Fiskifréttir


Fiskifréttir - 14.12.2001, Side 30

Fiskifréttir - 14.12.2001, Side 30
30 FISKIFRÉTTIR 14. desember 2001 HVALVEIÐAR Oft kom HVALUR meö KVOLUM Einn þeirra kosta sem norsku landnámsmennimir sáu við hið nýja land sem þeir fundu í norðri var að þar voru allar ár og firðir full af fiski og vafalaust hafa þeir einn- ig orðið varir við mikla hvalgengd við landið. Alla vega er ljóst að sum af elstu örnefnum á Islandi eru tengd við hvali og er líklegt að Hvaleyri við Hafnarfjörð sé einna elst þeirra. Landnáma getur þess að þegar Flóki Vilgerðarson hugði á heimferð þá tókst honum í fyrstu ekki að sigla fyrir Reykjanes. Slitnaði bátur frá skipi hans og var í honum maður sá er Herjólfur hét. Skip Flóka hrakti til Borgarfjarðar og hafði hann þar vetursetu en þeg- ar hann lagði í hann heim á leið að nýju bar skipið til Hafnarfjarðar þar sem þeir fundu hval rekinn á eyri einni við fjörðinn sem síðan hefur verið við hann kennd. Þar fundu þeir einnig hinn týnda Herj- ólf. Það var hann sem sagði síðar að á Islandi drypi smjör af hverju strái og er ekki ólíklegt að eitt af þeim stráum hafi einmitt verið hvalurinn sem rak upp á Hvaleyri við Hafnarfjörð. Landnáma segir einnig frá mikl- um hvalakomum fyrir landi Skalla- gríms á Mýmm og getur þess að þar hafi hver mátt skutla sem vildi. Ekki er mikið meira fjallað um hvalagengd og hvalveiðar í elstu fornritunum en af ömefnum sem þar er getið má marka að nánast alls staðar á landinu hafa menn orðið varir við hvali. Og af fornum lögbókum má greinilega merkja að hvalreki hefur þótt svo mikil hlunnindi að nauðsyn þótti að setja skýrar reglur um hver ætti slíkan reka, kæmi hann að landi. Ekki dugðu þær þó alltaf til þar sem oft- sinnis urðu harðar deilur og jafnvel mannvíg þegar tekist var á um hver ætti happafenginn, eða hvernig ætti að skipta honum. Fjölmargar frá- sagnir um skipti hvalreka er að finna bæði í máldögum, Alþingis- bókum og öðrum fornum skjölum. Hvalirnir voru skipaðir af guði í „skylduembætti“ Lengi vel, eða allt fram á tuttug- ustu öld, töldu menn líka að hval- urinn gegndi mikilvægu hlutverki hvað varðaði fiskigengd við landið. Var það trú manna að hvalurinn ræki bæði síld, þorsk og margar aðrar fisktegundir upp að landinu og átti sfldin að óttast hann svo mjög að fjölmörg dæmi þóttu sýna að hún synti jafnvel á land upp til þess að forðast hvalinn. Ástæða þessa var sjálfsagt sú, að oft urðu menn varir við hvalavöður þegar sfld og raunar aðrar fisktegundir gengu á grunnslóð. f Konungs- skuggsjá, sem er norskt miðaldarit, var það t.d. skýrt tekið fram að þetta væri „skylduembætti“ hvala og hann væri skipaður til þessa hlutverks af sjálfum guði almáttug- um. Myndi hann gegna því hlut- verki meðan fiskimenn gættu veiða sinna með spekt, en jafnskjótt og menn færu að deila eða takast á svo blóð rynni þá væru hvalirnir fljótir að fá vitneskju um það og brygðust þannig við að þeir syntu á milli fiskitorfanna og lands og rækju allt á haf út. í Konungsskuggsjá eru hvali greinilega taldir gegna sér- lega veigamiklu hlutverki við ís- land, því þar er sagt „í íslands höf- um þykir mér fátt það vera, er minningar sé vert eður umræðu fyrir utan hvali þá, er þar eru í höf- um. Og eru þeir mjög með ýmsum hætti eður vexti.