Fiskifréttir


Fiskifréttir - 14.12.2001, Side 16

Fiskifréttir - 14.12.2001, Side 16
16 FISKIFRETTIR 14. desember 2001 ÆXLUN FISKA Ástir fiskanna Fyrir nokkrum árum kom út skáldsagan Astir fiskanna. Sú saga er reyndar ekki til umræðu hér en nafn hennar leiðir hugann að því að fiskar, eins og önnur dýr, þurfa að hafa einhver ráð með að viðhalda stofninum. Margir standa í þeirri trú að fiskar fjölgi sér eingöngu á þann hátt að hrygnan hrygni á botn- inn og hængarnir komi þar á eft- ir, sprauti sviljunum yfir eggin og frjóvgi þau. Þannig fer laxinn að minnsta kosti að því. Æxlun fiska er miklu fióknara fyrirbæri en hér er lýst og þeir fara ýmsar Ieiðir við mökun - sumir hafa jafnvel samræði eins og spendýr. Ohætt er að segja að ástarlíf fiska sé til þess að gera fjörugt og með sumum þeirra takast að því er virðist heitar ástir um hríð þrátt fyrir að í æðum þeirra renni kalt blóð. I grundvallaratriðum er frjóvg- un fiska skipt í tvennt: ytri frjóvg- un og innri frjóvgun. Við ytri frjóvgun frjóvgast eggin eftir hrygningu en innri frjóvgun verður við einhverskonar samræði og þá frjóvgast eggin inni í hrygnunni og hún gýtur frjóvguðum eggjum eða jafnvel lifandi afkvæmum. Ytri frjóvgun er einkennandi fyrir bein- ftska en innri frjóvgun er þó ekki óþekkt hjá þeim en hún heyrir til undantekningar. Innri frjóvgun er hins vegar einkennandi fyrir brjóskfiska. Þess má svo geta til fróðleiks að á Islandsmiðum hafa fundist rúmlega 290 tegundir bein- fiska og um 40 tegundir brjósk- fiska. Snúum kviðum saman Kynfæri beinfiska eru tveir sekkir þar sem egg (hrogn) eða sæði (svil) myndast. Sekkirnir eru litlir hjá ókynþroska fiski en þegar fiskurinn verður kynþroska bólgna þeir út af eggjum og svili. Tegund- ir mökunar hjá fiskum eru margs- konar en um þennan þátt í atferli fiska virðist vera lítið vitað, a.m.k. eru handbækur fáorðar um hann. Þekktasta leiðin við mökun er sú að hrygnan hrygnir á botninn og hængurinn sprautar svilum yfir og stundum velur hængurinn staðinn þar sem hrygnt er. Aðrir fiskar nudda kviðum saman og sprauta samtímis hrognum og svilum út í Tegundir mökunar hjá fiskum eru margskonar. Þekktasta leiðin við mökun er sú að hrygnan hrygnir á botninn og hængurinn sprautar sviljum yfir. Aðrir fiskar nudda kviðum saman og sprauta samtímis hrognum og sviljum út í sjóinn. Þá þekkist það að fiskar snúi gotraufum saman og hængurinn spraut- ar sviljunum inn í hrygnuna. (Teikning: Sigurður Ingi Jensson). sjóinn, þeirra á meðal eru þorsk- fiskar en um mökun þorsks er fjall- að sérstaklega í annarri grein hér á eftir. Þá þekkist það að fiskar snúi gotraufum saman og hængurinn sprautar svilunum inn í hrygnuna og hún gýtur frjóvguðum eggjum skömmu síðar. Sumir hængar í flokki beinfiska hafa einhverskon- ar tæki eða lim til þess að koma sæðinu inn í eggjagöng hrygnunn- ar eins og vikið er að hér að fram- an. Fisktegundirnar hafa svo mis- munandi aðferðir við að ná saman. Sumir fiskar makast með miklum tilþrifum og bregða á leik sem stendur yfir í misjafnlega langan tíma. Þrjú saman Þrátt fyrir að erfitt sé að rann- saka mökun fiska við náttúrulegar aðstæður hefur allmiklum upplýs- ingum þó verið safnað um ýmsar fisktegundir og er loðnan ein þeirra. Hún hrygnir m.a. við fjöru- borðið á Nýfundnalandi og þess vegna hefur verið auðvelt að kanna atferli hennar. Athuganir hafa einn- ig verið gerðar á hrygnandi loðnu í fiskabúri í Vestmannaeyjum. Með þessum og öðrum rannsóknum hef- ur safnast þekking á því hvernig loðnan hagar sér m.a. hér við land. Hún hrygnir hér á dýpra vatni en við Nýfundnaland, allt niður á 70- 80 metra dýpi eða dýpra og hefst hrygning í febrúar og mars og stendur fram í apríl. Hrygningarleikir loðnunnar eru mjög fjörugir. í hrygningargöngun- um sem koma upp að suður- og suðvesturströnd landsins er svipað hlutfall af hæng og hrygnu í torfun- um. Rétt fyrir hrygningartímann aðskiljast kynin og þegar kemur að hrygningu synda hængarnir ótt og títt fram og aftur við botninn en hrygnurnar halda sig sér, gjarnan ofar í sjónum. Hængurinn er útbú- inn þannig að hann er með loðna rák eftir endilangri hliðinni og reyndar kviðnum líka. Eyruggar og kviðuggar brettast einnig upp yfir hrygningartímann. Þegar að hrygn- ingu kemur fer hrygnan inn í hóp hænganna og er þá gripin af tveim- ur körlum sem klemma hana á milli sín og halda henni þétt að sér og skorðast hún við loðkantinn og uppbretta uggana. Þrjú saman þeytast þau í faðmlögum eftir botn- Allt til rafsuðu ESAB Tæki, vír og fylgihlutir. Viljir þú vanda verkið velur þú ESAB Danfoss hf. SKÚTUVOGI 6 • SlMI 510 4100

x

Fiskifréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.