Morgunblaðið - 01.07.2021, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 01.07.2021, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 2021 Riga miðaldaborg frá 12. öld. Gamli tíminn og nýi mætast í borg sem ekki á sinn líka. Miðstöð menningar og lista við Eystrsaltið. Vissir þú að Riga er ein mesta Jólaborg Evrópu ? Fyrsta jólatréð í heiminum sem var skreytt, var í Riga fyrir rúmum 500 árum eða árið 1510. Aðventutíminn er svo sannarlega rétti tíminn til að heimsækja Riga þar sem stór hluti borgar- innar hefur verið skreyttur og skapar einstakt andrúmsloft sem fangar alla sem þangað koma á þessum tíma ársins. Jólamarkaðir eru í gamla sögulega hluta borgar- innar en sá hluti er á minjaskrá UNESCO. Síðast en ekki síst má nefna allar verslunar- miðstöðvarnar og aðrar verslanirnar sem kaup- þyrstir íslendingar ættu ekki að láta fram hjá sér fara. Þar má finna gæðavörur, merkjavörur, allt það sem fólk er vant frá Íslandi og meira til. Gerðu góð kaup fyrir jólin Síðumúli 29, 108 Reykjavík | Sími 588 8900 info@transatlantic.is | www.transatlantic.is . Aðventuferð tilRiga Innifalið: Flug ásamt öllum sköttum og gjöldum, hótel með morgunmat, akstur til og frá flugvelli, innlendur farastjóri. 95.600 á mann í 2ja manna herbergi 27. til 30. nóvember og 4. til 7. desember 2021 Jólahátíðin í Riga NÁNARI UPPLÝSINGAR VEITIR JÓNAS Í SÍMA 865 6346 EÐA Á NETFANGINU RAKANG@RAKANG.IS Starfsmenn Suðurverks eru langt komnir með að aka út landfyllingu á eystri hluta Þorskafjarðar. Vest- fjarðavegur mun fara yfir vegfyll- ingu og brú í stað þess að fara fyrir fjörðinn. Styttir þetta leiðina um 10 kílómetra. Suðurverk bauð rúma tvo millj- arða í verkið og var lægstbjóðandi. Framkvæmdir hófust í vor. Dofri Eysteinsson, framkvæmdastjóri Suðurverks, segir að fyllingin sé komin út í dýpsta álinn, þar sem brú- in verður byggð. Þar er jafnframt mesta sigið. Fyllingarnar verði látn- ar síga og síðar verði grjótvörn rað- að utan á. Lendingin að vestanverðu er rétt sunnan við raflínumastrið sem sést á mynd. Ekki er hægt að byrja að aka út fyllingu þeim megin fyrr en brúin hefur verið byggð og vatni hleypt undir hana. Vegagerðin vill tryggja að næg vatnsskipti geti orðið til þess að vernda marhálm á svæðinu og til þess að takmarka straumhraða og botnrof. Auk þess kemur fyllingarefnið að mestu leyti úr skeringum við vegstæðið upp úr Þorskafirði að austanverðu. Fyrir utan vegfyllinguna og 260 metra steinsteypta brú þarf að leggja veg að firðinum frá Kinnar- stöðum að vestanverðu og frá Þóris- stöðum að austanverðu. Vegurinn er í heildina um 2,7 kílómetrar að lengd. Dofri reiknar með að hefja vinnu við brúna í haust, þegar sig- kaflanum verður lokið, og brúin verði tilbúin haustið 2022. Verktak- inn á að skila af sér í júní 2024. Vinnuflokkur Suðurverks fékk inni í Hótel Bjarkalundi í vor. Þar verður hann með ferðafólki í sumar og tekur síðan yfir staðinn í haust, að ferða- tímabilinu loknu. Vegfylling út í miðjan fjörð - Framkvæmdir í Þorskafirði ganga vel Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Þorskafjörður Vegfyllingin er komin út í miðjan fjörð. Þar verður byggð 260 m steinsteypt brú yfir dýpsta álinn. Steinar Ingi Kolbeins steinar@mbl.is Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri leiðir nú í kvöld göngu um Þingvelli sem ber yfirskriftina „Fjármál á þjóðveldisöld“. Gangan hefst klukkan átta og gengið verður frá gestastofunni á Hakinu á Þing- völlum og endar gangan við Þing- vallakirkju. Ás- geir segist í sam- tali við Morgunblaðið lengi hafa haft áhuga á fornsögunum og telur að efnahagssjónarhornið verði oft und- ir í umtali og kennslu um þessar sög- ur. Seldu sneið af sínu landi Ásgeir telur líkur á að þeir sem fyrst námu Ísland hafi sölsað undir sig gífurlega stór landsvæði og selt síðar sneiðar af sínu landi, og þannig auðgast verulega. Almennt er þó svo á litið að hluti landsvæðis þeirra sem fyrst námu land hafi verið gefinn til þeirra sem síðar komu, stundum til þess að verðlauna þá eða til þess að tryggja öryggi sitt gagnvart ná- grönnum. Ásgeir hefur að undan- förnu skrifað pistla um efnahags- sjónarhorn fornsagnanna og birt þá á Facebook-síðu sinni. Hann hefur til dæmis skrifað um fjármál feðg- anna Egils og Skallagríms, en einnig um lánshæfi Gunnars á Hlíðarenda og hvernig peninga- og lánavand- ræði Gunnars hafa áhrif á atburða- rás Njálu. Spurður hvers vegna hann sé að skrifa og tjá sig um þessi mál segir Ásgeir: „Það fylgir því að vera seðla- bankastjóri að ég get ekki mikið ver- ið að tjá mig um hluti án þess að það sé í nafni embættisins. Ég hef því verið að skrifa þessa pistla um pen- ingamálin á þjóðveldisöld, en það er einn af þeim hlutum sem ég get enn tjáð mig um á opinberum vettvangi.“ Lánshæfi Gunnars á Hlíðarenda og silfur Egils - Seðlabankastjóri leiðir sögugöngu um Þingvelli í kvöld Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Útsýni Gengið verður um Þingvelli og efnahagsmál fornsagnanna rædd.ÁsgeirJónsson Staða og framvinda samstarfs- verkefna, samstarfið við Bandarík- in, fjölþáttaógnir og horfur í al- þjóðamálum voru efst á baugi ráðherrafundar í norræna varn- arsamstarfinu (NORDEFCO) sem lauk í gær. „Norðurlöndin hafa verið að þétta raðirnar í öryggis- og varn- armálum á undanförnum árum og norræna varnarsamstarfið hefur vaxið og sannað gildi sitt. Fund- urinn sýndi glöggt hversu þétt samstarfið er og hve mikla sam- leið ríkin eiga í öryggis- og varn- armálum,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunar- samvinnuráðherra, í fréttatilkynn- ingu á vef utanríkisráðuneytisins. Á fundinum undirrituðu Finn- land og Noregur nýtt tvíhliða samkomulag um varnarsamstarf ríkjanna, en í því sambandi má nefna að í fyrra undirrituðu Finn- land, Noregur og Svíþjóð sam- komulag sín á milli á vettvangi samstarfsins, um að auka sam- vinnuna í nyrstu hlutum ríkjanna. Ræddu varnarsam- starf norrænna ríkja
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.