Morgunblaðið - 01.07.2021, Page 53
gera upp húsið þitt eða tilraunir
þínar og þróun í kertagerð og
kertastjakagerð. Eldfjallakerta-
stjakarnir voru geggjaðir. Nýj-
asta verkefni þitt, að skoða alla
fossa á Íslandi, var metnaðar-
fullt og hefði ég svo gjarnan
viljað fara með þér í eina eða
fleiri fossaferðir. Tækifærið
hafði bara ekki komið, því mið-
ur. Næst þegar ég skoða foss
mun ég svo sannarlega minnast
þín og senda þér kveðju.
Ég er þakklát fyrir að hafa
þekkt þig. Ég er þakklát fyrir
allar stundirnar sem ég átti með
þér. Ég er þakklát fyrir að hafa
getað verið þér og fjölskyldu
þinni innan handar þegar þú
lentir í bílslysinu við Bifröst. Ég
er þakklát fyrir að líf þitt hafi
getað gefið öðrum líf fyrst þetta
fór svona.
Ég mun ávallt muna þig og
sakna. Megi ljósið og friðurinn
geyma þig og umvefja.
Nellý Pétursdóttir.
Það var feiminn og ólíkur
hópur af krökkum sem hóf
skólagöngu sína í Varmalands-
skóla haustið 1983. Fram undan
voru 10 vetur á heimavist. Þessi
hópur átti eftir að ná vel saman,
verða samrýndur og mikil vina-
tengsl mynduðust. Hún Solla
okkar, sem féll frá þann 17. júní
síðastliðinn í hörmulegu slysi,
var ein af þessum hópi. Það
kom berlega í ljós hvaða stað
Solla átti í hjörtum okkar allra
þegar fregnirnar bárust. Það sló
þögn á hópinn, minningar
streymdu fram og tár féllu.
Ekkert býr mann undir að
skrifa minningarorð um kæra
vinkonu sem fellur skyndilega
frá í blóma lífsins, manni er
kippt niður á jörðina í skyndi og
um leið er manni sýnt að maður
geti ekki tekið neinu sem sjálf-
sögðum hlut. Solla með fallega
ljósa hárið sitt var alltaf bros-
andi og jákvæð. Við hinar stelp-
urnar í bekknum öfunduðum
hana oft þegar við vorum yngri
hvað hún var vinsæl. Þegar við
urðum eldri skildum við af
hverju; hún var einstök. Hún
hreif alla með sér með skemmti-
legum sögum sem voru sagðar
af mikilli innlifun og frásagn-
arhæfileikinn, hann var stór-
kostlegur. Það hrifust allir með
þegar hún byrjaði að segja frá
og ófeimin var hún, ójá! Hún
hélt ófáar fegurðarsamkeppn-
irnar innan bekkjarins og í
flestum vann hún að sjálfsögðu.
Hún var tilfinningarík með
risastórt hjarta og ósjaldan
reyndi hún að hugga og stappa
stálinu ef einhverjum leiddist
eða var með heimþrá í skól-
anum. Það var jú stundum erfitt
að vera ungur á heimavist. Hún
var óendalega dugleg og dreif í
hlutunum, hvort sem það var
við endurbæturnar á húsinu
sínu eða skipuleggja bekkjar-
hitting. Hún múraði, flísalagði
og gerði það sem gera þurfti í
húsinu sínu. Allt með bros á vör
og af ósérhlífni. Fyrir um 10 ár-
um flutti hún að Bifröst og hóf
nám þar þá einstæð móðir. Tók
það auðvitað með trompi og lét
alvarlegt bílslys ekki slá sig út
af laginu þó að maður gæti
skynjað að undir niðri hafi það
kannski haft meiri áhrif en hún
lét uppi. Lífsgleðin og orkan var
ótrúleg þó að hún fengi stund-
um vindinn hressilega í fangið.
