Morgunblaðið - 01.07.2021, Síða 1

Morgunblaðið - 01.07.2021, Síða 1
F I M M T U D A G U R 1. J Ú L Í 2 0 2 1 .Stofnað 1913 . 152. tölublað . 109. árgangur . UPPISTANDS- SÝNINGAR HVERT KVÖLD UNGIR OG EFNILEGIR HÁLEITAR HUGMYNDIR HÚSAMEISTARA N1-MÓTIÐ Á AKUREYRI 14 GUÐJÓN SAMÚELSSON 28REYKJAVÍK FRINGE FESTIVAL 64 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Birgir Jónsson, forstjóri flugfélags- ins Play, segir félagið hafa selt tug- þúsundir flugsæta. Búið sé að selja í annað hvert flugsæti í júlí en síðan sé þéttbókað í ágúst og í haust. Play hefur áætlanaflug til Berlín- ar í dag og á næstu þremur vikum bætast við fjórir nýir áfangastaðir. Bogi Nils Bogason, forstjóri Ice- landair Group, segir félagið verða með 30 áfangastaði í júlí. Þar af 20 í Evrópu og 10 í Norður-Ameríku. Svo bætist við þrír áfangastaðir í Evrópu í ágúst og einn í Norður-Am- eríku. Með því verði samtals 34 áfangastaðir í boði innan nokkurra vikna. Með auknu framboði sé brugðist við aukinni eftirspurn. Haustið farið að líta vel út „Bókunarflæðið hefur verið nokk- uð sterkt, sérstaklega Bandaríkja- megin, síðustu vikur. Við erum að sjá ágætis teikn inn á haustið og vet- urinn. Við gerum ráð fyrir að vera með metnaðarfulla flugáætlun í haust og vetur. Staðan er nokkuð góð og bókunarflæðið endurspeglar það,“ segir Bogi Nils. Þetta sé ekki síst að þakka góðri eftirspurn frá Bandaríkjunum. Þá sé eftirspurn að taka við sér frá megin- landi Evrópu og Skandinavíu en hins vegar sé komið hik á Bretana. „Bretar opnuðu á ferðalög til Portúgal og því fylgdi mikið framboð flugsæta. Síðan var lokað fyrir ferðir þangað aftur og tók það svolítið sjálfstraustið af ferðaþjónustunni í Bretlandi; ferðaviljinn og bókunar- viljinn minnkaði aftur,“ segir Bogi Nils. Þrátt fyrir að aðstæður séu mismunandi eftir löndum sé góð eftirspurn á mörgum lykilmörkuðum félagsins. „Þannig að við höldum ótrauð áfram og aukum flugið í hverri viku sem líður,“ segir Bogi Nils um ganginn hjá félaginu. »34 Þéttbókað hjá Play - Hefur selt tugþúsundir sæta - Fyrsta Berlínarflugið í dag - Icelandair verður með samtals 34 áfangastaði í ágúst Miklir vatnavextir eiga sér nú stað vegna leysinga á norðanverðu land- inu. Á vef Veðurstofunnar í gær var greint frá því að rennsli í Bægisá hafi farið langt yfir 200-ára flóð, og rennsli í Hörgá er á við 25-ára flóð, en áin flæddi í gær yfir bakka sína á nærliggjandi tún. Þá flæddi Fnjóská yfir bakka sína á tjaldsvæðið í Vaglaskógi, sem og Eyjafjarðará. Segir í tilkynningu Veðurstof- unnar að búast megi við áframhald- andi vatnavöxtum vegna leysinga þar sem hlýtt er í veðri og snjór til fjalla, t.d. á Tröllaskaga og á Aust- fjörðum. Íbúum á þessum svæðum er ráðlagt að huga að eignum og dýrum með þetta í huga. »2 Ljósmynd/Hulda Sigurðardóttir Vatnavextir Eyjafjarðará flæddi yfir bakka sína og upp á veg. Varað við frekari leysingum Glampandi sólskin var í gær á Norður- og Aust- urlandi og nutu þessir íbúar í Neskaupstað veð- urblíðunnar til fulls í gær, en þar var hitinn á bilinu 22-23 °C þegar best lét. Á Egilsstöðum náði hitinn mest 25,8 gráðum og sagði Björn Ingimarsson, sveitarstjóri í Múlaþingi, í samtali við mbl.is í gærkvöldi, að hitinn stæði yfir allan sólarhringinn. Þá væru öll tjaldsvæði í sveitarfé- laginu meira og minna full. Ljósmynd/Gunnar Gunnarsson Tjaldsvæðin full í veðurblíðunni fyrir austan _ Gera má ráð fyrir að borgar- hagkerfið verði þrjú til fimm ár að ná jafnvægi eftir kórónuveir- una. Þetta segir Dagur B. Egg- ertsson borgar- stjóri. Tekjur borgarinnar drógust saman, miðað við áætlanir, um 11,4 millj- arða kr. á veirutímanum og mikil útgjöld féllu til. „Við viljum vaxa út úr vandan- um. Slá í og flýta framkvæmdum,“ segir borgarstjóri og nefnir þar fjárfestingaætlunina Græna planið sem nú er starfað eftir. Samkvæmt því verða fjárfestingar borgarinnar 2021-2023 alls 175 milljarðar kr. Dagur B. Eggertsson segist ekki hafa ákveðið hvort hann haldi áfram í stjórnmálum, en kosið verð- ur til borgarstjórnar á næsta ári. Borgin og þróun hennar til fram- tíðar eigi þó hug hans allan. »16 Jafnvægi í rekstri náist á 3-5 árum Dagur B. Eggertsson Lægra verð - léttari innkaup GOTT Á GRILLIÐ Í NÆSTU NETTÓ TILBOÐ GILDA 1. ! 4. JÚLÍ Grillsneiðar Fjallalamb 1.129KR/KG ÁÐUR: 1.889 KR/KG Nautamínútusteik í cayennepipar marineringu 2.279KR/KG ÁÐUR: 3.799 KR/KG 40% AFSLÁTTUR 40% AFSLÁTTUR Ananas 199KR/KG ÁÐUR: 398 KR/KG 50% AFSLÁTTUR FLUG TIL TENERIFE 09. - 14. JÚLÍ VERÐ FRÁ 39.900 KR. WWW.UU.IS | INFO@UU.IS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.