Fiskifréttir


Fiskifréttir - 14.12.2001, Side 6

Fiskifréttir - 14.12.2001, Side 6
6 FISKIFRÉTTIR 14. desember 2001 \A/Vv NETANAUST HF Tel. 5689030 Fax. 5680555 Ny V vv NO-6280 Sovik FISKEREDSKAPER Tral Garn Line \ 'y/ \/ y \/ \v \/ y/ \/ \/ \ Oppdrett ingnot ' ' \/\/ \/ \/\/v /\/\/\/\\\. S/S/Vx/V^ v aAAa/V /\/\/\/\/\/\/\/' \/\/\/\/\/\/\/\ ./\/\/\/\/\/\/\/' \\/\\/v\/\\ /yVVVYV\A \ FIRMAER I M0RENOTGRUPPEN X\\ W\K\ < v v y v \ DYRKORN AS W/ V V V V V V SvVyyyV) \ \AAA/VV wvw Álesund - TAU/LINER X>\ FOSNAVÁG FISKEVEGN AS Fosnavág - TAU/LINER HAMMERFEST NOTSERVICE AS Rypefjord - OPPDRETT H.G.OPPDRETTSERVICE AS Vevang - OPPDRETT \ l v ■ w \\\/\/\/\/\ VN/yYy V'\/\'\\ V X x 'x x - V V- V V V \/\' \/\/\/\/\Xn/\-\ y v AA/\A, /\ A HILDRE FISKEVEGN AS Brattvág - NOT/OPPDRETT NORDSJ0NOT AS y \/\/VV '\ x\ x\W /\ Egersund - TRÁL/NOT SKJERV0Y TRÁLVERKSTED AS Skjervoy - TRÁL ÁLESUND TRÁLSERVICE AS Álesund - TRÁL C.R.NETLOFT LTD. Canada - OPPDRETT W Xy \/\/\/\/ \X\ M0RENOT AS Tel. 70 20 95 00. Fax. 70 20 95 10 firmapost@morenot.no www.morenot.no SKOÐUN „Byssurallið Skemmtileg hugmynd — eftir Ólaf Karvel Pálsson Arthur Bogason fer mikinn í grein sinni í Fiskifréttum á dög- unum þegar hann líkir togararalli Hafrannsóknastofnunarinnar við ímyndað „byssurall“ til að mæla stærð fuglastofna. Samlíkingin er alls ekki eins mikið út í hött og lesendur kunna að halda. Þegar mæla á stærð dýrastofns, hvort sem það er fiskur eða fugl eða eitthvað annað, er fyrsta spurn- ingin hvaða aðferð skuli beita. „Byssurall“ þarf ekki að vera frá- leitari aðferð en hver önnur. Hvort slík aðferð er góður mælikvarði á stofnstærð fer þó mjög eftir því hvernig aðferðin er útfærð. „Byssuröll“ „Byssurallið“ eins og Arthur virðist hugsa það er þó ekki lík- legt til að vera góður mælikvarði á stofnstærð. Ástæðan er nokkuð augljós: Líkurnar á því að fá fugl eru alltof litlar, og nánast engar, nema þegar mjög mikið er af fugli, nánast fugl á lofti hvert sem skotið er. Þess vegna er líklegt að „byssurallið" í þessari útfærslu mæli oftast engan stofn en, ef til vill, einhvern stofn þegar stofninn er í hámarki. En það er meira blóð í kúnni en þetta, að mínu mati. Hugsum okk- ur að við notum byssu (fallbyssu) til að skjóta risastóru neti með hljóðlausu skoti. Netið leggst yfír tiltekið svæði og fangar allan fugl á því svæði. Fuglana má síðan greina til tegunda, telja og reikna „stofnvísitölu" þegar gagnasöfn- un er lokið. Ef svæðið er nægilega stórt til að tryggja tilteknar lág- markslíkur á að fanga fugl, og hægt er að endurtaka mælinguna árlega, þá erum við komin með þokkalegasta „byssurall“. í grundvallaratriðum sé ég því ekk- ert sérstakt því til fyrirstöðu að vel útfært „byssurall“ geti verið nothæf mælistika á stærð tiltek- inna fuglastofna, t.d. rjúpu eða mófugla. En auðvitað þarf að leysa viss tæknileg atriði, s.s. varðandi stærð netsins og byssunnar áður en aðferðin getur talist framkvæmanleg. Einnig þarf að ígrunda, með hliðsjón af líffræðilegum þáttum, hvaða árs- tími sé heppilegastur fyrir slfkt rall. Þessari vinnu vísa ég til kol- lega minna meðal fuglafræðinga, eftir atvikum í samvinnu við Arthur. Aðferðafræði fiski- mannsins eða fiskifræð- ingsins Líkurnar á því að hitta fugl í 25 tilviljanakenndum skotum eru hverfandi. En líkurnar á því að hitta fugl í 25 skotum í eins dags veiðiferð eru mjög miklar. Ef sæmilegur veiðimaður á í hlut eru líkurnar á því að hitta rjúpu í skoti ekki minni en 50%. Á sama hátt eru meiri líkur á því að fá fisk með aðferðafræði fiskimannsins heldur en í togararalli, þ.e. með aðferða- fræði fiskifræðingsins. Ljóst er þó, af 17 ára reynslu í