Að skoða alla fossa á landinu er
metnaðarfullt verkefni sem
flestum myndi þykja óleysan-
legt en auðvitað setti Solla sér
það markmið og fór að sjálf-
sögðu af krafti í verkefnið með
bros á vör og jákvæðnina að
vopni. Hún var ávallt um-
hyggjusöm, lét sér annt um
aðra og vildi öllum vel. Já, hún
Solla var einstök. Hún gaf svo
sannarlega af sér og hélt áfram
að gefa af sér þótt hennar
göngu væri lokið hér á jörðu
niðri. Auðvitað var Solla búin að
óska eftir því að hún væri líf-
færagjafi og gæti þannig lagt
sitt á vogarskálarnar til þess að
aðrir gætu öðlast nýtt og betra
líf hvar sem þeir væru í heim-
inum.
Við bekkjarsysturnar erum
óendanlega þakklátar fyrir að
hafa fengið að kynnast Sollu og
átt hana sem vinkonu. Mikið
sem við eigum eftir að sakna
hennar. Við þökkum fyrir gef-
andi vinskap og yljum okkur við
góðar minningar. Elsku Sölvi og
fjölskylda, við vinkonurnar í ár-
gangi 1977 úr Varmalandsskóla
vottum ykkur okkar dýpstu
samúð vegna fráfalls einstakrar
konu sem hún Solla var. Missir
ykkar er mikill en minningin
mun ávallt lifa.
Elín, Guðlaug Sigríður,
Ingigerður, Halldóra,
Kristín Sigríður, Margrét
Helga, Hanna Kristín,
Gunnhildur, María og
Þórhildur.
Ég trúi því ekki að ég sé að
skrifa minningarorð um þig,
elsku Solla mín. Ég er orðlaus,
mér finnst það svo ósanngjarnt
og sárt að þú sért farin, að ég
hitti þig aldrei aftur, að ég eigi
aldrei eftir að tala við þig aftur,
að ég eigi aldrei eftir að faðma
þig aftur, ég er ekki að ná utan
um þetta allt. Ég hreinlega veit
ekki hvernig tilvera mín verður
án þín, hjartað mitt er í molum
og ég hef enga stjórn á táraflóð-
inu.
Þú varst svo geislandi, glað-
lynd, brosmild, hjartahlý, dug-
leg og með frábæra nærveru
sem heillaði alla sem komust í
kynni við þig. Þú máttir ekkert
aumt sjá og vildir allt fyrir alla
gera, ég dáðist að þér fyrir það
þótt ég hefði viljað sjá þig setja
þig oftar í fyrsta sæti. Þú varst
full af gleði og lífskrafti sem
smitaði út frá sér til þeirra sem
voru í kringum þig. Þú varst að
dúllast við að gera upp eitt
stykki einbýlishús svona á milli
þess að vinna, skoða alla fossa
landsins, sinna öllum vinum þín-
um, föndra og njóta lífsins.
Stundum hugsaði ég hvað væru
eiginlega margir klukkutímar í
sólarhring hjá þér miðað við hjá
mér. Sérstaklega þegar ég fékk
skilaboð á nóttunni sem hljóð-
uðu svona, sofnuð eða enn vak-
andi? Solla var ekki alveg stillt
inn á sömu klukku og ég, við
hlógum oft að þessu næturbrölti
hjá henni.
Við kynntumst haustið 2011
þegar við hófum báðar nám við
Háskólann á Bifröst. Ég man að
það var haldið stelpupartí til að
hrista hópinn betur saman. Þú
varst ekki lengi að taka stjórn-
ina á gleðinni í því partýi með
því að segja okkur sögu, reynd-
ar ekki bara segja okkur sögu
heldur einnig lékstu söguna
þannig að við hreinlega grétum
úr hlátri. Þarna hugsaði ég,
þessi kona verður vinkona mín
að eilífu.
Við áttum fallegt samtal í
sömu viku og þú lendir í þessu
hræðilega slysi þar sem þú seg-
ir við mig, Ollý, það er svo gam-
an að sjá okkur núna, allt að
ganga upp hjá okkur og við svo
hamingjusamar. Þetta var svo
rétt hjá henni, lífið lék við
okkur báðar og við báðar mjög
hamingjusamar. Það var gaman
að sjá og vera partur af þeirri
fallegu vegferð sem Solla var á
og búin að vera á í þó nokkurn
tíma, hún var loksins svo ham-
ingjusöm, hamingjusamari en
hún hafði verið í mörg ár og það
sást langar leiðir. Það er mjög
dýrmæt minning um þig elsku
Solla að vita að þú náðir því að
verða svona hamingjusöm því
það áttir þú svo sannarlega skil-
ið.
