Morgunblaðið - 01.07.2021, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.07.2021, Blaðsíða 14
14 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 2021 Sími 557 8866 | www.kjotsmidjan.is | Fossháls 27, 110 Reykjavík Opnunartími 7.30-16.30 Mjög gott úrval af gæðakjöti Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is A lls 2.144 keppendur úr 216 liðum eru skráðir til leiks á N1-mótinu í knattspyrnu sem hófst á Akureyri í gær og stendur fram á laugardag, 3. júlí. Þetta er enn stærsti og umfangs- mesti íþróttaviðburður ársins, en mótið er nú haldið í 35. sinn og er fyr- ir stráka í 5. flokki í fótboltanum. Grasrótarstarf í knattspyrnu er grundvöllurinn að framtíð í greininni sem N1 hefur lengi stutt við með þessu mótshaldi en framkvæmdin er í höndum KA. Setur svip á Akureyri Einn þáttur í mótinu er svonefnd Hæfileikamótun N1 og Knattspyrnu- sambands Íslands. Í ár mætir Lúðvík Gunnarsson á mótið, en hann stýrir einmitt Hæfileikamótuninni, og fylg- ist með þátttakendum og því má vænta að margir eigi eftir að sýna sitt besta með hann á hliðarlínunni. „Það er mikil tilhlökkun hjá okk- ur í KA fyrir mótinu, rétt eins og fyrri ár, enda er N1-mótið einn af hápunkt- um sumarsins hjá félaginu og við hlökkum til að taka á móti strákunum og aðstandendum þeirra,“ segir Sæv- ar Pétursson, framkvæmdastjóri KA. „Fátt setur sterkari svip á Akureyri en einmitt þegar mörg hundruð keppendur á N1-mótinu mæta til leiks og gleðin og fögnin yfirgnæfa allt annað. Það eru forréttindi að fá að hafa umsjón með þessu frábæra móti og samstarfið við N1, þjálfara, að- standendur og að sjálfsögðu kepp- endurna sjálfa er alltaf jafn gott.“ Fyrstu leikir N1-mótsins hófust á hádegi í gær, miðvikudag. Boltinn rúllar á mörgum leikvöllum, en alls verða teknir 1.060 leikir. Eðli íþróttanna samkvæmt komast þeir bestu áfram og síðdegis á laugardag verða úrslitaleikirnir leiknir. Endan- leg úrslit ættu að ligga fyrir þá um kvöldið. „Hér á Akureyri fer vel um fót- boltastrákana og þá sem þeim fylgja. Hér er fullur bær af fólki og á götu- skilti hér er hitinn sýndur vera 22 gráður. Gistingu hafa þátttakendur í alls fimm skólum í bænum, flestir í Verkmenntaskólanum og Brekku- skóla. Svo koma allir í mat hingað í KA-heimilið, en stóri íþróttasalurinn hér er mötuneyti meðan á mótinu stendur. Þegar best lætur eigum við hingað von á um 2.500 manns í mat þegar allt er talið – en aðföngin fyrir mótið eru nærri tólf tonn af mat.“ Góður undirbúningur „N1-mótið er alltaf eitthvað sem fyllir okkur hjá N1 stolti, gleði og ánægju og við vitum að fram undan eru frábærir dagar,“ segir Þyrí Dröfn Konráðsdóttir, forstöðumaður mark- aðsdeildar og stafrænnar þróunar hjá N1. „Við erum afar ánægð með sam- starfið við KA, enda undirbúningur allur og umgjörð mótsins með besta móti hjá þessu rótgróna félagi. N1 mun halda áfram, sem fyrr, að styðja grasrótarstarf bæði stráka og stelpna um land allt og við hlökkum til að sjá enn eina kynslóðina hefja leik á þessu frábæra móti.