“ Nefnd er síðan til sögunnar 21 hvalategund við land- ið og gefin lýsing á nokkrum þeirra, m.a. höfrungum sem sagðir eru hafa hvorki tönn né tálkn og enn fremúr er um þá sagt að þeir forðist ekki veiðimenn og séu því oft reknir á land svo hundruðum skipti. Kjötið af þeim mega menn nýta til átu, en hins vegar ekki af „góðu“ hvölunum sem smala fisk- inum að landi. Verkefni galdramanna að seiða hvali á land Ekki fer miklum eða mörgum sögum af hvalveiðum Islendinga til forna, enda óhægt um vik að nálg- ast eða veiða þessar stóru skepnur. Það var helst á færi galdramanna að seiða þær upp á land og kemur slíkt alloft fyrir í íslenskum þjóð- sögum. Að auki voru hvalir veiði- dýr trölla og þótt þau væru sögð vel við vöxt má af sögunum marka að hvalimir hafi verið þeim ofviða og þau frekast lagt stund á að ná sér í nýborna hvalkálfa. Kom það fyrir að tröllin voru svo áköf í þeirri veiðimennsku sinni að þau dagaði uppi þegar þau voru á heim- leið af veiðunum og sá þess stað í dröngum og töngum sem líktust tröllum með hvalkálfa. Galdra- mennirnir þurftu líka að vera ramgöldróttir til þess að ráða við hvalinn og beita miklum brögðum og það gerðu þeir helst ef illt var í ári og matarskortur í sveitum. Meðal slíkra manna var séra Einar Nikulásson á Skinnastöðum í Skagafirði, sem tók til þess ráðs þegar hann vildi afla sér og sóknar- börnum sínum matar að ganga til sjávar ásamt, Þórami, syni sínum. Gróf prestur sig þar í sand og sagði syninum að fylgjast grannt með veðrabrigðum. I sandgröf sinni fór prestur síðan með galdraþulur og særingar og þar kom að sonurinn tók eftir því að það syrti til hafsins. Magnaðist prestur þá allur í gjörn- ingum sínum og gól ákafar galdr- ana. Rak þá á mikið norðanveður með brimróti og áður en varði kastaði það hval upp á marbakk- ann. Þá gróf prestur sig úr sandin- um og bauð fólki að koma og skera hvalinn. Lét hann niðursetning á bæ sínum éta fyrsta bitann af hvalnum og datt sá dauður niður með það sama. Kvað þá prestur öll- um óhætt að éta og fylgdi það sög- unni að hann hefði borgið sveit sinni frá hungri með hvalkjötinu, sem hann útdeildi ókeypis. Þjóðsögurnar geyma svipaða sögu um prest á Suðurlandi. Sá sótti bók eina í Njarðvíkurfjöll og er gefið í skyn að í henni hafi verið að finna vísdóminn um hvernig seiða ætti hval á land upp. Alla vega rak hval á reka prestsins og komu þangað fjölmargir þurfandi til þess að ná sér í kjötbita. Endur- tók sagan sig tvo næstu vetur og hafði presturinn jafnan þann hátt á að hann gaf allt hvalkjötið en neyt- ti þess ekki sjálfur. Þegar hinir fá- tæku og hungruðu báðu honum guðs blessunar fyrir greiðann sagði prestur: „Guð blessi ukkur, en fyr- irgefi mér.“ Hvalir sem voru sem eyjar á að líta Ýmsar sögur gengu líka um stærð hvalanna og þar var ekki gert minna úr en efni stóðu til. Sagt var að lyngbakurinn væri stærstur hvala hér við land og hlaut hann nafn sitt af því að tilsýndar virtist hann vera lynggróin eyja. Skepnur þessar áttu ekki að vera nein smá- smíði, svo sem sjá má af frásögn í Ferðabók Ólafs Olavíusar, en þar greinir hann frá eigin reynslu á þennan hátt: „Árið 1775, nóttina milli 23. og 24. júlímánaðar, fór ég á báti út úr Veiðileysufirði í þoku og þykkviðri og stóð það þangað til morguninn eftir klukkan átta og hálf, að sól- skin