Morgunblaðið - 01.07.2021, Síða 16
VIÐTAL
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Allar helstu hagfræðistofnanir
heimsins segja að sparnaðarleiðin út
úr kreppu, eins farin var eftir banka-
kreppuna, sé röng og eiginlega
hættuleg. Í samræmi við það hrund-
um við af stað fjárfestingarátakinu
Græna planið, sem er komið á sigl-
ingu. Kolefnishlutleysi, orkuskipti,
meiri lífsgæði, átak í viðhaldi skóla-
húsnæðis og uppbygging nýrra og
grænna hverfa og svæða; þetta er
sýnin og endurreisnaráætlunin sem
við störfum eftir,“ segir Dagur B.
Eggertsson borgarstjóri í Reykjavík.
Nýir leikskólar, samgöngur
og veitingamenn á fullt
Reykjavík er komin í sumarfötin.
Fólk hefur flykkst út í sólina, eins og
sést á grænum svæðum og við veit-
ingahús í borginni. Ástæða er til að
fagna og þar nefnir borgarstjóri sér-
staklega hve vel hafi tekist til að
halda starfsemi Reykjavíkurborgar
nær órofinni veirumánuðina fimm-
tán. Morgunblaðið hitti borgarstjóra
nú í byrjun vikunnar hvar farið var
vítt yfir stöðu mála í höfuðborginni.
Samtöl við rekstraraðila og veit-
ingamenn sem eru að fara á fullt að
nýju eftir kórónuveiruna og opnun
leikskóla við Njarðargötu, við Naut-
hólsveg og Vogabyggð. Fram-
kvæmdir við byggingu hverfis-
miðstöðvar í Úlfarsárdal og
frjálsíþróttavallar og íþróttahúss ÍR í
Mjódd. Betri þjónusta við börn. Sam-
göngu- og loftslagsmálin. Þessi mál
eru þau sem Dagur nefnir að séu á
sínu borði þessa dagana. En þau eru
auðvitað fleiri, enda er í mörg horn að
líta nú þegar samkomutakmörkunum
vegna kórónuveirunnar hefur verið
aflétt og líf að færast aftur í eðlilegt
horf. Því má nú slá því föstu, segir
borgarstjóri, að Hinsegin dagar og
Gleðigangan með hefðbundnu sniði
verði aðra helgina í ágúst og Reykja-
víkurmaraþon og Menningarnótt 21.
ágúst.
„Borgarhagkerfið verður senni-
lega þrjú til fimm ár að komast að
nýju í jafnvægi eftir veiruna. Tölur í
rekstri borgarinnar endurspegla
mikinn samdrátt; meðan á veirunni
stóð fóru tekjur borgarsjóðs og fyrir-
tækja hennar niður um 11,4 milljarða
króna miðað við áætlanir og mikil
ófyrirséð útgjöld komu til,“ segir
Dagur.
„Við ætlum okkur þó að komast í
gegnum þessar þrengingar eins hratt
og kostur er. Við viljum vaxa út úr
vandanum. Að slá í og flýta fram-
kvæmdum við Borgarlínuna og sam-
gönguinnviði, sem eiga að hefjast á
næsta ári, er eitt af því. Það verkefni
er í góðri samvinnu við Vegagerðina
og ríkið.“
Borgarstjóri bendir jafnframt á
áðurnefnt fjárfestingarátak sem
hrundið var af stað í fyrra þegar áhrif
faraldursins fóru að koma fram. Skv.
því munu borgin og fyrirtæki hennar
frá líðandi ári og út árið 2023 fjár-
festa fyrir tæpa 175 milljarða króna í
fjölbreyttum verkefnum.
Nýir valkostir
Lægri hámarkshraði í íbúðagötum,
fjölgun grænna svæða, gerð hjól-
reiðastíga, fækkun bensínstöðva,
hlaupahjólavæðing og efling almenn-
ingssamgana. Með nokkurri einföld-
un má segja að þetta séu áherslumál
meirihlutans í Reykjavík og stóra
myndin:
„Síðustu ár höfum við stigið mikil-
væg skref í að takast á við óheillaþró-
un í samgöngu- og skipulagsmálum í
Reykjavík og breyta stefnunni úr
gráum áherslum í grænar. Á sjöunda
áratugnum var Reykjavík mörkuð sú
stefna að verða hin fullkomna bíla-
borg. Afleiðingin hefur orðið sú að
fjöldi bíla er farinn að hægja á um-
ferðinni, einkum á háannatímum,“
segir Dagur. „Áherslur okkar undan-
farinn áratug eða svo hafa fyrst og
fremst verið á aukna fjölbreytni og
nýja valkosti í samgöngumálum,
loftslagsmál, betri og skemmtilegri
borg þar sem lífsgæði íbúa og hverfin
hafa forgang. Og viljum borg þar sem
enginn er út undan. Við verðum að
taka loftslagsmálin föstum tökum,
stuðla að menntun, velferð sem nær
til allra og að allir hafi atvinnu. Þessi
atriði tengjast lóðbeint við lífsgæði
íbúanna. Ég held reyndar að lang-
flestir vilji græna borg. Segja má að
Reykvíkingar hafi verið á undan
grænni stefnumörkun borgarinnar.
Grænir garðar og skógrækt í íbúða-
hverfum var langt á undan grænum
áherslum borgarinnar.“
Grænu svæðin æ mikilvægari
Grænu svæðin verða æ mikilvæg-
ari, svo sem Klambratún, Laugar-
dalur, Fossvogsdalur.