“ Metþátttaka og mikil tilhlökkun Boltafjör! Efnilegustu fótboltamenn landsins eru nú á N1-mótinu á Akureyri. Meira en 2.000 keppendur og alls 1.060 leikir. Gleðin ríkir og frábærir dagar eru fram undan nyrðra, þar sem sólin skín! Ljósmyndir/Þórir Tryggvason Tilþrif Þrumuskot á N1-mótinu á Akureyri sem í hugum leikmannanna ungu sem það sækja er eitt stórt ævintýri. Áhorfendur Mömmur, pabbar, afar, ömmur, frænkur, frændur og vinir. Í Skálholts- dómkirkju er í dag kl. 11 dagskrárlið- urinn Óskalögin við orgelið. Þar leikur Jón Bjarna- son, organisti kirkjunnar, óska- lög fyrir gesti, sem geta verið lög með Abba, Queen eða Kaleo. Einnig íslensk sönglög og sálmana. Svo mætti áfram telja. Fólk mætir í kirkjuna, velur óskalög af lista sem Jón spilar. Viðburðurinn er sagður tilvalinn fyr- ir fólk, fjölskyldur og hópa sem hafa gaman af því að hlusta á lög og taka lagið. Viðburðurinn er hluti af fjár- öflun til fegrunar Skálholtsdómkirkju. Tekið er á móti frjálsum framlögum. – Leikurinn er svo endurtekinn 8. og 15. júlí: fimmtudaga kl. 11. Stemning í Skálholti Leikur óskalög á kirkjuorgelið Jón Bjarnason Yfirskrift dagskrár sunnudagsins 4. júlí á Árbæjarsafni er Sirkus í bæn- um. Þá á fólk von á kynlegum kvist- um með magnaða hæfileika. Hægt verður að berja augum loftfim- leikafólk, galdramann, trúðinn Silly Suzy, sem blæs sápukúlur í gríð og erg, skeggjuðu konuna, ósýnilega manninn í Suðurgötu og fleiri skraut- legar persónur. Hjá sterkasta manni heims má taka á því af öllum lífs og sálar kröftum og fara í útileiki. Á þorpstorginu verður hægt að kaupa sælgæti og poppa. Þá verður heitt á könnunni í Dillonshúsi og ný- bakað góðgæti. Aðgangur á safnið kostar 1.800 kr. en ókeypis er fyrir börn, öryrkja og menningarkortshafa. Líf og fjör í Árbæjarsafni Sirkus í bæ Árbæjarsafn Kynlegir kvistir mæta. Rúmar 8,3 millj. kr. söfnuðust í fjár- öflun Krónunnar og viðskiptavina hennar, í samstarfi við átak UNICEF á Íslandi sem bar yfirskrifina Komum því til skila. Peningarnir fara í söfnun fyrir dreifingu á bóluefni gegn Co- vid-19 í efnaminni ríkjum. Upphæðin nægir fyrir dreifingu 36.280 skammta til fólks í efnaminni ríkjum heimsins. Í átakinu var viðskipta- vinum Krónunnar boðið að bæta 459 krónum við upphæðina í viðskiptum. Samtals gáfu viðskiptavinir Krón- unnar 9.070 styrki á tveimur vikum. Krónan gaf síðan krónu á móti hverri krónu sem safnaðist frá viðskipta- vinum. „Við erum stolt af því að geta lagt þessu verkefni lið og lögðum upp með að jafna styrkinn sem við- skiptavinir okkar lögðu til og tvöfalda þannig upphæðina, “ segir Ásta Sig- ríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar. Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, segir mikilvægt að sami árangur ná- ist í bólusetningum á heimsvísu og hér á landi. „Veiran spyr ekki um landamæri og samstaða er mikilvæg. Í þúsunda tali hafa viðskiptavinir Krónunnar sýnt það í verki að þeim er umhugað um að öll ríki heimsins fái bóluefni,“ segir Birna. Bóluefnum gegn Covid-19 er mjög misskipt meðal ríkja heimsins. Ef efnaminni ríki heimsins eru skilin eft- ir er hætta á að ný afbrigði veirunnar breiðist hratt út, bæði innan þeirra og til annarra ríkja, segir í frétt frá UNICEF. sbs@mbl.is Krónan leggur lið í baráttunni við Covid-19 Styðja við dreifingu bóluefnis Krónan Frá afhendingu styrksins góða sem veittur var UNICEF í vikunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.