Morgunblaðið - 01.07.2021, Síða 60

Morgunblaðið - 01.07.2021, Síða 60
60 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 2021 Bio-Kult Migréa Fæst í apótekum, heilsuverslunum og heilsuhillum stórmarkaðanna. 14 góðgerlastofnar B6-Vítamín Magnesíum Bio Kult Migréa er sérhönnuð góðgerlablanda með það að markmiði að styðja við meltingarveginn og taugakerfið. Þessi öfluga blanda stuðlar að eðlilegri starfsemi taugakerfisins og dregur úr þreytu og lúa. Bio-Kult Migréa hentar fyrir barnshafandi konur og mjólkandi mæður. Gæti skipt höfuðmáli 50 ÁRA Hrönn fæddist 1. júlí 1971 á Fjórðungssjúkra- húsinu í Neskaupstað og ólst þar upp. Vann mestmegnis í fiskvinnslu og til sjós framan af fyrir utan tæpt ár sem hún var skiptinemi í Mexíkó. Hrönn útskrifaðist úr rekstrarfræði við Háskólann á Akureyri árið 2000 og bjó í Reykjavík til ársins 2004. Hún var upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar við bygg- ingu Kárahnjúkavirkjunar til ársins 2007, en þá flutti hún til Suður-Þýskalands þar sem hún bjó næstu sjö árin. „Ég hef lengi vel haft mikinn áhuga á næringu og heilsu og hvernig við getum haldið góðri heilsu með réttri næringu og heil- brigðum lífsstíl. Ég tók diplómanám í heilsumark- þjálfun og vann lengi vel við ráðgjöf, fræðslu og markaðssetningu á heilsuvörum. Er enn að bæta við mig á þessu sviði og er nú nýútskrifuð úr diplómanámi í jákvæðri sálfræði. Ég hef mikinn áhuga á matargerð og að borða góðan mat. Síðan er útivera, samvera með fjölskyldu og vinum og ferðalög hæst á blaði og prinsippið er að vera já- kvæð og glöð og líta ávallt á björtu hliðarnar.“ FJÖLSKYLDA Hrönn er gift Gunnari Þór Guðmundssyni, f. 20.8. 1961, verkfræðingi og verkefnastjóra hjá Landsvirkjun. Þau eiga tvö börn, Sig- urbjörgu Ósk, f. 24.10. 2005, og Ara Hafþór, f. 10.4. 2008. Gunnar á fjórar dætur frá fyrra hjónabandi og barnabörnin eru orðin sex talsins. Foreldrar Hrannar eru Birna Bjarnadóttir, f. 20.6. 1943, og Hjálmar Ólafsson, f. 1.2. 1941. Hrönn Hjálmarsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Þú þarft að hafa mikið fyrir hlut- unum sem er allt í lagi ef þú bara gætir þess að skila vel unnu verki. Vertu góður við sjálf- an þig. 20. apríl - 20. maí + Naut Það er óhætt að segja að komandi vik- ur verði fullar möguleika og afþreyingar. Skelltu ekki skollaeyrum við aðvörunum annarra þótt þér finnist þú sigla lygnan sjó. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Nú fer að rofa til og þú sérð árang- ur erfiðis þíns eins og þú átt skilið. Mundu samt að ganga hægt um gleðinnar dyr svo ekki fari allt í vitleysu. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Leggðu áherslu á að stunda það sem nærir sálina. Ef þú ætlar að koma ein- hverju í verk í dag þarftu að forðast truflun. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Samræður við ættingja eru einstaklega innihaldsríkar upp á síðkastið. Þú munt að öllum líkindum rifja upp eitthvað úr fortíð- inni með fjölskyldu þinni í dag. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Dagurinn í dag er heppilegur fyrir við- skipti og samninga. Samræður við vinkonu reynast heilladrjúgar og gefandi. 23. sept. - 22. okt. k Vog Þú kemst yfir upplýsingar sem þig lang- ar til að deila með öllum heiminum. Nú þarft þú að taka málin í eigin hendur og hafa stjórn á lífi þínu. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Yfirmaður þinn eða annar áhrifamikill einstaklingur mun hugsanlega koma þér ánægjulega á óvart í dag. Þú tekur eftir hlutum sem fara fram hjá öðrum. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Þú átt á hættu að láta einhvern rugla þig í ríminu í dag. Láttu það ekki koma þér á óvart þótt orsakir deilu þinnar og vinar þíns séu aðrar en fram kemur á yfirborðinu. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Þú vinnur af öllum kröftum að stóru verkefni. Láttu ekki óttann við nýj- ungar blinda þig svo að þú sitjir af þér hag- stæð tækifæri. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Það er ekki við aðra að sakast þótt þú sjáir ekki út úr augum vegna vinnuá- lags. Safnaðu saman öllum tiltækum upplýs- ingum áður en þú tekur næsta skref. