Morgunblaðið - 01.07.2021, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 01.07.2021, Qupperneq 51
MINNINGAR 51 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 2021 ✝ Bjarni Ingimar Steinarsson fæddist í Borgar- nesi 29. maí 1956. Hann lést í Straumfirði 17. júní 2021. For- eldrar hans eru Steinar Ingimundarson, f. 28.10. 1930, og Sigrún Guðbjarna- dóttir, f. 27.9. 1936. Systkini Bjarna eru Svanur, f. 22.1. 1960, og Sig- urlína Hrönn, f. 18.8. 1968. Bjarni átti fimm börn. Logi, f. 22.3. 1978, í sambúð með Christina Mai, barn hans Embla Sól og barn þeirra Zoe Ósk. Móðir hans er Áslaug Þorvaldsdóttir, f. 3.2. 1957. Bjarni átti þrjár dætur með Ragnheiði Gissurardóttur, f. 10.11. 1954, en hann ættleiddi son hennar Ölver Þráin, f. 5.4. þeirra eru Sigríður Elín, Íris Björg og Jón Þór. Sædís Ösp Runólfsdóttir, f. 28.1. 1987, gift Sigurgeir Frey Pálmasyni, börn þeirra eru Alex Máni, Katla Sól og Elín Rós. Bjarni var fæddur og upp- alinn í Borgarnesi. Hann nam málaraiðn og bílasprautun í Borgarnesi ásamt því að læra skiltagerð í Þýskalandi. Hann sótti meistaranám í málaraiðn í Reykjavík og starfaði sem mál- ari og skiltagerðamaður allt sitt líf. Bjarni var ötull í félagastarfi á árum áður, bæði innan Kiwanisklúbbsins og inn- an körfuknattleiksdeildar Skallagríms. Hann var meðal annars sæmdur heiðursmerki KKÍ árið 2016. Bjarni eyddi mestum frítíma sínum í Straumfirði á Mýrum við ýmis störf. Útför hans fer fram frá Borgarneskirkju í dag, 1. júlí 2021, klukkan 14. Streymt verður frá athöfn- inni á: www.kvikborg.is/ Virkan hlekk á streymið má finna á: https://mbl.is/andlat/ 1975. Dætur þeirra eru: Sigrún Vatns- dal, f. 4.9. 1979, í sambúð með Birgi Ólafssyni, börn þeirra eru Saga Vatnsdal, Emil Óli og Dagur Árni. Ás- rún, f. 17.10. 1985, barn hennar Stein- ar Flóki Þorkels- son. Eyrún, f. 17.10. 1985, í sam- búð með Ívari Erni Jóhannes- syni, börn þeirra eru Hrafn- hildur og Bjarni. Sambýliskona Bjarna er Elín Valgarðsdóttir, f. 3.11. 1953. Börn hennar eru: Bergný Dögg Sophusdóttir, f. 7.8. 1974, gift Jóni Brandssyni, börn þeirra eru Hafdís Ósk, Guðný Rós og Ásdís Birta, d. 22.6. 2004. Sig- urður Þór Runólfsson, f. 7.4. 1982, í sambúð með Helgu Jónu Björgvinsdóttur, börn Ýmislegt var Bjarnabrall bjó hann oft í haginn þannig fór um þennan kall á Þjóðhátíðardaginn. Var hann mjög til vinnu fús víst hann kveð með trega í Straumfirði nú stendur hús stolt hans ævinlega. Það var gott að þekkja hann þokka góðan baŕann stórar veislur styggðu hann stríðnispúki vaŕann. Núna hér kveð um sinn farinn traustur strengur blessi Drottinn Bjarna minn bara öðlingsdrengur. (S.V.J) Margt er að minnast Margt er að þakka Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast Margs er að sakna. Guð þerri trega tárin stríð. (Valdimar Briem) Blessuð sé minning þín. Mamma, pabbi og Lína systir. Elsku Bjarni. Við erum orðlaus og sár en á sama tíma svo þakklát. Þakklát fyrir að hafa fengið þig í líf okkar. Alltaf stóðstu með okkur og enn þá meira með börnunum okkar. Öll börnin, sem þekkja þig sem afa sinn vegna þess eins að þú hefur unn- ið þér inn þann titil með góð- mennsku og mikilli þolinmæði. Takk fyrir að taka þeim og okk- ur öllum sem þínum og takk fyr- ir öll árin þín með mömmu. Allt sem þið gerðuð saman og allar ferðirnar sem þið fóruð í, hvort sem það var