Fiskifréttir - 14.12.2001, Blaðsíða 45
44
FISKIFRÉTTIR 14. desember 2001
HVALVEIÐAR
frá nóttinni áður. Svo hengdum við
á snúru hinn blauta og kámuga
„galla“ okkar, og var allt orðið
þurrt þegar á því þurfti að halda
næstu nótt.“
Vart sáust handaskil
vegna ryksins
En þótt starfið við katlana væri
erfitt segir Magnús í frásögn sinni
að vinnan hafi jafnvel verið enn
verri við að mala kjötið og beinin í
„mylluvélinni.“ „Mölunardagarnir
þóttu slæmir dagar, því að þá var
vinnan bæði erfið og óholl,“ segir
hann. „Rykið var rétt óþolandi sér-
staklega þegar möluð voru bein, þá
sá ekki maður mann, ef að tveir eða
þrír faðmar voru á milli. Ekki
heyrðist heldur mannsmál fyrir
skrölti og hávaða í myllunni. Sum-
ir óku efninu í hjólbörum að myllu-
kjaftinum og aðrir mokuðu því inn
í vélina. Unnu sex menn í einu við
innmoksturinn. Skiptu þeir á
kortérs fresti við aðra sex, sem
hvfldu sig, því að engir hefðu hald-
ið þetta út án hvfldar. Þeir, sem af
hólmi voru leystir hímdu svo utan
dyra milli mokstrartarnanna, og
voru líkari vofum en mennskum
mönnum. Þegar dagsverkinu var
lokið voru sumir svo sárir fyrir
brjósti, að þeir þoldu varla að
hósta, eða anda að sér hreinu og
svölu lofti. En allir stóðust þetta
samt, án þess að spilla heilsunni
svo að vitað væri.“
Hlunnindi af
hvalssporðunum
Rétt eins og á Vestfjörðum nutu
Austfirðingar góðs af hvalveiðum
Norðmanna á þann hátt að þar
fengu þeir ódýrt kjöt að vild. Komu
menn víða að til þess að verða sér
úti um fenginn. Komu menn bæði
sjóleiðis og landveg og getur Vil-
hjálmur Hjálmarsson þess í bók
sinni „Mjófirðingasögur" að Bene-
dikt Sveinsson í Firði hafi skráð í
dagbók sína að fyrsta sumarið sem
stöðin í Asknesi var starfrækt hafi
komið þangað til þess að sækja
hval samtals 271 maður með rúm-
lega 1.300 hesta. Segir Vilhjálmur
að hvalurinn hafi þótt feikn óþrifa-
legur flutningur. Umbúðirnar hafi
einkum verið strigapokar, sem á
svipstundu urðu löðrandi í lýsi og
öðrum líkamsvessum hinna risa-
vöxnu spendýra. Stundum voru
hvalþjósturnar færðar umbúðar-
lausar til klakks. Islenskir starfs-
menn stöðvanna höfðu einnig
nokkrar aukatekjur af því að kaupa
ódýrt hvalkjöt, salta það í tunnur
og senda til sölu í Reykjavík. Síð-
ustu árin sem hvalstöðin var starf-
rækt í Asknesi máttu íslensku
verkamennirnir sem þar störfuðu
hirða hvalsporða án endurgjalds og
var það vel þegið. Var þannig um
hnúta búið að sporðunum var út-
hlutað eftir ákveðinni röð og þegar
allir voru búnir að fá sinn skammt
var byrjað upp á nýtt. Voru þess
dæmi að þannig gætu menn drýgt
verulega tekjur sínar, en mikið
þurfti að hafa fyrir því að koma
sporðunum í verð.
