Morgunblaðið - 01.07.2021, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.07.2021, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 2021 Bi rt m eð fy rir va ra um pr en tv ill ur .H ei m sf er ði rá sk ilj a sé rr ét tt il le ið ré tti ng a á sl ík u. At h. að ve rð ge tu rb re ys tá n fy rir va ra . 595 1000 Verona Verð frá kr. 19.950 önnur leið m/ handfarangri Verð frá kr. 39.900 báðar leiðir m/ handfarangri TAKTU FLUGIÐ TIL ÍTALÍU Í SUMAR 10-60% AFSLÁTTUR ÚTSALAN ERHAFIN SMÁRATORGI | KRINGLAN | GLERÁRTORGI | LINDESIGN.IS Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. „Skipin okkar, Ísleifur VE og Kap VE, eru að komast á makrílmiðin norður í Síldarsmugu,“ sagði Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávar- sviðs hjá Vinnslustöðinni í Vest- mannaeyjum, síðdegis í gær. Ísleifur VE kom þangað í hádeginu í gær og Kap VE var rétt á eftir. Sindri sagði að skipin hafi áður verið búin að leita að makríl sunnan við landið og fund- ið lítið sem ekkert. „Veiðin þarna hefur verið frekar róleg,“ sagði Sindri. Hann sagði að íslensk skip hafi farið í Síldarsmug- una í síðustu viku og skip Vinnslu- stöðvarinnar lögðu af stað eftir síð- ustu helgi. Um tveggja sólarhringa sigling er á miðin. Þangað eru komin makrílskip frá flestum ef ekki öllum útgerðum uppsjávarveiðiskipa. Vinnslustöðin er að undirbúa Hugin VE á makrílveiðar en hann mun frysta aflann um borð. Aflinn verður hins vegar kældur um borð í Ísleifi VE og Kap VE. Á heimasíðu Síldarvinnslunnar í Neskaupstað (svn.is) segir að skipin sem landa hjá henni hafi verið við veiðar á þessum miðum. Vilhelm Þorsteinsson EA kom með fyrsta farminn, 1.160 tonn, á mánudags- kvöld. Aflinn var af þremur skipum, Vilhelm Þorsteinssyni EA, Berki NS og Beiti NS. Birkir Hreinsson, skip- stjóri á Vilhelm Þorsteinssyni EA, sagði að aflinn hafi farið vaxandi. Stærstu hölin sem skipin fengu voru orðin yfir 300 tonn. Makríllinn var stór og meðalviktin 470-500 grömm. gudni@mbl.is Skipin farin á makríl í Síldarsmugunni - Makrílaflinn hefur glæðst - Tveggja sólarhringa sigling Morgunblaðið/Árni Sæberg Makríll Íslensku uppsjávarskipin eru nú á makrílveiðum á alþjóðlegu hafsvæði, Síldarsmugunni, sem er langt fyrir norðan landið. Hólmfríður María Ragnhildardóttir hmr@mbl.is Leysingar á norðanverðu landinu valda nú miklum vatnavöxtum en ár streyma yfir bakka sína í Eyjafirði yfir nærliggjandi vegi, reiðvegi og tún. Veðurstofa Íslands ráðlagði í gær íbúum á nærliggjandi svæðum að huga að eignum og dýrum, en bú- ast má við áframhaldandi vatnavöxt- um þar sem veðrið er hlýtt og snjór til fjalla, líkt og á Tröllaskaga og á Aust- fjörðum. Vatnavextirnir eru meðal annars greinilegir í Bægisá en rennsli henn- ar er farið langt yfir 200-ára flóð. Eins hefur rennslið í Hörgá verið á við 25-ára flóð. Vaglaskógur hefur einnig fengið að finna fyrir þessum vöxtum en Fnjóská hefur nú flætt yf- ir bakka sína og yfir tjaldsvæðið þar. Ákveðið var í gærkvöldi að loka brúnni yfir Þverá í Eyjafjarðarsveit, það er Eyjafjarðarbraut eystri, vegna vatnavaxta. Tún og beitilönd undir vatn Beindi lögreglan á Norðurlandi eystra þeim tilmælum til vegfarenda að fara Eyjafjarðarbraut vestari og þá yfir á brúnum við Hrafnagil eða á Leiruvegi til að komast leiðar sinnar. „Þetta bara eykst og eykst og er enn að vaxa,“ segir Hulda Sigurðar- dóttir, bóndi á Stekkjarflötum