Morgunblaðið - 01.07.2021, Side 64

Morgunblaðið - 01.07.2021, Side 64
64 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 2021 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is „Það er alltaf rosa mikill spenningur og partífílingur í öllum við upphaf hátíðarinnar. Við verðum með tvö opunarpartí á laugardaginn og það er ókeypis inn á þau, fyrri part dags í Gallerí Fold en um kvöldið í Máli og menningu. Á sunnudaginn verð- ur ókeypis á forsýningarkvöld í Tjarnarbíói og þar verður hægt að sjá allt sem verður í boði á hátíðinni, tvær mínútur af hverju verki. Fólk getur þar gert upp við sig hvað það langar að sjá og þar verður líka hægt að hitta alla listamennina. Þetta er sannarlega eitt af mínum uppáhaldskvöldum á hátíðinni,“ seg- ir Nanna Gunnars, stjórnandi jaðar- listahátíðarinnar Reykjavík Fringe Festival, sem haldin verður 3.-11. júlí nk. Þetta er í fjórða sinn sem hátíðin verður haldin en þar má finna um 70 verk sem öll verða sýnd nokkrum sinnum, bæði innlend og erlend. Verkin spanna allt frá myndlistar- sýningum, uppistandi, dansverkum og leikhúsi yfir í drag, kabarett, sirkus, hjólaskautapartí og gerð götulistaverks. Hátíðin er fyrir fólk á öllum aldri og Fringe-miðstöð verður í Aðalstræti 2. „Ein af opnunarsýningunum er Sauðatónar, tónleikar fyrir kindur (og fólk), með Hafdísi Bjarnadóttur og bandarísk/ítölsku hljómsveitinni Passepartout Duo. Tónleikarnir fara fram í Árbæjarsafni, þar sem helstu gestirnir verða kindur safns- ins,“ segir Nanna sem vill vekja sér- staka athygli á erlendu sýning- unum, því það listafólk hefur lagt mikið á sig til að koma hingað, þau hafa þurft að fara í sóttkví og annað slíkt. „Til dæmis koma þrjár sýningar frá Svíþjóð og ein þeirra heitir The Clown on the Fifth Floor, en hún vann aðalverðlaunin okkar í fyrra þegar hún var sýnd í streymi. Ég held að það verði mögnuð upplifun að sjá þessa sýningu á sviði, en þetta er tónlistarleikhúsviðburður þar sem hán Storm Dunder flytur verkið og er í rosalega flottri trúða- múnderingu. Þetta er mjög sjónræn sýning en líka fallegur söngur og mikil upplifun, í raun ákveðin teg- und af tónleikum.“ Önnur sýning sem kemur frá Sví- þjóð heitir A Solo from the Pit, með Elias Faingersh, en hann spilar óp- erur á trompet. „Þriðja sænska sýningin heitir Egoland og er leiksýning sem vann aðalverðlaunin á Stokkhólms- Fringe fyrir tveimur árum. Í þeirri sýningu er verið að fjalla um nars- issisma og einstaklingshyggju sem fer jú vaxandi í heiminum. Þessi al- þjóðlegi hópur listamanna sem kall- ar sig SRSLYyours, varpar í sýn- ingunni fram áleitnum spurningum í tengslum við fyrrnefnd viðfangs- efni.“ Tveir rússneskir uppistandarar Nanna segir að fjölmargir uppi- standarar muni troða upp á The Secret Cellar. „Þar verður hægt að sjá uppi- standssýningar hvert kvöld frá klukkan sex og þar til staðnum er lokað klukkan eitt eftir miðnætti. Þarna verða bæði innlendir og er- lendir uppistandarar og ég er mjög spennt fyrir tveimur rússneskum, annar þeirra er Oleg Denisov sem kemur með tvær sýningar, Eco- nomy Vodka heitir önnur þeirra en hin er Russian Troll, sem hann ætl- ar að taka upp hér á landi í Tjarnar- bíói, en listafólk nýtir þannig tæki- færið og gerir hluti sem það hefur ekki haft tækifæri til í eitt og hálft undanfarið ár, vegna heimsfarald- urs.“ Hinn rússneski listamaðurinn er Kaisa Pylkkänen, en sýning hennar heitir No Penis, No Know- ledge. „Þetta eru tvö stór rússnesk nöfn, og virkilega spennandi að fá þau hingað,“ segir Nanna og bætir við að sýningarstaðir hátíðarinnar séu nokkrir, m.a. Bar Ananas. „Mér finnst það spennandi, það verður gaman að vera inni í tjaldi þar sem verður væntanlega svolítið sveitt stemning, en þaðan er hægt að trítla yfir í Mál og menningu, þar sem verður meiri elegans. Til dæmis verða þar tvær sólósýningar með söng og flygli, Brynhildur Björns- dóttir, eða Bibi Bioux eins og hún kallar sig, ætlar að syngja þar ástarlög á sýningu sinni Allt fyrir ástina, en hin söngkonan heitir Stef- anie Rummel og kemur frá Þýska- landi, en hún ætlar að syngja á frönsku, því þó hún sé þýsk þá finnst henni hún vera frönsk,“ segir Nanna og bætir við að fjölbreytnin sé gríðarleg og að flestir viðburðir fari fram á ensku en nokkrir þó á ís- lensku. „Margt af þessu er líka fyrst og fremst sjónrænt og styðst ekki við tungumál, eins og til dæmis sirkus- atriðin.