Hvalveiðar Norðmanna frá
Austfjörðum gátu ekki endað nema
á einn veg - að hvalnum væri nán-
ast útrýmt. Fyrstu árin þurftu hval-
bátarnir ekki að sækja langt. Hval-
irnir héldu sig úti fyrir fjörðunum
og á þeim árum veiddust bæði búr-
hvalir og sléttbakar. Þóttu það
alltaf hátfðisdagar í vinnslustöðv-
unum þegar búrhvalur kom að
landi og aðferðir við vinnslu hans
voru nokkuð öðruvísi en reyðar-
hvalanna. Búrhvalurinn gaf af sér
mikið lýsi sem var verðmeira en úr
öðrum hvölum og rann það óstork-
ið úr skepnunni þegar hún var skor-
in. Alltaf var von um að ambra
fyndist í búrhvalnum og því voru
innyflin skoðuð vandlega. Ekki fer
þó sögum af því að það hafi gerst
hérlendis. Tennur búrhvalsins voru
einnig hirtar og voru þær þvegnar
úr vítissóta og síðan
komið fyrir í kassa. Þær
munu hins vegar ekki
hafa reynst eins mikil
verðmæti og eigendur
stöðvanna gerðu sér
vonir um og þegar Norð-
menn yfirgáfu þær varð
mikið eftir af þessum
hvaltönnum og sóttust
Islendingar eftir að fá
þær og notuðu til smíði
ýmissa fagurra gripa.
Rányrkjan sagði
fljótt til sín
Eftir þriggja til fjög-
urra ára rekstur stöðv-
anna á Austfjörðum fór
afli stöðugt minnkandi
og hvalbátarnir urðu að
sækja á fjarlægari slóðir,
eins og verið hafði fyrir
vestan. Lengi vel var þó
góð hvalveiði út af
Langanesi en þegar búið
var að eyða þeim skepn-
um sem þangað sóttu
héldu veiðiskipin ýmist
norður í höf eða í átt til
Færeyja og sóttu oft
langt. Þegar útgerðin
hófst frá Austfjörðum
notuðu Norðmennirnir
sömu báta og þeir höfðu
komið upphaflega með,
en þegar veiðin tók að
tregðast var tekið til við
að endurnýja hvalbáta-
flotann og fá stærri og
gangmeiri báta til lands-
ins. Þannig var t.d. Ellef-
sen búinn að endurnýja
allan flota sinn áður en
hann hætti starfsemi
sinni og þótti athyglis-
vert að þegar hann fékk
nýja báta skírði hann þá
jafnan íslenskum nöfn-
um. Hétu síðustu bátarn-
ir sem hann gerði út frá
Islandi Ingólfur, Hjörleifur,
Naddoður, Njáll, Skarphéðinn og
Jón Sigurðsson.
Þrjú fyrstu árin sem hvalveiðar
voru stundaðar frá Austurlandi
veiddust tæplega 4.000 hvalir við
landið. Síðan fór aflinn minnkandi
frá ári til árs, jafnvel þótt bátunum
fjölgaði og þeir yrðu stærri og
kraftmeiri. Flestir urðu hvalbátam-
ir árið 1910 eða 32 talsins en þá
komu einungis 947 hvalir á land.
Var komið fram á sumar þegar
fyrstu hvalirnir veiddust og voru þá
bátarnir búnir að fara víða og leita
langt. Segir t.d. Benedikt í Firði í
dagbók sinni 6. júní þetta sumar:
„Bekkmann segir að í gær hafi ver-
ið fínasta veður á hafinu og 15
skotbátar hafi þar sveimað fram og
aftur á fleiri tuga rnílna svæði og
engan hval séð og ekkert lífvæn-
legt. Aflinn glæddist þó þegar á
leið þótt ekki væri hann nema svip-
ur hjá þeirri sjón sem verið hafði
og vertíðinni var lokið í september.
Næsta ár, 1911, var eiginlega síð-
asta árið síðasta „stóra“ árið í hval-
veiðum Norðmanna hér við land.
