Fiskifréttir


Fiskifréttir - 14.12.2001, Blaðsíða 12

Fiskifréttir - 14.12.2001, Blaðsíða 12
12 FISKIFRÉTTIR 14. desember 2001 VEIÐAR A FJARLÆGUM MIÐUM HII sísp!l > % “* : í ''-V? '1 \\ L Tvö troll með afla á þilfari Heinaste. Páll skipstjóri í brúnni. Sjá lóðið á mælinum. Hestamakríll á þilfari. (Allar myndir um borð í Heinaste tók Guðlaugur Jónasson). ara tegunda en svo hefur hlutur makrflsins minnkað og er núna um og innan við fjórðungur, að sögn Páls. Auk þess fæst eitthvað af botnfisktegundum svo sem lýsingi, seabream (kólguflekk) og dentex. Einnig er þama að finna sardínu og sardínellu en þeir hafa ekki lagt sig eftir að fiska þær tegundir. „Veiðisvæðið sem við megum halda okkur á er um 400 mílna langt úti fyrir Vestur-Sahara milli 21. og 26. breiddargráðu. Oheimilt er að fara nær landi en 15 mflur og tvisvar á ári, í mars-aprfl og í sept- ember-október, þurfum við að vera að minnsta kosti 25 mflur frá landi. Makrfllinn veiðist bæði við botn og í yfirborði en hesturinn er mest veiddur við botninn. Fiskurinn fer niður að botninum á daginn en upp í sjó á nóttunni. Veiðin er best í ljósaskiptunum á morgnana og á kvöldin þegar fiskurinn fer á hreyf- ingu. Þá er oft mokveiði," segir Páll. Fram kemur í máli hans að lít- ið sem ekkert samráð sé á milli skipstjóranna á miðunum, ekki tíðkist að menn skiptist á upplýs- ingum um veiðina, — hver maður vinnur í sínu horni. Heinaste er yf- irleitt einskipa. Samningnum í Marokkó sagt upp Sólarhringsafli skipsins er að meðaltali rúm 100 tonn og er allur aflinn heilfrystur. Það tekur venju- lega 17-18 daga að fylla skipið og er aflinn losaður um borð í flutninga- skip á miðunum í lögsögu Marokkó samkvæmt fyrirmælum þarlendra stjómvalda. Ársaflinn hefur verið um 30 þúsund tonn núna í tvö ár, en áður var hann minni. „Eftir að stjórnvöld í Marokkó sögðu upp fiskveiðisamningi sín- um við Evrópusambandið varð miklu rýmra á miðunum enda höfðu 400-500 skip frá ESB leyfi til veiða í marokkóskri lögsögu. Þessi skip voru ekki á sömu veið- um og við en línubátarnir lögðu veiðarfæri sín á þau svæði þar sem við veiddum og þrengdu athafna- frelsi okkar. Marokkómenn sjálfir stunda ekki mikið veiðar á þessum slóðum, þeir eru mest með litla trollbáta sem halda sig miklu norð- ar með ströndinni. I þeim veiði- skap sem við stundum hafa aðal- lega verið skip frá gömlu Sovét- ríkjunum, einkum Ukrainu, um 40 talsins þegar mest var, en nú eru þau að hverfa úr lögsögu Marokkó og sömuleiðis við. Það er í sam- ræmi við stefnu stjórnvalda um að landsmenn sjálfir taki fiskveiðarn- ar meira í eigin hendur, hvernig sem það verður svo framkvæmt," sagði Páll. Erfíðari aðstaða við Máritaníu Þetta er því síðasta árið, í bili að minnsta kosti, sem Heinaste hefur Marokkóskir hásetar stærðar- flokka hestamakríl. veiðileyfi í lögsögu Marokkó. Skipið mun flytja sig yfir í lögsögu Máritaníu á næsta ári. Eins og fram kom í upphafi gera Sjólaskip út tvö önnur sams konar skip, Alpha og Beta, við strendur Vestur-Afríku til sömu veiða. Alpha færir sig einnig yfir til Máritaníu um áramótin en Beta var komin þangað áður. Um borð í hverju skipi er um 90 manna áhöfn hverju sinni, þar af 4-5 ís- lenskir yfirmenn, en hinir skip- verjarnir eru frá Eystrasaltslöndun- um og í minna mæli frá Marokkó og Máritaníu í samræmi við samn- inga sem veiðileyfunum fylgja. „Aðstæður til veiða í lögsögu Máritaníu eru verri en við Mar- okkó. Þar er miklu erfiðara botn- lag, meira af fjöllum og giljum neðansjávar, og auk þess eru fleiri skip að veiðum á miklu minna haf- svæði. Ætli-séu ekki þarna á milli 60 og 80 flottrollskip á sömu veið- um og við stundum og 300-400 skip á öðru fiskiríi," segir Páll. Erfiðir hafnarverkamenn Páll segir að íslendingarnir komi tiltölulega sjaldan í land í Afríku enda eigi þeir lítið erindi þangað þar sem aflinn sé losaður í flutn- ingaskip á hafi úti. Það sé helst þegar þeir séu á leiðinni heim í frí að þeir komi inn til bæjarins Dak- hla í Vestur-Sahara og fljúgi þaðan norður á bóginn eða taki leigubfl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.