Við vorum með mikið planað í
sumar og einnig í nánustu fram-
tíð, það mun verða mitt mark-
mið að fara í öll þau ævintýri
sem við náðum ekki að gera
saman þegar ég treysti mér af
stað án þín, en ég tek þig auð-
vitað með mér í hjartanu elsku
fallega Solla mín. Þú munt aldr-
ei víkja mér frá. Ég mun geyma
minningu þína í hjartanu mínu
þangað til við hittumst næst.
Elsku Sölvi (sólargeislinn
hennar mömmu sinnar), Rachel
og aðrir aðstandendur, ég votta
ykkur mína dýpstu samúð.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Þín vinkona að eilífu,
Ollý.
Solla byrjaði að vinna á bæj-
arskrifstofunni í maí árið 2019.
Solla, eða okkar kona eins og
hún var kölluð, var okkar allra
og snerti hennar jákvæða og
mikla orka okkur öll. Við sam-
starfsfélagar hennar vildum
með fáum orðum fá að minnast
hennar Sollu okkar sem lést af
slysförum nýverið.
Solla var einstök svo eftir var
tekið með dugnaði sínum og
orku sem var engu lík. Hún var
glaðlynd og hispurslaus, stund-
um svo að þegar gamanmálin
voru látin fjúka sátum við sum
stundum agndofa eftir af hrifn-
ingu yfir þori hennar og hisp-
ursleysi.
Við ræddum stundum okkar
á milli að Solla væri í raun sjálf-
stætt náttúruafl sem við hefðum
verið svo heppin að fá í okkar
raðir. Góðmennskan og hlýjan
skein af henni með þeim hætti
að hún var ekki aðeins sam-
starfsfélagi okkar heldur kær
vinur sem gaf okkur svo mikið
með brosi sínu eða léttri snert-
ingu í önn dagsins. Líffæragjöf
af hennar hendi kom okkur því
ekki á óvart, enn var Solla að
láta til sín taka!
Það er ekki hægt að reyna að
skilja ástæður þess að þú varst
tekin frá okkur svona snemma
en eitt vitum við að himnaríki
eignaðist fullkominn engil. Með
von um að framhaldslífið fari vel
með þig og þú gefir þér tíma til
þess að hugsa til okkar annað
slagið.
Við samstarfsfélagar þínir og
vinir viljum fá að þakka þér fyr-
ir ógleymanlega samveru. Ríki-
dæmi þitt eru minningarnar og
góðar tilfinningar sem þú skilur
eftir þig í hjörtum okkar og
þeirra sem voru svo heppnir að
fá að njóta samvista með þér.
Í annan heim ég farinn er
gráttu mig því ekki.
Mundu að ég fylgi þér
allt fram að næturkveldi.
Við sendum Sölva, Rachel og
fjölskyldu Sollu okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur, megi Guð
gefa ykkur styrk í gegnum
þennan erfiða tíma.
Hvíl í friði, kæra vinkona
okkar.
Sigurður Páll, Sædís Alexía
og samstarfsfélagar á
bæjarskrifstofunni.
Tár mitt til þín,
fetar veg minninganna.
staldrar við hamingjuríkt bros
man ljóshærðu skottuna
sem átti ást handa öllum.
Tár mitt til þín,
fetar lífsbrautina.
finnur ómælda gleðina
sem ólgar og kraumar
í glæsilegri konu.
Tár mitt til þín,
fetar sinn veg.
Stoppar hvergi við,
tárið er harmur heimsins
en minningin um þig er mín.
Elsku Sölvi, Ása, Gylfi, Ólaf-
ur Lárus, Einar Ágúst og aðrir
ættingjar. Sorgin er sár sem
stendur en í fyllingu tímans
verður minningin um Sollu okk-
ur huggun. Megi allar góðar
vættir vernda ykkur.
Kristín Halla Haraldsdóttir,
Grundarfirði.