“ Töfrabragðakennsla fyrir börn Nanna á erfitt með að „gera upp á milli barnanna sinna“, viðburða á hátíðinni, en hún mælir þó með Grýlusýningu, Grýla, not for child- ren, sem vann til verðlauna á Fringe-hátíðinni í fyrra. „Bandaríski sögumaðurinn Christian Hege segir þar söguna af Grýlu, en þessi viðburður er sannar- lega ekki fyrir börn, enda er þetta hryllingssaga. Hann rakst á Grýlu þegar hann var að leita að sögum fyrir hrekkjavöku og honum fannst hún svo heillandi að hann bjó til heila sögustund um hana, með sín- um hætti,“ segir Nanna og tekur fram að á hátíðinni sé heilmikið í boði fyrir börn og unglinga. „Við verðum með fjögur Youth Fringe-námskeið fyrir unglinga á aldrinum 13 til 19 ára. Frítt er inn á þau en þar ætlar dragdrottningin Gógó Starr að kenna krökkunum allt um sviðsframkomu, listhópurinn Huldufugl hjálpar þátttakendum að skapa sviðsmyndir í óvenjulegum rýmum, og uppistandarinn Dan Zerin fer yfir það hvernig hægt er að nota mótlæti í gerð uppistands, en hann er sjálfur með tourettes- heilkennið. Sirkus unga fólksins leiðir námskeið í sirkus og hvernig maður fer að því að stofna sviðs- listahóp, því þau eru sjálf undir tví- tugu. Við erum líka með viðburði fyrir yngri börn, til dæmis verða tvær kennslustundir um töfrabrögð fyrir krakka, önnur heitir Science Magic, en þar verður farið yfir vís- indin á bak við töfrabrögð. Hin heit- ir Magic Class og þar er verið að kenna krökkum að gera töfrabrögð. Þessar kennslustundir fara fram á ensku en þær eru líka mjög sjón- rænar svo börn þurfa ekki endilega að kunna ensku til að njóta þeirra,“ segir Nanna og bætir við að Dans- verkstæðið verði með skemmtilega fjölskyldusýningu þar sem 10 til 20 ára krakkar geta tekið þátt, en þurfa þá að senda inn myndband af sér að dansa. „Þetta er samnorrænt verkefni sem hefur farið um víðan völl.“ Allskonar líkamar og kúnstir Nanna hvetur fólk til að næla sér snemma í miða á hátíðina, sérstak- lega á kabarettsýningar og sirkus, því reynslan hafi kennt að fljótt selst upp á þær. „Flestum finnst gaman að sjá allskonar líkama gera kúnstir og fólk að gera grín að sjálfu sér og öðrum og spila á kynþokkann. Mar- grét Maack stýrir báðum kabarett- sýningunum sem verða á hátíðinni en hún verður líka með pop-up kabarettkennslu í höggmyndagarði Listasafns Einars Jónssonar. Einn af þeim sem tilheyra kabarettsen- unni, St. Edgar, verður með sína fyrstu sólósýningu í Tjarnarbíói. Þetta er klukkutíma sýning, en ég hef alltaf séð hann með fimm mín- útna atriði, svo ég er mjög spennt fyrir því að sjá þessa fyrstu löngu sýningu. Þetta verður líka á afmæl- isdeginum hans, laugardeginum, svo hann er gríðarlega glaður að sýna fólki helling af nýjum atriðum,“ seg- ir Nanna sem hefur aðeins nefnt það helsta af mörgum atriðum. „Ég hlakka reyndar til að sjá allt sem verður í boði og ég ætla líka í hjólaskautapartíið sem er fyrir alla aldurshópa, en það verður í hjóla- skautahöll á Sævarhöfða 33. Ég hef aldrei farið á hjólaskauta á ævi minni, svo ég verð eflaust fyrst til að detta á gólfið,“ segir Nanna og hlær. Um stöðu veikra á Íslandi Nanna tekur fram að hellingur af fríum viðburðum sé á hátíðinni, m.a. tvær málverkasýnignar í miðstöð- inni í Aðalstrætinu og nokkrir við- burðir í Gallerí Fold. „Þar á meðal verður Bára Hall- dórsdóttir, sem margir þekkja sem Klaustur-Báru, en hún verður með innsetningu sem heitir INvisible, eða ósýnileg. Bára hefur verið með sýningar hjá okkur á öllum þremur hátíðunum sem við höfum haldið, en hún kemur í sínu verki inn á hvernig staða veikra er á Íslandi í dag og hvernig það er að lifa með ósýnilegri fötlun. Íslenska myndasögusam- félagið verður með tvær sýningar, bæði í Gallerí Fold og í anddyri Tjarnarbíós, en það er rosa mikil gróska í myndasöguheiminum hér á landi og virkilega forvitnilegt að sjá verkin uppi á veggjum.“ Miðasala á tix.is Nánar á: rvkfringe.is Uppistandssýningar hvert kvöld - Jaðarlistahátíðin Reykjavík Fringe Festival fer af stað um helgina og stendur í viku - 70 verk - Myndlistarsýningar, uppistand, dansverk, drag, kabarett, sirkus, hjólaskautapartí og fleira Ljósmynd/Reykjavík Fringe Fest Ástin Brynhildur Björnsdóttir, eða Bibi Bioux, syngur ástarlög á sýningu sinni Allt fyrir ástina. Með henni hér er undirleikarinn A La Dioux. Ljósmynd/Reykjavík Fringe Fest Tónlistarleikhúsviðburður Storm Dunder flytur verkið The Clown on the Fifth Floor. Sýningin vann aðalverðlaun í fyrra, þá sýnd í streymi. Ljósmynd/Reykjavík Fringe Fest Egoland Alþjóðlegur hópur listamanna, sem kallar sig SRSLYyours, mun í verkinu Egoland fjalla um narsissisma og einstaklingshyggju í nútímanum. Ljósmynd/Reykjavík Fringe Fest Flottur A Solo from the Pit, með KEF Theatre, heitir viðburður þar sem hinn sænski Elias Faingers fer þá frumlegu leið að spila óperur á trompet.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.