Morgunblaðið - 01.07.2021, Síða 12

Morgunblaðið - 01.07.2021, Síða 12
Hátíð Eliza Reid og Eyjólfur Guðmundsson háskólarektor, sem mætti líka í fullum skrúða. Margrét Þóra Þórsdóttir Akureyri V ísindaskóla unga fólksins á Akureyri var slitið með há- tíðlegri athöfn í vikunni að viðstaddri Elizu Reid for- setafrú. Hún sló í gegn með ræðu sinni við útskriftina og ekki síður með þátttöku í spurningakeppni sem nemendur lögðu fyrir hana. Alls voru 80 nemendur skráðir í skólann að þessu sinni og komust færri að en vildu. Vísindaskólinn er haldinn í Há- skólanum á Akureyri og er þetta í sjöunda skipti sem skólinn er haldinn en hann er ætlaður börnum á aldr- inum 11-13 ára. Skólinn stendur yfir í eina viku og fá nemendur ný verkefni á hverjum degi. Að þessu sinni var lögð áhersla á að kenna börnum um lýðræði og hvernig störfum Alþingis er háttað, jarðfræði var eitt af þem- unum, orkumál, heilbrigðisþema og loks björgunarsveitarstörf og nátt- úrufræði. Upplifa og rannsaka Í fyrsta skipti voru mun fleiri drengir þátttakendur en stúlkur en fram að þessu hafa hlutföllin verið nokkuð jöfn. Lögð er mikil áhersla á gæði í kennslu og að nemendur fái að upplifa og rannsaka. Að þessu sinni voru tveir starfsmenn Alþingis virkir í kennslunni. Á hverju ári eru kynnt ný viðfangsefni þannig að nemendur geta komið þrjú ár í röð, sem margir gera. Sigrún Stefánsdóttir og Dana Rán Jónsdóttir bera ábyrgð á upp- byggingu og rekstri þessa verkefnis. Vísindaskólinn er opinn börnum óháð búsetu. Fjölmörg fyrirtæki og félög auk Akureyrarbæjar styrkja rekst- urinn, en sá stuðningur er forsenda þess að hægt sé að reka skólann. Forsetafrúin sló í gegn Eliza Reed forsetafrú tók virkan þátt í því þegar Vísindaskóla unga fólksins á Akureyri var slitið. Alls voru 80 nemendur skráðir í skólann að þessu sinni. Rannsóknir Vísindaskóli unga fólksins á Akureyri er ætlaður börnum á aldrinum 11 til 13 ára. Morgunblaðið/Margrét Þóra Grettistak Jarðfræði kom við sögu í kennslu Vísindaskólans nú í sumar, en nemendur fá að upplifa og rannsaka. 12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 2021 Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is stalogstansar.is Allt til kerrusmíða 2012 2020 Við kynnumst tveimur spennandi löndum með sína framandi menningarheima og mikla náttúrfegurð, sem lætur engann ósnort- inn. Kynnumst hinum æva gömlu höfuðborgum Yerevan og Tblisi, förum upp í Kákassufjöllin, skoðum ævagömul klaustur, virki og kirkjur. Komum við í vínhérað og smökkum á víni heimamanna. Röltum um gamlan heilsubæ, förum í bað í æva gömlu bað- húsi, göngum eftir hengibrú. Ekki má gleyma fólkinu sem tekur okkur fagnandi en íbúar beggja landa eru einstaklega gestrisnir og kynnumst við þeim. Við erum í ævintýri sem er við allra hæfi. Síðumúli 13 - 108 Reykjavík | Strandgata 29, 2 hæð, 600 Akureyri, sími 588 8900 info@transatlantic.is | www.transatlantic.is Perlur Kákasusfjalla, hlið Evrópu að Miðausturlöndum og Asíu Forn menning, heillandi mannlíf, hrífandi saga og stórkostleg náttúra Georgía og Armenía 10.-20. september 2021 Innifalið er flug, hótel, fullt fæði í Georgiu og Armeniu, allar skoðunarferðir, ísl. farastjóri ásamt heimamanni og aðgangur þar sem við á. Verð á mann í 2ja manna herbergi er 348.700 kr. Takmarkaður fjöldi. Takmarkað sætamagn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.