hringferð um land- ið, ferð á Kanarí eða í Straum- fjörð, uppáhaldsstaðinn ykkar. Þín er svo sárt saknað. Hvíldu í friði áhyggjulaus, við pössum mömmu. Þó í okkar feðrafold falli allt sem lifir enginn getur mokað mold minningarnar yfir. (Bjarni Jónsson frá Gröf) Bergný, Sigurður og Sædís. Elsku Bjarni. Ég trúi því varla að þú sért farinn. Hvernig má það bara vera? Það er skrítið að geta ekki hitt þig aftur og tal- að við þig. Það voru ófáar heim- sóknirnar á milli bæjanna og mikið gert grín og hlegið. Ég mun alltaf muna hlátur þinn. Ég man ekki eftir því að hafa ekki þekkt þig, það er því meira en lítið furðulegt að hafa þig ekki lengur í nágrenninu. Ávallt tilbúin að hjálpa ef þú mögulega gast og tilbúinn með góð ráð ef eftir þeim var leitað. Það var gott að tala við þig. Við töluðum um heima og geima og allt þar á milli. Það sem þið Andri gátuð hlegið hátt saman, þú varst svo góður við Andra bróðurson minn. Ég er þakklát fyrir það hvað þið áttuð gott samband. Þú varst líka svo góður vinur mömmu og hjálpaðir henni mik- ið, en hún átti ekki gott með að biðja um hjálp. Þið Ella voruð okkur svo mikil hjálp þegar mamma féll frá. Ég vona að mamma hafi tekið á móti þér og þakkað þér fyrir góðvild þína og hjálpsemi. Það er ómetanlegt að eiga góða að. Það var ómetan- legt að eiga þig að. Það er erfitt að koma því í orð hvað mér þótti vænt um þig og hvað ég mun sakna þín mikið. Mikið innilega vona ég að þú hafir það gott núna og sért um- vafinn þeim sem þegar eru farn- ir. Ég þakka mikið fyrir að eiga svo margar minningar með þér og allar góðar. Ég mun geyma þær og eiga alla tíð í hjarta mínu. Megi ljósið og friðurinn um- vefja þig. Nellý Pétursdóttir. Það var afleit frétt sem Ella færði okkur á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Bjarni er dáinn. Hann lést af slysförum niðri í Straum- firði. Hvað getur maður sagt, hvernig bregst maður við? Einn af mínum bestu vinum farinn eins hendi væri veifað. Í Straumfirði höfðu þau Bjarni og Ella endurbyggt gamla íbúðarhúsið og þar fannst þeim gott að vera hjá sinni „stór- fjölskyldu“. Leiðir okkar Bjarna lágu fyrst saman fljótlega eftir að ég flutti í Borgarnes 1980. Við höfðum báðir mikinn áhuga á íþróttum en ekki sams konar íþróttum, þú á körfunni en ég fótboltanum. Hver man ekki eft- ir „kallinum með kústinn“ á körfuboltaleikjum í íþróttamið- stöðinni í Borgarnesi, allir sem þangað sóttu leiki Skallagríms sáu Bjarna þar á fullu mættan til að hjálpa sínu félagi til góðs. Svona liðu árin, hittingur og stutt spjall á förnum vegi. Bæjarpólitík og umræða um framgang Borgarness var alltaf ofarlega í huga Bjarna enda fæddur og uppalinn Borgnesing- ur. Málarameistarinn Bjarni var lengst af með eigin rekstur, húsamálun og skiltagerð, vinsæll á sínu sviði. „Getur þú ekki skroppið í Hveragerði og málað húsið hennar mömmu að utan, Bjarni?“ sagði ég eitt sinn við hann. „Jú jú, ekkert mál, ég tek bara Loga með og við reddum því.