Morgunblaðið - 01.07.2021, Side 36
36 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 2021
Frumgerð flugbílsins AirCar hefur
lokið 35 mínútna fyrsta þróunarflugi
milli flugvalla, en hann flaug sem
leiðin lá milli borganna Nitra og
Bratislava. Í bílnum er 160 hestafla
BMW-vél sem gengur fyrir venju-
legu bílabensíni og tengist hún
skrúfu með óbreytanlegum skurði.
Tveggja manna farartækið Air-
Car er sköpunarverk slóvakísks
verkfræðings að nafni Stefan Klein,
sem segir flugdrægi fararskjótans
um 1.000 kílómetrar í 8.000 feta
hæð. Hann hefur lokið um 40 stund-
um í þróunarflugi, en hámarksflug-
hraðinn er 190 km/klst. Aðeins tek-
ur rúmar tvær mínútur að breyta
flugvélinni í bíl. Hún getur flutt tvo
farþega.
SLÓVAKÍA
Flugbíll upp til skýja
Ljósmynd/Klein Vision
Flug og bíll Flugbíllinn flaug milli al-
þjóðaflugvallanna í Nitra og Bratislava.
Yfirvöld í París
hótuðu í gær að
banna rafskutlur
í borginni nema
öryggi þeirra
verði stóraukið,
hraði takmark-
aður við 10 km/
klst í stað 50 km
og að þær haldi
sig frá gang-
stéttum.
Ástæðan er banaslys þar sem 31
árs kona lést er tvímennt rafskutla
ók á hana. Ökumaðurinn, ung
hjúkrunarkona, hefur verið ákærð
fyrir manndráp af gáleysi. Það
þyngir sekt hennar að hún flúði af
vettvangi. Bannað er að fjölmenna
á skutlu í Frakklandi og óheimilt er
að aka þeim yfir 20 km/klst. þótt
hægt sé. Um 15.000 leiguskutlur
munu vera í umferð í París. Til að
aka skutlu verður ökumaður að
vera minnst 12 ára. Bannað er að
aka þeim á gangstéttum.
FRAKKLAND
Hóta að banna
rafskutlur í París
París Maður á
ferð á rafskutlu.
Ágúst Ásgeirsson
agas@mbl.is
Milljónir manna í Vestur-Kanada og
norðvesturríkjum Bandaríkjanna
hafa verið varaðir við afleiðingum
óvæginnar og banvænnar hitabylgju
sem þrúgað hefur íbúa á svæðinu
langleiðina í viku. Hvert hitametið á
fætur öðru hefur fallið.
Mjög hefur reynt á viðbragðs-
sveitir frá því sl. föstudag en að sögn
kanadísku lögreglunnar hafa minnst
134 manns dáið skyndilega á Van-
couver-svæðinu á þeim tíma. Í borg-
inni Seattle skýrðu læknar frá flóði
fórnarlamba hitaslags.
Vegna hækkandi skraufþurrs loft-
hita í Kaliforníu er óttast að gróð-
ureldar kunni að brjótast út. Veð-
urstofa Bandaríkjanna varaði í gær
við þurrum lofteldum sem auka
hættuna á skógareldum. Embættis-
menn segja eldatímabilið í ár þegar
orðið skæðara en í fyrra sem var hið
skaðlegasta frá upphafi.
Þriðja daginn í röð náðu kvikasilf-
ursúlur hitamæla kanadískra veður-
stöðva hitamet í fyrradag, þriðjudag.
Mældust 49,5°C í bænum Lytton í
Bresku-Kólumbíu, sem er 250 km
austur af Vancouver. Sumir íbúar
borgarinnar sögðust aldrei hafa upp-
lifað aðra eins hita. „Svona slæmt
var það aldrei, annað eins hef ég
aldrei séð. Vonandi verður ekki
svona heitt aftur. Þetta er yfrið nóg,“
sagði kona að nafni Rosa.
Tíðari hitabylgjur og vaxandi loft-
hiti er skrifaður á breytingar í loft-
hjúpi jarðar. Á heimsvísu var ára-
tugur til ársloka 2019 sá heitasti sem
mælst hefur frá upphafi hitamæl-
inga. Þá eru síðustu fimm ár öll þau
heitustu sem mælst hafa.
Hitabylgjan nær allt norður í
heimskautahéruð Kanada en orsök
hennar er „hitabunga“, háþrýsti-
svæði sem situr fast og lokar heita
loftið inni. Methiti hefur líka mælst í
bandarísku borgunum Portland
(46,1°C) og Seattle (42,2°C). Þá hefur
hitinn verið yfir 30°C marga daga
röð í Vancouver við Kyrrahafs-
ströndina eða um 7°C yfir meðalhita.
Þar hafa mun fleiri en í meðalári lát-
ið lífið, mestmegnis vegna hitanna,
að sögn yfirvalda.
Óvægin og banvæn hitabylgja
- Mannfellir í methita í Kanada og Bandaríkjunum - Óttast að kvikni í gróðri
AFP
Hitabylgja Börn leita sér kælingar
í fossandi vatni í garði í höfuð-
borginni Washington DC.
Bóndanum sem brynnir vísundum í ánni Ravi í
Lahore í Pakistan er kórónuveiran og smit af
hennar völdum tæpast ofarlega í huga, því heilsa
skepnanna er framar öllu. Pakistanar eiga á
morgun von á 2,5 milljónum skammta af bóluefn-
inu Moderna að gjöf frá bandarískum stjórnvöld-
um. Þau sendu og tvær milljónir skammta af
bóluefninu Pfizer til Perú og 2,5 milljónir til Kól-
umbíu. agas@mbl.is
Buffallinn þarf sitt vatn
AFP
www.danco.is
Heildsöludreifing
Fyrirtæki og verslanir
Vinsælu leikföngin fást hjá okkur
Kynntu þér úrval á vefverslun www.danco.is
Hlaupahjól
My First Frozen
Hlaupahjól
My First Paw Patrol
Squeeze boltar
ColorChang 90 mm
Plop up fidget JUMBO
- Rainbow (12/72)
Dimple Pimble-fidget
leikur 14x13 cm
Fidget-Hand Snapper
Displ 36
Puffer-Caterpillar
26 cm 4 teg. Disp 12
Woof Strech-Hundur
4 lit Disp 12
Pufferz-Superglitter
Bolti 12 cm Displ 12
Dimple Pimble
Unicorn 17x15 cm
Stressbolti XXL 10 cm
6 teg. Disp-6
Bolti MEGA BALL 6 litir
45 cm (10/60)
Ferðaskrifstofa
til sölu
með gilt ferðaskrifstofuleyfi
Lítil ferðaskrifstofa sem hefur sérhæft sig í móttöku
ferðamanna frá Bandaríkjunum er til sölu. Engar skuld-
ir fylgja kaupunum en tilbúin heimasíða, viðskiptasam-
bönd og ferðaskrifstofuleyfi fylgja með í kaupverðinu.
Fyrirtækið er hægt að yfirtaka strax þar sem kennitala og
bankareikningar eru til staðar.
Áhugasamir geta haft samband í síma 821-9997
eða sent fyrirspurnir á netfangið skk@london.is
og fengið frekari upplýsingar.
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
VEISTU
UM GÓÐAN
RAFVIRKJA?