En þá gekk einnig illa. í fréttapistli
sem birtist í blaðinu Lögréttu 16.
september árið 1911 er fjallað um
hvalavertíðina um sum-
arið og sagt að aldrei
hafi afurðirnar hjá verk-
smiðju Ellefsens á
Asknesi verið svo litlar
og þess getið að Dal,
sem rak hina stöðina í
Mjóafirði hafi gert út 5
báta þaðan og var afli
þeirra einungis um 50
hvalir. Kann það líka að
hafa ráðið einhverju um
hve aflinn varð lítill að
þetta ár var hafís við
Austfirði fram á sumar. í
bók Magnúsar Gíslason-
ar, sem áður er vitnað
til, segir m.a. svo:
„Síðasta sumarið mitt
á Asknesi var 1911. Þá
voru margir af gömlu fé-
lögunum horfnir, og
nýir komnir í staðinn.
Að þessu sinni vorum
við látnir fara austur
með strandferðaskipinu
Austra. Það var um
miðjan apríl. Þegar
komið var til Fáskrúðs-
fjarðar, fréttist að það
væri kominn hafíshroði
suður fyrir Langanes.
En menn lögðu lítinn
trúnað á það, að þessi
hafís yrði jafn óbilgjarn
og hann reyndist verða.
Næsta dag komum við
svo til Mjóafjarðar, og
við máttum hrósa happi
að komast þangað,
þennan dag, því að
næsta dag var hafís-
breiðan komin suður
fyrir Mjóafjörð.
Austri komst til Seyð-
isfjarðar með naumind-
um og lá inniteptur þar í
hálfan mánuð. Mjói-
fjörður fylltist af ís. Það
voru þykkir jakar, sem
þjöppuðust saman og
mynduðu samfellda ís-
breiðu, sem hélst í hálfan mánuð.
Hvalveiðabátarnir voru allir farnir
út til veiða, áður en ísinn kom, en
enginn hvalur var þá kominn. Bát-
arnir héldu kyrru fyrir suður á suð-
urfjörðunum. En ísinn náði þangað
ekki. Það var þó sagt að einhverjir
af hvalveiðabátunum hefðu farið til
Færeyja til að vera öruggir fyrir
ísnum. Meðan ísinn lá kyrr var
alltaf milt og gott veður, stundum
Hvalveiðar
Norðmanna
við Island
1883-1915
Fjöldi Fjöldi
Ár báta hvala
1883 i 8
1884 i 25
1885 i 32
1886 i 25
1887 2 48
1888 2 82
1889 4 128
1890 7 199
1891 8 205
1892 11 302
1893 13 495
1894 15 523
1895 16 768
1896 18 792
1897 21 796
1898 21 650
1899 23 868
1900 23 823
1901 27 1192
1902 30 1305
1903 30 1257
1904 27 983
1905 25 1041
1906 25 650
1907 25 843
1908 29 761
1909 30 947
1910 32 649
1911 22 428
1912 20 152
1913 13 123
1914 3 35
1915 4 54
Heimild: Trausti Ein-
arsson: Hvalveiðar
við ísland 1600-1939
var þó þokusúld. Okkur þótti lífið
hálfleiðinlegt meðan þetta stóð
yfir. Það var ekki einu sinni hægt
að komast yfir fjörðinn þó að mann
langaði til. Þannig leið hálf önnur
vika þá fór ísinn að losna í sundur
ofurlítið. Þá komust einhverjir yfir
fjörðinn á pramma. Þræddu þeir
sig eftir vökum og stjökuðu ísjök-
unum frá, og þótti þetta hálfgerð
Bjarmalandsför.
