Fiskifréttir


Fiskifréttir - 14.12.2001, Side 35

Fiskifréttir - 14.12.2001, Side 35
FISKIFRÉTTIR 14. desember 2001 35 HVALVEIÐAR Miðfirði og víðar, yfirleitt flestir, sem gátu komist frá heimilum sín- um, eða sent vinnumenn sína. Komu nokkrir langt að, t.d. úr Strandasýslu. Meðan stóð á hvalskurðinum, voru endalausir kuldar og ótíð, var oft á morgnana snjór upp á miðja dúka á tjaldinu. Vorum við Björn þeir einu sem lágu í tjaldi og var það miklu betra vegna þrifnaðar. Hinir sváfu flestir og héldu til í fjárhúsum og peningshúsum, sum- ir enda í peningshúsum á næstu bæjum. Hef ég aldrei séð slíkan sóðaskap annarsstaðar, enda var ómögulegt að halda þrifnaði í annarri eins tíð og við slíkar að- stæður. Við skurðinn voru flestir í skinnklæðum, en þau voru orðin hálf ónýt og gagnslaus eftir einn eða tvo daga, og hlífðu ekkert. Urðu menn því rennandi og gagn- drepa af hvalgrút. Var kaldsamt hjá okkur í tjaldinu, að hafa alveg fata- skipti á kvöldin og fara í þurr föt, en það urðum við að gera. Við skurðinn rann lýsið í lækj- um úr spikinu niður á milli hafís- jakanna og storknaði þar í stóra hvíta hnoðra, suma allt að fjörutíu til fimmtíu pund að þyngd, rann sérstaklega mikið úr spikinu á hnakkanum, en það mun hafa verið um alin á þykkt þar. Við aðfallið bárust svo spikhnoðrarnir upp í fjöruna, og spörkuðust þar niður. Varð maður því að vaða möl og grút í mjóalegg og sumsstaðar í hné.“ Síðar í frásögn sinni segir Jón að hvalurinn hafi verið skorinn með skálmum sem búnar voru til þannig að íslenskir torfljáir voru réttir upp og sett á þá sköft og hann getur þess einnig að þegar frá leið hafi afurðirnar af hvölunum verið flutt- ar á hestum norður í Skagafjörð, suður í Borgarfjörð og vestur í Dalasýslu, auk þess sem flestir bæir í Húnavatns- og Strandasýslu nutu góðs af fengnum. Var hvalur- inn soðinn og súrsaður og einnig borðaður nýr. Nokkrir geymdu spikið í dimmum og rökum húsum eða grófu það í jörð og geymdu það þannig í allt að fjögur ár. Var slíkt kallað myrkrahvalur og segir Jón að hann hafi verið sæmilegur, þótt ógeðslegur væri. Ekki var hægt að ljúka hval- skurðinum á Anastöðum á þann hátt sem til stóð, þar sem einhverj- ir sem þangað komu í matarleit báru með sér mislinga og leið ekki á löngu uns flestir hvalskurðar- mennirnir veiktust af pestinni og urðu margir þeirra fárveikir. Hér- aðslæknirinn í Húnaþingi, Júlíus Halldórsson á Klömbrum í Vestur- hópi, gaf þá fyrirskipun að ekki mætti draga bein úr hvölunum eða annað það sem ekki var nýtt til lands. Ottaðist hann að þegar hlýn- aði í veðri myndi verða af því óg- urlegur fnykur. Sökktu menn því bæði kjöti og beinum í sjó en vet- urinn eftir rak mikið af beinum sem voru þá hirt og nýtt sem báta- hlunnar og einnig sem byggingar- efni, þótt ekki væru þau notuð til brúargerðar, svo sem Blefken sagði að gert væri á Islandi. Ekki þarf að efa að hvalrekinn við Ánastaði bjargaði mörgum frá hungurdauða þetta harðindaár, þegar sumarið kom aldrei og skepnudauði var svo mikill að sagt var að menn hefðu „betrekt“ bæi sína að utan með lambsskinnum. Teflt um líf og dauða í hvalaferðum Margar frásagnir eru til um slarksöm og erfið ferðalög sem menn lögðu á sig til þess að kom- ast í hvalreka og var stundum í þeim teflt um líf og dauða. Sem dæmi um slíkt harðræði má nefna frásögn eftir Kristján Sigurjónsson frá Dalvík sem í aprílmánuði fór, ásamt fleiri Dalvíkingum, á róðrar- skipi frá Dalvík til Kaldbaks við Húsavík til þess að verða sér úti um höfrung sem þar hafði rekið á fjörur. Tók ferðalagið frá Dalvík á staðinn nærfellt sólarhring og þeg- ar þangað var loksins komið var slík örtröð fyrir að langan tíma tók að fá afgreiðslu. Þegar hún var fengin héldu Dalvíkingarnir af stað heimleiðis og höfðu samflot við lítinn bát frá Sauðakoti á Ufsa- strönd sem kominn var til Kald- baks í sömu erindagjörðum. Brátt skall á hið versta veður með slæmu sjólagi. Tókst þó að berja inn á Eyjafjörð en þegar þangað kom var komið aftakaveður og því mjög tvísýnt um landtöku og afdrif. í frásögn Kristjáns segir síðan: „Þegar við vorum komnir miðja leið út í álinn, tók veður að versna, og fengum við mikla ágjöf á báð- um bátunum, því að barið var af mesta kappi. Máttum við hrósa happi að ná lendingu í Hrólfsskeri (Hrólfssker er eyðisker út og fram af Hrísey). Okkur tókst að komast utanvert í skerið, en lendingin var eins og við bjuggumst við, ill í alla staði, en þó urðum við allshugar fegnir. Var nú farið að athuga, hvað Hvalveiðiskip eins og þau sem Baskarnir sendu til Islands. gera skyldi, og sýndist enn sitt hvorum. Vildi Magnús, að flutt væri upp á skerið nokkuð af höfr- ungunum, en höfð góð seglfesta eftir, og sigla með vestur yfir til Ólafsfjarðar, en okkar formaður vildi ekki yfirgefa skerið, fyrr en útséð væri með veður. Gengu þeir þá inn á skerið og komu aftur með þær fréttir, að veður færi versnandi, og aftók þá formaður okkar að fara af stað og bað hann okkur að flytja höfrunginn upp í skerið og koma bátnum upp á klappirnar, og varð Magnús að sætta sig við að gera slíkt hið sama. Kom nú varðarhaldið, er skip- stjórinn á Kristjáni gaf okkur, er við lögðum frá Dalvík, að góðu haldi. Drógum við höfrunginn með því upp í skerið, og var það þungur dráttur. Hver höfrungur var skorinn í þrjú stykki. Þegar við höfðum lokið við að draga upp höfrunginn, var komið öskrandi rok, og hefðum við farið að ráðum Magnúsar, var sýnilegt, að við hefðum hvergi náð MAGNET Gæði i hverjum þræði "'Z h -i / -írV /' vaamHffrMít IVÍAC5MET- MAGNET G ■ R ■ Á ■ T- T| / G ■ R ■ /E ■ l\l ■ T / Mikill hhútastyrkur , ^.. Aukið núningsþol / • / -1 \ i_ Ll m _ tÍá , r5' '‘Z í' . ’/ r^J' í HAMPIÐJAN -fyrir öll heimsins höf VL'UiiVii. lTGlTl[2ÍdÍGLT. LS

x

Fiskifréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.