Morgunblaðið - 01.07.2021, Page 24

Morgunblaðið - 01.07.2021, Page 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 2021 Tónlist fyrir sálina Matur fyrir líkamann Aðalstræti 2 | s. 558 0000 Kíktu til okkar í góðan mat og notalegt andrúmsloft Borðapantanir á www.matarkjallarinn.is Nýttu ferðagjöfina hjá okkur Framkvæmdum við 102 metra langa brú yfir Þjórsá ofan við Þjófafoss nærri Búrfelli miðar vel og hefur hún verið opnuð fyrir umferð fólks gangandi eða á reiðhjóli. Brúin tengir saman Landsveit og skóg- lendi sunnan við virkjanir við Búr- fell. Verkefnið er mótvægisaðgerð vegna stækkunar orkuversins. Brúin er 102 metra löng, þar sem timbur úr íslensku sitkagreni er lagt á stálbita. Vonir standa til að í sum- arlok verði allt orðið klárt við brúna og hún fær hestamönnum. Hún verð- ur hins vegar lokuð bílum. „Brúin auðveldar aðgengi í Búr- fellsskóg þangað sem margir hafa lagt leið sína. Nú verður staðurinn væntanlega fjölsóttari svo búast má við að sveitarfélagið þurfi að leggja stíga, setja upp merkingar og fleira slíkt á þessum slóðum,“ segir Björg- vin Skapti Bjarnason, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps. sbs@mbl.is Þjórsárbrú senn tilbúin Ljósmynd/Landsvirkjun Guðni Einarsson gudni@mbl.is Fyrsti Rafnar-dagurinn var haldinn í Olympia Marine-smábátahöfninni nálægt Aþenu fimmtudaginn 24. júní síðastliðinn. Stefnt er að því að þessi dagur verði haldinn árlega héðan í frá, að sögn Þorsteins Sigurbjörns- sonar á markaðssviði bátasmiðj- unnar Rafnar. Rafnar-bátar eru nú smíðaðir samkvæmt einkaleyfi í Grikklandi, Bretlandi og hér á Íslandi. Umsvif fyrirtækisins hafa vaxið mikið og nú er að hefjast smíði Rafnar-báta í Bandaríkjunum, Hollandi og í Tyrk- landi auk þeirra landa sem nú þegar smíða bátana. Skrokklag þeirra þyk- ir byltingarkennt miðað við eldri gerðir báta og Rafnar-bátarnir bæði sparneytnir og með mikla sjóhæfni. Hönnuður skrokksins er Össur Kristinsson, stoðtækjasmiður og stofnandi Össurar hf. Á Rafnar-deginum voru sýndir Rafnar Tactical-bátar, sem eru eft- irlits- og björgunarbátar, og Rafnar Leisure sem eru skemmtibátar. Gríska landhelgisgæslan gerir nú út fimmtán Rafnar Tactical-báta sem hafa reynst mjög vel. Um 300 boðsgestir mættu á Rafn- ar-daginn en þeirra á meðal voru viðskiptavinir, mögulegir kaupendur og bátaáhugamenn. Einnig mættu háttsettir fulltrúar grísku landhelg- isgæslunnar. Ólafur William Hand, fram- kvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Rafnars, sagði að viðburðurinn hafi farið fram úr þeirra björtustu von- um. Einnig tóku þátt í Rafnar- deginum Land Rover-bílaframleið- andinn og ginverksmiðjan Bombay Sapphire. Þeir kynntu vörur sínar sem voru merktar með merki Rafn- ars í bak og fyrir. Ólafur segir að þeir séu mjög ánægðir með velgengni Rafnars á erlendum mörkuðum og stefnt sé að frekari vexti á næstunni. Rafnar-báta- dagurinn í Grikklandi - Umsvif erlendis vaxa mikið - Ný lönd eru að hefja smíði bátanna Ljósmynd/Rafnar ehf. Rafnar Leisure Báturinn í skemmtibátaútfærslu með T-þaki. Svoleiðis þak hentar vel á heitum slóðum en síður hér. Rafnar Tactical Gríska landhelgisgæslan gerir út báta sem eru sérútbúnir til eftirlits, leitar- og björgunarstarfa. Glæsifley Útbúnaður skemmtibáts- ins er hinn vandaðasti eins og sést.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.