Morgunblaðið - 01.07.2021, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 01.07.2021, Blaðsíða 45
UMRÆÐAN 45 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 2021 Bláu húsin v/Faxafen • Sími 553 7355 Vefverslun selena.is Vefverslunselena.is Sumarið er tíminn! Mix & Match sundföt Frábær snið og fjölbreyttar stærðir Í Morgunblaðinu þann 25. júní sl. birtist grein eftir Björn Bjarnason, fyrrv. ráð- herra, þar sem m.a. er fjallað um sérstöðu ís- lensks landbúnaðar. Í henni kveður um margt við nýjan tón sé litið til þess að Björn hefur nú nýverið lokið sérstöku verkefni vegna undirbúnings nýrrar land- búnaðarstefnu, fyrir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og birtist í skjalinu „Ræktum Ísland“. Hagsmunaaðilar í landbúnaði hafa síðastliðið ár tekið höndum saman í margháttuðu starfi sem varðar starfsumhverfi hans. Í því starfi hefur verið bent á þann að- stöðumun sem er til staðar milli ís- lensks landbúnaðar og landbúnaðar innan ESB. Opinber gögn hafa staðfest þetta en þar ber einna hæst skýrsla Lagastofnunar Há- skóla Íslands sem birt var þann 9. desember 2020 [1]. Undanþágur fyrir landbúnað Í skýrslu Lagastofnunar kemur m.a. fram að EES-samningurinn gildir í grunninn ekki nema að tak- mörkuðu leyti um landbúnað. Um- fjöllun um samkeppnisreglur ber að skoða í því ljósi. Engu að síður gilda ákvæði samkeppnislaga nr. 44/2005 um atvinnustarfsemi á sviði landbúnaðar hér á landi að því marki sem sérlög, t.d. ákvæði bú- vörulaga nr. 99/1993, taka þeim fram. Af skoðun á und- anþágureglum innan ESB verður ráðið að skilyrði þeirra virðast almennt séð vera rýmri en þau sem sett eru í 15. gr. sam- keppnislaga nr. 44/ 2005, sbr. einnig 3. mgr. 53. gr. EES- samningsins og 3. mgr. 101. gr. Samn- ingsins um starfshætti Evrópusambandsins (SSE). Í 1. mgr. 39. gr. sáttmálans eru mark- mið sameiginlegu landbúnaðar- stefnunnar listuð. Meðal þeirra eru markmið um að tryggja viðunandi lífskjör í landbúnaði, einkum með því að auka tekjur þeirra ein- staklinga sem stunda landbúnað og að sjá til þess að stöðugleiki ríki á mörkuðum. Af þessu leiða m.a. margvíslegar undanþágur frá sam- keppnisreglum sem Björn Bjarna- son víkur að í grein sinni. Norskar samkeppnisreglur og landbúnaður Skýrsla Lagastofnunar fer nokk- uð ítarlega yfir þær samkeppnis- reglur sem gilda um landbúnað í Noregi. Tollvernd er þar nýtt í þágu samkeppnishæfni og fellur þetta vel að þeim sjónarmiðum sem augljóslega lágu að baki við kynn- ingu norskra stjórnvalda á við- skiptasamningi við Bretland í byrj- un júní. Þar sem Noregur er EFTA-ríki og aðili að EES-samningnum hvíla ýmsar skyldur á ríkinu á þeim grundvelli. Samkvæmt 2. mgr. 19. gr. EES-samningsins ber samn- ingsaðilum að leitast við að auka „smám saman frjálsræði í við- skiptum með landbúnaðarafurðir“. Þrátt fyrir þetta hafa norsk stjórn- völdu engu að síður hafnað auknu frjálsræði í viðskiptum Noregs og ESB með landbúnaðarvörur þar sem ekki sé tryggt að slíkt sam- komulag yrði „hagstætt hverjum aðila“, en sú afstaða Norðmanna byggir á 4. mgr. 19. gr. EES- samningsins. Í þessu sambandi má vísa til þess að tollkvótar sem voru veittir Bretlandi til handa í nýjum fríverslunarsamningi milli landanna voru að einhverju leyti háðir því að tollkvótar ESB yrðu lækkaðir. Íslensk stjórnvöld gerðu hins vegar tollasamning við ESB þar sem heimildir til innflutnings land- búnaðarafurða framleiddra innan ESB hafa stóraukist. Í ljósi íbúa- fjölda landanna má furðu sæta að fyrir einstaka landbúnaðarvörur sé nánast sami tollfrjálsi kvóti fyrir ESB inn á markað hvors lands um sig. Í Noregi eru hærri tollar lagðir á innfluttar óunnar landbúnaðar- afurðir en hér á landi, auk þess sem framleiðsla óunninna landbún- aðarafurða í Noregi er niður- greidd, til þess að styrkja sam- keppnisstöðu þeirra sem framleiða unnar landbúnaðarvörur þar í landi. Bæta þarf starfsumhverfi land- búnaðar Eins og vikið var að í upphafi er Björn Bjarnason annar tveggja höfunda umræðuskjalsins „Rækt- um Ísland“. Í skjalinu er að finna sérstaka kafla, annars vegar um markaðs- vernd og samkeppnisumhverfi og hins vegar framkvæmd EES- löggjafar. Í báðum þessum köflum, sem og í grein hans í Morgun- blaðinu, kemur skýrt fram að EES-samningurinn gefur mun meira svigrúm til þess að búa land- búnaðinum sérstakt samkeppnis- umhverfi en oft hefur verið látið í veðri vaka. Þá er ekki síður mikil- væg sú niðurstaða að þetta svig- rúm nýta aðrir aðilar að samn- ingnum, þ.e. ESB og Noregur. Síðan gerir hver aðili um sig sína fríverslunarsamninga sem eins og í tilviki Íslands og Noregs lúta ekki sameiginlegri landbúnaðarstefnu ESB. Lokaorð í grein Björns geri ég því gjarnan einnig að mínum: „Ís- lensk landbúnaðarstefna á að styðja við innlendan landbúnað inn- an fríverslunarsamninga.“ Tæki- færi til að gera þar betur eru margvísleg og þau ber að nýta. [1] https://www.stjornarradid.is/ efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/ 12/09/Skyrsla-lagastofnunar-um- samkeppnisreglur-buvoruframleid- enda/?fbclid=IwAR3IZ5NE6R- NYF3bbSXrgme3k- nVP_4SQpbUao08sTM9TfVx1hXs HFzwzRw Breytum starfsskilyrðum landbúnaðarframleiðslu Eftir Ernu Bjarnadóttur » Íslensk stjórnvöld gerðu hins vegar tollasamning við ESB þar sem heimildir til innflutnings landbún- aðarafurða framleiddra innan ESB hafa stór- aukist. Erna Bjarnadóttir Höfundur er hagfræðingur og verk- efnastjóri hjá Mjólkursamsölunni. ernab@ms.is Veistu um góðan rafvirkja? FINNA.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.