Fiskifréttir


Fiskifréttir - 14.12.2001, Blaðsíða 15

Fiskifréttir - 14.12.2001, Blaðsíða 15
FISKIFRÉTTIR 14. desember 2001 15 SJAVARUTVEGSSYNINGAR 95% sýningarrýmis uppbókaó — á íslensku sjávarút- vegssýningunni 2002. Ný sýningarhöll í byggingu Utlit er fyrir að Islenska sjávarútvegssýningin 2002, sem haldin verður í Smáranum í Kópavogi 4.-7. september á næsta ári, verði enn stærri en síðasta sýning en þá var metþátttaka. Nú þegar er búið að bóka 95% sýningarrýmisins og ráðstafanir verða gerðar til þess að auka við plássið. Þetta sagði Mari- anne Rasmussen framkvæmdastjóri sýningarinnar í sam- tali við Fiskifréttir. Að þessu sinni verður meginhluti sýningar- innar í íþróttahúsi Smárans og nýrri íþrótta- og sýningar- höll, sem um þessar mundir er verið að reisa við hliðina, en hún á að verða tilbúin í apríl næstkomandi. Tengibygging verður reist á milli húsanna tveggja en tölvuvædd skráning gesta verður bæði í anddyri Smárans og í sér- byggðu húsi við nýju fjölnotahöll- ina. Með tilkomu nýju íþróttahall- arinnar gjörbreytist öll sýningar- aðastaða til hins betra, að sögn Marianne. Sýningarrými í þessum tveimur húsum er um 300 fermetr- um minna en var síðast í sex bygg- ingum, þ.e. íþróttahúsi Smárans, tennishöllunum tveimur og þremur bráðabirgðaskálum. Að þessu sinni verður einn skáli reistur framan við nýju íþróttahöllina sem hýsa mun þá sýnendur sem bætast við, en ennþá hafa um eitt hundrað fyrri sýnendur ekki látið heyra frá sér. Því má búast við að fjöldi pantana eigi eftir að berast á næstu vikum og mánuðum og er þess vænst að menn láti vita af sér sem allra fyrst. Sérstakir þjóðarbásar verða á sýn- ingunni sem fyrr, þar sem sýnendur frá einstökum löndum sameinast á einum stað, og hafa þegar borist staðfestingar á pöntunum frá Dan- mörku, Svíþjóð, Noregi og Færeyj- um um slfkt rými, auk þess sem ver- ið er að kanna áhuga annarra þjóða, þeirra á meðal Spánveija, Breta og Kanadamanna. Auk þeirra fyrirtækja sem áður hafa tekið þátt í sýningunni hafa borist pantanir frá nýjum fyrirtækjum m.a. frá Kóreu, Nor- egi, Bretlandi, Spáni og íslandi. í janúar næstkomandi verður haldinn á íslandi fundur í ráðgjafa- nefnd sýningarinnar en hana skipa m.a. fulltrúar úr hópi sýnenda. íslensku sjávarútvegs- verðlaunin Islensku sjávarútvegsverðlaun- in, sem stofnað var til í tengslum við Islensku sjávarútvegssýning- una árið 1999, verða afhent í annað sinn á næstu sýningu á hátíðar- kvöldi á Broadway. Verðlaunin eru veitt fyrirtækjum og einstaklingum sem þykja hafa náð framúrskarandi árangri á ýmsum sviðum sjávarút- vegs, svo sem í fiskveiðum, útgerð, fiskvinnslu, framleiðslu tækjabún- aðar og markaðsfærslu. Að Is- lensku sjávarútvegsverðlaununum standa tímaritin World Fishing og Fiskifréttir. Sjóvá-Almennar hafa þegar gerst stuðningsaðilar hátíð- arinnar og fleirum stendur það til boða. Eins og áður sagði varð metþátt- taka í Islensku sjávarútvegssýning- unni 1999 en hún varð 45% stærri en sýningin á undan. Sýnendur voru alls 850 og gestir voru um 17.000 talsins. Nánari upplýsingar um sýninguna og allt henni tengt er að finna á heimasíðunni: www.icefish.is Marianne Rasmussen Nýja íþrótta- og sýningarhöllin í Smáranum í Kópavogi sem nú er í byggingu og verður tilbúin í apríl á næsta ári. (Mynd/Fiskifréttir: Sigurjón Ragnar). Fiskifréttir í hverri viku Kortið sýnir íþróttahúsin tvö þar sem meginhluti sýningarinnar verður, en framan við nýja húsið verður reistur einn bráðabirgðaskáli. Bflastæði fyrir 500 bfla verða þar sem bráðabirgðaskálarnir þrír voru áður og tennishallirnar verða ekki notaðir sem sýningarrými að þessu sinni. Ó‘t LÖNDUN EHF. Box 1517-121 Reykjavík Sími: 552 9844 • Fax: 562 9840
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.