kom og dreifði snögglega þokunni svo að vel sást um alla byggðina nema aðeins í fjarðar- mynninu. Þar var að sjá skrokk einn kolsvartan ofan á sjónum sem tók yfir tvo þriðjunga af fjarðar- breiddinni, en hann er nærhæfis hálf vika sjávar á breidd. Skepna þessi líktist mikið stórhveli og hvarf stundum að nokkru í sjó nið- ur en stundum rétti hún sporðinn upp í loftið og bægslin og stundum hausinn allan. Þó að blæjalogn væri urðu þeir sem með mér voru lafhræddir og ætluðu fyrir fullt og fast að þetta væri illhveli og eink- um lyngbakurinn, sem svo er frá sagt í fornum sögum að sé eins og eyja tilsýndar og þurfi ekki að éta oftar en þriðja hvert ár, en þá hámi hann í sig allt sem að kjafti kemur, fiska og fugla, sædýr og annað þess konar. Við héldum því að landi og gengum upp á hæð nokkra; þaðan sáum við sömu sjón og áður, ekki lengra að en einn fjórðung mílu frá sjónum og virtist okkur það vera reglulegur hvalur. Hóf hann stund- um nokkuð af skrokknum frá sjón- um hér um bil álnarhátt, en lá þó í sjónum að öðru leyti. Sýndist okk- ur hann nú miklu ljósari álita en áður. Loksins hvarf hann okkur sjónum allt í einu um kl. 9.“ En það var ekki einungis lyng- hvalurinn sem íslendingar flokk- uðu undir illhveli og þeim stóð mikill stuggur af. Ber það vitni um hve litla þekkingu menn höfðu á hvölum og lifnaðarháttum þeirra að talið var fullvíst að sumar hvala- tegundir væru mannætur og mjög grimmar. Aðrar áttu að leggjast á nái, ef menn fórust í sjó. Var þetta útbreidd skoðun allt fram á síðustu öld og margar sagnir til um raunir sem bátar og jafnvel skip höfðu lent í þegar hvalir sóttu að þeim. Ýmis ráð voru til þess að sporna við hættunni. Það þótti t.d. gott ráð að láta kirkjur standa opnar meðan menn voru á sjó og eins þótti sjálf- sagt að hafa hljótt um sig í róðrin- um og alls ekki syngja þar sem sagt var að illhveli rynnu á sönginn. í bréfabók sinni gefur Brynjólfur biskup Sveinsson það ráð til þess að forðast árásir hvala að sjómenn taki nýja kúamykju með sér og leggi hana í austur bátsins. Þegar illhvelið hóf árás sína áttu menn að róa undan og jafnframt ausa mykj- unni sem ákafast út og láta hana dreifast út frá bátnum. Ef kúa- mykja var ekki til staðar var hægt að notast við sauðatað. Gott ráð þótti, ef hvalur sá er menn kölluðu stökkul sótti að skipum, að kasta út belg eða tunnu og lék hann sér þá að því að reyna að færa það í kaf. Einnig var ráð til þess að verjast stökkulsásókn að róa beint undir sól því þá missti stökkullinn sjónar á skipinu. En þótt stór og öflugur FISKIFRÉTTIR 14. desember 2001 31 TEXTI: STEINAR J. LUÐVIKSSON — skyggnst inn í stórbrotna sögu hvalnytja og hvalveiða við ísland. Hvalveiðar voru stundaðar við landið frá fyrstu tíð og hvalreki bjargaði oft heilu byggðarlögunum frá hungurdauða, enda tefldu menn stundum um líf og dauða er þeir voru að sækja björgina. Atök um hvalveið- ar urðu tilefni til mestu og verstu mannvíga á Islandi frá því á Sturlungaöld. Veiðar íslendinga voru lengst af stað- bundnar og vanmáttugar og þegar Norðmenn hófu hér stórfelldar hvalveiðar á síðasta tug nítjándu aldar urðu um þær snarpar deilur. Veiðiaðferðir þeirra voru þannig að vart getur um aðra eins rányrkju við landið. Engu var eirt og hvalhræ lágu eins og hráviði í fjörðum