Fiskifréttir


Fiskifréttir - 14.12.2001, Blaðsíða 40

Fiskifréttir - 14.12.2001, Blaðsíða 40
40 FISKIFRETTIR 14. desember 2001 HVALVEIÐAR Og snemmsumars árið eftir, 1888, sigldi gufubáturinn Nora, sem var í eigu þeirra bræðra inn á Önundarfjörð. Hélt hann rakleiðis til Flateyrar og tókst þá ekki betur til en svo að hann strandaði þar skammt frá höfninni. Ekki skemmdist báturinn við strandið og náðist fljótlega út. Hans Ellefsen var skipstjóri á bátnum og gekk hann rakleiðis á fund Páls og sam- an skoðuðu þeir síðan staðhætti með það fyrir augum að velja stað fyrir stöðina. Varð svæði í landi jarðarinnar Eyrar fyrir valinu, svæði nærri stórum steini er Hval- steinn heitir og sagt var að Hol- lendingar hefðu notað til þess að tjóðra við hvali er þeir voru þarna við veiðar á fyrri tíð. Við svo búið sigldi Hans Ellefsen á braut og þegar hann kom til heimalands síns hófst hann þegar handa við að safna fjármagni til þess að reisa stöðina í Önundarfirði. Fékk hann fjársterka aðila til liðs við sig og bróður sinn og þeir lögðu fram sem hlutafé hvalbáta sína og tæki og tól sem voru í verksmiðjum þeim sem þeir áttu í Norður-Noregi. Vorið 1889 var hafist handa við að byggja húsnæði fyrir verksmiðj- una og jafnframt var reist myndar- legt íveruhús fyrir Ellefsen. Hlaut húsið nafnið Sólbakki og var stöð- in fljótlega nefnd eftir því. Leigan sem greidd var fyrir svæðið voru fimm krónur fyrir hverja steypi- reyði og langreyði sem barst á land og ein króna fyrir minni hvali og mun leigan hafa haldist lítið breytt þau 13 ár sem stöðin var starfrækt. Ekki tóku allir þessari nýju starf- semi fagnandi. Gagnrýnin stafaði þó ekki af því að menn óttuðust að gengið yrði of nærri hvalastofnin- um, heldur mótaðist hún fyrst og fremst af þeirri trú að hvalurinn ræki bæði þorsk og annan nytjafisk á grunnslóð og einnig var talin hætta á því að ef hvalur dræpist og sykki þá tæki fyrir alla fiskveiði á þeim slóðum. Átti fiskurinn að halda sig við hvalskrokkinn á hafs- botni og gæða sér á honum. Á meðan var engin von til þess að hann tæki beitu. Ellefsen var rausnarlegur við Islendingana Eftir að Ellefsenbræður hófu út- gerð sína frá Sólbakka þögnuðu óánægjuraddirnar fljótt, ekki síst vegna þess að Hans kom sér strax mjög vel og beitti sér fyrir fram- faramálum í byggðinni. Útvegaði hann m.a. fjármagn til vegagerðar og kostaði hana jafnvel sjálfur og einnig voru að hans frumkvæði byggðir skólar í Önundarfirði. Þá fengu fjölmargir Islendingar vinnu við stöðina og auk alls þessa þurfti lítið fyrir því að hafa að fá þaðan hvalkjöt. Mátti hver og einn hirða eins mikið kjöt og hann vildi, án endurgjalds, en rengi var hins veg- ar selt og kostaði 4 aura pundið. Þegar menn voru að gera slík kaup sóttust þeir eftir því að Ellefsen af- greiddi þá sjálfur af því að hann vigtaði jafnan ríflega. Hans Ellefsen lét reisa þrjú íbúðarhús á svæðinu og bjó hann sjálfur í einu þeirra þann tíma sem hann var á landinu, en ytra voru hann og fjölskylda hans oftast að- eins á haustin og fyrri hluta vetrar. Eftir að rekstri stöðvarinnar var hætt gaf Ellefsen Hannesi Haf- stein, fyrsta íslenska ráðherranum, húsið og var það tekið niður og flutt til