Morgunblaðið - 01.07.2021, Qupperneq 52
52 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 2021
✝
Sólveig Katrín
Hallgríms-
dóttir fæddist á
Fæðingarheimili
Reykjavíkur 21.
júní 1977. Hún lést
á gjörgæsludeild
Landspítalans 17.
júní 2021.
Foreldrar henn-
ar eru Hallgrímur
Valberg Jónsson, f.
30. júní 1954 og
Þórdís Ásgerður Arnfinns-
dóttir, f. 20. mars 1955. Þau
slitu samvistum og núverandi
eiginmaður hennar er Gylfi
Jónsson, f. 29. ágúst 1941 og nú-
verandi eiginkona Hallgríms er
Supannee Runarun, f. 16. des-
ember 1981. Systkini Sólveigar
eru Tinna Hallgrímsdóttir, f.
26. október 1989, Erla
sinni grunnskólagöngu frá
Grunnskólanum í Borgarnesi.
Þaðan lá leið hennar í Fjöl-
brautaskóla Vesturlands. Árið
1997 eignaðist hún Sölva Jón
sem var langþráður draumur
hjá henni þrátt fyrir ungan ald-
ur. Solla var alltaf harðdugleg
og var í ýmsum störfum og yfir-
leitt í fleiri en einu starfi á sama
tíma. Árið 2011 flutti hún á Bif-
röst og hóf þar nám í háskól-
anum. Hún lauk frumgreina-
deild, BS gráðu í viðskiptafræði
og loks MS í forystu og stjórnun
vorið 2016. Þegar náminu lauk
festi hún kaup á draumahúsinu
á Akranesi og fluttist þangað
aftur. Síðastliðinn tvö ár starf-
aði Solla hjá Akraneskaupstað.
Útför Sólveigar fer fram frá
Akraneskirkju í dag, 1. júlí
2021, og hefst athöfnin klukkan
13. Streymt verður frá útförinni
á vef Akraneskirkju. Slóð á
streymið:
https://www.akraneskirkja.is/
Virkan hlekk á streymið má
nálgast á:
https://www.mbl.is/andlat/
Arnbjarnardóttir,
f. 20. júní 1984,
Fjölnir Hall-
grímsson, f. 7.
október 1991, d. 16.
nóvember 1991,
Ólafur Lárus
Gylfason, f. 18. júlí
1982, og Einar
Ágúst Gylfason, f.
11. október 1986.
Fyrrum sambýlis-
maður Sólveigar er
Sævar Jón Gunnarsson, f. 11.
nóvember 1974, þau eignuðust
einn son, Sölva Jón Sævarsson,
f. 8. október 1997, eiginkona
hans er Rachel Emily Cooper, f.
17. febrúar 1999.
Solla hóf grunnskólanám í
Varmalandsskóla þar sem hún
var á heimavist, þar átti hún
mjög góða tíma en lauk síðan
Elsku Solla mín, að missa
barnið sitt er svo mikil sorg að
engin orð fá því lýst. Ég á erfitt
með að hugsa til þess að þú sért
farin. Þakka þér fyrir dýrmæt-
an tíma sem ég fékk að vera
með þér. Ég er þakklát fyrir
hann. Dýrmætar minningar
koma til mín, hjálpsama, um-
hyggjusama og duglega Solla
mín. Alveg frá því þú komst í
heiminn varstu sterk, ákveðin
og alltaf jákvæð. Þú fórst allt of
fljótt elskan mín og síðastliðnir
dagar hafa verið mjög erfiðir.
Elsku Sölvi Jón, drengurinn
þinn og minn, stendur sig eins
og hetja og við erum óendan-
lega þakklát fyrir að eiga hann
og Rachel konuna hans sem er
svo ljúf og hlý. Þau hafa styrk
hvort af öðru.