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Mundu að ekki er allt sem sýnist og hlutirnir eru stundum aðrir en við höldum við fyrstu kynni. Vertu stöðugt á tánum svo tækifærin fari ekki fram hjá þér. og formaður úrskurðarnefndar fjar- skipta- og póstmála og þá er margt ótalið. Í dag er Gunnar prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Hann hefur verið mjög virkur í fræðasamfélaginu og skrifað fjölda greina í fræðitímarit og bækur um margvísleg málefni tengd Evrópu- rétti. Þegar Gunnar Þór er ekki að sinna fræðistörfum og kennslu hefur hann mestan áhuga á útivist, tónlist og bókalestri. „Utanvegahlaup og göngur er það sem ég legg mesta áherslu á núna með fjölskyldu og vinum, enda skilst mér að ég sé skráður í Fimmvörðuhálshlaup í ágúst. Svo hef líka mjög gaman af skíðaíþróttinni sem má rekja til æsku minnar fyrir vestan. Núna eru það gönguskíðin, svona til þess að maður tikki nú í öll miðaldra-boxin,“ segir hann og hlær. Gunnar hefur líka mikinn áhuga á boltaíþróttum. „Ég hef nú lagt skóna mest á hilluna þar, þótt sá viðburður hafi farið lágt, og læt mér nægja að dotta yfir enska boltanum þegar færi gefst. Sama með golfkylfurnar, þær eru á hill- unni, enda náði stuttur ferillinn aldrei flugi.“ ég geng mikið um borgina þegar ég er þarna á haustin og Edda konan mín kemur gjarnan með þegar tæki- færi gefast. Sama með Brussel, en þar hef ég núna búið í ríflega 8 ár og starfað hjá Eftirlitsstofnun EFTA, sem er sæmilega stór hluti af þeim 26 árum sem EES-samningurinn hefur verið við lýði. Sama má segja um Lund í Svíþjóð þaðan sem við höfum góðar minningar.“ Á Íslandi hefur Gunnar Þór m.a. unnið fyrir Actavis, verið sérfræð- ingur rannsóknarnefndar Alþingis G unnar Þór Pétursson fæddist í Reykjavík 1. júlí 1971. „Ég flyt vestur, á Suðureyri við Súgandafjörð árið 1975 og elst þar upp til 11 ára ald- urs og ég ber alltaf sterkar taugar til Vestfjarða, enda á ég þangað ættir að rekja, bæði í föður- og móðurlegg.“ Gunnar Þór gekk í Ár- bæjarskóla, síðan Verslunarskóla Íslands og þaðan í Háskóla Íslands þar sem hann útskrifaðist sem lög- fræðingur, cand.jur. Þá var stefnan tekin til Lundar í Svíþjóð þar sem hann útskrifaðist með LL.M.-gráðu í lögum árið 1998 og síðar doktors- próf, dr. juris, frá háskólanum í Lundi árið 2014. „Við höfum búið erlendis, með hléum, í tæplega 13 ár, bæði í Lundi í Svíþjóð og í Brussel í Belgíu. Við fluttum aftur heim sl. sumar og er- um oft spurð hvort við séum alkom- in heim. Í gríni höfum við spurt hvort maður sé einhvern tímann al- kominn heim? Reyndar hefur Covid haft þau áhrif að okkur líður aðeins eins og við séum ekki alkomin, enda sl. ár markað af samkomutakmörk- unum. Allt horfir þetta reyndar til mikið betri vegar og afmælisdag- urinn minn sýnist mér eiga að marka endalok flestra takmark- anna. En við erum afar sæl með að búa hér – þótt dvöl erlendis hafi gefið okkur mjög mikið, bæði vini úti um allan heim, ný tungumál og fjölbreytta upplifun.“ Gunnar Þór hefur komið víða við á starfsferlinum og m.a. var hann framkvæmdastjóri innra markaðs- sviðs Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) í Brussel og gestaprófessor við lagadeild Parísarháskóla, Panthéon-Assas (Paris II), auk þess að sinna lögfræðiráðgjöf fyrir ýmsa opinbera aðila og hagsmuna- samtök. „Ég er mjög ánægður með skipunina í Pantheon-Assas 2017, eftir að hafa kennt þar frá 2009, en deildin er elsta og virtasta lagadeild Frakklands. Ég kenni þar á hverju hausti í 2-3 vikur og er það mjög skemmtileg tilbreyting. Ég ber orð- ið sterkar taugar til Parísar, og borgin vex mjög við viðkynningu og Fjölskyldan fer í árlega silungs- veiði í Laugardal í Ísafjarðardjúpi og gistir alltaf á Hótel Reykjanesi, sem Gunnar segir að skarti bestu sundlaug landsins. Síðan er hann ný- byrjaður á að fara í rjúpnaveiði aft- ur, en hafði farið með föður sínum fyrir vestan í æsku. „Eftir margra ára hlé fórum við bræður saman í rjúpu og ég skaut aðeins einu skoti en hæfði tvær rjúpur. Kannski væri nákvæmara að segja að við bræður höfum skotið tveimur skotum sam- tímis og hæft þrjár rjúpur – bróðir minn er svo með allt aðra útgáfu af sögunni, en það er annað mál.“ Gunnar Þór og Edda eru í Kór Lindakirkju undir stjórn Óskars Einarssonar. „Við komum víða fram og syngjum fjölbreytt efni, mikið gospel. Hef áður sagt að mér finnst ég hljóma svo lygilega vel í kór – enda kórinn stór og kröftugur. Eitt það allra besta sem við hjónin gerum saman er að vera þarna sem lítill hluti af heild – þetta þekkja þeir sem hafa sungið í kór.“ Það gæti komið einhverjum á óvart, en Gunnar Þór hefur verið að lesa guðfræði í vetur sér til skemmt- unar og er búinn að ljúka tæplega Gunnar Þór Pétursson prófessor við lagadeild HR – 50 ára Júlí 2020 Útskrift Sigríðar Rakelar í júlí 2020. F.v.: Una, Emil Þór, Helena, Sigríður, Gunnar Þór og Edda Björk. Hæfði tvær rjúpur í einu skoti Súðavík við Súgandafjörð Gunnar Þór á æskuslóðunum fyrir vestan. Til hamingju með daginn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.