Reykjavíkur þar sem það var sett upp við Tjarnargötu og stendur það þar enn, þekkt sem Ráðherrabústaðurinn. Ekki er þó húsið nú í upphaflegri mynd, held- ur töluvert breytt. Þótt fleiri norskir hvalveiðiút- gerðarmenn kæmu upp stöðvum á Islandi um svipað leyti var Sól- bakkastöðin þeirra stærst og at- hafnir þar mestar. Fyrstu árin voru gerðir út fjórir hvalveiðibátar frá stöðinni: Othar, Nora, Varanger og Pasvik, og þegar á leið og sækja þurfti lengra var tveimur stærri og gangmeiri bátum bætt við. Hétu þeir Snorri Sturluson og Mosvalla. Flutningaskip sem útgerðin átti voru síðan stöðugt í förum milli landa: Þau fluttu út hvalaafurðirnar og heim komu þau með kol og annan búnað sem þurfti til rekstrar stöðvarinnar. Þegar lengra þurfti að sækja á hvalamiðin fylgdu flutn- ingaskipin hvalbátunum, tóku við hvölunum sem þeir skutu og drógu þá til stöðvarinnar á Sólbakka. Ef flutningaskipin voru ekki tiltæk var gripið til þess ráðs að fara með hvalina á ákveðna staði nærri landi þar sem þeim var lagt við legufæri og þess beðið að flutningaskipin sæktu þá. Voru slík ból t.d. bæði í Hornvík og á Siglufirði. Stærst flutningaskipanna var Einar Si- mers, sem hét í höfuðið á stærsta hluthafa fyrirtækisins. Það skip var um 550 smálestir og var mest í för- um milli Flateyrar og Bretlands, en Bretar keyptu nær allar afurðir stöðvarinnar. Önnur flutningaskip útgerðarinnar voru Ina, Barðinn og Friðþjófur og voru þau öll töluvert minni en Einar Simers. Reynt að særa dýrin sem mest 9 manna áhöfn var á hverjum hvalveiðibátanna og var a.m.k. einn þeirra Islendingur og til þess að útgerðin stæðist ákvæði laga var hann skráður skipstjóri. Lítið fór þó fyrir skipstjóravaldi hans, held- ur var raunveruleg skipstjórn í höndum Norðmanns sem oftast var einnig skytta bátsins. Á skipunum var einnig vélstjóri, tveir kyndarar sem oft voru unglingspiltar og síð- an fjórir hásetar. Þegar skipið var úti á hvalamiðunum var það hlut- verk hásetanna að vera uppi í tunnu sem var efst í mastrinu og átti við- komandi að fylgjast með hvala- blæstri þaðan. Þótti það bæði erfitt og áhættusamt starf að vera í tunn- unni og þó einkum að koma sér í hana, ef sjór var ekki sléttur. Öll skipin voru búin sprengju- skutlum af þeirri gerð sem Svend Foyn hafði fundið upp. Notuð var stór byssa og þurfti um hálft kíló af sérstöku púðri í hverja hleðslu. Sjálfur skutullinn var stálleggur og var í honum hringur sem langur kaðall var festur við. Á fremri enda skutulsins voru flaugar sem réttust út þegar skutullinn stakkst í hval- inn og vörnuðu því að hann drægist til baka. Fremst í skutulinn var síð- an skrúfuð kúla sem var full af púðri, nöglum og járnarusli. Þegar skutullinn kom í hval sprakk þessi kúla og sundraðist þá járnið í hval- inn og stækkaði sárið undan skutl- inum mikið. Var þetta gert til þess að meira blæddi úr sárinu en ella en það flýtti fyrir endalokum hvalsins. Oftsinnis nægði ekki að skjóta einum skutli í hvalinn held- ur varð að hlaða byssuna aftur og skjóta í hann öðrum skutli. Mikið var lagt upp úr því að komast í gott færi við hvalina þar sem þá var hægt að hæfa betur. Best þótti ef færið var ekki meira en 10-15 metrar en lengsta færið sem