í Eyja- firði, sem hefur verið að fylgjast með vatnavöxtunum í Eyjafjarðará, skammt frá heimili sínu. „Undir miðnætti heyrði ég af hrossum í vandræðum sem höfðu orðið viðskila við hópinn. Þau voru bara í rólegheitum á beit svo nær vatnið að flæða á milli. Þetta er í sjálfu sér ekki stórmál í ljósi þess að áin er ekki straumhörð þar sem beit- arsvæðin eru,“ segir Hulda. Áin hefur nú flætt yfir reiðvegi í nágrenni og er vatn einnig komið yfir akstursvegi. „Það er enn hægt að keyra hann, það er enginn straumur að ráði heldur flæðir vatnið bara ró- lega yfir. Reiðvegurinn er samt ófær og líka reiðbrúin sem liggur yfir ána.“ Þrátt fyrir þessi vandræði telur Hulda sig koma tiltölulega vel út úr þessum vatnavöxtum í samanburði við nágrannana sem eiga tún og hey sem lentu undir vatni. Í samtali við blaðamann í gær taldi Hulda vatnavextina ekki hafa náð há- marki enn og ætlaði hún að halda áfram að fylgjast með gangi mála næstu daga. Rýmingu aflétt að hluta til Þrjár aurskriður hafa fallið í Skagafirði undanfarna tvo daga, en ekki var víst hvaða tengsl þær hefðu við vatnavextina. Í kjölfarið var nær- liggjandi svæði í Varmahlíð rýmt en í gær var tók Almannavarnarnefnd Skagafjarðar ákvörðun um að aflétta þeirri rýmingu að hluta til. Að sögn Lögreglunnar á Norður- landi vestra hefur tekist að þrengja hættusvæðið með fyrirbyggjandi að- gerðum en næstu daga verður þeirri vinnu haldið áfram með rannsóknum á orsökum aurskriðunnar. Barst lögreglu einnig tilkynning í gær um aurskriðu á skíðasvæði í Tindastóli sem olli einhverjum skemmdum. Svæðinu var lokað tíma- bundið en ekki er lengur talin hætta á frekari skriðuföllum þar. Miklir vatnavextir fyrir norðan - Íbúum á Norðurlandi ráðlagt að huga að eignum og dýrum vegna vatnavaxta - Eyjafjarðaráin hefur flætt yfir nærliggjandi vegi, reiðvegi og tún - Rýmingu á Varmahlíð vegna aurskriðna aflétt að hluta til Ljósmynd/Hulda Sigurðardóttir Vatnavextir Miklir vatnavextir voru í Eyjafjarðará og flæddi hún yfir nærliggjandi vegi og tún í gær. Á heimasíðu Geislavarna ríkisins má fylgjast með vöktun á svoköll- uðum UV-stuðli. Stuðullinn mælir styrk útfjólublárrar geislunar. Sigurður Magnússon, forstjóri Geislavarna ríkisins, segir að stuð- ullinn sé samræmdur fyrir allan heiminn. „Markmiðið með þessum stuðli er að gera fólki kleift að verja sig sjálft fyrir sólinni. Eftir því sem gildi stuðulsins hækkar, þá aukast líkurnar á sólbruna.“ Sigurður bendir einnig á að stuðullinn sé línulegur og að fólk geti með nokk- uð einföldum hætti kynnt sér og notfært sér hann. „Þar sem hann er línulegur er hægt að segja að ef maður getur verið úti í klukkutíma við stuðulinn þrjá án þess að brenna, þá má ætla að það verði hálftími sé stuðullinn sex.“ Þá segir Sigurður stuðulinn í raun aldrei verða mjög háan hér á Íslandi, hann sé yfirleitt tveir til sex, en í löndum nær miðbaugi er stuðullinn almennt hærri. Á heimasíðu Geislavarna ríkisins síðdegis í gær mátti sjá að stuðull styrks útfjólublárra geisla var 5,9 bæði í Reykjavík og á Egilsstöðum. Mælt er með því að nota sólarvörn ef stuðullinn er 3 eða hærri. Sífelld vöktun á UV-stuðli Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sólbruni UV-stuðullinn gerir fólki kleift að verja sig fyrir sólbruna. - Geri fólki kleift að verja sig sjálft fyrir sólinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.