og fjörum. Þessi stóriðja stóð stutt en skapaði eigendum mikinn arð og íslendingum vinnu og matbjörg. Og þótt aðfarirnar væru stórkarlalegar var alltaf ævintýraljómi yfir veiðun- um á þessum stóru skepnum sem létu sig ekki muna um að draga hvalbátana tugi sjómílna þótt helsærðir væru. væri óttaðist stökkullinn menn ef þeir voru vopnaðir. Um það vitnar sagan um viðskipti stökkuls og Jóns tíkargjólu. Var Jón á sjó og hafði byssu mikla meðferðis. Þegar komið var út á miðin varð Jóni að orði: „Komi nú andskotans stökk- ullinn, ef hann er nokkur til í sjón- um.“ Skipsfélagar Jóns ávítuðu hann fyrir að tala svona, en áður en lagt um leið sáu þeir til ferða stökkuls sem fór mikinn og nálgað- ist skipið. Hleypti Jón af byssunni og sneri þá stökkullinn óðar við, synti til hafs og sást ekki framar. Sumir hvalir sólgnir í mannaket f Ferðabók Eggerts Olafssonar og Bjarna Pálssonar, sem rituð var um miðja 18. öld er fjallað um hvali og hvalveiðar og þar eru nefndar helstu hvalategundir við ísland með þeim nöfnum sem lengst af hafa verið alþekkt. I bók- inni er þó tekið undir þær bábiljur um mannætuhvali, sem lifað höfðu lengi með þjóðinni, og þeir eru þar flokkaðir sem undirdeild hvalfiska og nefndir einu nafni illhveli. Þar segir síðan m.a.: „Það er fullyrt, að sum þeirra séu svo gráðug, að þau taki heila báta með mönnum og öllum veið- arfærum, moli bátinn með kjaftin- um og gleypi mennina. Sagt er, að þeir séu mjög sólgnir í mannaket og þar sem þeir einu sinni hafa fengið það, halda þeir sig í heilt ár eða lengur í von unt meira. Sjó- menn varast því að sækja þau mið fyrr en löngu seinna, þegar þeir verða þar ekki lengur varir nokk- urra illfiska. Ýmsar tegundir þess- ara illhvela eru í sjónum og margt af þeim. Forn lög, einkum þó kirkjulögin, banna að neyta þeirra. Þessi mynd er frá þeim tíma að íslendingar ráku hvalveiði- stöðina á Tálknafirði. Þar var þá ekkert skurðarplan og hvalirnir dregnir upp í fjöru og flensaðir þar. f lögunum eru tvær tegundir nafn- greindar, sem landsbúar hafa sagn- ir af, rauðkembingur, sem mikill vafi leikur á um, og náhveli." Lítið vissu menn um rauðkemb- inginn annað en það að hann átti að hafa rautt hár eftir endilöngum hryggnum. Náhvalinn urðu menn hins vegar oft varir við. Ekki voru allir á einu máli hvort hann réðist á báta og menn, en hitt þótti fullvíst að hann legðist á nái þegar menn færust í sjó og dró hann nafn af þeirri háttsemi. Það illhveli sem flestir sjómenn þekktu var svo sverðfiskurinn, sem augljóslega hefur verið háhyrning- ur. Sagt var að hann lægi á því lúa- lagi að laumast í kjölfar báta og skipa á sjó, elti þau þannig jafnvel langar leiðir og réðist síðan á þau þegar minnst varði. Nafn sitt dró sverðfiskurinn af því að upp úr baki hans var bægsli svo þunnt að það líktist helst sverði til að sjá. Sagt var að sverðftskurinn berði bægslinu í sjó á báða vegu þegar illa lægi á honum eða þegar hann væri í árásarhug. Flúið til lands undan hvölum í bók Þórðar Tómassonar frá Skógum, Sjósókn og sjávarfang, segir nokkuð frá ásókn illhvela sem sótti að sjómönnum sem stunduðu veiðar frá söndunum við Suðurland. Þar hefur Þórður t.d. skráð frásögn eftir Jóni Tómassyni frá Hvítanesi í Landeyjum sem segir að „óhemju mergð af vondum fiskum fylgdi stundum