Það verða erfiðir tímar fram
undan en minningarnar um þig
munu hjálpa okkur mikið. Gylfi
minnist þín sem sólargeisla sem
alltaf var syngjandi frá því hann
kynntist þér þegar þú varst
fjögurra ára og hvað þú varst
góð við Jón pabba hans. Jón,
Gylfi, ég og þú bjuggum saman
í sjö ár. Jón var þér góður og
kenndi þér að spila. Þú hafðir
alltaf gaman af því að spila, við
bræðurna Ólaf Lárus og Einar
Ágúst, síðar Sölva Jón, og svo
litlu frændur þína, Gylfa Þór,
Ólaf Stefán og Guðmund Ágúst.
Við fengum líka sum að fara
með þér í fossaferðir þínar. Ég
fór með þér að Skógafossi og
Seljalandsfossi. Þetta var hug-
ljúf upplifun og gott að vera
með þér. Guðmundur Ágúst var
svo leiður þegar hann vissi að
þú kæmir ekki aftur, þá sagði
hann „og þá getum við ekki far-
ið í fossferð með Sollu“.
Elsku Solla mín, þú varst svo
mikil guðsgjöf þegar þú fæddist,
og því fylgdi mikil gleði, og þú
varst svo falleg og vel gerð, með
mikið ljóst hár. Þú fæddist 21.
júní 1977 á Fæðingarheimili
Reykjavíkur. Það var fallegur
sólríkur dagur, á sumarsólstöð-
um.
Ömmurnar og afarnir pöss-
uðu sólargeislann sinn áður en
þú byrjaðir á leikskóla. Í leik-
skólanum gekk vel fyrstu vik-
una. Síðar fannstu leiðina; undir
girðingu í kringum leikskólann
og komst út og lagðir af stað
heim. Sem betur fer var leiðin
ekki löng. Fljótt kom í ljós að
þú varst týnd. Hvert hefðir þú
getað farið? Ég fékk hugboð og
bankaði hjá gömlu konunni í
næstu íbúð. Gamla konan kom
til dyra og var aldeilis glöð að
sjá mig. Þú varst hjá henni. Það
var mikill léttir og gleði. Solla
mín hafði labbað strax heim.
Hún hafði ratað. Hún opnaði
póstlúgu og kallaði inn mamma,
mamma! og þar sem gamla kon-
an bjó beint á móti útidyrunum
hafði hún heyrt hana kalla.
Þannig að elsku Solla mín,
tveggja ára, hafði sjálf komið
sér heim í öryggið.
Leikskólakennararnir sögðu
mér að Solla kynni svo margar
vísur og væri alltaf að syngja.
Hver hefði kennt henni þær?
Ég kenndi henni þær, lærði þær
þegar ég passaði stúlku og
amma hennar hafði kennt henni
þessar vísur. Ég söng alltaf fyr-
ir Sollu mína áður en hún fór að
sofa og það var ótrúlegt að hún
skyldi muna þetta allt.
Nú fæ ég ekki að hitta þig
aftur nema í minningum mínum.
Fólkið sem farið er á undan
okkur tekur á móti þér, gleði-
gjafinn minn, með hlýju og ást
og við sjáumst seinna. Við send-
um ást og hlýju þangað til.
Þín
mamma.
