Fiskifréttir - 14.12.2001, Side 51
FISKIFRÉTTIR 14. desember 2001
51
TOGVEIÐAR
Við komu skuttogarans Ingólfs Arnarsonar RE til landsins í janúar 1974. Frá vinstri eru Halldór E. Sigurðs-
son, þáverandi fjármálaráðherra, Sigurjón Stefánsson skipstjóri og Grímur Jónsson fyrsti stýrimaður.
um dekkið á 6 klukkustundum í 2-
3 hölum. Síðan var legið í aðgerð
og flatningu tímunum saman. Þá
var mikill hamagangur um borð.
Ahöfnin var 40 manns í saltfisktúr-
unum og ekki voru til kojur handa
öllum þannig slá þurfti upp bráða-
birgðakojum í setustofnunni."
Fylltu dallinn á
tveim dögum
Sigurjón veiddi einnig mikið við
Nýfundnaland en hann var þó ekki
þar þegar Nýfundnalandsveðrið
1958 gekk yfir og togarinn Júlí
fórst með allri áhöfn. „Ég mátti
velja hvort ég fiskaði fyrir England
eða færi á miðin við Nýfundnaland
og landaði heima. Mér leist ekki á
að fara til Nýfundnalands því þar
var allra veðra von. Ég ákvað held-
ur að sigla til Englands og var að
koma þaðan þegar ósköpin dundu
yfir. Ég hafði verið Við Nýfundna-
land sumarið áður og fór þangað
einnig næsta sumar. Þarna var
mokveiði og við vorum aðeins tvo
til þrjá daga að fylla dallana, tók-
um 300 tonn á 48 klukkustundum.
Það var stundum svo mikið í troll-
inu að það splundraðist þegar það
kom upp. Aðalmálið var að draga
það ekki of lengi. Við fengum upp
undir 40-50 tonn af karfa í hali
þegar best lét en trollin voru minni
í þá daga og úr hampi þannig að
þau þoldu ekki mikil átök. Ég man
eftir því að ekki var um neitt annað
að ræða en að hífa ef við fengum
lóðningu á fisksjána sem stóð yfir í
eina mínútu. Trollið fylltist á því
að fara í gegnum einnar mínútu
þykkan fiskkökk," sagði Sigurjón
og hann var í framhaldi af þessu
spurður hvort þeir hefðu haft ein-
hver tök á því að öðru leyti að meta
hvað mikið var komið í trollið.
„Þetta kom með reynslunni. Ég
man eftir því að sumir skipstjórar á
síðutogurunum fóru aftur á blökk
til að þukla togvírana, kanna
spennuna á þeim, og töldu sig finna
á þeim hvenær tími var kominn til
að taka trollið inn.“
Geðvondir og vitlausir
Það þótti lengi loða við skip-
stjóra á gömlu síðutogurunum að
þeir stæðu vaktina þar til þeir
hnigu niður úr þreytu en Sigurjón
sagði að það hefðu orðið kynslóða-
skipti í stéttinni þegar hann var að
byrja. „Gömlu skipstjórarnir stóðu
eiginlega þangað til túrinn var bú-
inn en það var alveg að leggjast af
þegar ég varð skipstjóri. Ég fór
alltaf niður um miðnættið. Um
klukkan 8 á morgnana hafði loft-
skeytamaðurinn samband við önn-
ur skip og kom niður til mín með
fréttirnar; hvað og hvar menn
höfðu verið að fiska. Þá var ég bú-
inn að fá ágæta hvíld og það var
það sem þurfti. Gömlu skipstjórun-
um datt ekki í hug að leggja sig
fyrr en eftir 3 sólarhringa og þá
voru þeir orðnir geðvondir og vit-
lausir.“
Flaska í nestið
Þegar líða tók á 6. áratuginn og
næsta áratug þar á eftir tók að halla
undan fæti í útgerð síðutogaranna.
Rekstur þeirra gekk illa og skip-
verjar stukku af þeim um leið og
þeir fengu pláss á síldveiðiskipum.
„Þegar verst lét var illmögulegt að
gera þessi skip út vegna þess hve
erfitt var að fá menn á þau. Utgerð-
armenn voru kannski að koma með
strákana í bíl niður á bryggju og
létu þá hafa flösku í nestið ef þeir
vildu fara um borð. Eftir að út var
komið var mannskapurinn óvinnu-
fær í meira en sólarhring. Þetta var
ekki forsvaranlegt og ýmsir eldri
skipstjórar hættu vegna þess. Sem
betur fer lenti ég aldrei í þessu því
ég var með gamla togarajaxla sem
höguðu sér eins og menn.“
Sigldi tveimur Spánar-
togurum heim
Þegar nýsköpunartogararnir
komu til landsins varð bylting í
togaraútgerð og Sigurjón tók þátt í
henni frá upphafi sem stýrimaður á
Fylki og skipstjóri á Ingólfi Arnar-
syni eins og fram er komið. I byrj-
un áttunda áratugarins varð enn
rótækari bylting í togarútgerð með
tilkomu skuttogaranna. Sigurjón
tók einnig þátt í þeirri byltingu.
Hann sigldi tveimur skuttogurum
heim fyrir Bæjarútgerð Reykjavík-
ur, Bjarna Benediktssyni RE og
Ingólfi Arnarsyni RE hinum nýja,
og var skipstjóri á þeim báðum.
Þetta voru systurskip smíðum á
Spáni og voru þau stærstu skip í ís-
lenska fiskiskipaflotanum á sínum
tíma, um 960 tonn að stærð. Bjarni
Benediktsson RE kom til landsins
16. janúar 1973. Heimsiglingin
gekk vel að frátalinni bilun í vél.