fiskinum þegar hann gekk á djúpið undan Landeyjarsandi. Merkjanlegt var að steypireyður varði vondu fisk- unum að fordjarfa skipin. Stundum flúðum við undan þeim upp að Þrí- dröngum. í dauðum sjó gátum við krækt ífærum okkar í bergið. Ég hef séð alla þessa fiska, flug- fiskinn, léttinn, síldrekann, sverð- fiskinn, á djúpinu í Drangaferðum. Tómas Jónsson á Arnarhóli flúði einu sinni undan illhvelsfiski utan af djúpi og inn undir rif. Hann var á áttrónu skipi og með úrvalslið og dró hvorki sundur né saman með skipinu og illhvelinu þar til kom inn að rifinu. Þar sneri það aftur. Ég flúði einu sinni undan sverð- fiski af grunninu. Sverðið er upp úr miðju baki, á lengd við fullorðinn mann. Spotta og spotta renndi hann sverðinu upp úr sjó og skellti því alltaf niður á sömu hlið. Hann renndi sér skammt á eftir okkur og dró ekki sundur né saman og er hann þó léttur á sundi, ómyndin sú arna. Við grunnrifið hætti hann að elta okkur og sneri til hafs.“ Otti sjómanna við hvalina var í raun ekki ástæðulaus og þess eru mörg dæmi að hvalir hafa grandað bátum hér við land. í mörgum til- vikum gátu menn sér þess til að bátar hefðu orðið hval eða hvölum að bráð ef þeir týndust í sæmilegu veðri og vart hafði orðið hvala á þeim miðum sem bátarnir sóttu. I öðrum tilvikum var ekki um neitt vafamál að ræða - þá komust menn af og gátu greint frá atvikum. Var þá helst um það að ræða að hvalur kom úr kafi undir bátnum og hvolfdi honum eða sló í hann sporði. Engar sagnir staðfesta hins vegar það sem menn töldu, að hvalirnir réðust á báta og tækju þá og menn í kjaft sinn. „Góðu hvalirnir vörðu bátana“ En þótt menn hræddust illhvelin og reyndu að forðast þau voru líka til góðir hvalir og þá ekki einungis þeir sem voru slik guðs gjöf að þeir syntu á land og voru síðan étnir. Eins og fram kemur hér að framan gengu líka sögur um að sumir hval- ir reyndu að forða bátum og mönn- um frá ásókn illhvela og var sagt að þar færu steypireyður og hrefnan fremst í flokki. Margar þjóðsögur eru til um aðstoð góðhvala þegar hætta steðjaði að. Sem dæmi um slíka má nefna sögu um menn sem voru á sjó er mikil illhvelanauð sótti að þeim. Þá komu tvær steypireyðar til að verja skipið og fylgdu þær því alveg að landi. Þá var önnur steypireyðurin orðin svo móð af aðganginum að hún lá kyrr á höfninni og hvíldi sig. Einn mannanna á skipinu, sem bjargast hafði nauðuglega, greip þá stein og kastaði í hval- inn og kom steinninn í blástursop hans og stíflaði svo að hvalur- inn sprakk. Þótti þetta óþokkabragð hið mesta og var manninum ráðlagt að fara ekki á sjó næstu 20 árin, þar sem líklegt þótti að hefnd biði hans. Hélt maðurinn út í 19 ár en fór þá í róður og var skipið ekki fyrr komið út en steypireyður kom upp að því og slengdi sporði sínum í manninn sem drepið hafði hval- inn og kastaði honum útbyrðis, en aðrar sögur hermdu raunar að hval- urinn hefði synt að skipinu, vafið tunguna utan um manninn og gleypt hann. Þá er haft fyrir satt að 13. mars árið 1867 hafi illhveli gert árás á bát Sigurðar Olafssonar frá Flatey á Breiðafirði. Kom þar að til hjálpar reyðarhvalur og í atgangin- um tókst ekki betur til en svo að hann sló sporði í bátinn sem möl- braut hann að ofan. Hrukku allir mennirnir fram í barka bátsins, en sakaði ekki. Varð