Fiskifréttir


Fiskifréttir - 14.12.2001, Side 11

Fiskifréttir - 14.12.2001, Side 11
10 FISKIFRÉTTIR 14. desember 2001 FISKIFRETTIR 14. desember 2001 11 VEIÐAR A FJARLÆGUM MIÐUM TEXTI: GUÐJÓN EINARSSON MYNDIR: GUÐLAUGUR JÓNASSON Rétt við bæjardyr íslendinga á Reykjaneshrygg höfðu erlendar þjóðir stundað veiðar á úthafskarfa mest allan 9. áratuginn áður en það vakti mikla athygli eða áhuga landsmanna sjálfra. Svo fór þó að nokkur íslensk skip voru send til þessara veiða árið 1989 og ekki leið á löngu þar til Islendingar hófu fulla þátttöku í slagnum. Meðal þeirra íslensku skipa sem fyrst sóttu í úthafskarfann var Haraldur Kristjánsson HF undir skipstjórn Páls Breiðfjörðs Eyjólfssonar. Sjólaskip, útgerð Haraldar Kristjánssonar, ákvað svo árið 1995 að færa út kvíarnar í úthafskarfaveiðunum með kaupum á eistneska „risa“-togaranum Heinaste. Páll var ráðinn skipstjóri á honum. Við kvótasetningu á úthafskarfanum nokkrum árum síðar var svo þrengt að Heinaste að útgerðin fann honum verkefni annars staðar, nánar tiltekið við strendur Marokkó. Nú gera Sjólaskip út þrjú sams konar skip, Heinaste, Alpha og Beta, við Vestur-Afríku og afla þau samtals 75-90 þúsund tonna á ári, aðallega makríl og hrossmakríl. Fiskifrétt- ir ræddu við Pál skipstjóra á Heinaste, þegar hann kom heim í frí skömmu fyrir jól, og báðu hann fyrst að rekja sjómennskuferil sinn í fáum orðum. „Ég byrjaði til sjós 15 ára gam- all árið 1970 hjá Ragnari Franzsyni á togaranum Jóni Þorlákssyni RE. Fyrsta túrinn var ég háseti á hálfum hlut á móti syni Ragnars, Eiríki, sem nú er skipstjóri á togaranum Helgu Maríu frá Akranesi. Eftir að hafa klárað gagnfræðaskólann fór ég svo aftur á sjóinn á sama skip. Það var ekki erfitt að fá pláss á þessum tíma, það vantaði alltaf menn. Við fórum einn túr á Græn- landsmið en annars vorum við ein- göngu á heimamiðum. Aflinn var ekki mikill enda togararnir úr sér gengnir, flestir smíðaðir fyrir 1950. Ætli Jón Þorláksson hafi ekki verið einn fyrsti nýsköpunartogarinn sem var með dieselvél og hann var líka með rafmagnsspil. Flestir hinna voru gufutogarar," segir Páll. Páll var í tvö ár á Jóni Þorláks- syni og síðan önnur tvö á bátunum Lómi, Sæborgu og Amey, en síðan fór hann á togara á ný, Dagstjöm- una frá Keflavík og Guðmund Jónsson frá Sandgerði. Meðan hann var í stýrimannaskólanum var hann um stundarsakir á Kap og As- birni en eftir útskrift réði hann sig á togarann Karlsefni þar sem vinur hans, Helgi Kristjánsson, var skip- stjóri. Hann flutti sig síðan með Helga yfir á togarann Harald Kristjánsson þegar hann kom nýr til landsins árið 1988 og tók fljót- lega við skipstjórn á því skipi þeg- ar Helgi fór í land. Árið 1995 kaupa Sjólaskip togarann Heinaste með það fyrir augum að nota hann til úthafskarfaveiða og Páll er ráð- inn skipstjóri, eins og áður sagði. Rússarnir góðir sjómenn En skyldu það ekki hafa verið viðbrigði að fara af venjulegum ís- lenskum togara með 27 manna áhöfn yfir á 120 metra langt skip með 90 manna áhöfn sem að mestu leyti var skipuð útlendingum? „Jú, það var vissulega töluverð breyting. Heinaste var smíðaður í Austur-Þýskalandi árið 1990 og því tveimur árum yngri en Harald- ur Kristjánsson HF sem ég kom beint af. Það var hins vegar eins og að ganga aftur í tímann að fara um borð í Heinaste því skipið er „byggt gamalt“, — það er með öðrum orðum dálítið gamaldags í hönnun og ber svipmót af gamla sovéttímanum. Þetta er eigi að síð- ur fínasta skip