Síðastliðnir dagar hafa verið
óraunverulegir eftir að elsku
besta Solla, elsta systir mín,
kvaddi okkur á sjálfan þjóðhá-
tíðardaginn. Síðasta minning
mín um Sollu var á fallegum
degi í maí. Sólin skein og ég
kom við uppi á Akranesi þar
sem hún var í banastuði, með
tónlistina í botni úti að múra
þriggja hæða húsið sitt sem hún
ætlaði síðan að mála sjálf síðar
um sumarið eins og ekkert væri
sjálfsagðara. Áður hafði hún
flísalagt baðherbergið, parket-
lagt gólfin og reddað því sem
redda þurfti í húsinu og þegar
kom að verkefni sem hún vissi
ekki hvernig ætti að leysa lærði
hún það bara og hafði gaman af
því. Þetta lýsir Sollu fullkom-
lega. Hún setti sér stór og há-
leit markmið og gekk langt í að
ná þeim og var alltaf „all in“ í
öllu sem hún tók sér fyrir hend-
ur. 34 ára einstæð móðir hóf
hún nám á Bifröst í frumgreina-
deild og lauk síðan BS-námi í
viðskiptafræði og MS-námi í
forystu og stjórnun. Meðan á
náminu stóð lenti hún í alvar-
legu bílslysi þar sem hún tví-
hálsbrotnaði og taug skemmdist
en mætti tvíefld til baka úr
þeim veikindum með jákvæðn-
ina, brosið og hláturinn að leið-
arljósi sem einkenndi hana og
geislaði út frá sér. Í upphafi árs
fékk hún þá flugu í höfuðið að
sjá alla fossa á Íslandi og ljóm-
aði þegar hún talaði um fossa-
ferðirnar sínar sem hún skipu-
lagði í þaula og deildi með
öðrum á Instagram.
Þeir sem þekkja mig telja
mig tala hærra og meira en
flestir en ég benti þeim þá
stundum á að þeir hefðu aldrei
hitt Sollu sem var alltaf hávær-
asta manneskjan í herberginu
og það sem við gátum nú spjall-
að saman og sagt sögur! Það er
sárt að vita að ég fái ekki aftur
að heyra löngu sögurnar henn-
ar, hláturinn hennar og ákefðina
í öllu sem hún gerði en eftir
sitja dýrmætar og góðar minn-
ingar. Ég er þakklát fyrir hvað
við fengum margar góðar stund-
ir á árinu og saman urðum við
m.a. vitni að mögnuðustu norð-
urljósum sem við höfum séð í
vetur sem verða mér hér eftir
alltaf til minningar um hana.
Solla var einstök eins og þeir
vita sem voru svo lánsamir að
kynnast henni. Hún var kjark-
aðri en flestir og hræddist ekki
dauðann eftir síðasta slys sem
hún lenti í og var skýr með það
að ef kæmi til þess að hún hefði
kost á því að gefa öðrum líf þeg-
ar hennar lyki væri það ein-
dregin ósk hennar. Við aðstand-
endur hennar vorum einnig
mjög samstíga í ákvörðun um
líffæragjöf því þannig var Solla.
Hún var alltaf reiðubúin að að-
stoða þá sem þurftu á að halda
hvort sem hún þekkti þá eða
ekki og vildi öllum vel og er það
ljós í myrkrinu fyrir okkur sem
eftir stöndum að henni hafi orð-
ið að þessari ósk sinni þegar
hún gaf hjarta, lifur og nýru
áfram. Ég veit að einhvers stað-
ar í sumarlandinu er hún sam-
einuð Fjölni bróður okkar,
skælbrosandi yfir því að hafa
getað lokið jarðvist sinni á
þennan hátt.
Elsku Solla, takk fyrir allt.
Ég er svo þakklát fyrir að þú
komst af alvöru inn í líf mitt
2001 þegar við bjuggum saman
á Ásvallagötu og varst mér mik-
ilvæg og alltaf til staðar eftir
það. Mikið sem það hefði verið
gott að fá lengri tíma með þér,
en ég mun varðveita minningu
þína svo lengi sem ég lifi.
Meira á: https://mbl.is/andlat/.
Tinna Hallgrímsdóttir.
Finn ég ekkert orð, ekkert einasta
ljóð,
sem lýsir því vel hvað þú ert ljúf og
góð.
(Geir Gígja)
Okkur í Hláturvinafélaginu
langar í nokkrum orðum að
minnast hennar elsku Sollu okk-
ar. Haustið 2007, nokkrum mán-
uðum eftir að Hláturvinafélagið
var stofnað, kom í ljós að Solla
var einmitt manneskja sem
myndi smellpassa í hópinn okk-
ar. Henni var boðin innganga og
sem betur fer þáði hún boðið.
Þvílík lukka fyrir okkur hinar.