“ Þannig þekkti ég Bjarna, „ekkert mál“. Í nóvember 1995 stofnuðum við fjórir vaskir félagar, málari, rafvirki, bakari og bóndi, Digra- nes ehf. Tilgangur félagsins var að kaupa húseignina Brákar- braut 13, núna Landnámssetrið, endurgera húsið, opna þar veit- ingahús og skemmtistað. Þar hófst samstarf okkar Bjarna á vettvangi atvinnulífsins. Búðar- klettur var opnaður eftir gagn- gerðar lagfæringar, stórglæsi- legt hús og vinsæll skemmtistaður. Þetta var frá- bær tími. Kvöld- og helgarvinna og ekkert gefið eftir. Eitt var það sem ákveðið var og sam- þykkt af okkur öllum og ég verð að segja frá, „áfengisbann hjá eigendum þegar þeir voru á vaktinni“, það stóð. Þarna unn- um við saman félagarnir og kom þá fljótt í ljós innri maður hvers og eins og þakka ég Bjarna frá- bær samskipti, traustur maður. Eftir að Búðarklettur var seldur héldum við vinskapnum óbreyttum, alltaf spjall og hitt- ingur. Saman fórum við til Spán- ar að sumri til í ágætisferð og reglulega höfum við verið á sama tíma á Kanarí fyrir vet- urinn. Ekki má gleyma árlegu þorrablóti hjá Ellu og Bjarna, allt heimalagað að hætti Ellu og Bjarni á tánum í þjónshlutverk- inu. Kærar þakkir Bjarni minn fyrir samfylgdina, sendum for- eldrum og systkinum, sambýlis- konu og börnum þínum og þeirra fjölskyldum okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Jakob og Jóhanna (Júdý). Það var á haustmánuðum 2014 að ungur drengur af Barða- ströndinni var að hefja skóla- göngu í Menntaskóla Borgar- fjarðar og vantaði hann íverustað fyrir veturinn. Frétt- um við af herbergi til leigu á Þorsteinsgötu 5, hjá Ellu og Bjarna. Gengið var frá því að drengurinn yrði til húsa þar, með aðgengi að eldhúsi og skyldi sjá um sig sjálfur. Eftir fyrstu vikuna var hann orðinn einn af heimilisfólkinu, þau tóku honum opnum örmum og var hann í vel- lystingum þar. Tveimur árum seinna fara tveir bræður hans einnig í sama Menntaskóla og urðu þeir líka heimilisfastir á sama stað. Voru þeir allir þrír samtíða eitt og hálft skólaár hjá þeim. Það sem við foreldrarnir og ekki síst strákarnir vorum heppin með þessar ráðstafanir. Þarna nutu og njóta þeir alls hins besta hjá því sómafólki Ellu og Bjarna, eða „painternum“ eins og þeir kölluðu Bjarna jafn- an. Hjá þeim og með þeim var mikið bardúsað og brallað, ekki síst í Straumfirði. Þar voru m.a. geltir folar, lömb handsömuð og mörkuð að vori og farið í eggja- töku á báttuðru. Einnig aðstoðað við málningarvinnu, t.d. málaðir ljósastaurar o.fl. Og Bjarni var betri en enginn þegar kom að því að útbúa límmiða á hitt og þetta í skúrnum. Þeir voru mikl- ir félagar allir, þótt aldursmunur væri töluverður. Lista málari var Bjarni, þess bera m.a. Brjánslækjarkirkja og Gamli bærinn merki, en hann kom vestur síðasta sumar og málaði, þótt dagskráin hans væri vel þétt. Þá var spjallað og hlegið. Í dag kveðjum við Bjarna „pain- ter“ og þökkum honum fyrir allt, ekki síst góðar og skemmtilegar minningar sem hann skilur eftir hjá okkur. Aðstandendum öllum færum við innilegar samúðar- kveðjur. Minningin um góðan dreng lifir áfram. Jóhann Pétur, Halldóra og fjölskylda, Brjánslæk. Í dag kveðjum við bekkjar- bróður okkar, Bjarna Steinars- son. Hann var ljúfur drengur allt frá æskuárum okkar á Holtinu, og allar götur síðan. Á þessum árum snerist lífið um leiki og alls konar skemmtilegheit, og allar heimsins áhyggjur víðs fjarri. Krakkar stóðu saman, einn fyrir alla og allir fyrir einn var mottó- ið. Þó örlaði á smá hverfaríg á stundum. Góðar minningar eru líka frá skólaárunum, bekkurinn okkar fámennur og ágætisvin- skapur varð til. Margt brallað fyrir utan hefðbundið nám og geymum við þær minningar með okkur. Það sem einkenndi Bjarna var glaðværðin, alltaf í góðu skapi, sem smitaði út frá sér. Hlýjan fylgdi honum alla tíð. Bjarni var töffari, og sá skemmtilegasti í bekknum. Hann var drengur góður og við söknum hans. Fjölskyldu hans sendum við okkar dýpstu sam- úðarkveðjur. Minningin um okk- ar kæra bekkjarbróður lifir. F.h. árgangs ’56 við Grunn- skólann í Borgarnesi, Signý Birna Rafnsdóttir. Bjarni Ingimar Steinarsson Okkar ástkæri ÓLAFUR S. PÁLSSON rafvirkjameistari, Sauðárkróki, lést á HSN Sauðárkróki 18. júní. Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju föstudaginn 2. júlí klukkan 11. Streymt verður frá athöfninni. Blóm og kransar afþakkað en þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarfélög. Páll Arnar Ólafsson Linda Hlín Sigbjörnsdóttir Eva Hjörtína Ólafsdóttir Hjörtur Skúlason barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg mamma okkar, tengdamamma, amma og langamma, ÓLAFÍA ALBERTSDÓTTIR, Köldukinn 23, Hafnarfirði, lést á Sólvangi sunnudaginn 27. júní. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 7. júlí klukkan 13. Blóm og kransar afþakkað. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Félag áhugafólks um Smith-Magnis heilkenni (SMS) banki 537-26-4930 og kt. 491213-0190. Viðar Gunnarsson Þuríður Jónsdóttir María Gunnarsdóttir Friðbert Guðmundsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, MARGRÉT GEIRSDÓTTIR, Stóragerði 22, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð föstudaginn 25. júní. Útför fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 6. júlí klukkan 15. Geir Þorsteinsson Grétar Þorsteinsson Ástdís Þorsteinsdóttir Páll Daði Ásgeirsson og barnabörn Kær bróðir okkar og frændi, SIGURÐUR VALGEIRSSON ÞORMAR, Furugrund 34, Kópavogi, varð bráðkvaddur 27. júní. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 7. júlí klukkan 15. Sigmar Þormar Alfa Kristjánsdóttir Anna Þormar Auðunn Guðmundsson Pétur Þormar og frændsystkini Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR KRISTINN HERMANNSSON, Marteinslaug 7, Reykjavík, lést á hjartadeild Landspítalans 23. júní. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hins látna. Ragnheiður Bryndís Brynjólfsdóttir Brynja Guðbjörg Harðard. Daði Kristjánsson Ólöf Ragnhildur Ólafsdóttir Kári Arnórsson Jóna Margrét Ólafsdóttir Hjalti Björnsson Bjarney Herdís Ólafsdóttir Daníel Thor Helgason Hermann Jónatan Ólafsson barnabörn og barnabarnabörn Elsku ástkæri faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GEIR ÓLAFUR ODDSSON húsasmíðameistari, áður til heimilis að Nýhöfn 3, Garðabæ, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði föstudaginn 25. júní. Útförin fer fram frá Vídalínskirkju þriðjudaginn 6. júlí klukkan 13. Streymt verður frá útförinni: www.mbl.is/andlat. Sigurður Ingi Geirsson Katrín Davíðsdóttir Kristjana Geirsdóttir Tómas Freyr Marteinsson Gunnar Þór Geirsson Elísabet Pálmadóttir Arna Guðrún Geirsdóttir Ævar Björn Þorsteinsson afa- og langafabörn Minningarkort á hjartaheill.is eða í síma 552 5744 Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SONJA MARÍA CARLSEN, lést 26. júní í faðmi dætra sinna. Útförin fer fram frá Lindakirkju fimmtudaginn 8. júlí klukkan 15. Helga Björk Óskarsdóttir Páll Viðar Kristinsson Rósmary Ósk Óskarsdóttir Sonja Guðrún Óskarsdóttir Karen Hrönn Óskarsdóttir og ömmubörn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.