skotið var af á hval var um 50- 60 metrar. Ef skotið var af svo löngu færi var hætta á að skutullinn lenti aftarlega í hvalnum og þá mátti búast við lengri og strangari baráttu við hann en ella. Voru þess mörg dæmi að hvalir drægju bát- ana langar leiðir með miklum hraða meðan þeir voru að dasast og mæðast. Töldu reyndir sjómenn að hraði bátanna þegar hvalurinn væri að draga þá gæti náð allt að 20 sjó- mílum. Sem dæmi um hversu langt hvalir gátu dregið bátana má nefna að eitt sinn var skotið á hval djúpt út af Hornbjargi og kom skutullinn aftarlega í hann og myndaði ekki mikið sár. Skutullinn sat hins vegar vel fastur. Hvalurinn tók óðar strik- ið og dró bátinn á eftir sér og þar sem komið var myrkur tókst ekki að koma öðru skoti á hann. Þegar birti morguninn eftir var báturinn út af Blakknum fyrir vestan Pat- reksfjörð. Þá loks tókst að skjóta öðrum skutli í hvalinn og drepa hann. Var þetta einsdæmi. Algeng- ara var að hvalimir færu að blása blóði eftir um það bil klukkustund og var þá gripið til þess ráðs að setja vélina á ferð og andæfa á móti drætti hvalsins. Var þá oftast stutt til endaloka. Gripið til sveðja til að spara skotin lTil þess að spara skotfæri var oft gripið til þess ráðs að draga hvalinn upp undir hvalbátinn, skjóta út léttabáti, róa að hvalnum og stinga hann undir bægslið til dauða. Þurfti mikla aðgát við slíka iðju, því þótt hvalurinn væri að dauða kominn tók hann oftast mik- ið viðbragð við stunguna. Þótt oft væri djarft teflt við þessa iðju varð aðeins einu sinni dauðaslys. Þá höfðu menn á hvalbátur frá Lang- eyri skutlað hval og var hann dreg- inn að bátnum. Fóru fjórir menn á léttbát að hvalnum og stungu hann. Um leið og hvalurinn var stunginn tók hann viðbragð og sló sporðin- um í bátinn. Allir fóru mennirnir í sjóinn. Tveimur þeirra tókst að bjarga en tveir drukknuðu. Strax og búið var að vinna á hvalnum var hann dreginn að hval- bátnum og dælt í hann lofti til þess að hann yrði léttari á sjónum. Smærri hvalir voru síðan festir við síðuna og dregnir þannig heim, en stærri hvalimir voru hafðir í togi, hver aftan í öðrum og sneri hausinn aftur og sporðurinn fram. Misjafnt var hvað bátarnir gátu þannig kom- ið með marga hvali til lands þar sem drátturinn gat orðið býsna þungur. Minni flutningaskipin tóku yfirleitt ekki nema 5-6 hvali í einu en það stærsta, Einar Simers, gat hins vegar tekið 16-18 hvali í trossu. Það kom stundum fyrir þeg- SLÓGDÆLUR | Vönduð kapalþétting | Yfirhitavörn Níðsterkur rafmótor 3x380 volt 3x220 volt Tvöföld þétting með sílikoni ó snertiflötum Öflugt og vel opið dæluhjól meó karbíthnífum Öflugur valkostur fyrir útgerð og vinnslu Orugg þjónusta við ^ sjávarútveginn v Sími 568 1044 Hans Ellefsen stjórnaði stærstu hvalvinnslustöðvum Norðmanna á Islandi, fyrst á Sólbakka og síð- ar í Asknesi. Eigendur Sólhakka- stöðvarinnar prúðbúnir um borð í flutningaskipinu Einari Simers. Hálfskorinn hvalur liggur við stöðvarhúsið á Sólbakka. Lengst til hægri má greina íbúðarhús Ellefsen sem síðar var flutt til Reykjavíkur og er nú ráðherra- bústaðurinn við Tjarnagötu. Öll húsin fremst á myndinni urðu eldi að bráð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.