Hún kom eins og ferskur and-
blær, með hlátrasköllin sín, sög-
urnar og sína fallegu nærveru.
Solla var svo margt. Hún var
náttúrubarn og sveitastelpa,
töffari og félagsvera.
Solla var einlæg og alltaf hún
sjálf. Hún var opin, ófeimin, átti
auðvelt með að gefa sig að fólki
og sýndi aldrei hroka eða yf-
irlæti. Hún trúði á það góða í
öllum og trúði á allt gott í heim-
inum; engla og guð.
Solla sagði einstaklega
skemmtilega frá. Sögurnar voru
með útúrdúrum og aukasögum
og það gat tekið dágóða stund
að komast að endapunktinum.
Oftar en ekki heyrðist inni í
miðri sögu „ég meina það bara
þannig sko“ og svo kom einhver
útskýring eða aukasaga. Hún
notaði oft orðatiltæki og það dá-
lítið frjálslega „það hangir eitt-
hvað á perunni“ og hlutir áttu
það til að „detta niður um sig“.
Kaffihúsið Bláa kannan varð að
Fjólubláa gafflinum.
Eitt af mörgu sem einkenndi
Sollu voru hendurnar hennar.
Þær voru svo einstakar. Það
streymdi frá þeim hiti og ein-
hver orka og hún var líka svo
flink í höndunum sínum. Hún
prjónaði, málaði myndir, steypti
kertastjaka og kerti. Hún
keypti sér hús fyrir nokkrum
árum og kom berlega í ljós
hversu handlagin Solla var. Hún
gekk í öll verk, hvort sem það
var flísalögn, múrvinna eða eitt-
hvað annað.
Það eru bara svo ótalmargar
minningar sem rifjast upp þessa
dagana, um þessa fallegu vin-
konu okkar. Á hverju ári fer
Hlátó í sumarbústaðarferð, dá-
lítið húsmæðraorlof, og eru
margar minningar úr þessum
bústaðarferðum. Við sjáum
Sollu fyrir okkur í bleiku köfl-
óttu náttbuxunum sínum, með
kókdós, að vinna okkur í Ticket
to Ride. Síðustu árin tók Solla
að sér að elda fyrir okkur í bú-
staðnum og þvílíku veislurnar
sem hún bauð okkur upp á. Hún
keypti inn og skipulagði þriggja
rétta máltíðir og dásamlega
dögurði fyrir okkur.
Það er svo margt hægt að
segja um Sollu okkar en samt
engan veginn nærri nóg.
Takk fyrir allar sögurnar þín-
ar Solla, það verður skrýtið að
fá ekki að heyra þig segja fleiri
sögur.
Takk fyrir allar veislurnar,
elsku Solla.
Takk fyrir alla ástina, um-
hyggjuna, hlýjuna, knúsin,
ferðalögin og ómetanlegu stund-
irnar.
Takk fyrir allt elsku Solla
okkar. Þetta verður ekki eins án
þín.
Elsku Sölvi, Rachel og aðrir
ástvinir Sollu. Okkar dýpstu
samúðarkveðjur til ykkar.
Minning Sollu lifir í hjörtum
okkar allra.
„Við meinum það bara þannig
sko.“
Þínar vinkonur;
Elsí Rós, Guðlaug Erla,
Hildur Jóna, Lynda,
Sigrún Guðný, Sigrún,
Svanhvít og Þórey Edda.
Hvernig á maður að koma því
í orð hvað heimurinn er fátæk-
ari án þín í honum? Það er í
raun ólýsanlegt. Þú varst Solla
frænka; þótt Gylfi væri stjúp-
faðir þinn þá varstu frænka
mín. Þú varst svo oft brosandi
eða hlæjandi. Þú talaðir mikið
og sagðir svo skemmtilega frá.
Þú varst með stór plön og ætl-
aðir að láta þau rætast. Þú varst
dugleg og hjálpaðir öllum ef þú
mögulega gast. Þú varst með
svo gott hjarta, það er huggun í
því að hjarta þitt hafi haldið
áfram og bjargað einhverjum.
