Morgunblaðið - 01.07.2021, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.07.2021, Blaðsíða 28
28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 2021 Bolholti 4 • 105 Reykjavík • S 534 1400 • www.smartfix.is s n j a l l t æ k j a þ j ó n u s t a Úrval aukahluta: Hulstur, Hleðslutæki, Snúrur, Minniskort, USB lyklar og fleira VIÐ GERUM VIÐ allar tegundir síma, spjaldtölva, tölva og dróna Körfur frá 25.000 kr. Startpakkar frá 5.500 kr. og margt fleira Bolholt 4, Reykjavík | www.frisbigolfbudin.is Allt fyrir frisbígolf Töskur frá 3.990 kr. Diskar frá 2.500 kr. Fjarlægðarmælir 24.990 kr. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Nýlega fundust í geymslum á bæjar- skrifstofunni í Bolungarvík teikn- ingar að heildstæðu bæjarskipulagi staðarins sem Guðjón Samúelsson húsameistari ríkisins gerði árið 1924. Engar af þeim tillögum sem finna má í skipulagsdrögunum komust nokkru sinni í framkvæmd, en eftir standa þó spurningar um hvernig byggðarlagið hefði orðið og mál þróast hefðu hug- myndirnar orðið veruleika. Áhrifamikill arkitekt „Mér þetta einstaklega skemmti- legar teikningar. Tel líka þarft að gera þær sýnilegar, svo mikill áhugi er á öllu því sem Guðjón gerði sem áhrifamikill arkitekt,“ segir Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungar- vík, í samtali við Morgunblaðið. Á síðasta ári var Finnbogi Bjarna- son ráðinn byggingafulltrúi Bolung- arvíkurkaupstaðar. Til þess að setja sig sem best inn í byggingasögu bæj- arins fór hann að leita að gömlum og óskráðum teikningum. Í kjallara ráð- húss bæjarins fann hann fljótlega ýmis gögn og í geymslum í barna- skólanum leyndist sitthvað fleira bæjarskipulaginu viðvíkjandi. „Þetta eru mjög merkilegar teikningar og lýsa háleitum hugmyndum sem Guð- jón setti fram fyrir tæplega einni öld,“ segir Finnbogi. Skipulag fyrir fjölda bæja Teikningarnar að bæjarskipulag- inu sýna byggð upp frá inngrafinni höfn eða kví, sem siglt hefði verið inn í eftir ljósmerkjum úr turni kirkju á hafnarbakka. Íbúðarhúsin eru mörg sambyggð, standa í röðum og mynda ramma utan um bæ með margvís- legri starfsemi. Einnig eru á teikn- ingunum hugmyndir um fiskvinnslu- hús og bæjarbú, hvar framleiddar hefðu verið landbúnaðarvörur fyrir fólk í byggð þar sem fiskurinn er annars allt. Ítarlega er sagt frá skipulagsvinn- unni í Bolungarvík og víðar í bókinni Guðjón Samúelsson húsameistari sem kom út á síðasta ári, skráð af Pétri Ármannssyni arkitekt. Fyrsti staðurinn þar sem Guðjón gerði skissur að bæjarskipulagi var Ísa- fjörður. Sjúkrahúsið gamla, sem er í miðju bæjarins og hýsir nú bókasafn bæjarins, var reist þar árið 1925, ná- kvæmlega á þeim stað sem Guðjón sagði fyrir um. Annað komst ekki í framkvæmd, og fæstar af þeim hug- myndum sem hann setti fram í skipu- lagshugmyndum sem hann vann upp úr 1920. Þær voru, að Ísafirði og Bol- ungarvík meðtöldum, fyrir Seyð- isfjörð, Akureyri, Vestmannaeyjar og Hafnarfjörð. Fimleikasalur, skóli og sjúkrahús Í Bolungarvík var tillaga Guðjóns að bæjarskipulagi að staðsetja byggðina ofar í landinu en var gert. Auk atvinnufyrirtækja átti svo að reisa ráðhús, skóla, fimleikasal, lækn- isbústað og sjúkrahús ofan við reisu- lega kirkju, segir í bók Péturs Ár- mannssonar. Allar teikningarnar reyndust þó vera skýjaborgirnar. Svo fór að menn, sem hreppsnefnd Bolungarvíkur fól að rýna í tillög- urnar, höfðu þær að engu, en þökk- uðu fyrir. „Mér finnst augljóst af teikning- unum að dæma að Guðjón hefur kom- ið hingað til Bolungarvíkur með skipi utan af hafi,“ segir Finnbogi. „Slíkt sést kannski á því að hann horfir upp í brekkur frá fjöru, þar sem gert var ráð fyrir inngrafinni höfn. Allar byggingarnar sem tillagan gerir ráð fyrir eru mjög reisulegar og stíl- hreinar, sem helst í hendur við hug- myndir húsameistarans um að bygg- ingar ættu að bæta samfélagið og ala á því góða í mannfólkinu.