Norðmenn róa
á önnur mið
Þegar arðsemi hvalveiðanna fór
að minnka fóru Norðmennirnir að
hugsa sér til hreyfings. Ellefsen og
félagar hans í Skærnesfélaginu sem
stundað höfðu hvalveiðar við ís-
land í 23 ár ákváðu árið 1910 að
flytja starfsemi sína til Suður-Afr-
íku, eða nánast heimshornanna á
milli. Seldi félagið stöðina í
Asknesi og var kaupandinn norsk-
ur útgerðarmaður, Christiansen að
nafni og rak hann hana með litlum
árangri fram til ársins 1913, en þá
keypti hana færeyskur maður sem
hafði þar miðstöð skútuútgerðar
stuttan tíma, en síðan var stöðin
rifin og fór góssið úr henni víða,
bæði hérlendis og erlendis. Keyptu
Austfirðingar töluvert byggingar-
efni frá stöðunum og voru nokkur
hús reist í Mjóafirði úr því. Þær
minjar stöðvarinnar sem lengst
stóðu voru reykháfar bræðsluhús-
anna og var það ekki fyrr en löngu
síðar sem sá síðasti féll. Fékk
Sveinn bóndi og alþingismaður í
Firði Landhelgisgæsluna til liðs
við sig að fella reykháfinn. Var
fyrst skotið á hann en þegar það
bar ekki tilætlaðan árangur var
brugðið á hann vírum sem varð-
skipið Ægir rykkti síðan í og féll
hann þá loksins.
Aðrar stöðvar Norðmanna á
Austfjörðum lognuðust út af smátt
og smátt og hlutu þær svipuð örlög
og stöðin í Asknesi. Þær voru rifn-
ar en heimamenn reyndu að gera
sér mat úr góssinu og gerðu marg-
ir góð kaup þegar það var boðið
upp.
Deilur um hvalrekstrar-
kenninguna
Allan tímann sem hvalveiðar
Norðmanna stóðu yfir hér við land
fóru töluverðar umræður um þær
fram á íslandi. Ekki var þó mikið
fjallað um hina gengdarlausu
rányrkju og meðhöndlunina á
hvalastofnunum við landið, heldur
var miklu fremur deilt um réttmæti
veiðanna út frá þeim kenningum að
hvalirnir gegndu mikilvægu hlut-
verki við að reka sfld og annan
nytjafisk upp á landgrunnið og
jafnvel inn í fjarðarbotna. Menn
óttuðust að eyðing hvalsins myndi
hafa það í för með sér að fiskgengd
við landið myndi stórlega minnka.
I öllum umræðunum var sárasjald-
an minnst á aðferðir Norðmanna
við veiðarnar og umgengni þeirra
um aflann.
Strax og fréttist um áform Norð-
manna að setja upp vinnslustöðvar
á Vestfjörðum hófu fiskimenn þar
um slóðir að mótmæla veiðunum
og var á það bent sem röksemd að
hvalveiðar hefðu haft alvarlegar af-
leiðingar á fiskveiðar við Noreg og
að ástæðulaust væri að leyfa Norð-
mönnum að aðhafast hér það sem
þeim væri meinað á heimamiðum.
Þegar á árinu 1883 var lagt fram
frumvarp með ákvæðum um bann
við hvalveiðum í landhelgi íslands
en það náði ekki fram að ganga
fyrr en árið 1886 og þar sem lang-
mesti hluti veiðanna fór fram utan
landhelginnar höfðu þau lítil sem
engin áhrif. Svo er að sjá að norsku
hvalveiðimennirnir hafi heldur
ekki tekið þessi lög alvarlega og
má sem dæmi um slíkt nefna viður-
eign þeirra við hvalinn Skeifu inni
á Arnarfirði.
Eftir að hvalveiðarnar hófust og
vinnslustöðvarnar voru settar upp á
Vestfjörðum hljóðnuðu gagn-
rýniraddir heimamanna. Bæði var
að þeir nutu verulegra hlunninda af
vinnu við stöðvarnar og af ódýrum
afurðum sem þeir fengu frá þeim
og eins varð þess ekki vart að fiski-
gengd minnkaði þótt hvölum fækk-
aði. Það var helst að menn yrðu
FISKIFRÉTTIR 14. desember 2001
45
HVALVEIÐAR
fyrir tjóni þegar hvalbátarnir voru
að ösla yfir netatrossur heima-
manna á fjörðunum.