til síns brúks og hef- ur gengið eins og klukka. Það þjónar fyllilega hlutverkinu sínu og það er það sem máli skiptir. Fyrst í stað voru 7-8 Islendingar um borð en síðan fækkaði okkur í 4-5 menn. Skipið var keypt frá Eistlandi og var mannað Rússum sem þar voru búsettir. Rússarnir reyndust vera mjög góðir sjómenn og færir verkmenn í hvívetna. Þar að auki er þetta mjög gott fólk í allri viðkynningu. Það kom mér, Islendingnum, hins vegar svolítið á óvart hversu mikla virðingu þeir sýndu okkur yfirmönnum sínum. Mér fannst það næstum óþægilegt til að byrja með. Þegar frá leið urðu samskiptin þó afslappaðri og líkari því sem þekkist á íslenskum skip- um. Rússamir voru vanir því að vera níu mánuði á sjó samfellt án þess að taka frí, en hjá okkur var tekin upp sú regla að þeir voru um borð í sex mánuði í senn og áttu svo þriggja mánaða frí á milli. Þessi háttur hefur einnig verið hafður á eftir að við fluttum okkur til Marokkó.“ Á úthafskarfa 8-9 mánuði á ári Fyrst eftir að Heinaste var smíð- aður var hann notaður sem flutn- ingaskip, flutti fisk til Afríku og ýmsan varning svo sem kaffi og kakó til baka. Á árinu 1994 sendi eistneska útgerðin skipið til út- hafskarfaveiða á Reykjaneshrygg og síldveiða í Síldarsmugunni. Reksturinn gekk ekki sem skyldi og um svipað leyti hrundu Sovét- ríkin þannig að togarinn var seldur til fslands árið 1995. „Fyrsta árið hófum við út- hafskarfaveiðarnar í aprílbyrjun og hættum um miðjan desember. Árið eftir byrjum við 1. mars og hættum á svipuðum tíma og árið áður og þriðja árið vorum við að fram á haust þegar haldið var til Marokkó. Við vorum yfirleitt einir á miðun- um í upphafi vertíðar því aðalveið- in byrjaði ekki fyrr en í apríl og stóð fram í júní og tengdist gottíma karfans. Karfinn hleypur einnig saman í október og nóvember þeg- ar hann makar sig og þá var yfir- leitt hægt að fá góða veiði en þá var veiðisvæðið miklu sunnar en áður eða á milli 57. og 60. gráðu. Veðr- áttan á haustin á þessum miðum gat hins vegar verið mjög slæm. Ársafli Heinaste var 6-10 þúsund tonn af karfa upp úr sjó á þeim 8-9 mánuðum sem skipið var að veið- Páll Breiðfjörð Eyjólfsson í vetrarveðri á aðventu á íslandi. (Mynd/Fiskifréttir: Sigurjón Ragnar). Veiöar viö strendur Marokkó: í veðurblíðunni við Afríkustrendur. Páll og Ingólfur Sveinsson, sem einnig er skipstjóri á Heinaste, standa ofan á vænum feng af hesta- makrfl. Eins og toga í gríöaistórum SANDKASSA — rætt viö Pál Breiöfjörö Eyjólfsson skipstjóri á togaranum Heinaste um veiöar á Reykjaneshrygg og úti fyrir Afríkuströndum Heinaste að veiðum á Reykjaneshrygg. (Mynd: Friðþjófur Helgason). um ár hvert. Mesti afli í holi sem við fengum var rúm 100 tonn, en vinnslan réði við að afgreiða 120-130 tonn upp úr sjó á sólarhring sem skilaði 60-65 tonn af skornum karfa.“ Kallaðir sjóræningjar Heinaste hefur ávallt verið á erlendu flaggi ef undan er skilinn einn mánuður eftir heimkomuna þegar hann var á ís- lenskri skipaskrá. Þegar NA-Atlants- hafsfiskveiðinefndin náði samkomulagi um heildarkvóta úthafskarfa fór að þrengja að Heinaste sem ekki var skráð- ur hjá neinni af aðildarþjóðum nefndar- innar. „Við vorum þá úthrópaðir sem sjó- ræningjar og útilokaðir frá löndun og annarri þjónustu á Islandi. Mín skoðun var sú að þetta væri eistneskur togari sem ætti jafnmikinn rétt til veiða á þessum miðum og hver annar. Þetta skip hafði stundað þessar veiðar í nokk- ur ár og minna má á að það voru