Morgunblaðið - 01.07.2021, Síða 20

Morgunblaðið - 01.07.2021, Síða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 2021 + + tonna leyfi og framleiddi 30-40 tonn af regnbogasilungi á ári. „Við settum okkur strax þau markmið að eftir tíu ár myndi fyrir- tækið hafa að lágmarki 20 þúsund tonna leyfi, framleiða yfir 10 þúsund tonn á ári og vera skráð á hluta- bréfamarkað. Öll þessi markmið hafa náðst og vel það. Arctic Fish er með yfir 70 starfsmenn, með leyfi til að framleiða 23 þúsund tonn af laxi og fer stækkandi. Áætlað er að framleiðslan fari í um 12 þúsund tonn á þessu ári. Fyrr á árinu var Arctic Fish skráð í kauphöllinni í Ósló og er með um 200 eigendur á bak við sig,“ segir Sigurður. Engin bylgja án Norðmanna Sjálfbærni eldisins er ofarlega í huga Sigurðar og hann segir að ekki sé aðeins verið að selja fisk heldur einnig sögu. Nefnir hann að kaup- endur frá Asíu falli í stafi þegar þeir sjá aðstæðurnar á Vestfjörðum. Hvergi í heiminum er atlantshafslax alinn í jafn köldum sjó og í Dýra- firði. Hann segir það einnig einstakt á heimsvísu að jarðhiti og græn orka eru notuð til að framleiða seiði í vatnsendurnýtingarkerfi. Notkun jarðhitans sparar orku svo fram- leiðslan er með eitt lægsta kolefnis- spor landeldis sem þekkist. „Áfram- eldið í sjó er vissulega við köld skilyrði en þar er laxinn alinn með enn minni raforkuþörf og í mjög litlum þéttleika í samræmi við um- hverfisvottarnir Arctic Fish.“ Þekkt er að norsk fyrirtæki eiga meirihlutann í öllum stærstu sjó- kvíaeldisfyrirtækjum landsins. Spurður hvernig það hafi atvikast segir Sigurður að hann hafi í upp- hafi, eins og sjálfsagt stjórnendur allra hinna sjóeldisfyrirtækjanna, leitað til innlendra fjárfesta til að taka þátt í fjármögnun stækkunar fyrirtækisins en án mikils árangurs. Hann segist hafa kynnt málið eins og það er, fjárfestar þurfi að vera tilbúnir að leggja fyrirtækinu til fjármagn í mörg ár og fjármagnið þurfi að vera þolinmótt, eins og sagt er. Á upphafsárunum hafi enginn verið tilbúinn að taka áhættuna. Sigurður nefnir að saga laxeldis á Íslandi hafi hrætt menn, þótt hún hafi verið á allt öðrum grunni, og vantað hafi þekkingu á þessari at- vinnustarfsemi meðal fjárfesta. Sigurður segir að sjávarútvegs- fyrirtækin hafi sýnt mestan áhuga. Hann bendir á að útgerðirnar séu Höfum náð markmiðunum - Sigurður Pétursson, stofnandi Arctic Fish, lætur af störfum á tíu ára afmæli fyrirtækisins - Kom heim frá blómlegu fyrirtæki í Frakklandi til að byggja upp atvinnustarfsemi í gömlu heimabyggðinni Morgunblaðið/Eggert Á útleið Sigurður Pétursson hefur unnið að uppbyggingu Arctic Fish og telur tímabært að láta nú af störfum. Hann vill snúa sér að frumkvöðlaverkefnum. Ljósmynd/Gusti Production Mælingar Starfsmenn Arctic Fish meta fisk og mæla áhrif eldisins á um- hverfið við sjókvíar. Rannsóknir og vöktun eru mikilvægur þáttur. VIÐTAL Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Allir þurfa að þekkja sinn vitj- unartíma, sérstaklega frumkvöðlar. Ég ætlaði aldrei að starfa svona lengi við fyrirtækið. Við höfum náð þeim markmiðum sem við settum okkur fyrir tíu árum, þegar við stofnuðum Arctic Fish og rétti tím- inn til að hætta er á þessum tíma- mótum,“ segir Sigurður Pétursson, stofnandi og einn af stjórnendum fiskeldisfyrirtækisins Arctic Fish á Vestfjörðum. Hann lætur af störf- um í dag, á tíu ára afmælisdegi fyrirtækisins. Sigurður er á eigin vegum að koma upp fræðslumiðstöð fiskeldis sem hann kallar Lax-Inn, við Mýr- argötu í Reykjavík. Hann ætlar að einbeita sér að því verkefni á næst- unni og stefnir að því að opna í haust. Vildi byggja upp á Vestfjörðum „Ég er ættaður að vestan, ólst upp á Suðureyri. Ég fór vestur fyrir nokkuð mörgum árum þegar ég bjó í Frakklandi og fékk þá löngun til að byggja upp atvinnustarfsemi á svæðinu,“ segir Sigurður þegar hann er spurður um tildrög þess að hann fór út í fiskeldi á Vestfjörðum. Hann bjó í Frakklandi í allmörg ár. Fór þangað fyrst á vegum SÍF/ Alfresca, var framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar samstæðunnar og stýrði meðal annars verkefnum sem sneru að vinnslu, markaðssetningu og dreifingu eldisafurða. Dóttur- félög Alfresca í Frakklandi voru á þeim tíma með mestu hlutdeild neytendaafurða á markaðnum sem er sá stærsti fyrir eldislax. Hann fór út í eigin rekstur með stofnun fullvinnslu- og sölufyrirtækisins Novo Food árið 2006. Sigurður hafði því mikla þekk- ingu á markaðsmálum fiskeldis þegar hann flutti heim til Íslands með fjölskyldu sinni árið 2010 og hóf ásamt Ingibjörgu Valgeirs- dóttur, eiginkonu sinni, undirbún- ing að stofnun eldisfyrirtækis á Vestfjörðum. Guðmundur Stef- ánsson var kominn inn í rekstur Novo Food í Frakklandi og tók við stjórnun þess þegar Sigurður flutti heim. Í nafni Novo ehf. stofnuðu þeir og eiginkonur þeirra Arctic Fish 1. júlí 2011. Þá var Sigurður eini starfsmaður félagsins og í kjöl- farið festi Arctic Fish kaup á litlu fiskeldisfyrirtæki, Dýrfiski ehf. á Þingeyri. Í upphafi var fyrirtækið með 200

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.