En Norðlendingar héldu fast við
sinn keip. Þeir höfðu allt frá því að
Norðmenn hófu síldveiðar að ráði
við ísland árið 1868 amast við
þeim og bent á að Islendingar ættu
sjálfir að taka þær veiðar í eigin
hendur. Og í fjórðungnum voru
menn og miðlar sem trúðu á það
sem síðar hefur verið kallað hval-
rekstrarkenningin. Austfirðingar
voru raunar sama sinnis en and-
spyrnan þar minnkaði reyndar stór-
um sums staðar þar eftir að Norð-
menn fluttu stöðvar sínar í fjórð-
unginn. Mjög sennilega hefur mót-
spyrna Norðlendinga og þó einkum
Eyfirðinga orðið til þess að Norð-
menn reistu aldrei hvalveiðistöðvar
á Norðurlandi, þótt slíkt hefði
raunar legið beint við þegar þeir
stunduðu veiðar fyrir norðan land.
Það var blaðið Stefnir, sem gef-
ið var út á Akureyri, sem fjallaði
einna mest um hvalareksturskenn-
inguna og birti m.a. harðorðar
greinar eftir „Eyfirskan sjómann.“
Líkur hafa verið leiddar að því að
höfundurinn hafi verið hinn kunni
framfarasinni Einar Ásmundsson í
Nesi. í grein sem birtist í blaðinu 6.
maí árið 1899 er Vestfirðingum
sendur tónninn vegna sinnaskipta
þeirra og sagt „Vestfirðingar hafi
haft þá skoðun fyrst, þegar hval-
veiðarnar hófust þar, að þær væru
skaðlegar fyrir síldar- og þorsk-
veiðar, en séu nú komnir á aðra
skoðun og farnir að hlæja að
heimskunni úr sjálfum sér. Hvort
þessi skoðanaskipting Vestfirðinga
er með öllu áreiðanleg, látum vér
ósagt, en illa kemur hún heim við
barlómssögur út af aflaleysinu við
ísafjarðardjúp í vetur.“ í sömu
grein rekur höfundurinn fréttir frá
Noregi þess efnis að norskir fiski-
menn segi að hvalveiðar við Finn-
mörku hafi orðið til stórtjóns fyrir
fiskveiðar þar og þeir hafi fengið
því framgengt að þar hafi verið
komið á veiðibanni á ákveðnu
tímabili ársins.
Hvalveiðibátur með feng
sinn. Búið að blása lofti í
hvalinn. Myndin er tekin á
Eskiflrði.
Þörf á útlendu „kapitali“
Á sama tíma og hvalveiðunum
var mótmælt voru líka haldnir
fundir þar sem lýst var yfir ein-
dregnum stuðningi við veiðar og
vinnslu Norðmanna og ljóst má
vera að landsfeður hikuðu mjög að
beita sér gegn veiðunum, augljós-
lega mest vegna þess að þær færðu
landssjóði umtalsverðar tekjur.
Þegar útflutningur hvalaafurða
varð mestur nam hann nærfellt
fjórðungi af öllum útflutningstekj-
um landsmanna. Þegar rætt var um
það á Alþingi að hækka tolla á
hvalaafurðum var á það bent að Is-
lendingum veitti ekki af því að fá
erlent „kapital" inn í landið og ef
álögur yrðu of miklar væri hætta á
því að útlendingar hættu að
„brúka“ peningana sína hér. Er lík-
legt að bréf sem norsku hval-
stöðvaeigendurnir skrifuðu Alþingi
í tilefni þessa frumvarps hafi skot-
ið mönnum skelk í bringu, en þar
hótuðu þeir að hætta rekstri lands-
stöðva ef álögur yrðu auknar og
flytja starfsemi sína á fljótandi
bræðslustöðvar út af landinu eða
þá til Færeyja.
