Morgunblaðið - 25.06.2021, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.06.2021, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 2021 KRÍT Nýr áfangastaður í sumar Beint flug til Krítar verð frá 106.900kr. www.sumarferdir.is | info@sumarferdir.is | 514 1400 Innifalið: Flug, valin gisting, innritaður farangur, handfarangur og morgunverður Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Karítas Ríkharðsdóttir karitas@mbl.is Það var glampandi sól, varla ský á himni og um sextán gráður þegar blaðamann og ljós- myndara bar að garði á Seyðisfirði í gær, rétt rúmum sex mánuðum eftir að þrjár aur- skriður féllu í syðri hlíðum fjarðarins og allt breyttist. Nýtt hættumat vegna ofanflóða hafði ný- lega verið staðfest þegar hörmungarnar dundu á bænum. „Þetta var bara eitthvað sem enginn átti von á og var í rauninni mjög einstakt,“ segir Aðalheiður Bergþórsdóttir, fyrrverandi sveit- arstjóri á Seyðisfirði og núverandi fulltrúi sveitarstjóra. Hún útskýrir að í nýlegu hættumati hafi einungis verið reiknað með mikilli hættu innar í firðinum þar sem fyrri tvær aurskriðurnar féllu. Stærsta aurskriðan féll 18. desember, nokkuð utarlega í firðinum sunnanverðum. Sjálf er hún búsett á svæðinu þar sem stóra skriðan féll og horfði á húsið sitt hverfa í myrkrið og rykið sem þyrlaðist upp við aur- skriðuna. Síðar kom í ljós að aurskriðan hafði beygt af leið og blessunarlega ekki lent á húsi Aðalheiðar, þar sem synir hennar voru. Sárin farin að gróa Allt í kringum hús Aðalheiðar má sjá svæði sem hefur verið hreinsað, grafið og heflað. Læknum sem rennur undan fossinum í hlíðinni hefur verið veitt í nýjan farveg og grjóti raðað meðfram. Varnargarðar hafa verið myndaðir til bráðabirgða úr aurnum sem féll og í hann sáð. Gras er tekið að spretta úr jarðvegssárinu og segja má að sárin séu bókstaflega farin að gróa á Seyð- isfirði. Aðalheiður segir almenna ánægju ríkja með hreinsunarstarf í bænum enda hafi það verið tekið föstum tökum. Sveitarfélagið fer með verkstjórn á hreinsunarstarfi sem er að miku leyti greitt af Ofanflóðasjóði og Nátt- úruhamfaratryggingum. Hún segir svæðið ekki síst merki um nýtt upphaf. „Ég er bjartsýn. Mér finnst þetta spennandi,“ segir Aðalheiður. Hús færð á torfuna Sérstök verkefnastjórn hefur unnið í at- vinnumálum á Seyðisfirði eftir hamfarirnar sem og sérstök ráðgjafanefnd um færslu átta húsa, sem hægt er að flytja af hættusvæðinu inn í bæinn í kringum lónið. „Ég held að þetta muni styrkja þessa torfu í kringum lónið. Fram komnar hugmyndir eru mjög spennandi,“ segir Aðalheiður. Hún bæt- ir því við að flutningur húsa sé kostnaðarsöm aðgerð og verið sé að meta þann kostnað. Samstarfsnefnd ráðuneytanna vegna Seyð- isfjarðar var stödd á svæðinu á þriðjudag að skoða aðstæður. „Ég trúi því að allir aðilar og þingmenn sem komið hafa að heimsækja okkur séu bjartsýnir á að geta lagt eitthvað af mörkum, því að þetta eru menningarverðmæti.“ Rannsaka þurfi sífrerann Spurð hvort hægt verði að byggja svæðið sem hefur verið hreinsað eftir aurskriðurnar segir Aðalheiður að enn sé verið að rannsaka aðstæður. Sérfræðingar á vegum Veðurstofu Íslands meti hvernig ofanflóðavarnir hafi tek- ist til. Búið sé að setja upp mikinn fjölda mæla upp í hlíðina og áætlanir uppi um betra dren. „Eins þarf að setja upp mæla í sífrer- ann, það er ekki búið að rannsaka hann nógu vel,“ segir Aðalheiður og bendir á snæviþak- inn tind efst í hlíðinni. Enn eigi síðan eftir að hækka og styrkja varnargarða sem settir voru upp til bráðabirgða á svæðinu. Nýr kafli að hefjast á Seyðisfirði - Hreinsun langt kom- in á hamfarasvæðinu eftir aurskriðurnar Morgunblaðið/Eggert Allt fram streymir Hlíðin ber enn vitni um kraftana sem voru að verki. Læknum hefur verið veitt í nýjan farveg og grjóti raðað með straumnum. Bjartsýn Aðalheiður horfir fram á veginn. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Þetta er eitt helsta útivistarsvæði okkar Hafnfirðinga. Það skiptir okkur máli að vatnið sé fallegt en ekki eitt drullusvað,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði. Starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar unnu í gær að því að dæla vatni úr nærliggjandi brunahana í Hvaleyr- arvatn. Yfirborð vatnsins hefur lækkað mikið síðustu vikur eftir þurrkatíð í vor og því var tekin ákvörðun um að bregðast við til að bæta ásýnd svæðisins. „Vatnið er mjög grunnt og uppi- staðan í því er grunnvatn á svæð- inu. Ef það rignir ekki þá lækkar yfirborðið. Vatnsstaðan sveiflast jafnan til en það hefur sjaldan verið jafn lítið í Hvaleyrarvatni og núna,“ segir Rósa. Hún segir að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem vatni hafi verið dælt út í Hvaleyrarvatn en komin séu mörg ár síðan það var gert síðast. Samkvæmt upplýsingum frá Hafnarfjarðarbæ er Hvaleyrarvatn 1-2 metrar á dýpt um mitt vatnið. Það er í dalkvos sem er umvafin grágrýtishryggjum á þrjá vegu. Vatnshlíð er við norðvestanvert vatnið, Beitarhúsaháls og Húshöfði að norðaustanverðu en Kjóadals- háls og Selhöfði að austan og sunn- an. Fyrir vestan vatnið er Sel- hraun, sem er hluti Hellnahrauns- ins eldra. Hraunið rann fyrir um tvö þúsund árum og kom frá gígum við Stóra-Bolla við Grindarskörð. Þegar hraunið lokaði dalnum myndaðist Hvaleyrarvatn í þessari kvos þegar grunn- og regnvatn safnaðist þar fyrir. Litlir vorlækir eru úr nálægum hlíðunum en þar er ekkert afrennsli. Dæla vatni í Hvaleyrarvatn - Vatnsstaðan óvenjulág - Bæta ásýnd svæðisins Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Rennsli Starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar bjuggu sig undir að dæla vatni í Hvaleyrarvatn í gær. Vatnsstaðan hefur sjaldan verið jafn lág og nú.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.