MINNINGAR 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 2021
✝
Sigríður fædd-
ist á Ísafirði 29.
júlí 1932. Hún lést á
Hrafnistu í Hafnar-
firði 23. júní 2021.
Foreldrar henn-
ar voru Arinbjörn
Guðmundur
Guðnason, f. 26.12.
1906, d. 28.7. 1983,
og Guðríður Sal-
ome Vetur-
liðadóttir, f. 20.9.
1911, d. 17.10. 1996.
Systkini Sigríðar: Dóra
Magga, f. 4.7. 1935, d. 1939,
Arinbjörn Guðmundur, f. 31.1.
1937, d. 10.7. 1988. Dóra Magga,
f. 29.8. 1940, d. 9.6. 2011, Bára,
f. 18.2. 1948.
Eiginmaður Sigríðar var Ein-
ar Jónsson, f. 8.5. 1935, d. 20.11.
2017. Þau giftust 26.7. 1958.
Börn þeirra eru:
1) Salome, f. 1958, maki Krist-
ján Óskarsson, f. 1957, börn
þeirra eru: a) Guðmundur Arin-
björn, f. 1977, maki Linda Björk
Thorlacius, f. 1977, börn þeirra
eru Jökull Ýmir, f. 2000, Krist-
ján Árni, f. 2005, og Eydís Lilja,
f. 2010.
b) Hafþór, f. 1978, maki Denis
Anastasia Sudjono, f. 1989. Börn
þeirra eru Áróra, f. 2005, Sól-
veig Summer, f. 2015, og Freyja
Sally, f. 30.3. 2020.
c) Margrét, f. 1982, maki Mar-
el Jóhann Baldvinsson, f. 1980,
börn þeirra eru Markús, f. 2007,
Lúkas, f. 2009, Baldvin, f. 2016,
og Marel Jóhann, f. 2019.
d) Stefanía, f. 1988, maki
Skarphéðinn Kjartansson, f.
1988, börn þeirra eru Mikael, f.
2014, og Kjartan Andri, f. 2018.
e) Emil Örn, f.
1996, maki Dag-
björt Lilja Svavars-
dóttir, f. 1998.
2) Emilía, f. 1960,
maki Jón Brynjar
Jónsson, f. 1957,
börn þeirra eru: a)
Elísabet Anna, f.
1976, maki Þor-
steinn Guðmunds-
son, f. 1967, börn
þeirra eru: Hlynur,
f. 1990, Sóley Katla, f. 2000,
Sölvi Páll, f. 2003, og Kári, f.
2006, b) Einar, f. 1980, c) Olga
Lára, f. 1986. Börn hennar eru
Freyja Björk, f. 2006, Snædís
Ragna, f. 2008, og Brynjar Þór,
f. 2016.
3) Hulda, f. 1963, maki Ómar
Ingvarsson, f. 1961, börn þeirra
eru: a) Sigríður Vilma, f. 1983,
maki Valgarður Thomas
Davíðsson, f. 1987, börn þeirra
eru Nadia Líf, f. 2006, Benjamín,
f. 2015, og Díana Marey, f. 2019.
b) Magni, f. 1989, maki Nedje-
ljka Íris Hrkalovic, f. 1988. c)
Ylfa Eik, f. 1992, maki Friðrik
Friðriksson, f. 1986, börn þeirra
eru Tristan Smári, f.
2009, og Rúrik Ómar, f. 2019.
d) Flosi, f. 2003, maki Nesrine
Malek Medaguine, f. 2003.
Sigríður var um 20 ára er hún
flutti frá Ísafirði til Reykjavíkur
en um 1957 flytur hún til
Hafnarfjarðar með eiginmanni
sínum og bjó þar alla tíð síðan.
Hennar starfsævi var að mestu
verslunarstörf og umönnunar-
störf.
Útför Sigríðar fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag, 1.
júlí 2021, klukkan 13.
