Þjóðmál - 01.03.2016, Page 52

Þjóðmál - 01.03.2016, Page 52
Jóhanna Sigurðardóttir notaði mismunandi mælistikur á embættisverk manna. Mætistikan var ekki aðeins mis- munandi eftir þvíhver hlut átti að máli heldur breyttist hún allt eftirþvíhvernig pólitískir vindar blésu hverju sinni. Þessu fékkögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, að kynnast. komist var að því að Jóhanna Sigurðardóttir hafi brotið jafnréttislög. Jóhanna Sigurðardóttir notaði mismunandi mælistikur á embættisverk manna. Mæli- stikan var ekki aðeins mismunandi eftir því hver hlut átti að máli heldur breyttist hún allt eftir því hvernig pólitískir vindar blésu hverju sinni. Þessu fékk Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, að kynnast. Fróðlegt var að fylgjast með hvernig sótt var að Ögmundi eftir að kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu í ágúst 2012 að sem innan- ríkisráðherra hefði hann brotið jafnréttislög þegar hann skipaði í embætti sýslumanns á Húsavík. „Það er auðvitað ekki gott og ekki til eftir- breytni", sagði Jóhanna um embættisfærslu Ögmundar. Steingrímur J. sagðist ekki ætla að blanda sér í málið en aldrei sé hægt að útiloka að menn misstígi sig þó reynt sé að vanda sig við ráðningar á opinberum starf- smönnum. Ályktanir og yfirlýsingar nokkurra félaga innan VG endurspegluðu innan- flokksátök. Ögmundur skyldi segja af sér eða a.m.k. biðjast afsökunar. Á sama tíma ákvað Steingrímur að ráða ráðuneytisstjóra í sameinað atvinnuvega- ráðuneyti án auglýsingar. Með því fækkaði konum í hópi ráðuneytisstjóra um eina. Um það var ekkert ályktað. „Óeðlilegt" að leita réttar síns Fimm árum eftir að Jóhanna og Össur gengu hart fram í gagnrýni sinni vegna skipunar hæstaréttardómara, komst héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að Jóhanna Sigurðardóttir hefði sem félagsmálaráðherra gerst brotleg við 21. grein stjórnsýslulaga þegar hún vék einstaklingi úr stjórnarnefnd fatlaðra og skipaði annan. f viðtali í Kastljósi 16. febrúar 2009 (en þá var Jóhanna orðin forsætis- ráðherra) sagðist hún ekkert þurfa að læra af dómi héraðsdóms. Ekki hafi„óeðlilega" verið staðið að því að víkja viðkomandi úr stjórnarnefndinni en sér þætti„fullkomlega óeðlilega hafa verið staðið"að málsókninni. Með öðrum orðum: Jóhanna taldi óeðlilegt að einstaklingur leitaði réttar síns ef hún sem ráðherra bryti stjórnsýslulög. í febrúar 2011 staðfesti Hæstiréttur niðurstöðu Héraðsdóms Suðurlands um að ógilda ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur, umhverfisráðherra, sem hafði neitað að stað- festa hluta aðalskipulags Flóahrepps varðandi Urriðafossvirkjun. Svandís baðst ekki afsökunar á stjórnsýslu sinni. Hún lýsti því yfir að endurskoða yrði lagaumhverfi við gerð skipulags. f frétt Morgunblaðsins sagði: „Svandís sagði að ráðuneytið þyrfti að fara yfir dóminn og skoða hvort lagaumhverfi væri nægilega skýrt fyrir sveitarfélögin sem bera ábyrgð á skipulagsvinnunni. Eitt af því sem þyrfti að skoða væri hvort framkvæmda- aðilar gætu tekið þátt í hverju sem er." 50 ÞJÓÐMÁL

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.