„Hljómskálagarður og strand-
lengjan sjálf eru vinsæl útivistar-
svæði,“ segir Dagur. „Að ég tali nú
ekki um Elliðaárdal sem er eins og
þjóðgarður í borg. En við viljum
tryggja að allir hafi aðgang að græn-
um svæðum og leiksvæðum í sínu
hverfi og nærumhverfi. Sýn aðal-
skipulagsins er að allir borgarbúar
hafi yfir 2.000 fermetra útivistar-
svæði innan við 300 m frá heimili
sínu. Það markmið næst nú fyrir 92%
Reykvíkinga.“
Eftir því sem byggð í borginni
verður þéttari og meira mannlíf á
götunum verða grænu svæðin mik-
ilvægari alls staðar í borginni, segir
borgarstjóri. „Við erum einnig að
byrja að þróa stór ný útivistarsvæði.
Þannig stendur nú fyrir dyrum á
næstu árum að gera Austurheiðar,
sem liggja upp frá Rauðavatni í átt að
Grafarholti og Hólmsheiði, að útivist-
arsvæði með aðstöðu fyrir gangandi,
hjólreiðafólk og hestamenn. Það er
mjög spennandi verkefni.“
Endurlífga gamla hverfakjarna
Borgarstjórnarkosningar eru eftir
rúmlega eitt ár. Sjálfur kveðst Dagur
B. Eggertsson enn ekki hafa tekið
ákvörðun um hvort hann haldi áfram
eða ekki; slíkt muni hann gera þegar
nær dragi kosningum.
„Ég hef verið borgarstjóri í sjö ár.
Að taka við því embætti var í raun al-
veg nýr starfsvettvangur – í svo
mörg horn er að líta við stjórn þessa
stóra fyrirtækis sem veltir á annað
hundrað milljörðum króna á ári og
starfsmennirnir eru meira en tíu þús-
und. Þróun borgarinnar á hug minn
allan. Borgin er síbreytileg í eðli sínu
og sömuleiðis það að vera borgar-
stjóri. Það eru mörg stór og jákvæð
umbreytingarverkefni fram undan.
Miklabraut og Sæbraut fara í stokk
og umhverfi þeirra stórbatnar. Borg-
arlínan verður að veruleika og við er-
um að endurlífga gamla hverfakjarna
um alla borg. Borgarsamfélagið mót-
ast með virkri þátttöku almennings
og Reykjavík er borg fjölbreytileik-
ans og gleðinnar. Slíkt sjáum við vel
nú þegar sólin skín og veiran er að
baki.“
Sparnaður úr kreppu er hættulegur
- Grænt plan í Reykjavík - Miklar fjárfestingar - Tekjur drógust saman á 12. milljarð kr. - Stór
útivistarsvæði í þróun - Þróun borgarinnar á hug minn allan, segir Dagur, óákveðinn um framboð
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Borgarstjóri Borgarsamfélagið mótast með virkri þátttöku almennings og Reykjavík er borg fjölbreytileikans og
gleðinnar, eins og við sjáum nú þegar sólin skín og veiran er að baki, segir Dagur B. Eggertsson í viðtalinu.
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 2021
Kringlunni | Glerártorgi | Sími 588 0640 | casa.is
KERAMÍK
KVÖRN
Fyrir salt,
pipar og
allar tegundir
kryddjurta
KYOTO KVÖRN
10 cm Eik – 8.490,- stk
17 cm Eik – 9.690,- stk
MARMARABAKKI
fyrir 2. kvarnir – 7.290,-
Fyrir þremur til fjórum árum var
mikil umræða um vanda á hús-
næðismarkaði í Reykjavík, meðal
annars vegna þess hve margar
íbúðir voru þá í útleigu til ferða-
manna. Svo breyttist landslagið.
„Ýmsar íbúðir sem voru í útleigu
til ferðamanna veit ég að hafa ver-
ið seldar og eru komnar í hefð-
bundin not. Sjálfur tel ég að hafa
eigið opið fyrir að fólk geti að
minnsta kosti til skemmri tíma
leigt út eignir sína. Íbúðaskipti til
dæmis eru alltaf vinsæl. Þegar
þetta er hins vegar orðin heils-
ársstarfsemi og sumir jafnvel með
margar eignir í útleigu eiga að
gilda sömu reglur og um aðra
gistiþjónustu, hvað varðar örygg-
ismál, skatta og fleira,“ segir Dag-
ur B. Eggertsson og heldur áfram:
Uppbyggingin heldur áfram
„Í mörgu tilliti þarf meira jafnvægi
í íbúðamarkaði í Reykjavík, eins og
borgin hefur reynt að stuðla að
með leyfisveitingum, skipulags-
vinnu og öðru. Koma þarf í veg fyr-
ir þessar miklu sveiflur í framboði
húsnæðis og þurfa sveitarfélög,
bankarnir og verkatakarnir að vera
í sama takti. Sú mikla uppbygging
sem verið hefur hér í borginni síð-
ustu ár mun halda áfram til að
mæta þessu; Reykjavík hefur mik-
ið aðdráttarafl en skilyrði til jafns
áframhaldandi vaxtar þarf að
skapa.“
Skapa þarf meira jafnvægi
SÍBREYTILEGAR AÐSTÆÐUR Í HÚSNÆÐISMÁLUM
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Miðborg Bærinn er fullur af húsum, orti borgarskáldið Tómas Guðmundsson.