Morgunblaðið - 01.07.2021, Side 45

Morgunblaðið - 01.07.2021, Side 45
UMRÆÐAN 45 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 2021 Bláu húsin v/Faxafen • Sími 553 7355 Vefverslun selena.is Vefverslunselena.is Sumarið er tíminn! Mix & Match sundföt Frábær snið og fjölbreyttar stærðir Í Morgunblaðinu þann 25. júní sl. birtist grein eftir Björn Bjarnason, fyrrv. ráð- herra, þar sem m.a. er fjallað um sérstöðu ís- lensks landbúnaðar. Í henni kveður um margt við nýjan tón sé litið til þess að Björn hefur nú nýverið lokið sérstöku verkefni vegna undirbúnings nýrrar land- búnaðarstefnu, fyrir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og birtist í skjalinu „Ræktum Ísland“. Hagsmunaaðilar í landbúnaði hafa síðastliðið ár tekið höndum saman í margháttuðu starfi sem varðar starfsumhverfi hans. Í því starfi hefur verið bent á þann að- stöðumun sem er til staðar milli ís- lensks landbúnaðar og landbúnaðar innan ESB. Opinber gögn hafa staðfest þetta en þar ber einna hæst skýrsla Lagastofnunar Há- skóla Íslands sem birt var þann 9. desember 2020 [1]. Undanþágur fyrir landbúnað Í skýrslu Lagastofnunar kemur m.a. fram að EES-samningurinn gildir í grunninn ekki nema að tak- mörkuðu leyti um landbúnað. Um- fjöllun um samkeppnisreglur ber að skoða í því ljósi. Engu að síður gilda ákvæði samkeppnislaga nr. 44/2005 um atvinnustarfsemi á sviði landbúnaðar hér á landi að því marki sem sérlög, t.d. ákvæði bú- vörulaga nr. 99/1993, taka þeim fram. Af skoðun á und- anþágureglum innan ESB verður ráðið að skilyrði þeirra virðast almennt séð vera rýmri en þau sem sett eru í 15. gr. sam- keppnislaga nr. 44/ 2005, sbr. einnig 3. mgr. 53. gr. EES- samningsins og 3. mgr. 101. gr. Samn- ingsins um starfshætti Evrópusambandsins (SSE). Í 1. mgr. 39. gr. sáttmálans eru mark- mið sameiginlegu landbúnaðar- stefnunnar listuð. Meðal þeirra eru markmið um að tryggja viðunandi lífskjör í landbúnaði, einkum með því að auka tekjur þeirra ein- staklinga sem stunda landbúnað og að sjá til þess að stöðugleiki ríki á mörkuðum. Af þessu leiða m.a. margvíslegar undanþágur frá sam- keppnisreglum sem Björn Bjarna- son víkur að í grein sinni. Norskar samkeppnisreglur og landbúnaður Skýrsla Lagastofnunar fer nokk- uð ítarlega yfir þær samkeppnis- reglur sem gilda um landbúnað í Noregi. Tollvernd er þar nýtt í þágu samkeppnishæfni og fellur þetta vel að þeim sjónarmiðum sem augljóslega lágu að baki við kynn- ingu norskra stjórnvalda á við- skiptasamningi við Bretland í byrj- un júní. Þar sem Noregur er EFTA-ríki og aðili að EES-samningnum hvíla ýmsar skyldur á ríkinu á þeim grundvelli. Samkvæmt 2. mgr. 19. gr. EES-samningsins ber samn- ingsaðilum að leitast við að auka „smám saman frjálsræði í við- skiptum með landbúnaðarafurðir“. Þrátt fyrir þetta hafa norsk stjórn- völdu engu að síður hafnað auknu frjálsræði í viðskiptum Noregs og ESB með landbúnaðarvörur þar sem ekki sé tryggt að slíkt sam- komulag yrði „hagstætt hverjum aðila“, en sú afstaða Norðmanna byggir á 4. mgr. 19. gr. EES- samningsins. Í þessu sambandi má vísa til þess að tollkvótar sem voru veittir Bretlandi til handa í nýjum fríverslunarsamningi milli landanna voru að einhverju leyti háðir því að tollkvótar ESB yrðu lækkaðir. Íslensk stjórnvöld gerðu hins vegar tollasamning við ESB þar sem heimildir til innflutnings land- búnaðarafurða framleiddra innan ESB hafa stóraukist. Í ljósi íbúa- fjölda landanna má furðu sæta að fyrir einstaka landbúnaðarvörur sé nánast sami tollfrjálsi kvóti fyrir ESB inn á markað hvors lands um sig. Í Noregi eru hærri tollar lagðir á innfluttar óunnar landbúnaðar- afurðir en hér á landi, auk þess sem framleiðsla óunninna landbún- aðarafurða í Noregi er niður- greidd, til þess að styrkja sam- keppnisstöðu þeirra sem framleiða unnar landbúnaðarvörur þar í landi. Bæta þarf starfsumhverfi land- búnaðar Eins og vikið var að í upphafi er Björn Bjarnason annar tveggja höfunda umræðuskjalsins „Rækt- um Ísland“. Í skjalinu er að finna sérstaka kafla, annars vegar um markaðs- vernd og samkeppnisumhverfi og hins vegar framkvæmd EES- löggjafar. Í báðum þessum köflum, sem og í grein hans í Morgun- blaðinu, kemur skýrt fram að EES-samningurinn gefur mun meira svigrúm til þess að búa land- búnaðinum sérstakt samkeppnis- umhverfi en oft hefur verið látið í veðri vaka. Þá er ekki síður mikil- væg sú niðurstaða að þetta svig- rúm nýta aðrir aðilar að samn- ingnum, þ.e. ESB og Noregur. Síðan gerir hver aðili um sig sína fríverslunarsamninga sem eins og í tilviki Íslands og Noregs lúta ekki sameiginlegri landbúnaðarstefnu ESB. Lokaorð í grein Björns geri ég því gjarnan einnig að mínum: „Ís- lensk landbúnaðarstefna á að styðja við innlendan landbúnað inn- an fríverslunarsamninga.“ Tæki- færi til að gera þar betur eru margvísleg og þau ber að nýta. [1] https://www.stjornarradid.is/ efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/ 12/09/Skyrsla-lagastofnunar-um- samkeppnisreglur-buvoruframleid- enda/?fbclid=IwAR3IZ5NE6R- NYF3bbSXrgme3k- nVP_4SQpbUao08sTM9TfVx1hXs HFzwzRw Breytum starfsskilyrðum landbúnaðarframleiðslu Eftir Ernu Bjarnadóttur » Íslensk stjórnvöld gerðu hins vegar tollasamning við ESB þar sem heimildir til innflutnings landbún- aðarafurða framleiddra innan ESB hafa stór- aukist. Erna Bjarnadóttir Höfundur er hagfræðingur og verk- efnastjóri hjá Mjólkursamsölunni. ernab@ms.is Veistu um góðan rafvirkja? FINNA.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.