Morgunblaðið - 25.06.2021, Síða 10

Morgunblaðið - 25.06.2021, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 2021 september 2010. Hvaða verkefni biðu ykkar þá? „Þá var verið að vinna í endur- fjármögnum Icelandair eftir banka- hrunið. Það var verið að skipta um stjórn og ég fór þá inn í stjórn. Jafnframt var fjárhagslegri endurskipulagningu að ljúka. Síðan í framhaldi af því er mikill vöxtur sem byggði að hluta til á því að við feng- um mikla athygli út á eldgosið í Eyjafjallajökli, samliða því sem flug- umferð var að aukast í heiminum og Icelandair var staðsett hér á þessum frábæra stað. Þetta snerist ekki að- eins um að fólk vildi koma til Íslands heldur var Ísland mjög þægileg skiptistöð fyrir fólk sem er að fljúga á milli Evrópu og Bandaríkjanna. Stóra málið var að grípa tækifær- in sem tókst mjög vel. Næsta verk- efni var að endurnýja flugflotann. Reksturinn gekk mjög vel nema hvað árið 2018 lendir félagið í mót- byr sem var meðal annars tilkominn vegna harðrar samkeppni frá flug- félögum á borð við Norwegian og WOW air. Síðan var félagið komið á skrið þegar Max-þoturnar voru kyrrsettar 2019. Félagið sigldi í gegnum það og var að komast á beinu brautina aftur þegar kórónu- veirufaraldurinn skall á. Og aftur tókst okkur að sigla í gegnum storminn með frábærum stjórn- endum og frábæru starfsfólki.“ Mikið umbrotaskeið – Félagið hefur sem sagt glímt við afleiðingar efnahagshruns, mótbyr vegna harðrar samkeppni, kyrrsetn- ingu Max-þotnanna og svo farald- urinn. Það hefur verið ókyrrð í lofti? „Ókyrrð í lofti er kannski vægt til orða tekið. Það hefur gengið á ótrú- legum hlutum.“ – Hvar er Icelandair statt eftir þessa endurskipulagningu? „Icelandair er statt á mjög góðum stað. Mönnum tókst að sigla í gegn- um faraldurinn með hlutafjáraukn- ingu í fyrrahaust. Síðan eru hlutirnir að komast á fleygiferð en það er auð- vitað dálítið mál að fara úr engu í eitthvað, hvað þá í töluvert mikið eins og nú þegar viðsnúningurinn er töluvert hraður,“ segir Úlfar og vík- ur að fjárfestingu Bain Capital. Mikil viðurkenning „Áhugi Bain Capital á því að koma að Icelandair var ótrúleg viðurkenn- ing á því hversu vel hefur tekist til með endurskipulagninguna og ég er sannfærður um að félagið sé á ótrú- lega góðum stað miðað við allt sem á undan er gengið. Við erum að fá inn gríðarlega stóran og öflugan sjóð sem kemur ekki aðeins með fjármuni heldur líka þekkingu, reynslu og tengingar.“ – Hversu langan tíma mun taka að vinda ofan af áhrifum faraldursins? „Slíkt mat hlýtur að vera ágiskun. Því í raun veit það engin. Mín ágisk- un er að Icelandair muni komast töluvert hraðar út úr þessu en margir aðrir. Við erum lítið flugfélag og getum hreyft okkur töluvert hraðar en margir aðrir. Við sjáum hvernig það hafa orðið algjör umskipti á síðustu vikum. Í byrjun maí voru menn ekki bjart- sýnir á þróunina á Íslandi í ár en um miðjan maí breyttist takturinn og ég trúi því að þetta gerist hraðar en menn hafa verið að gera ráð fyrir.“ – Þannig að árið 2022 verði hið ágætasta ár í rekstri Icelandair? „Ég held að það sé alveg klárt með öllum fyrirvörum. Ég sá hvorki fyrir Max-málið né kórónuveiru- faraldurinn.“ Leituðu til fjárfesta – Hver var aðdragandi þess að Bain Capital kemur að félaginu? „Við tókum þá ákvörðun í byrjun árs að breyta tveimur Boeing 767- þotum í fraktvélar því þar eru gríð- arleg tækifæri. Þá var farið að leita að aðilum sem myndu annars vegar kaupa vélarnar og hins vegar fjár- magna breytingarnar og við mynd- um leigja þær til baka. Bain Capital kemur að því og þá þurftu þeir að skoða mjög vel þann aðila sem verið er að semja við. Það var upp úr því sem þeir nálguðust okkur og veltu fyrir sér möguleikanum á því að geta orðið hluthafar í félaginu. Og það er náttúrulega gríðarleg viðurkenning fyrir Boga [Nils Bogason forstjóra] og allt starfsfólkið hjá Icelandair að svona aðili sjái tækifærin og hafi áhuga fyrir þessu.“ – Hvað tekur við hjá þér? „Ég hef nóg að gera. Það verður einu verkefninu færra. Það eru eng- in stór plön hjá mér önnur en þau að eftir mánuð þá lýkur þessum kafla í lífi mínu sem spannar orðið nærri ellefu ár,“ segir Úlfar sem er for- stjóri Toyota á Íslandi. Kaupin í Icelandair styrkleikamerki - Fráfarandi stjórnarformaður Icelandair segir fjárfestingu Bain Capital mikla viðurkenningu - Kaup sjóðsins á 16,6% hlut í Icelandair komi í kjölfar viðræðna um fjármögnun á fraktvélum Morgunblaðið/Eggert Til flugs á ný Icelandair hefur lent í nokkrum dýfum síðasta áratug. BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Úlfar Steindórsson, stjórnar- formaður Icelandair Group, kveðst ganga sáttur frá borði enda sé fram- tíðin hjá flugfélaginu björt. Icelandair hefur náð samkomulagi við fjárfestingasjóðinn Bain Capital um kaup á 16,6% hlut í félaginu fyrir tæplega 8,1 milljarð króna. Áformað er að boða til hluthafa- fundar 23. júlí. Meðal skilyrða kaupanna er að sjóðurinn fái stjórnarmann í Icelandair Group. „Að því gefnu að þetta gangi eftir og verði sam- þykkt fá þeir stjórnarmann. Og þá þarf einhver að víkja. Það var í mín- um huga rétt að stíga til hliðar á þessum tímapunkti,“ segir Úlfar. Með öflugu fólki í stjórn „Ég hef verið í stjórn í bráðum ell- efu ár en með mér í stjórn eru fjórir einstaklingar sem hafa verið þar töluvert skemur. Allt saman frábær- ir aðilar. Það var því í mínum huga nokkuð ljóst að þetta væri rétti tím- inn til að hætta og því lagði ég til að þetta væri gert með þessum hætti.“ – Þú kemur inn í stjórn félagsins í Úlfar Steindórsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.