“ Hefði orðið glæsileg Án þess að neitt hafi verið ákveðið telja þeir Finnbogi og Jón Páll bæjarstjóri verðugt að skipulags- uppdrættir Guðjóns Samúelssonar sem eru á snjáðum og gulnuðum blöðum verði settir í aðgengilegt form. Gerðir tölvutækir svo hægt verði til dæmis að skoða þá í þrívídd og stafrænu umhverfi. „Mér finnst umhugsunarvert að aldrei hafi neitt verið byggt sam- kvæmt þessum teikningum. Ef til vill voru þær þó óraunhæfar og sam- félagið fyrir einni öld allt öðruvísi nú en þá. En glæsileg hefði Bolungar- víkin orðið hefði þetta náð fram að ganga, segir Jón Páll Hreinsson. Teikningar Guðjóns leyndust í geymslu - Bæjarskipulag Bolungarvíkur frá 1924 fannst óvænt - Háleitar hugmyndir húsameistara ríkisins - Inngrafin höfn og ljósviti í kirkjuturni - Öðruvísi bær - Skýjaborgir verði gerðar aðgengilegar Morgunblaðið/Sigurður Bogi Skissur Fyrir tæpri öld sá Guðjón Samúelsson fyrir sér að svona yrði Bolungarvík. Ekki reyndist hljómgrunnur í Víkinni fyrir hugmyndunum. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Áhugasamir Finnbogi Bjarnason byggingafulltrúi, til vinstri, og Jón Páll Hreinsson bæjarstjóri rýna í teikningarnar sem fundust svo óvænt nýlega. Íbúar í Bolungarvík eru nú alls um 960 og hefur fjölgað jafnt og þétt síð- ustu árin. Flestir voru Bolvíkingar um 1.300 í kringum 1990, en þá tók við langt samdráttarskeið sem varði næstu 20 árin eða svo. Fæstir urðu Bol- víkingar um 900, sem var fyrir um áratug. „Nýir bátar hafa verið keyptir og hingað fengist meiri aflaheimildir. Hér er nóg að gera í sjávarútveginum og á fleiri sviðum atvinnulífsins,“ segir Jón Páll Hreinsson. Þannig er nú verið að byggja eða standsetja alls 25 nýjar íbúðir í Bolungarvík; einbýlishús og parhús. Þarna m.a. er verið að breyta skrifstofu- og safnabyggingu í fjölbýlishús. „Hingað hefur flutt fólk í sérfræðistörfum, svo sem í verkfræði, vís- indum og tölvuleikjahönnun. Eftir kórónuveiruna er meiri skilningur á því að fólk sinni störfum sínum hvaðan sem er,“ segir bæjarstjórinn. Mikið er byggt í bænum JAFN STÍGANDI Í ÍBÚAFJÖLDA Í BOLUNGARVÍK Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sjávarpláss Meiri fjölbreytni í atvinnulífi og sóknarhugur er meðal íbúanna. Tveimur upplýsingaskiltum hefur verið bætt við spilið af togaranum Clyne Castle, sem komið hefur ver- ið fyrir í landi Hnappavalla vestan Kvíár í Öræfasveit. Clyne Castle strandaði við sand- rif á Bakkafjöru við Kvíá 17. apríl 1919. Flakið er enn á sama stað, en hefur látið mikið á sjá vegna veð- urs. Í lok september á síðasta ári var spili togarans komið fyrir við hliðina á upplýsingaskilti um togar- ann og öðru um skipströnd á suð- austurströndinni. Nú hefur upplýs- ingaskiltum um spilið sjálft verið komið fyrir og eru þau bæði á ís- lensku og ensku. Félagið Bóasson/Clyne Castle undir forystu Ólafíu Herborgar Jó- hannesdóttur stóð fyrir fram- kvæmdunum. Hún sá um hönnun og samdi textana á skiltin, sem tengj- ast togaranum, en skiltið um skip- ströndin er verk Kvískerjabræðra, sem nutu aðstoðar Sigurgeirs Skúlasonar kortagerðarmanns og Ragnars Franks Kristjánssonar, fyrrverandi þjóðgarðsvarðar. Upplýsingaskilti sett upp við spil úr togara Minjar Spilið úr togaranum Clyne Castle og nýju upplýsingaskiltin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.