Járnbútar í olíutönkum
Sigurjón sagði að það hefðu ver-
ið mikil viðbrigði fyrir sig að fara á
nýtt skip eftir að hafa verið með
sama skipið í 20 ár og þurfa að til-
einka sér nýja gerð skipa og nýja
veiðitækni í ofanálag. „Strax og
skuttogararnir komu til landsins
varð ljóst að þeir afköstuðu meira
en síðutogararnir. Maður sá einnig
fram á að það yrði endanlega ekki
hægt að manna þessa gömlu síðu-
togara. Ég var því strax fús að taka
við Bjarna Benediktssyni RE þegar
það kom til tals. Þetta var miklu
stærra skip og öðruvísi búið en ég
hafði átt að venjast. En hvort
tveggja vandist furðufljótt og skip-
ið var fyrirferðarminna en ég átti
von á. Þrátt fyrir stærðina var það
mjög liðlegt í öllum snúningum.
Ég var því ánægður með skipið en
fljótlega kom í ljós að vélarbilunin
var alvarleg. Skipið tafðist frá
veiðum hátt í fimm mánuði á fyrsta
ári. Tjón hafði orðið á vélinni
vegna óhreininda í olíutönkum.
Skilið hafði verið eftir í þeim járn-
svarf og ólíklegustu hluti að því
talið var, svo sem járnbúta. Af
þessu urðu mikil eftirmál sem
komu óorði á Spánartogarana að
ósekju því þetta voru ágæt skip.
Þessar vélarbilanir voru að stríða
okkur alveg fram á haust. Þá fór
þýskur sérfræðingur með mér í
veiðiferð til þess að stilla vélina
endanlega. A það er að líta að skip-
ið sjálft stóð sig alltaf vel ef frá eru
taldar þessar hvimleiðu vélarbilan-
ir. En ég notaði samt tækifærið
strax og það gafst til þess að kom-
ast um borð í Ingólf Arnarson hinn
nýja en ég sigldi honum frá Spáni
til Reykjavíkur í janúar 1974.“
Fyrsti nýsköpunartogar-
inn í niðurrif
Um það leyti sem Sigurjón hætti
á gamla Ingólfi Arnarsyni átti skip-
ið 25 ára afmæli og var þess þá
minnst að þetta hafði verið mikið
happafley og aldrei þurft að kosta
neinu til þess fyrir utan reglubund-
ið viðhald. Þegar skuttogarinn
Ingólfur Arnarson RE kom til
landsins var nafni gamla skipsins
breytt í Hjörleifur RE og gerði
BUR það út áfram. Utgerð þess var
síðan hætt árið 1974 og um haustið
var þessi fyrsti nýsköpunartogari
landsmanna seldur í brotajárn til
Spánar. Var stýrið tekið úr skipinu
og farið með það á Þjóðminjasafn-
ið. Rætt var um að varðveita skipið
til minja um þennan þátt í atvinnu-
sögu landsins en Sigurjón sagði að
það hefði verið óraunhæf hug-
mynd. Skipið hefði fljótt ryðgað í
sundur. En mörgum var eftirsjá af
þessu skipi sem hafði á 27 árum
komið með 94.230 tonna afla að
landi og megnið af því í skipstjóra-
tíð Sigurjóns Stefánssonar.
Öllu kastað sem ekki
var markaðsvara
Sigurjón fór í land árið 1977 þá
57 ára að aldri eftir rúmlega 40 ára
sjómannsferil, þar af 25 ár sem
skipstjóri. Hann tók við starfi
framkvæmdastjóra Togaraaf-
greiðslunnar í Reykjavík og gegndi
því starfi til ársins 1984 erTogaraf-
greiðslan var lögð niður. Hann hóf
þá störf hjá veiðarfæradeild Krist-
jáns Ó. Skagfjörðs og starfaði þar
uns hann fór á eftirlaun.
Það er ekki úr vegi að ljúka
spjallinu við Sigurjón með því að
inna hann álits á máli málanna í
dag, fiskveiðistjórnunarkerfinu og
brottkastinu. „Mér finnst brott-
kastsumræðan svolítið kjánaleg að
því leyti að menn láta eins og þetta
sé nýtilkomið. Ég hélt að allir Is-
lendingar sem eitthvað hafa fylgst
með sjávarútvegi vissu að brottkast
hefði verið tíðkað um langan aldur.
Þegar ég var á skaki fyrir vestan á
litlum pungi á unglingsárunum reri
ég með gömlum togarasjómanni.
Hann fræddi mig á því að eftir að
hrygningu þorsks lauk á Selvogs-
banka og þorskurinn var farinn
sína leið á Halamiðin sigldu þeir
austur á Hvalbak. Þar var svakalegt
mok en fiskurinn smár og helm-
ingnum var fleygt því þeir veiddu í
salt. Svona var þetta upp úr 1930.
Það hefur viðgengist alla tíð að
fiski sem ekki er markaðsvara er
fleygt. Þetta er staðreynd og skrýt-
ið ef menn hafa ekki heyrt þetta
fyrr en hitt er annað mál að mér er
óskiljanlegt ef menn henda verð-
mætum fiski.
Ég er hlynntur því að stjórna
veiðunum með því að úthluta kvót-
um á skipin en ég er ekki sáttur við
það að menn geti verslað með
kvótann. Það hefði aldrei átt að
leyfa það. Þeir sem fá kvóta úthlut-
að eiga að veiða hann og ef þeir
hafa ekki tök á því á að úthluta
honum til annarra," sagði Sigurjón
Stefánsson.