafngildum nam 659 kt viðmiðunarárið 1990, en hefur síðan minnkað meira en hjá nokkurri annarri megin- atvinnugrein eða um 7,9 kt/árað jafnaði til 2013, er losun hans nam 478 kt/ár. Til að ná markmiðinu um 40% minnkun losunar 2030 þarf hann að komast niður í 395 kt á því ári, sem jafngildir meðalminnkun tæplega 5,5 kt/ár á 15 ára tímabili til 2030. Hann þarf þess vegna ekki annað en að halda áfram á svipaðri braut og síðan 1990 til að ná mark- miðinu og vel það. Hagræðingaraðgerðir útgerðanna, knúnar áfram af hagræðingarhvötum í fiskveiði- stjórnunarkerfinu, hafa leitt til fækkunar fiskiskipa og samþjöppunar í greininni. Við fjárfestingar hefur þess verið gætt, að nýr búnaður, fiskiskip og annað, væru spar- neytnari á orku en gamli búnaðurinn. Við endurnýjun búnaðar í sjávarútvegi, sem hófst aftur af krafti árið 2013 og stendur enn, hefur alls þessa, auk tæknivæðingar um borð og aðbúnaðar sjómanna, verið gætt í hvívetna. Útgerðirnar hafa flestar til að bera mikinn metnað til að leggja sitt að mörkum til að stemma stigu við súrnun sjávar, sem er bein afleiðing af styrkaukningu koltvíildis í andrúmslofti upp í 403 ppm árið 2015 með meðalstigli 1,6 ppm/ár undanfarin 55 ár, og stigullinn hefur reyndar farið vaxandi allt þetta tímabil og alveg sérstaklega eftirgerð Kyoto-samkomulagsins 1997. Útgerðirnar hafa sumar hug á útjöfnun með landgræðsluverkefnum, og þær geta notað allt eldsneyti, sem hægt verður að framleiða hér innanlands með bindingu kolefnis með mismunandi aðferðum og blandanlegt er í olíuna. Það er hins vegar mjög hæpið að nota gjaldeyri til að flytja inn svo kallað lífrænt eldsneyti, því að mikil áhöld eru um, að sú framleiðsla sé sjálfbær, og hún er siðlítil, ef hún hækkar matvælaverð í heiminum. Framtíðar orkuform til sjós er hins vegar rafmagn, sem framleitt er með vistvænum hætti í landi og geymt um borð þar til á því þarf að halda. Þetta geta verið byltingar- kenndir rafgeymar, efnarafalar (e. Fuel cells) eða kjarnorkuver, en á næsta áratug mun heimurinn að líkindum sjá byltingarkennda, nýja gerð þóríum-kjarnorkuvera, sem hægt verður að klæðskerasauma fyrir viðskipta- vininn, t.d. í stærðum hentugum íslenskum togurum. Fyrir árið 2050 mun íslenskur sjávar- útvegur verða laus við bruna jarðefnaelds- neytis, ef allt fer fram sem horfir. „Við sjáum fram á gagnger orkuskipti úr olíu yfir í vistvænni og hagkvæmari orkukosti. Hér má nefna umbreytingu á rafsegulbylgjum, þ.á.m. sýnilegu Ijósi, yfir í rafmagn. Einnig er ör þróun í efnarafölum, sem breyta vetni, gasi o.fl., í rafmagn með mun betri nýtni en hefðbundin brennsla. Umfangsmesta breytingin felst þó líklega í notkun vistvænnar kjarnorku með þóríum og með köldum samruna. Orkan, sem bundin er í kjarnorku, er u.þ.b. milljón sinn- um meiri en í olíu. Þannig er 1 g af vetni orkumeira en 1 taf olíu eða 1400 I."8 Gróðurhúsaáhrif flugvéla í heiðhvolfinu eru þreföld á við skipin eða landfarartæki á hvert brennt tonn eldsneytis. Þess vegna skiptir eldsneytisnýtni flugkostsins miklu máli fyrir 38 ÞJÓÐMÁL

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.