Þjóðmál - 01.03.2016, Síða 46

Þjóðmál - 01.03.2016, Síða 46
Scalia lét aldrei eigin skoðanir eða lífsviðhorf hafa áhrif þegar hann tók afstöðu til álitamála. Þannig taldi hann að samkvæmt stjórnarskránni að einstök ríki Bandaríkjanna hefðu fullt frelsi til að beita dauðarefsingu - um það væri stjórnarskráin skýr. Sjálfur var Scalia á móti dauðarefsingum. stjómarskrár Bandaríkjanna, eigi menn að einbeita sér að textanum. Haldi menn því fram að brotin séu á þeim mannréttindi verði þeir að finna beina stoð fyrir því í texta rétt- indakafla stjórnarskrárinnar (Bill of Rights) að um sé að ræða réttindi sem njóti verndar. í því sambandi taldi Scalia að leiti verði að upprunalegri merkingu textans, það er að segja þeirri merkingu sem hann hafði, þegar viðkomandi stjórnarskrárákvæði öðlaðist gildi. Þegar leysa þarf úr álitamálum um merkingu texta stjórnarskrártaldi Scalia skipta máli að athuga lagalegar og félags- legar hefðir í Bandaríkjunum. Hafi til dæmis handhafi opinbers valds farið með tiltekna valdheimild allt frá því stjórnarskráin var sett og hún fengið viðurkenningu í settum lögum eða venju, ætti sú valdheild að standa. Sama sé að segja um réttindi og frelsi sem menn telji að njóta eigi verndar; hafi þau ekki gert það í sögulegum skilningi verði ekki fallist á kröfur um slíkt. Vilji menn veita þess háttar réttindum vernd þurfi að breyta stjórnar- skránni eða auka við hana. Scalia lét aldrei eigin skoðanir eða lífs- viðhorf hafa áhrif þegar hann tók afstöðu til álitamála. Þannig taldi hann að samkvæmt stjórnarskránni að einstök ríki Bandaríkjanna hefðu fullt frelsi til að beita dauðarefsingu - um það væri stjórnarskráin skýr. Sjálfur var Scalia, sem var sanntrúaður kaþólikki, á móti dauðarefsingum. Á móti „lifandi" lögskýringum Scalia hafnaði alfarið kenningum þeirra sem halda fram svonefndum„lifandi" eða fram- sæknum" skýringum á stjórnarskránni. í þeim felst það viðhorf að dómstólum sé heimilt að telja efni stjórnarskrárinnar breytast frá einum tíma til annars í því skyni að uppfylltar verði kröfur samtímans, eins og meirihluti manna á hverjum tíma skynjar þær. Scalia sagði að með slíkum skýringum væru dómstólar að taka sér vald sem þeir hefðu ekki. Stjórnarskrá sé ætlað að veita borgur- unum vernd gegn misbeitingu opinbers vald, þar á meðal af hálfu þeirra sem fara með meirihlutavald á hverjum tíma. Það sé andstætt þessum tilgangi hennar að telja að dómstólar megi breyta merkingu ákvæða stjórnarskrárinnar eftir því hvernig vinda blási. Með því að beita slíkum aðferðum í dómsýslunni séu menn í raun og veru að vinna á þeirri vernd sem í stjórnarskránni felist, því þar séu borgarnar einmitt verndaðir gegn ríkjandi meirihluta hvers tíma. Það sé líka hlutverk lýðræðislegra kjörinna fulltrúa en ekki æviskipaðra dómara að breyta gild- andi reglum. Til þess hafi þeir ekki umboð. í reynd sé starfsemi þessara„aktífu" dómara andlýðræðisleg, því þeir þurfi ekki að standa þjóðinni nein reikningsskil á meðferð sinni á því valdi sem þeir hafi tekið sér með þessum hætti. Scalia var oft hvass í gagnrýni sinni á starfssystkini sín við Hæstarétt Bandaríkjanna þegar hann taldi þau hafa tekið sér slíkt vald. Scalia benti á að mönnum sé ætlað að hlýða lagareglum. Hlutverk almennra lagareglna, sem breytist ekki nema þeim sé breytt af réttum aðila og birtar almenningi áður en þær öðlast gildi, sé meðal annars að gera mönnum kleift að sjá fyrir réttarverkanir háttsemi sinnar, ekki síst að geta áttað sig á því fyrirfram hvaða háttsemi sé þeim heimil. Þetta sé nauðsynlegt til að tryggja réttar- öryggi manna. Almennar reglur séu líka til þess fallnar að tryggja jafnræði borgara gagn- vart lögum. Þeir þurfi þá ekki að treysta á að hagsmunir þeirra falli í kramið hjá sitjandi dómurum hvers tíma eða falli að almennings- áliti á þeim tíma sem á reynir. Dómstólum ber að virða meginreglur 44 ÞJÓÐMÁL
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.