Þegar ég var krakki komuð
þið einhvern tímann í kaffi, mig
minnir að það hafi verið þegar
ég átti afmæli, og þú réttir mér
gjöf sem fyrir mér var gjöf frá
þér. Þetta var lítil hjartalaga
skál með loki. Hún var full af
þurrkuðum blómum. Þetta
fannst mér það fallegasta sem
ég hafði nokkurn tímann séð.
Mér þótti svo vænt um þetta og
passaði alltaf upp á þetta og á
enn.
Alltaf þegar við hittumst töl-
uðum við heila eilífð saman, um
allt og ekkert og það var mikið
hlegið. Í veislum og gleðskap
varst þú gleðipinninn og dreifst
stemninguna upp, það var gam-
an í kringum þig. Það var svo
upplífgandi og hvetjandi að
fylgjast með þér, t.d. við að
Sólveig Katrín
HallgrímsdóttirMóðir okkar, amma, langamma
og tengdamóðir,
SVEINSÍNA JÓHANNA JÓNSDÓTTIR,
áður til heimilis að Kleppsvegi 40,
Reykjavík,
lést 19. maí á Hrafnistu Hafnarfirði.
Jarðarförin hefur farið fram.
Við þökkum henni samfylgdina, blessuð sé minning hennar.
Guðrún, Sigurður Páll, Arnþór Logi,
Jóhanna Victória og Örn
Ástkær móðir mín og amma okkar,
ANNA MAGNEA JÓNSDÓTTIR,
lést í Brákarhlíð Borgarnesi miðvikudaginn
23. júní. Útför hennar verður frá Garðakirkju
miðvikudaginn 7. júlí klukkan 15.
Gunnar Örn Hauksson
Haukur Ársæll Birgitta Ýr
Jóhann Örn
Kristbjörn
Sigrún Jóna
Bróðir minn og frændi okkar,
AXEL THORARENSEN,
Lindasíðu 47,
Akureyri,
lést á Sjúkrahúsi Akureyrar 20. júní.
Útför hans fór fram 30. júní í kyrrþey að ósk hins látna.
Helga Katrín Thorarensen
Kai Þórður Thorarensen
Sara Dögg Thorarensen
Linde Marie Thorarensen
Róbert Heiðar Thorarensen
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
STEINUNN HELGADÓTTIR,
Þverási 20, Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans föstudaginn
18. júní. Jarðarförin fer fram frá
Dómkirkjunni fimmtudaginn 1. júlí klukkan 13.
Anna Ingvarsdóttir Arnór Stefánsson
Gunnbjörn Þór Ingvarsson
Steinunn Arnórsdóttir Hjörtur Logi Dungal
Pétur Arnórsson Þórhildur Sunna Jóhannsd.
Ingi Steinn Arnórsson Sólveig Sigurðardóttir
og barnabarnabörn
Kær vinur og frændi,
KRISTINN K. JOHNSON,
Flókagötu 61, Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Brákarhlíð í
Borgarnesi þriðjudaginn 15. júní.
Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk
Kristins. Alúðarþakkir til starfsfólks
Brákarhlíðar fyrir góða umönnun og hlýju.
Ásdís K. Smith
Edda Flygenring
Laufey Böðvarsdóttir
Ólöf Jónsdóttir
Elskuleg eiginkona mín, móðir,
tengdamóðir, amma og langamma,
STEFANÍA GUÐRÚN ANDRÉSDÓTTIR,
lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Hólmavík 19. júní. Útför fer fram í
Hólmavíkurkirkju laugardaginn 3. júlí
klukkan 14. Athöfn verður streymt á facebooksíðu
Hrannar Jónsdóttur.
Jón Loftsson
Hrönn Jónsdóttir Halldór Sigurjónsson
Andrés Jónsson Ester Kristinsdóttir
Haraldur V.A. Jónsson Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn