Morgunblaðið - 01.07.2021, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.07.2021, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 2021 Tónlist fyrir sálina Matur fyrir líkamann Aðalstræti 2 | s. 558 0000 Kíktu til okkar í góðan mat og notalegt andrúmsloft Borðapantanir á www.matarkjallarinn.is Nýttu ferðagjöfina hjá okkur Framkvæmdum við 102 metra langa brú yfir Þjórsá ofan við Þjófafoss nærri Búrfelli miðar vel og hefur hún verið opnuð fyrir umferð fólks gangandi eða á reiðhjóli. Brúin tengir saman Landsveit og skóg- lendi sunnan við virkjanir við Búr- fell. Verkefnið er mótvægisaðgerð vegna stækkunar orkuversins. Brúin er 102 metra löng, þar sem timbur úr íslensku sitkagreni er lagt á stálbita. Vonir standa til að í sum- arlok verði allt orðið klárt við brúna og hún fær hestamönnum. Hún verð- ur hins vegar lokuð bílum. „Brúin auðveldar aðgengi í Búr- fellsskóg þangað sem margir hafa lagt leið sína. Nú verður staðurinn væntanlega fjölsóttari svo búast má við að sveitarfélagið þurfi að leggja stíga, setja upp merkingar og fleira slíkt á þessum slóðum,“ segir Björg- vin Skapti Bjarnason, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps. sbs@mbl.is Þjórsárbrú senn tilbúin Ljósmynd/Landsvirkjun Guðni Einarsson gudni@mbl.is Fyrsti Rafnar-dagurinn var haldinn í Olympia Marine-smábátahöfninni nálægt Aþenu fimmtudaginn 24. júní síðastliðinn. Stefnt er að því að þessi dagur verði haldinn árlega héðan í frá, að sögn Þorsteins Sigurbjörns- sonar á markaðssviði bátasmiðj- unnar Rafnar. Rafnar-bátar eru nú smíðaðir samkvæmt einkaleyfi í Grikklandi, Bretlandi og hér á Íslandi. Umsvif fyrirtækisins hafa vaxið mikið og nú er að hefjast smíði Rafnar-báta í Bandaríkjunum, Hollandi og í Tyrk- landi auk þeirra landa sem nú þegar smíða bátana. Skrokklag þeirra þyk- ir byltingarkennt miðað við eldri gerðir báta og Rafnar-bátarnir bæði sparneytnir og með mikla sjóhæfni. Hönnuður skrokksins er Össur Kristinsson, stoðtækjasmiður og stofnandi Össurar hf. Á Rafnar-deginum voru sýndir Rafnar Tactical-bátar, sem eru eft- irlits- og björgunarbátar, og Rafnar Leisure sem eru skemmtibátar. Gríska landhelgisgæslan gerir nú út fimmtán Rafnar Tactical-báta sem hafa reynst mjög vel. Um 300 boðsgestir mættu á Rafn- ar-daginn en þeirra á meðal voru viðskiptavinir, mögulegir kaupendur og bátaáhugamenn. Einnig mættu háttsettir fulltrúar grísku landhelg- isgæslunnar. Ólafur William Hand, fram- kvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Rafnars, sagði að viðburðurinn hafi farið fram úr þeirra björtustu von- um. Einnig tóku þátt í Rafnar- deginum Land Rover-bílaframleið- andinn og ginverksmiðjan Bombay Sapphire. Þeir kynntu vörur sínar sem voru merktar með merki Rafn- ars í bak og fyrir. Ólafur segir að þeir séu mjög ánægðir með velgengni Rafnars á erlendum mörkuðum og stefnt sé að frekari vexti á næstunni. Rafnar-báta- dagurinn í Grikklandi - Umsvif erlendis vaxa mikið - Ný lönd eru að hefja smíði bátanna Ljósmynd/Rafnar ehf. Rafnar Leisure Báturinn í skemmtibátaútfærslu með T-þaki. Svoleiðis þak hentar vel á heitum slóðum en síður hér. Rafnar Tactical Gríska landhelgisgæslan gerir út báta sem eru sérútbúnir til eftirlits, leitar- og björgunarstarfa. Glæsifley Útbúnaður skemmtibáts- ins er hinn vandaðasti eins og sést.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.