Morgunblaðið - 01.07.2021, Qupperneq 65
MENNING 65
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 2021
Í
Gerðarsafni má finna Hlut-
bundna þrá, samsýningu átta
listamanna frá Íslandi og
Singapore, þeirra Dagrúnar
Aðalsteinsdóttur, Daniel Hui, Guð-
laugar Míu Eyþórsdóttur, Guo-
Liang Tan, Luca Lum, Styrmis
Arnar Guðmundssonar, Sæmundar
Þórs Helgasonar og Weixin Quek
Chong. Sýningarstjórn er í höndum
þeirra Dagrúnar Aðalsteinsdóttur
og Weixin Quek Chong. Samsýn-
ingin er hugsuð sem umræðuvett-
vangur en ekki síst stökkpallur fyrir
frekara samstarf á milli listamanna
sem eiga það sameiginlegt að hafa
stundað nám í Singapore.
Ef við víkjum að titli sýningarinn-
ar, Hlutbundin þrá, má greina þá
togstreitu sem myndast á milli hins
efnislega, þá hlutarins, og hins hug-
læga eða þrárinnar. Verk sýning-
arinnar taka á þessari togstreitu
með ólíkum hætti og eiga það helst
sammerkt að notast við afbyggingu
(e. deconstruction) með einum eða
öðrum hætti til að kanna kjarna við-
fangsefnisins. Þessi togstreita tví-
hyggjunnar skýrist enn frekar þeg-
ar aðfaraorð sýningarinnar eru
lesin, en þar koma fram tilvísanir í
hugmyndafræði vestrænna fræði-
manna, heimspekingsins Slavoj
Žižek, kynþáttarfræðingsins og
feministans Söru Ahmed og lista-
konunnar og heimspekingsins Hito
Steyerl. Aðfaraorðin draga fram
valin brot úr kenningarheimum
þessara fræðimanna er snúa að um-
breytingu efnislegra hluta, hvernig
gildi hlutarins breytist þegar hlut-
urinn er settur í nýtt samhengi og
hvernig hann öðlast þar nýja merk-
ingu og jafnvel tilgang. Með þessari
tilfærslu verður til greinarmunur á
efnislegum hlut (e. object) og því
sem sýningarstjórar sýningarinnar
kalla list-hlut og hefur þá huglæga
tilvísun. Þær heimspekilegu kenn-
ingar sem koma fram í aðfaraorð-
unum eru merkingarþrungnar og
verufræðilegar í eðli sínu. Og í anda
verufræðinnar hefði mátt vega ein-
faldar tilvistarlegar spurningar til
móts við kenningar þessara þriggja
fræðimanna.
Um afbyggingu og efni
Upphafsmaður hugtaksins afbygg-
ing er heimspekingurinn Jacques
Derrida (1930-2004) sem þróaði að-
ferðina sem hliðargrein merking-
arfræði í bókmenntum. Aðferðina
notaði hann til að afbyggja merk-
ingu texta fyrst og fremst, í þeim til-
gangi að varpa ljósi á eiginlegt
merkingarleysi hans. Innan sjón-
lista hefur afbyggingu verið beitt
sem aðferð til að skoða eiginleika
listar sem kristallast gjarnan í hinni
klassísku spurningu „hvað gerir list
að list?“ eða „hvað er list?“
Í þessu samhengi langar mig að
beina sjónum að myndbandsverkinu
„Sphinxes“ (2019-2021) eftir Luca
Lum. Verkið sýnir ágætlega afbygg-
ingu í nútímasamhengi með tilkomu
tölvutækninnar. Í verkinu eru eigin-
leikar þeirra myndbrota sem sýndir
eru greindir út frá ákveðnum eigin-
leikum sem eru fluttir og lesnir með
API (e. Application Programming
Interface) tækninni. API, eða forrit-
unarskilum, er gert að greina fyrir-
framákvarðaða lykilþætti myndefn-
isins, til dæmis lit, pixlafjölda og
öryggisstuðul og skilar í kjölfarið
sambærilegum leitarniðurstöðum
frá veraldarvefnum. Myndefnið er
því aðeins greint út frá efnislegum
eiginleikum þess í verkinu. Hið hug-
læga kemur svo fram í upplestri
listakonunnar á sögutexta um
Sphinxinn sem hefði verið áhuga-
vert hafa til aflestrar samhliða
myndbandsverkinu sjálfu. Þriðji
þáttur verksins eru útprentuð skjá-
skot af myndbandsverkinu ásamt
gifsafsteypum af óræðum dýra-
andlitum. Afsteypur sem listmiðill
eru áhugaverðar í sögulegu sam-
hengi, en með þeim er verið að
efnisgera, taka mót af einhverju eða
einhverjum sem má síður gleymast.
Hvort afsteypan sé nákvæm eða
ekki veltur svo á þeim sem vinnur
mótið og þar mætti segja að hug-
lægt mat listamannsins komi við
sögu.
En væri möguleiki að endur-
byggja viðfangsefnið út frá þessum
flatneskjulegu, efnislegu eigin-
leikum sem minnst hefur verið á?
Hvaða mynd dregur litur, pixla-
stærð eða leitarniðurstöður upp af
hinu eiginlega viðfangsefni?
Skemmtilegt fannst mér að skoða
verk Guðlaugar Míu, „Ferhyrnd
stokkun“ (2019), og Styrmis Arnar,
„Til heiðurs Gerði Helgadóttur“
(2021), út frá þessari hugmynd um
endurbyggingu í stað afbyggingar. Í
stað þess að greina myndefnið út frá
efnislegum eiginleikum þess, eins og
í verkinu „Sphinx“, þá skoðum við
frumefni, í sinni smæstu og einföld-
ustu mynd, í þessum tveimur verk-
um. Í verkunum má segja að af-
byggingin hafi þegar átt sér stað.
Þannig má skoða „Ferhyrnda stokk-
un“ sem endurgerð eða viðbót á
hinu hefðbundna lotukerfi efnafræð-
innar. En ólíkt því sýna töflurnar
hennar Guðlaugar Míu óræðar, sí-
breytilegar, huglægar grunnein-
ingar sem laðast að hverjum þeim
sem skoðar verkið. „Ferhyrnd
stokkun“ Guðlaugar rímar svo vel
við verk Styrmis, „Til heiðurs Gerði
Helgadóttur, JÖRÐ, VATN, LOFT
og ELDUR“, sem sýnir túlkun lista-
mannsins á frumefnunum í anda og
með stíleinkennum Gerðar. Þessi
þrjú verk þeirra Luca Lum, Guð-
laugar Míu og Styrmis Arnar sýna
með ólíkum hætti þær grunnein-
ingar sem við þekkjum með tilvísun
í lotukerfið og frumefnin að við-
bættum þeim upplýsingareiningum
sem verða til í stafrænum hliðar-
veruleika netsins. Hvorar um sig
valda þessar upplýsingar varan-
legum breytingum á okkar heims-
mynd.
Hin huglæga þrá
Síðast langar mig að nefna mynd-
bandsverk Daniel Hui, „Anda dýr-
anna“ (2013), sem fjallar um hag-
fræðina og ástina, annars vegar
rómantíska ást og hins vegar móð-
urástina. Verkið sýnir brot úr lífi
tveggja kvenna sem eru að reyna að
koma undir sig fótunum. Það sem
sameinar frásögn þeirra eru áhrif
og tengsl þeirra við innkomu og ást-
ina. Svo virðist sem styrkari fjár-
hagsleg innkoma bandarísku kon-
unnar hafi grafið undan ástinni og
orðið til þess að botninn dytti úr
sambandinu hennar. Sú algilda
stefna að eignast húsnæði og feta
framabrautina hafi orðið henni að
falli. Í stað þess að vera vel stæð og
ástfangin varð hún skuldsett og frá-
skilin. Konan í fyrri hluta mynd-
bandsins tók í svipaðan streng og
hugleiddi hvernig og hvort hún gæti
nokkurn tímann endurgoldið móður
sinni þann stuðning sem hún hefði
veitt henni í gegnum árin. Hún finn-
ur friðþægingu í því þegar hún
kemst að þeirri niðurstöðu að „pen-
ingar eins og ást þurfa að vera á sí-
felldri hreyfingu“. Aftur stóð ég
frammi fyrir því að greina tog-
streitu tvíhyggjunar sem myndast á
milli hins efnislega, þá hlutarins, og
hins huglæga, þrárinnar, eða í þessu
tilfelli ástarinnar.
Að lokum vil ég mæla með að gefa
ykkur góðan tíma til skoða þessa
áhugaverðu sýningu og bendi á að
hægt er að fá lánaða klappstóla í af-
greiðslu safnsins.
Um afbyggingu og endurbyggingu
Morgunblaðið/Unnur Karen
Stíleinkenni „Til heiðurs Gerði Helgadóttur, JÖRÐ, VATN, LOFT og ELD-
UR“ sýnir túlkun listamannsins á frumefnunum með stíleinkennum Gerðar.
Gerðarsafn
Hlutbundin þrá bbbnn
Samsýning átta listamanna.
Stendur yfir til 29. ágúst 2021.
Safnið er opið alla daga kl. 10-17.
KARINA HANNEY
MARRERO
MYNDLIST
Afbygging „Sphinxes“ eftir Luca Lum á sýningunni Hlutbundin þrá sýnir
ágætlega afbyggingu í nútímasamhengi með tilkomu tölvutækninnar.