Elsku mamma mín, nú ertu
loksins komin til hans pabba,
eins og þú vildir. Þegar hann dó,
20. nóvember 2017, eftir erfið
veikindi, varst þú ekki sátt. Þú
hafðir svo oft sagt við hann að þú
vildir fá að fara á undan því án
hans gætir þú ekki verið. Þið vor-
uð mjög hamingjusöm alla tíð og
góð saman. Gátuð ekki séð af
hvort öðru og það ágerðist með
árunum. Voruð heppin að fá að
eldast saman og hafa átt dásam-
legt líf. Þið áttuð ykkar sameig-
inlegu áhugamál. Ferðuðust mik-
ið innanlands, fóruð að veiða og
svo seinna í golfið. Þið byggðuð
ykkur sumarbústaðinn í Önd-
verðarnesi sem þið voruð í öllum
frístundum. Þú sagðir svo oft
hvað þú værir heppin með dæt-
urnar þrjár og hefðir svo fengið
þrjá bestu tengdasyni sem hugs-
ast gæti. Og ekki skemmdi hvað
þú fékkst mörg barnabörn, 12
stk., enda áhugamálin þín síðustu
ár hvort einhver væri óléttur og
hvort ekki væru allir komnir með
maka. Elsku besta mútta mín, ég
þakka fyrir að hafa átt þig að í öll
þessi ár og kveð þig með söknuði.
En ég hugga mig við það að þið
pabbi eruð nú sameinuð að nýju
og getið notið samverunnar á ný.
Blessuð vertu baugalín.
Blíður Jesú gæti þín,
elskulega móðir mín;
mælir það hún dóttir þín.
(Ágústína J. Eyjólfsdóttir)
Bless mamma mín og bið að
heilsa pabba.
Þín dóttir
Hulda.
Elsku fallega Silla amma okk-
ar.
Mikið er skrítið að hugsa til
þess að þú sért farin frá okkur.
En það er alveg á hreinu að þú
og Denni afi eruð fegin að vera
sameinuð á ný og það hlýjar
manni um hjartarætur að hugsa
til þess. Þið voruð alltaf svo sæt
saman og gaman að fylgjast með
ykkur í öllu sem þið gerðuð. Það
var alltaf svo gaman að koma í
pönnukökur á sunnudögum og
elda læri á góðum sumardegi
uppi í bústað. Fara í berjamó og
fá svo bláberin á skyrið eða í
sultu á ristað brauð. Að spjalla
við þig og fá bestu athugasemd-
irnar, alltaf svo stutt í húmorinn
og hláturinn. Að geta ekki kíkt á
ömmu sína og fengið knús og
skemmtilegt spjall verður tóm-
legt og leiðinlegt að sætta sig við
en góðar minningar koma í stað-
inn. Knúsaðu afa frá okkur og
láttu hann knúsa þig. Elskum þig
amma og söknum þín mjög mik-
ið.
Þín barnabörn,
Vilma, Magni, Ylfa Eik og
Flosi.
Það er svo sárt að hugsa til
þess að elsku amma Silla hafi nú
kvatt okkur. Mikið er tíminn dýr-
mætur.
Amma Silla var stórkostleg
manneskja. Hún ólst upp á Ísa-
firði og var í skátunum, spilaði á
gítar og æfði lengi handbolta
með ísfirska félaginu Vestra.
Handboltinn var alltaf í miklu
uppáhaldi hjá henni og þegar
boltinn var í sjónvarpinu var ein-
beitingin slík að maður náði varla
sambandi við hana. Hún vann frá
unga aldri við umönnun, meðal
annars barna sem áttu um sárt
að binda og á Sólvangi í Hafn-
arfirði. Hún var stolt af fjöl-
skyldu sinni, hörkudugleg, hóf-
söm, snillingur í krossgátum,
fannst yndislegt að fara í göngu-
túr meðfram sjónum, elskaði, var
elskuð og svo sæt að sólin var
feimin.