Eystra- saltsþjóðirnar, Eistar, Lettar og Litháar, sem voru brautryðjendur í þessum veið- um á árunum eftir 1980 og veiddu mest af úthafskarfa árum saman. Þær voru þá hluti af Sovétríkjunum. Þegar kvóta- setningin var tekin upp var veiðireynsla þessara skipa hins vegar öll afhent Rússum. Jafnvel Pólverjum var út- hlutað kvóta en ég man ekki eftir að hafa nokkru sinni séð pólskan togara á þessum veiðum," segir Páll. Tvískinnungur Islendinga Páli finnst að nokkur tvískinn- ungur ríki hjá Islendingum gagn- vart rétti til veiða í úthafinu. „Is- lendingum fannst ekkert athuga- vert við það að fara í Smuguna í Barentshafi og veiða þar á alþjóð- legu hafsvæði. Ég tók sjálfur þátt í því. Á grundvelli þeirrar veiði- reynslu fengu þeir svo kvóta í Barentshafi með samningum. En þegar kom að úthafskarfaveiðunum á Reykjaneshrygg þótti sjálfsagt að útiloka mörg þeirra skipa sem áður höfðu stundað veiðar á þessu opna hafi. Með kvótasetningunni tóku íslendingar til sín mjög stóran hluta heildarkökunnar, en settu löndunar- og þjónustubann á skip þeirra þjóða sem höfðu lengsta veiðireynslu á þessum miðum. Þeir sem ekki höfðu aðgang að hring- borði NEAFC fengu engan kvóta. Svo einfalt var það.“ Á sandbotni við Marokkó Þegar svona var komið í út- hafskarfanum ákváðu eigendur Heinaste að söðla um og leita fyrir sér á öðrum miðum. Veiðileyfi fékkst fyrir skipið í lögsögu Marokkó og veiðar hófust í nóv- ember 1997. En voru það ekki mik- il viðbrigði að flytja sig úr rysjóttu veðurfari norðurslóða í allt annað loftslag og gjörólíkar aðstæður úti fyrir Afríkuströndum? „Jú, vissulega var það. Maður var eins og ungi að koma út úr eggi. Það tók auðvitað tíma að læra á svæðið. Reyndar fór ég út með rússneskum togara í ágústmánuði það ár til þess að kynna mér að- stæður og sú vitneskja sem ég afl- aði mér þar nýttist mér í upphafi. Maður hafði þá ákveðin svæði til þess að byrja á og gat svo spunnið út frá því í rólegheitum. Mér finnst það frekar skondið í dag þegar ég hugsa til þess hvernig maður bar sig að fyrsta árið því reynsluleysið háði okkur auðvitað. Veiðarnar gengu að vísu furðuvel en við hefðum að sjálfsögðu fengið mun meiri afla þá ef við hefðum haft þá reynslu sem búum yfir núna. Veiðisvæðinu má líkja við gríð- arstóran sandkassa, þetta er að mestu leyti sléttur sandbotn þótt á vissum stöðum geti verið hætta á veiðarfæratjóni. Fiskurinn safnast á ákveðna staði við ákveðin skil- yrði og maður lærir smátt og smátt á þetta. Veðrið þarna suður frá er svo sannarlega ólfkt því sem gerist á norðurslóðum. Það er alltaf sól- skin og í kringum 25 stiga hiti á daginn en ekki er þó stanslaus blíða því 7-8 vindstig eru ekki óal- geng og stundum er strekkingur vikum saman, — ávallt af norð- austan. Á nóttunni er kalt og rakt.“ Makrfll og hestamakríll Uppistaðan í afla Heinaste við Marokkó er makríll og hesta- makríll. Fyrsta árið skiptist aflinn um það bil til helminga milli þess- SCANMAR vnmgtfi* > _ Vissir þu að Scanmar er i dag með nýja gerð af rafhlöðum scanmar í öllum nemum sínum. Veidarfærastýring. Hver hleðsla endist Augun þín 60-70% lengur. nedansjávar! Leitið upplýsinga um tækin okkar, þjónustu og verð. Scanmar [SLANDI EHF Grandagardi íA, 101 Reykjavík Sími: 551 3300, Fax: 551 3345 E-mail: scanmar@scanmar.is http://www.scanmar.no Bjarta framtíö sjómenn og útgerðarmé FLJÓTANDIÍS-GEL STGISVELAR Sími 5876005 Fax 587 6004 www.stg.

x

Fiskifréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.