Morgunblaðið - 01.07.2021, Side 2

Morgunblaðið - 01.07.2021, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 2021 Bi rt m eð fy rir va ra um pr en tv ill ur .H ei m sf er ði rá sk ilj a sé rr ét tt il le ið ré tti ng a á sl ík u. At h. að ve rð ge tu rb re ys tá n fy rir va ra . 595 1000 Verona Verð frá kr. 19.950 önnur leið m/ handfarangri Verð frá kr. 39.900 báðar leiðir m/ handfarangri TAKTU FLUGIÐ TIL ÍTALÍU Í SUMAR 10-60% AFSLÁTTUR ÚTSALAN ERHAFIN SMÁRATORGI | KRINGLAN | GLERÁRTORGI | LINDESIGN.IS Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. „Skipin okkar, Ísleifur VE og Kap VE, eru að komast á makrílmiðin norður í Síldarsmugu,“ sagði Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávar- sviðs hjá Vinnslustöðinni í Vest- mannaeyjum, síðdegis í gær. Ísleifur VE kom þangað í hádeginu í gær og Kap VE var rétt á eftir. Sindri sagði að skipin hafi áður verið búin að leita að makríl sunnan við landið og fund- ið lítið sem ekkert. „Veiðin þarna hefur verið frekar róleg,“ sagði Sindri. Hann sagði að íslensk skip hafi farið í Síldarsmug- una í síðustu viku og skip Vinnslu- stöðvarinnar lögðu af stað eftir síð- ustu helgi. Um tveggja sólarhringa sigling er á miðin. Þangað eru komin makrílskip frá flestum ef ekki öllum útgerðum uppsjávarveiðiskipa. Vinnslustöðin er að undirbúa Hugin VE á makrílveiðar en hann mun frysta aflann um borð. Aflinn verður hins vegar kældur um borð í Ísleifi VE og Kap VE. Á heimasíðu Síldarvinnslunnar í Neskaupstað (svn.is) segir að skipin sem landa hjá henni hafi verið við veiðar á þessum miðum. Vilhelm Þorsteinsson EA kom með fyrsta farminn, 1.160 tonn, á mánudags- kvöld. Aflinn var af þremur skipum, Vilhelm Þorsteinssyni EA, Berki NS og Beiti NS. Birkir Hreinsson, skip- stjóri á Vilhelm Þorsteinssyni EA, sagði að aflinn hafi farið vaxandi. Stærstu hölin sem skipin fengu voru orðin yfir 300 tonn. Makríllinn var stór og meðalviktin 470-500 grömm. gudni@mbl.is Skipin farin á makríl í Síldarsmugunni - Makrílaflinn hefur glæðst - Tveggja sólarhringa sigling Morgunblaðið/Árni Sæberg Makríll Íslensku uppsjávarskipin eru nú á makrílveiðum á alþjóðlegu hafsvæði, Síldarsmugunni, sem er langt fyrir norðan landið. Hólmfríður María Ragnhildardóttir hmr@mbl.is Leysingar á norðanverðu landinu valda nú miklum vatnavöxtum en ár streyma yfir bakka sína í Eyjafirði yfir nærliggjandi vegi, reiðvegi og tún. Veðurstofa Íslands ráðlagði í gær íbúum á nærliggjandi svæðum að huga að eignum og dýrum, en bú- ast má við áframhaldandi vatnavöxt- um þar sem veðrið er hlýtt og snjór til fjalla, líkt og á Tröllaskaga og á Aust- fjörðum. Vatnavextirnir eru meðal annars greinilegir í Bægisá en rennsli henn- ar er farið langt yfir 200-ára flóð. Eins hefur rennslið í Hörgá verið á við 25-ára flóð. Vaglaskógur hefur einnig fengið að finna fyrir þessum vöxtum en Fnjóská hefur nú flætt yf- ir bakka sína og yfir tjaldsvæðið þar. Ákveðið var í gærkvöldi að loka brúnni yfir Þverá í Eyjafjarðarsveit, það er Eyjafjarðarbraut eystri, vegna vatnavaxta. Tún og beitilönd undir vatn Beindi lögreglan á Norðurlandi eystra þeim tilmælum til vegfarenda að fara Eyjafjarðarbraut vestari og þá yfir á brúnum við Hrafnagil eða á Leiruvegi til að komast leiðar sinnar. „Þetta bara eykst og eykst og er enn að vaxa,“ segir Hulda Sigurðar- dóttir, bóndi á Stekkjarflötum í