illhvelið frá að hverfa. I Ferðabók Eggerts og Bjarna segir að það sé einkennilegt að þegar hópar ránhvala elti bát þá syndi hrefnan í kringum hann og oft svo nærri að hægt sé að strjúka hana með hendinni. Hún kafi undir kjöl bátsins og árarnar án þess að koma nokkru sinni við hann og þannig verndi hún bátinn fyrir ill- hvelunum eða tálmi þeim að kom- ast að honum uns hann hefur náð landi. Þessi trú var svo almenn að mönnum datt ekki í hug að skutla hrefnur, þótt gott færi fengist á þeim og ef sultur var ekki þeim mun meiri var þess freistað að hjálpa út hrefnum sem synt höfðu á land og fest í fjöru. Um það gengu líka sögur að hvalir ættu það til að hjálpa mönnum sem voru í sjávar- háska. Það var því ekki nema von að hin ramgöldrótta Straumfjarðar- Halla brygði sér í hvalslíki er hún þurfti að hjálpa Straumfjarðar- mönnum, sem ekki náðu til lands er óveður skall á þá í róðri. Synti hval- urinn á undan bátnum milli skerja og boða og notuðu bátsverjar lygn- una sem myndaðist í kjölfar hvals- ins til þess að berja til lands og björguðust þeir allir, heilir á húfi. Baskneskir hvalveiði- s menn sækja til Islands Enda þótt íslendingar hefðu hvorki búnað né burði til hvalveiða um langan aldur þá voru slflcar veiðar töluvert stundaðar hér við land allt frá því snemma á miðöld- um. Eftirspurn eftir hvers konar ljósmeti, og þá ekki síst eftir hval- lýsi sem þótti mjög gott, tók að vaxa víða í Evrópu þegar á 12. öld og jókst stöðugt eftir því sem borg- arsamfélögin stækkuðu. Þetta varð til þess að farið var að stunda hval- veiðar aðallega til lýsisöflunar og fóru þar Norður-Spánverjar, Bask- ar, fremstir í flokki. Komu þeir sér upp skipum til hvalveið- anna og öfluðu sér smátt og smátt þekk- ingar og reynslu við veiðarnar. Urðu þeir fljótlega nær einráðir við þessar veiðar, þótt hvalveiðiskip væru raunar gerð út frá fleiri löndum. Fyrst eftir að hvalveiðarnar hófust fyrir alvöru veiddu Baskarnir mest út af Spán- arströndum og ströndum nálægari landa, en fljótlega tók að saxa á hvalastofana þar og tóku þeir þá að sækja á fjarlægari mið. Gerðu þeir um tíma út hvalveiðiskip sín frá Ir- landi en þegar veiði tók að minnka þar líka færðu þeir sig um set og settu upp stöðvar á Nýfundnalandi þaðan sem þeir gerðu út í allmörg ár, eða þar til hvalurinn var að mestu uppurinn þar líka. Þá héldu Baskarnir norður á bóginn og héldu sig í áraraðir við Jan Mayen og Svalbarða og voru þar svo mjög fengsælir í mörg ár að fleiri þjóðir fóru að senda hvalveiðiskip þang- að. Voru það einkum Bretar og Danir. Fór svo fljótlega að þröng varð á þingi og urðu Baskamir að láta í minni pokann og yfirgefa hvalveiðisvæðin í Norður-íshafinu. Ekki vildu þeir þó hætta þessum veiðum, enda var svo komið að þær voru ábatasamari en nokkru sinni fyrr. Hvallýsi var alls staðar í vel borgað og eftirspurnin mikil. I byrjun 17. aldar fóru Baskarn- ir að reyna fyrir sér við ísland. Þá fóru nokkrar sögur af hvalgengd við landið og að Islendingar stund- uðu þær veiðar lítið sem ekkert. I hinu fræga furðuriti Dithmars Blefken um Island, sem út kom árið 1607, þar sem ísland og Is- lendingar fengu ekki lofsamleg Hvalveiöar Baskanna leiddu af sér styrjaldar- ástand á ís- landi

x

Fiskifréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.