Þjóðmál - 01.06.2019, Síða 32

Þjóðmál - 01.06.2019, Síða 32
30 ÞJÓÐMÁL Sumar 2019 RÚV fari af auglýsingamarkaði Þá að öðru. Lilja kynnti síðastliðinn vetur drög að frumvarpi sem felur í sér opinberan stuðning við einkarekna fjölmiðla. Frumvarpið er enn í vinnslu enda er ágreiningur um það meðal stjórnarliða – og þá sérstaklega meðal þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Rétt er að taka fram að forveri Lilju í starfi, Illugi Gunnars son, skipaði nefnd sem ætlað var að skila tillögum um bætt rekstrarumhverfi fjölmiðla í lok árs 2016 og sú nefnd skilaði tillögum sínum í lok janúar 2018. Þá hafði Lilja tekið við embætti ráðherra. „Í þessu ferli hefur verið horft til Norður- landanna og sérstaklega til Danmerkur. Þar er stuðningur við einkarekna fjölmiðla sem er sambærilegur þeim stuðningi sem ég hef verið að boða,“ segir Lilja. „Við sjáum líka að þar er danska ríkisútvarpið ekki á auglýsingamarkaði. Ég hef stutt þá stefnu og lagt til að Ríkisútvarpið verði tekið af auglýsingamarkaði en það hefur ekki verið pólitískur stuðningur við það fram til þessa. Ég ætla hins vegar að kanna það til hlítar í haust. Það er þó ljóst að við förum ekki þá leið nema gætt verði að tekjum Ríkisút- varpsins og mismunurinn brúaður.“ Ríkisútvarpið fær rúma fjóra milljarða árlega með þvinguðu útvarpsgjaldi og aðra tvo í auglýsingatekjur. Er ekki hægt að reka öflugt fjölmiðlafyrirtæki fyrir fjóra milljarða á ári? „Ég mun ekki styðja þá stefnu að Ríkisútvarpið veikist, fari svo að ákveðið verði að það af auglýsingamarkaði. Ríkisútvarpið hefur stutt vel við íslenska menningu og tungu. Traust til RÚV er mikið og hlustun á Rás 1 hefur vaxið,“ segir Lilja. „Eins og ég hef áður sagt erum við stödd í upplýsinga-, samskipta- og tæknibyltingu. Samhliða því erum við að horfa upp á allt aðra tekjuafkomu fjölmiðla en áður var. Frakkar hafa til dæmis ákveðið að skattleggja Facebook, Google og fleiri aðila sem taka til sín auglýsingatekjur. Tekjuafkoma fjölmiðla, ekki bara á Íslandi heldur úti um allan heim, er gjörbreytt samhliða því hvernig við neytum þeirra. Efnið er sniðið að okkur sjálfum og áhugamálum okkar og það heyrir til undantekninga að neyta fjölmiðlaefnis í línulegri dagskrá. Auglýsingar taka mið af þessu, við þurfum ekki annað en að opna símann okkar til að sjá íslenskar auglýsingar á Google. Það skiptir einnig máli í þessu samhengi að við viljum standa vörð um íslenskuna og RÚV er mikilvægur aðili hvað það varðar.“ En Stöð 2, Hringbraut, Síminn og aðrir miðlar framleiða ekki minna af íslensku efni. Er þá ástæða til að halda sérstaklega upp á ríkis- fjölmiðilinn? „Sumir þessara aðila sem þú nefnir selja áskriftir og allir hafa, og munu áfram hafa, aðgang að auglýsingamarkaði. Við sjáum að auglýsendur eru helst að leitast eftir því að auglýsa í kringum íslenskt efni enda er það gjarnan vinsælt,“ segir Lilja. Hún ítrekar að á Norðurlöndum séu einka- reknir fjölmiðlar styrktir með fjölbreyttum hætti og að hægt sé að sækja mörg fordæmi þaðan. Helsta málið sé að koma sér saman um hvernig best sé að standa að því. Ég hef stutt þá stefnu og lagt til að Ríkisútvarpið verði tekið af auglýsingamarkaði en það hefur ekki verið pólitískur stuðningur við það fram til þessa. Ég ætla hins vegar að kanna það til hlítar í haust.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.