Þjóðmál - 01.03.2016, Side 76
Sumir eru athugulli en aðrir og ungur
hagfræðikandídat, Jón Dúason, sendi mann
í afgreiðslu íslandsbanka í Austurstræti hinn
12. desember 1919 með 25 þúsund krónur í
seðlum bankans og óskaði eftir að þeim yrði
skipt út fyrir gull. Bankinn færðist undan og
daginn eftir hélt sendill Jóns aftur í bankann
og þá með 24 þúsund krónur í seðlum og bar
upp sömu beiðni.33 Yfirmönnum bankans
mun hafa orðið um og ó og látið sendiboða
fara með hraði yfir Lækjartorg og upp í
stjórnarráð, þar sem samþykkt voru þráða-
birgðalög í flýti sem afnámu innlausnar-
skylduna.34 Með bráðabirgðalögunum var
innlausnarskyldan endanlega numin úr gildi,
sbr. lög nr. 84/1919 um ráðstafanirá gullforða
íslandsbanka og heimild fyrir ríkisstjórnina
til að banna útflutning á gulli, sbr. lög nr.
16/1920 um heimild fyrir ríkisstjórnina til að
leyfa íslandsbanka að gefa út allt að 12 milljón-
um króna í seðlum án aukningar á málm-
forðatryggingu þeirri sem hann nú hefir.
Jón fékk því ekki gullið, en hélt kröfu sinni
til streitu, enda höfðu viðhlítandi ákvæði laga
nr. 66/1905 um innlausnarskyldu bankans
verið í gildi er óskað var innlausnar. Sáttatil-
raunir Jóns og bankastjórnarinnar báru ekki
árangur og fór svo að hann höfðaði mál gegn
stjórn bankans fyrir bæjarþingi Reykjavíkur
í mars 1920 og fór fram á 43.624,80 krónur
í skaðaþætur með 5% ársvöxtum frá sátta-
kærudegi til þorgunardags og málskostnað
að skaðlausu. Bankinn krafðist sýknu og þess
að Jón yrði dæmdur til sektar fyrir„óþarfa
þrætu". Stefndi mótmælti ekki innlausnar-
skyldunni, en hélt því fram að lögleg krafa
til innlausnar á gulli hafi ekki verið gerð og
þá hafi gullforði bankans verið innsiglaður
af ríkisstjórninni og því ekkert handbært
gull í bankanum. Dómari taldi þessa síðast-
nefndu varnarástæðu bankans ekki nægilega
sannaða og of seint fram komna og féllst
á að krafan um innlausn hafi verið löglega
sett fram dagana 12. og 13. desember 1919.
Jóni voru dæmdar 6250 kr. í bætur, sem var
mikið fé í þá daga og að auki var málskostn-
aðurfelldur niður. Dómara þótti ekki rétt
að ákvarða bótafjárhæðina hærri, þar eð
örðugt væri að segja til um markaðsverði á
gulli hérlendis, meðal annars með tilliti til
þess að útflutningur á gulli var bannaður
og markaður með það hér innanlands afar
takmarkaður. Hagnaðarvon Jóns var því
álitin til muna minni en hann hafði byggt á í
kröfugerð sinni.35
Á árunum 1927 og 1928 voru sett ný lög
um Landsbanka íslands, lög nr. 48/1927 og
nr. 10/1928. Með þessum nýju lögum var
Landsbankanum fengið það hlutverk að vera
seðlabanki og honum falinn einkarétturtil
seðlaútgáfu, en um leið var íslandsbanka gert
að innkalla sína seðla. Skyldi Landsbankinn
fullnægja gjaldmiðilsþörf í innanlands-
viðskiptum. í lögunum er kveðið á um að
seðlar Landsbankans séu gulltryggðir og inn-
leysanlegir í gulli, en tekið er fram að innlausn-
arskyldan komi ekki til framkvæmda fyrr en
Alþingi ákveði það sérstaklega. Gulltrygging
og innlausnarskylda seðla í gulli átti aldrei
aftur eftir að líta dagsins Ijós hér á landi.
Orsakir erfidleikanna
Fyrstu ár íslandsbanka var yfirleitt greiddur út
um 5% arður til hluthafa af eigin fé bankans,
en á árum ófriðarins hækkaði þetta hlutfall
í rúm 20%. Á sama tíma fengu stjórnendur
bankans verulegan veltutengdan kaupauka
í sinn hlut, eða það sem nú á dögum eru
kallaðir„bónusar". Þá hóf bankinn að kaupa
víxla af viðskiptamönnum sínum í stórum
stíl og hlaut af því talsverðan skammtíma-
hagnað, en óveðtryggðir víxlar uxu frá því að
nema um 30-40% af lánabók bankans fyrsta
áratuginn til þess að verða 60-70% á árum
ófriðarins.36 Áhætta í rekstri bankans hafði
því margfaldast og það með blessun Alþingis.
í þessu sambandi er rétt að gæta þess að
erfiðleikar Landsbankans voru ekki minni í
lok styrjaldarinnar og má segja að bankinn
hafi verið de facto gjaldþrota, enda var allt
eigið fé bankans afskrifað og honum lagt til
nýtt eiginfjárframlag úr ríkissjóði.37
Hagfræðingur John Maynard Keynes
(1883-1946) lýsti yfir vantrú á gullfætinum
árið 1924, sem hann sagði„barbarous relic"
sem útleggja mætti sem„villimannslegar
74 ÞJÓÐMÁL