Þegar Bjarni Sæmundsson fiski-
fræðingur kom frá námi og hóf
störf við kennslu og rannsóknir
blandaði hann sér fljótlega í málið
og hafnaði algjörlega hvalrekstrar-
kenningunni. Benti þvert á móti á
það sem staðreynd að hvalurinn
væri í raun keppinautur fiskimanna
um fiskinn og æti feiknamagn af
honum og keppti við hann um átu.
Skrif Bjarna um málið, sem aðal-
lega birtust í blaðinu Isafold, hafði
tvímælalaust mikil áhrif, þar sem
hann var strax mjög virtur og hafði
að auki sterka bakhjarla eins og t.d.
Tryggva Gunnarsson bankastjóra,
sem áður hafði þó verið talsmaður
hvalareksturskenningarinnar. Til-
laga sem Bjarni setti fram í einni
slíkri blaðagrein um að landssjóður
verði hluta af þeim tekjum sem
hann fengi af hvalaafurðum til þess
að stofna sjóð, sem notaður yrði til
þess að styrkja íbúa fátækra sveit-
arfélaga á hafísárum, fékk hins
vegar engan hljómgrunn.
Athyglisvert er að í öllum um-
ræðunum er nánast aldrei á það
minnst að íslendingar sjálfir eigi að
taka hvalveiðar við landið í sínar
hendur. Var það raunar ekki fyrr en
hvalveiðum Norðmanna var að
mestu lokið og umræður hófust um
að friða hval við ísland í ákveðinn
tíma að menn tóku að fjalla um það
að Islendingar ættu einhverja fram-
tíð sem hvalveiðiþjóð. Ástæða þess
að slíkar umræður hófust ekki fyrr
hefur vafalaust verið sú að Islend-
ingar voru langt á eftir Norðmönn-
um í vélvæðingu veiðiskipa og það
að eignast báta á borð við þá sem
Norðmenn notuðu við hvalveiðarn-
ar var aðeins fjarlæg draumsýn.
Átakanlegt þegar skepn-
urnar æddu um með
angistarhljóðum
Og eins og áður segir var eigin-
lega hvorki fjallað um rányrkjuna
og veiðiaðferðir hvalveiðimanna,
né heldur það hvernig aflinn sem
barst að landi var nýttur. „Eyfirski
sjómaðurinn" sem áður er vitnað til
getur þess þó í grein í Stefni árið
1898 að þegar menn byrjuðu að
veiða hvali við Spitzbergen hafi
verið svo mikið af honum þar að
talið var að hann myndi aldrei
þrjóta, en þar hafi orðið að hætta
veiðum fyrr en varði þar sem hval
fækkaði svo rnjög að drápið svar-
aði ekki kostnaði. „Hvað mun þá
verða hér við Island, þegar menn
eru farnir að nota fjölda hrað-
skreiðra gufuskipa, og skjóta hval-
ina af þeim með fallbyssuskeytum,
sem springa þegar þau koma í
skrokk hvalsins? Sá, sem ekki get-
ur séð hverjar afleiðingar verða af
þessu hlýtur að vera blindur,"
skrifar sjómaðurinn. Þorvaldur
Thoroddsen segir líka í
„Ferðasögu frá Vestfjörð-
um“ er birtist árið 1888 í
Ekki var unnt að fylgjast með þess-
um veiðum þar sem skipin sem þær
stunduðu voru utan landhelgi. Það
sást þó oft til ferða þeirra og öðru
hverju rak hvalhræ sem búið var að
hálfskera til lands og bendir það til
þess að hvalveiðimennirnir hafi
haldið fyrri iðju sinni að hirða að-
eins það besta af hvalnum en láta
hitt sigla sinn sjó.
Fyrstu skref Islendinga á
eigin fótum
Árið 1935 hófu íslendingar loks
sjálfir hvalveiðar á nútímalegan
hátt. Hlutafélagið Kópur setti upp
stöð á Suðureyri við Tálknafjörð,
leigði norska hvalbáta og hóf út-
gerð. Fyrsta árið bárust 28 hvalir til
stöðvarinnar en veiðin fór síðan
vaxandi og veiddust 147 og 130
hvalir tvö síðustu árin sem stöðin
var rekin, 1938 og 1939.