Eyja- firði, sem hefur verið að fylgjast með vatnavöxtunum í Eyjafjarðará, skammt frá heimili sínu. „Undir miðnætti heyrði ég af hrossum í vandræðum sem höfðu orðið viðskila við hópinn. Þau voru bara í rólegheitum á beit svo nær vatnið að flæða á milli. Þetta er í sjálfu sér ekki stórmál í ljósi þess að áin er ekki straumhörð þar sem beit- arsvæðin eru,“ segir Hulda. Áin hefur nú flætt yfir reiðvegi í nágrenni og er vatn einnig komið yfir akstursvegi. „Það er enn hægt að keyra hann, það er enginn straumur að ráði heldur flæðir vatnið bara ró- lega yfir. Reiðvegurinn er samt ófær og líka reiðbrúin sem liggur yfir ána.“ Þrátt fyrir þessi vandræði telur Hulda sig koma tiltölulega vel út úr þessum vatnavöxtum í samanburði við nágrannana sem eiga tún og hey sem lentu undir vatni. Í samtali við blaðamann í gær taldi Hulda vatnavextina ekki hafa náð há- marki enn og ætlaði hún að halda áfram að fylgjast með gangi mála næstu daga. Rýmingu aflétt að hluta til Þrjár aurskriður hafa fallið í Skagafirði undanfarna tvo daga, en ekki var víst hvaða tengsl þær hefðu við vatnavextina. Í kjölfarið var nær- liggjandi svæði í Varmahlíð rýmt en í gær var tók Almannavarnarnefnd Skagafjarðar ákvörðun um að aflétta þeirri rýmingu að hluta til. Að sögn Lögreglunnar á Norður- landi vestra hefur tekist að þrengja hættusvæðið með fyrirbyggjandi að- gerðum en næstu daga verður þeirri vinnu haldið áfram með rannsóknum á orsökum aurskriðunnar. Barst lögreglu einnig tilkynning í gær um aurskriðu á skíðasvæði í Tindastóli sem olli einhverjum skemmdum. Svæðinu var lokað tíma- bundið en ekki er lengur talin hætta á frekari skriðuföllum þar. Miklir vatnavextir fyrir norðan - Íbúum á Norðurlandi ráðlagt að huga að eignum og dýrum vegna vatnavaxta - Eyjafjarðaráin hefur flætt yfir nærliggjandi vegi, reiðvegi og tún - Rýmingu á Varmahlíð vegna aurskriðna aflétt að hluta til Ljósmynd/Hulda Sigurðardóttir Vatnavextir Miklir vatnavextir voru í Eyjafjarðará og flæddi hún yfir nærliggjandi vegi og tún í gær. Á heimasíðu Geislavarna ríkisins má fylgjast með vöktun á svoköll- uðum UV-stuðli. Stuðullinn mælir styrk útfjólublárrar geislunar. Sigurður Magnússon, forstjóri Geislavarna ríkisins, segir að stuð- ullinn sé samræmdur fyrir allan heiminn. „Markmiðið með þessum stuðli er að gera fólki kleift að verja sig sjálft fyrir sólinni. Eftir því sem gildi stuðulsins hækkar, þá aukast líkurnar á sólbruna.“ Sigurður bendir einnig á að stuðullinn sé línulegur og að fólk geti með nokk- uð einföldum hætti kynnt sér og notfært sér hann. „Þar sem hann er línulegur er hægt að segja að ef maður getur verið úti í klukkutíma við stuðulinn þrjá án þess að brenna, þá má ætla að það verði hálftími sé stuðullinn sex.“ Þá segir Sigurður stuðulinn í raun aldrei verða mjög háan hér á Íslandi, hann sé yfirleitt tveir til sex, en í löndum nær miðbaugi er stuðullinn almennt hærri. Á heimasíðu Geislavarna ríkisins síðdegis í gær mátti sjá að stuðull styrks útfjólublárra geisla var 5,9 bæði í Reykjavík og á Egilsstöðum. Mælt er með því að nota sólarvörn ef stuðullinn er 3 eða hærri. Sífelld vöktun á UV-stuðli Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sólbruni UV-stuðullinn gerir fólki kleift að verja sig fyrir sólbruna. - Geri fólki kleift að verja sig sjálft fyrir sólinni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.