togararalli, að þessi munur er miklu minni en munurinn á 25 skota „byssuralli" annarsvegar og 25 skota veiðiferð hinsvegar. Helstu skýringar á þessu eru, að stærð fiskstofna og þéttleiki (fjöldi fiska á flatarmálseiningu) er miklu meiri en stærð og þéttleiki „Samlíkingin er alls ekki eins mik- iö út í hött og les- endur kunna aö halda“ fuglastofna sem og að eitt ralltog þekur nokkur þúsund sinnum stærra svæði en eitt haglaskot. Þess vegna eru líkur á fiskafla í ralltogi meira en þúsundfaldar á við fugla- feng í haglaskoti. En hvor aðferða- fræðin er betri sem mælistika á fiskmagn, aðferðafræði fiski- mannsins eða fiskifræðingsins (togararallið) ? Markmið fiskimannsins Fiskimaðurinn verður að há- marka sinn afla við allar aðstæður, annars getur hann tekið pokann sinn. Ég held að fiskimenn sjái það almennt í hendi sér að möguleikar þeirra til að halda uppi sæmilegum afla, þrátt fyrir minnkandi stofn, eru verulegir. Reyndur fiskimaður þekkir sína slóð betur en buxnavas- ann, er stundum sagt. Hann „veit“, með verulegum líkum, hvar fiskur- inn er á hverjum tíma miðað við sí- breytilegar umhverfisaðstæður. Auk þess verða hjálpartæki hans og veiðarfæri betri og stórvirkari með hverju ári. Þessi sérhæfða og umfangsmikla þekking veldur því að fiskimaðurinn veiðir meira en samsvarar stofnstærð og sú um- framveiði er sífellt að vaxa vegna tæknibreytinga. Veiði fiskimanns- ins er því ekki góður mælikvarði á stofnstærð. Vel er þekkt þegar Is- lendingar veiddu upp síldarstofn- ana hér við land, upp úr miðri síð- ustu öld. Þar veiddu menn vel þótt stofnarnir væru að hruni komnir. Eftir því sem stofnarnir voru minni veiddu menn stærra hlutfall af þeim og því fór sem fór. Markmið togararallsins Markmið togararallsins er að mæla stærð fiskstofnanna með sem mestri nákvæmni, en ekki að ná hámarks afla. Eins og Arthur bendir á í grein sinni, tekur að- ferðafræði fiskimannsins mið af öllum mögulegum aðstæðum, svo sem árstíma, tíma dags, birtu, straumi, veðri, vindum, botngerð og ýmsu fleiru, með það eitt í huga að hámarka aflann, þ.e. „að finna fiskinn en ekki öfugt“, eins og hann orðar það. Aðferðafræði rallsins byggist vissulega á því að finna fiskinn, og mæla hann, hvort sem magnið er mikið eða lítið eða jafnvel ekkert. Rallið er það víð- tækt að það „finnur" fiskinn, þar sem hann er hverju sinni, enda eru togstöðvarnar það margar að um er að ræða mjög marktæka dekk- un á öllum helstu fiskstofnum landgrunnsins. En vissulega er að- ferðafræðin ekki sú að mæla magnið aðallega þar sem mest er af fiskinum og forðast slóðir þar sem minna er af honum eða ekk- ert. Með slíkri aðferð, aðferða- fræði fiskimannsins, værum við að nota mælistiku sem tæki ekki tillit til heildarútbreiðslu stofns- ins, heldur einkum tillit til út- breiðslu hans og magns þar sem mest væri af honum. Þess vegna getum við ekki beitt aðferðafræði fiskimannsins heldur verðum að nota aðferðir sem þýða í reynd að fiskur hefur jafna möguleika á að veiðast, hvort sem hann er á þess- ari veiðislóð eða hinni og hverjar sem umhverfisaðstæður kunna að vera á hverjum tíma. Áhrif um- hverfisþátta má meta á grundvelli þeirra umfangsmiklu mælinga sem liggja fyrir eftir árlegar mæl- ingar í 17 ár. Um þetta mætti hafa mun lengra mál, en ég vona þó að það sem hér er fram sett skýri fyrir einhverjum það sem um er að tefla. Auk þess vil ég hvetja sjó- menn til að gaumgæfa þessi mál og gera grein fyrir sínum skoðun- um í efnislegri umræðu um togar- arallið og önnur mikilvæg fiski- fræðileg málefni. Höfundur er fiskifræðingur á Hafrannsóknastofnun.

x

Fiskifréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.