Þegar seinni heimsstyrj-
Norsku öldin hófst var endi
Andvara: „Skutlarnir eru hvgHjátBmÍr bundinn n Þenr>an rekstur
ljótu morðtólin; á þeim
eru 4 agnhöld sem rísa
upp þegar hvalurinn tekur
viðbragðið, en við það
kviknar í þrístrendri
sprengikúlu úr stáli sem m
er fest við skutulinn, svo
að hún springur inn í hvalinn." Og
á umræðum um hvalveiðar á Al-
þingi árið 1902 getur einn alþingis-
mannanna þess að mörgum væri
um megn að vinna á hvalaskipum
því átakanlegt væri þegar spren-
gitóli væri skotið inn í hvalinn og
skepnan „æddi með angistarvein-
um áfram í dauðans ofboði, með
skipið eftir sér fram og aftur um
sjóinn."
Hvalveiðar bannaðar
stríösrekst-
urinn
Ljóst má vera að þegar Norð-
menn hættu rekstri landsstöðva
sinna á íslandi um og upp úr 1910
hefur svo verið komið að hvala-
stofnum við landið hafði nánast
verið útrýmt. Nánast aldrei er um
það getið í heimildum að menn
hafi orðið varir við hvali á næstu
áratugum og hvalreki, sem fyrr
hafði verið tíður, heyrði til algjörra
undantekninga. Árið 1913 sam-
þykkti Alþingi lög sem bönnuðu
hvalveiðar í landhelgi og hvala-
vinnslu í landi og skyldi bannið
gilda í 10 ár. Þá var reynt að fá
samþykki Alþingis fyrir undan-
þágu fyrir stöðina í Stekkseyri í
Jökulfjörðum á þeirri forsendu að
hún færði íbúum á Hornströndum
bráðnauðsynlega matbjörg. Fékk
sú tillaga ekki hljómgrunn. I fyll-
ingu tímans, þegar bannlögin voru
að renna út, tók Alþingi málið aft-
ur til umfjöllunar og var þá ákveð-
ið að framlengja bannið í önnur tíu
ár, enda sáust þess lítil merki að
hvalastofnarnir við ísland hefðu
rétt úr kútnum. Árið 1933 var
banninu aflétt og veiðar á hval við
landið leyfðar að nýju.
Á meðan á banninu stóð munu
þó alltaf hafa verið nokkrar veiðar
við landið. Norðmenn og jafnvel
fleiri þjóðir sendu verksmiðjuskip
á hvalaslóðirnar hér en óhugsandi
er að geta sér til um afla þeirra.
. . . , þar sem norsku hvalbát-
voru tekmr I arnir voru kallaðir í
skyndi heim og teknir í
þjónustu norska ríkisins
við stríðsreksturinn.
™ Hvalveiðar við ísland
hófust síðan ekki aftur
fyrr en að styrjöldinni lokinni er
hlutafélagið Hvalur var stofnað og
það hóf útgerð, sem flestir þekkja
til, frá Hvalfirði. Þá loks var farið
að huga að því að nýta hvalastofna
skynsamlega og gera veiðarnar
sjálfbærar og má því segja að Is-
lendingar hafi tekið upp aðferðina
sem Arnfirðingar notuðu forðum
daga, að mjólka kúna en slátra
henni ekki. Það var því dálítið
kaldhæðnislegt þegar utanaðkom-
andi aðilum með þá í fararbroddi
sem engra hagsmuna áttu að gæta
tókst að stöðva þessar veiðar.
Hvort og hvenær hvalveiðar hefjast
aftur við Island er því spurning
sem enginn getur svarað en eins og
nú er komið má segja að umskiptin
frá því að Norðmenn hættu hér
veiðum sínum séu orðin algjör. Nú
er það áhyggjuefni margra er best
þekkja að hvalurinn sé orðinn of
skæður keppinautur nytjafiska um
æti og af honum geti beinlínis staf-
að hætta, ef ekkert verður að gert.