Það var alltaf svo gaman að
vera með ömmu og spjalla um
hin ýmsu mál. Við hlógum oft
saman að því hvað hún var
dásamlega beinskeytt, sagði
hlutina bara alveg eins og þeir
voru. Hún hafði líka svo
skemmtilega kaldhæðinn húmor
sem skein í gegn. Gott var að
koma til ömmu og afa í Kvíholtið
og undantekningarlaust var tek-
ið vel á móti manni. Ógleyman-
legar eru allar sumarbústaða-
ferðirnar með þeim þar sem var
til dæmis farið í berjamó, golf og
sund, spilað yatzy, grillað, dans-
að og sungið. Ósjaldan fórum við
í veiðiferðir og þá gerði amma
nóg af nesti, samlokur með gúrk-
um, eggjum og heimatilbúinni
kæfu. Amma gerði líka langbestu
kleinurnar og á jólunum komum
við saman öll stórfjölskyldan og
gerðum laufabrauð og drukkum
kakó. Enginn gerði eins gott
kakó og amma. Við erum svo
þakklát fyrir það hvað amma og
afi gáfu sér mikinn tíma með fjöl-
skyldu sinni sem gerði það að
verkum að við öll eigum svo
margar ómetanlegar minningar
með þeim.
Við höfum oft grínast með það
hversu gjarnan amma spurði af-
komendur sína hvort þeir væru
komnir með kærasta eða kærust-
ur. Ástæðan var þó sjálfsagt sú
að hún þekkti það mjög vel
hversu gefandi það var að finna
sinn fullkomna lífsförunaut þar
sem hún og afi voru svo undur-
samlega ástfangin. Hjónaband
ömmu og afa var nefnilega ein-
stakt og amma átti um mjög sárt
að binda þegar afi kvaddi fyrir
um fjórum árum. Við ætlum að
trúa því að þau séu nú sameinuð
á ný og sjáum þau fyrir okkur
ganga hönd í hönd og jafnvel
dansa inn í sumarlandið.
Takk fyrir allt elsku fallega og
góða amma Silla. Við munum
alltaf elska þig og hugsa til þín
með miklum söknuði en einnig
þakklæti fyrir allar minningarn-
ar sem þú skapaðir með okkur.
Þær geymum við í hjarta okkar
að eilífu.
Við færum elsku mömmu,
Sallý og Huldu okkar dýpstu
samúðarkveðjur.
Er sumarið kom yfir sæinn
og sólskinið ljómaði um bæinn
og vafði sér heiminn að hjarta,
ég hitti þig, ástin mín bjarta.
Og saman við leiddumst og sungum
með sumar í hjörtunum ungu,
- hið ljúfasta, úr lögunum mínum,
ég las það í augunum þínum.
Þótt húmi um hauður og voga,
mun himinsins stjörndýrð loga
um ást okkar, yndi og fögnuð,
þótt andvarans söngrödd sé þögnuð.
(Tómas Guðmundsson)
Ástarkveðja,
Elísabet Anna, Einar, Olga
Lára og fjölskyldur.
Það er afar erfitt að hugsa til
þess að amma sé farin frá okkur.
Á þessum erfiðu tímum minn-
umst við allra þeirra góðu stunda
sem við áttum með henni.
Öll eigum við systkinin ein-
staklega hlýjar og skemmtilegar
minningar með ömmu og þá
koma helst í huga allar þær ynd-
islegu stundir í sumarbústaðnum
Seljalandi. En þar þótti henni
ömmu svakalega gott að vera.
Þar var mikið spilað; olsen eða
kani. Þar fórum við einnig mikið
með henni og afa í göngutúra, í
berjamó eða í sund. Þau höfðu
bæði gaman af því að veiða, flest
okkar eiga því margar góðar
minningar úr veiðiferðum með
þeim á Þingvallavatn. Á sunnu-
dagsmorgnum í bústaðnum stóð
amma oft við eldavélina að útbúa
morgunmat, en þá voru oftar en
ekki amerískar pönnukökur,
beikon og egg. Þá fengum við að
hjálpa til og leggja á borð.
Það var stutt í húmorinn hjá
ömmu öllum stundum, hún var
léttlynd og hafði alltaf góða nær-
veru.
Amma var afar stolt af fjölda
afkomenda sinna og þótti henni
því afar spennandi að heyra ef
eða hvort von væri á fleiri lang-
ömmubörnum.
Hjá henni ömmu stóðu alltaf
opnar dyr.
Elsku Silla amma, við söknum
þín afar sárt en við vitum að
Denni afi tekur vel á móti þér.
Þín barnabörn,
Guðmundur, Hafþór,
Margrét, Stefanía og Emil.
Sigríður
Arinbjarnardóttir