Fréttablaðið - 30.10.2021, Síða 38

Fréttablaðið - 30.10.2021, Síða 38
Sjöfn Þórðardóttir sjofn @frettabladid.is Hrekkjavakan hefur verið að ryðja sér til rúms hjá íslenskum fjölskyldum og þeim fjölgar á ári hverju sem taka þátt. Hrekkjavakan er á morgun og má búast við að mörg heimili fari í hrekkja- vökubúninginn, bankað verði upp á og beðið um gott eða grikk. Arna Guðlaug Einarsdóttir, köku­ skreytingameistari með meiru, er dolfallinn aðdáandi hrekkjavök­ unnar og veit ekkert skemmtilegra en að slá upp hrekkjavökuboði með öllu tilheyrandi. Arna skreytir heimilið hátt og lágt, sker út grasker með fjölskyld­ unni, velur búningaþema ár hvert og til að toppa hrekkjavökuna heldur Arna vanalega heljarinnar hrekkjavökumatarboð þar sem allar veitingarnar eru tengdar hrekkjavökunni á einn eða annan hátt. Þá eru kræsingarnar bæði ógurlegar og tryllingslegar. Ertu til í að svipta hulunni af hrekkjavökuþemanu ykkar í ár? „Í ár er Day of the dead­þema,“ segir Arna og er orðin mjög spennt. „Og ég verð að sjálfsögðu Bella Muerte.“ Appelsínuguli liturinn heillaði „Þegar ég bjó í Brussel, sem er mjög fjölþjóðlegt samfélag, smitaðist ég af þeim venjum og siðum sem í kringum mann voru. Þar byrjaði ég að kaupa smá hrekkjavökuskraut á hverju ári. Svo fór maður að finna verslanir sem seldu meira gæða­ skraut og ég fór að safna því. Það sem heillaði mig fyrst var appels­ ínuguli liturinn en á þessum árs­ tíma eru haustlitirnir allsráðandi.“ Kaupir þú nýtt hrekkjavökudót árlega? „Já, alltaf eitthvað smá. Mér finnst gaman að skipta út, vera með sitthvert þemað ár frá ári.“ Takið þið á móti þeim sem koma og banka upp á og biðja um gott eða grikk? „Já, mér finnst alveg frábært að sjá hvað krakkar og unglingar leggja mikið í búningana. Að sjálf­ sögðu eiga þeir alltaf að vera frekar ógnvekjandi á þessum degi, prinsar og prinsessur eiga heima á ösku­ deginum.“ Hverjar verða kræsingarnar í ár sem munu trylla gestina? „Ég er alltaf með mikið af smá­ réttum á boðstólum eða svokall­ aðan fingramat – eða mat sem lítur út eins og afsagaðir fingur. Fram­ setningin skiptir mestu máli, rétt­ irnir þurfa ekki að vera svo flóknir Ógurlegar hrekkjavökukræsingar Arna verður með Day of the dead-þema og verður í gervi Bella Muerte. Frumlegar paprikurnar í graskersgerv- inu. Skemmtilega uppsettar paprikur. Arna Guðlaug hefur sett á borð þessa skemmtilegu ritvél í tilefni dagsins með hryllingshöndum. Það kennir ýmissa grasa í hrekkja- vökusafninu hennar Örnu. Arna Guðlaug hefur safnað ýmsum munum sem tengjast hrekkjavökunni. heldur skiptir mestu máli að þeir líti hrekkjavökulega út.“ Ertu til í að deila með lesendum ómótstæðilegum og ógurlegum kræsingum? „Í ár vann ég mikið með paprikur í framsetningu. Og hér er dæmi um tvo rétti sem eru bornir fram í papriku. Annars vegar kjúkl­ ingaréttur sem er borinn fram í appelsínugulum paprikum sem eru skornar út eins og grasker á Hrekkjavökunni. Hins vegar einfalt og gott salat sem hægt er að bera fram eitt og sér eða sem meðlæti með öðrum réttum.“ Kjúklingaréttur 6 appelsínugular paprikur 2-3 bollar af elduðum kjúklingi 1 bolli salsa 1 bolli svartar baunir 1 bolli soðin hrísgrjón Taco krydd Byrjið á að skera toppinn af paprikunni og hreinsa paprikuna að innan. Takið því næst beittan hníf og skerið andlit út í paprikuna líkt og maður gerir við grasker á Hrekkja­ vökunni. Skerið kjúklinginn niður í litla bita og kryddið með Taco kryddi og eldið á pönnu. Bætið því næst salsasósunni, svörtu baununum og elduðu hrís­ grjónunum út á pönnuna. Blandið þessu vel saman. Fyllið paprik­ urnar með kjúklingaréttinum og berið fram. Salat í papriku Paprikur í lit að eigin vali Einn poki salatblanda Slatti af kirsuberjatómötum Ein gúrka, notuð bæði í salatið og sem skraut Svartar ólífur Lítil dós af gulum baunum Eða hvað sem er sem þið viljið í salatið Ólífuolía og balsamik edik Grænar ólífur – augu á paprikuna Salatið er bara útbúið á hefð­ bundinn hátt, öll hráefnin skorin smátt niður og blandað saman í stórri skál. Toppurinn af hverri papriku er skorinn af til að gera lok á hverja og eina. Takið tannstöng­ ul og festið tvær grænar ólífur á lokin sem augu. Skerið eða notið ostaskera til að útbúa langa þunna tungu úr gúrkunni. Fyllið paprikur með salatinu og skellið tungunni á milli papriku og loksins. Berið fram á ógurlegan hátt. n Í ár vann ég mikið með paprikur í fram- setningu. Og hér er dæmi um tvo rétti sem eru bornir fram í papriku. info@arcticstar.is - www.arcticstar.is Síðumúli 31 - 108 Reykjavik - S: 562-9018 / 898-5618 MARINE COLLAGEN FYRIR HÚÐ, HÁR OG NEGLUR Kollagen er eitt helsta uppbyggingarprótein líkamans. Kollagen er í öllum liðum, liðamótum, vöðvum, sinum og beinum mannslíkamans og: • Seinkar öldrun húðarinnar • Dregur úr sýnilegum hrukkum og fínum línum í húðinni • Eykur rakastig og stinnleika húðarinnar • Lagfæra háræðaslitasvæði • Stuðlar að upptöku kalsíums og kalsíumuppbótar. Vítamín C: • Stuðlar að eðlilegri myndun kollagens fyrir starfsemi brjósks, beina og húðar • Stuðlar að eðlilegri starfsemi tauga- og ónæmiskerfisins • Stuðlar að því að verja frumur fyrir oxunarálagi og draga úr þreytu • Stuðlar að endurnýjun afoxaðs forms E-vítamíns og aukinni upptöku járns. ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA, Framleiðandi er Arctic Star ehf. Allar nánari upplýsingar fast á www.arcticstar.is Arctic Star Marine Collagen Varan fæst í flestum apótekum, heilsubúðum, Hagkaupum, og Fjarðakaup. 4 kynningarblað A L LT 30. október 2021 LAUGARDAGUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.