Þjóðmál - 01.03.2016, Page 97

Þjóðmál - 01.03.2016, Page 97
Bretar vildu hins vegar hafa fulla stjórn á öllum ferðum til og frá landinu og sendu hingað 27 ára gamlan mann, Eric Cable, sem ræðismann og Gunnar Þór gefur góða mynd af hlutverki hans og valdi með því að kalla hann einsmanns hernámslið. Bretar miðluðu frétta- og kvikmyndaefni til landsins, opnuðu allan millilandapóst og hleruðu millilandasímtöl fyrir utan að stjórna ferðum skipa og farmi þeirra. „risavaxið". Hann telur raunar að hagur almennings hafi á þessum tíma aldrei verið verri síðan á kuldaskeiðinu um og upp úr 1880. (Bls. 301.) Oftar en einu sinni víkur Gunnar Þór að reynsluleysi íslenskra stjórnmálamanna og stjórnmálavalda í utanríkismálum. Danir fóru með þessi mál en íslendingar litu á sig sem hlutlausa. Bretar vildu hins vegar hafa fulla stjórn á öllum ferðum til og frá landinu og sendu hingað 27 ára gamlan mann, Eric Cable, sem ræðismann og Gunnar Þór gefur góða mynd af hlutverki hans og valdi með því að kalla hann einsmanns hernámslið. Bretar miðluðu frétta- og kvikmyndaefni til landsins, opnuðu allan millilandapóst og hleruðu millilandasímtöl fyrir utan að stjórna ferðum skipa og farmi þeirra. í þann mund sem stríðið hófst, 4. ágúst 1914, lagði Guðmundur Björnsson, þing- maður, landlæknir og læknaprófessor við HÍ, fram fyrirspurn á alþingi um stöðu íslands í ófriðnum og hvað danska utanríkisráðuneytið hefði gert gagnvart Bretum til að tryggja íslenskum skipum frjálsa för. Fylgdi hann fyrirspurn sinni úr hlaði með ræðu -„ræðunni miklu" eins og hún var kölluð - þar sem hann meðal annars sagði íslendinga seka um vítavert andvaraleysi í samskiptum sínum við aðrar þjóðir. í bókinni segir: „Menn yrðu að glöggva sig á því„að utanríkismálin eru aðalatriði í stjórnarfari þessa lands". Sagðist hann oft hafa hugleitt „hvemig á því muni standa, að við íslend- ingar erum svo hræðilega sinnulausir um okkar mesta vandamál, viðskipti okkar við önnur ríki, öll okkar utanríkismál".„Við höfum aldrei lært að haga okkur eins og ríki, vitum ekki, hvað það er, kunnum það ekki, vitum ekki, að utanríkismálin eru nú orðin okkar mestu og vandasömustu velferðarmál." [...] Aldrei fyrr hafði alþingismaður talað af slíkum þunga um utanríkismál íslands. Ef til vill mætti segja að hann hafi verið á undan sinni samtíð. Ræðan vakti að minnsta kosti engin viðbrögð á þingi, kveikti engar umræður." (Bls. 123). Guðmundur sá fyrir hættuna af því að skipa- ferðum yrðu settar skorður af Bretum. Hann dró þá ályktun meðal annars af reynslunni af Napóleonsstríðunum. I stríðinu mikla þurftu Bretar ekki að senda nema einn ungan mann til að gæta hagsmuna sinna á íslandi, í síðari heimsstyrjöldinni sendu þeir mörg þúsund manna hernámslið, í þorskastríðunum beittu þeirfyrst löndunarbanni og síðan sendu þeir herskip nokkrum sinnum á vettvang, í banka- hruninu beittu þeir hryðjuverkalögum og síðan lcesave-töngum. Þetta er í raun mikil átakasaga í samskiptum nágranna án þess að til vinslita hafi komið. Nú hafa Bretar skert svo eigin herflota og eftirlitsbúnað með skipaferðum að þeir eru lítils megnugir á N-Atlantshafi og treysta meðal annars á bandarískar kafbátaleitar- vélar á Keflavíkurflugvelli til að leita að hugsanlegum óvinabátum undan strönd Skotlands. Hér skal efni þessarar ágætu bókar ekki frekar rakið. Hún er á sinn hátt leiðarvísir um helstu viðfangsefni íslenskra utanríkismála eins og þau hafa verið allt frá því að gamli sáttmáli var gerður til að tryggja skipaferðir til landsins. Stærsti ótti íslendinga sem blundað VORHEFTI2016 95

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.