En það er allt önnur saga.
Helstu heimildir:
Arbók Ferðafélags íslands 1949, Norður-
Isafjarðarsýsla, Reykjavík, 1949;
Arbók Ferðafélags íslands 1951, Vestur -
Isafjarðarsýsla, Reykjavík, 1951;
Árbók Ferðafélags íslands 1957, Austfirð-
ir norðan Gerpis, Reykjavík, 1958;
Árbók Ferðafélags íslands 1958, Húna-
vatnssýsla vestan Gljúfurár, Reykja-
vík, 1958;
Árbók Ferðafélags íslands 1999, Firðir og
fólk 900 - 1900, Reykjavík, 1999;
Brim og boðar II, Reykjavík, 1950;
Bjarni Sæmundsson: Hvaladráp og fiski-
göngur, ísafold, 3. maí 1899;
Bjarni Sæmundsson: Fiskarnir, 2. útg.,
Reykjavík,1926;
Bjarni Sæmundsson: Spendýrin, Reykja-
vík 1932;
Eggert Olafsson og Bjarni Pálsson:
Ferðabók I. bindi, Reykjavík, 1974;
Gils Guðmundsson: Frá ystu nesjum I,
önnur prentun, Reykjavík, 1958;
Gils Guðmundsson: Frá ystu nesjum VI,
Reykjavík, 1953;
Gils Guðmundsson: Öldin sem leið 1861-
1900, Reykjavík, 1956;
Jón Árnason: Islenskar þjóðsögur og æv-
intýri, I og III bindi, Reykjavík, 1961;
Jón Helgason: Öldin sautjánda, Reykja-
vík, 1966;
Karl Gunnarsson, Gunnar Jónsson, Ólaf-
ur Karvel Pálsson: Sjávarnytjar við ís-
land, Reykjavík, 1998;
Lesbók Morgunblaðsins 12. febrúar 1939:
Jón L. Hansson: Harðindin í Húna-
vatnssýslu vorið 1882 og hvalrekinn á
Ánastöðum;
Lesbók Morgunblaðsins 19. febrúar 1939:
Guðmundur Jónsson, Ánastöðum:
Hvalskurðurinn á Ánastaðafjöru vorið
1882;
Lúðvík Kristjánsson: Islenskir sjávar-
hættir 5. bindi, Reykjavík, 1986;
Magnús Gíslason: Á hvalveiðastöðvum,
Reykjavík, 1949;
Matthías Þórðarson: Síldarsaga Islands,
Kaupmannahöfn, 1930;
Ólafur Olivíus: Ferðabók I og II; Reykja-
vík, 1965;
Páll J. Torfason: Hvalafriðunarlögin og
hvalveiðar hér við land, Þjóðviljinn 9.
apríl, 1889;
Snorri Sigfússon: Ferðin frá Brekku II,
Reykjavík 1968;
Stefnir, Akureyri, 10. desember 1898 og
17. mars 1893;
Trausti Einarsson: Hvalveiðar við Island
1600 - 1939, Reykjavík, 1987;
Vilhjálmur Hjálmarsson: Mjófirðinga
sögur, annar hluti, Reykjavík, 1988;
Þorsteinn Jósefsson og Steindór Stein-
dórsson: Landið þitt ísland 1. bindi A-
G, Reykjavík, 1980.
Þórður Tómasson frá Skógum: Sjósókn
og sjávarfang, Reykjavík, 1993:
Flestar myndirnar sem fylgja þessari
grein eru úr þeim bókum sem vitnað
er til hér að framan.
l(vj|TABANKINN
ÓSKUM VIÐSKIPTAVINUM
KVÓTABANKANS
GLEÐILEGRA JÓLA
OG FARSÆLDAR
Á KOMANDI ÁRI.
Kvótabankinn, Sími: 565 6412, Fax: 565 6372. Jón Karlsson.