Fiskifréttir


Fiskifréttir - 14.12.2001, Blaðsíða 9

Fiskifréttir - 14.12.2001, Blaðsíða 9
FISKIFRETTIR 14. desember 2001 9 FRETTIR Rækjuveiöar: Dæmdir til aö vera hérna — meöan allt er dautt fyrír vestan, segir Gísli Skarphéöins- son skipstjóri á Framnesi ÍS „Þetta er frekar rólegt þessa stundina en við erum nú að veiðum austur í Langaneskanti og Rifsbanka. Þá hefur tíðarfarið verið sér- kennilegt, eilífir suðvestan og vestan stormar,“ sagði Gísli Skarphéð- insson, skipstjóri á Framnesi ÍS 708, í samtali við Fiskifréttir. Gísli sagði að veiðin hjá þeim hefði verið sæmileg í sumar og haust en því miður væri enga rækju að hafa vestan við Kolbeinsey. „Aflinn hefur þó aldrei farið í háar tölur. Við höfum verið að fá 20-25 tonn á þessa punga að vestan. Afl- inn hefur verið skárri hjá Siglu- fjarðartogurunum en þeir hafa rýmri tíma en við. Þetta er upp undir sólarhrings stím hjá okkur vestur. Við löndum að vísu annan hvern túr á Húsavík en við þurfum að taka tillit til þess tíma sem tekur að flytja rækjuna vestur landleið- ina. „Gísli sagði að rækjan væri smá, 250 stykki í kílóinu, á öllu svæðinu frá Sléttugrunni og austur úr, en ein- staka sinnum fá þeir stærri rækju. „Þetta er ekki sambærileg rækja og fyrir vestan en rækjumiðin þar hafa verið dauð í óratíma vegna þess að loðna hefur haldið sig á aðalveiði- svæðinu. Við reynum alltaf annað slagið fyrir okkur þar en ekkert gengur. Við erum því dæmdir til þess að vera hérna fyrir austan. Arið í ár er eitthvað skárra en undanfarin ár en annars er þetta búið að vera mjög dapurt í 3 ár og engin afkoma af þessu,“ sagði Gísli. Síldarsamningurínn: Norskir ráöherrar settust á norsku samningamennina — vildu halda friöinn viö ESB I síðustu samningaviðræðum um veiðar úr norsk-íslenska sfldar- stofninum sem haldnar voru í London nýlega kröfðust talsmenn norskra útgerðarmanna þess að hlutur Norðmanna í heildarkvótan- um yrði aukinn. Hinir nýju forsætis- og utanríkisráðherrar Noregs, Bondevik og Petersen, vildu hins vegar ekki heyra á það minnst og fyrirskipuðu að samið skyldi um óbreytta skiptingu. Þetta kemur fram í norska blað- inu Fiskaren og er minnt á að frá- farandi sjávarútvegsráðherra, Otto Gregussen, hafi verið hlynntur því að Noregur setti fram auknar kröf- ur. Norskir útgerðarmenn benda á að Norðmenn hafi aðeins 57% heildarkvótans en síldin veiðist 80- 90% í lögsögu Noregs og Jan Mayens. Hver viðbótarprósenta sem Norðmenn fengju samsvaraði jafnvirði yfir 500 milljóna ís- lenskra króna í hráefnisverði til skipanna miðað við hið háa síldar- verð sem nú gilti. Talið er að af- staða norsku ráðherranna markist af því að þeir vilji ekki átök við Evrópusambandið í þessu máli þar sem Noregur eigi mikið undir góð- um tengslum við ESB vegna ann- arra fiskveiðisamninga. Úthafsveiöisamning- urinn öölast gildi Úthafsveiðisamningur Sam- einuðu þjóðanna öðlaðist gildi 11. desember síðastliðinn, mán- uði eftir að 30. ríkið, Malta, gerðist aðili að honum. ísland fullgilti samninginn 14. febrúar 1997, en meðal annarra aðildar- ríkja hans má nefna Noreg, Rússland, Bandaríkin, Kanada, Ástralíu og Nýja-Sjáland. Yfirlýst markmið úthafsveiði- samningsins er að tryggja lang- tímaverndun og sjálfbæra nýtingu deilistofna og víðförulla fiski- stofna, þ.e. stofna sem finnast bæði innan lögsögu strandríkja og á út- hafrnu. Þótt úthafsveiðisamningur- inn öðlist formlega gildi fyrst nú hafa ákvæði hans þegar haft mikil áhrif á starfsemi svæðisbundinna fiskveiðistofnana á undanförnum árum, m.a. NA-Atlantshafsfisk- veiðinefndarinnar (NEAFC), sem kemur að stjórn norsk-íslenska síldarstofnsins og karfa á Reykja- neshrygg. ■ eru smíðaðar úr ristaefni til að þær hleypi snjó og óhreinindum niður. • eru með lið svo þær passi við mismunandi gáma. • eru zinkhúðaðar til að veita hámarksvernd gegn ryði. Sandblástur & Málmhúðun hf. Árstíg 6 • 600 Akureyri Sími: 460 1500 • Fax: 460 1501 Gírdælur Smáradælur Gúmmíhjóladælur Membrudælur Fjölnota dælur jMP i fl WT > yV ÍíNtóy Aífv i* I'* V'IÍ "• u>'S»b'Sc |Í , J Miðflóttaafls dælur * Uppfyllir ISO, DIN og API staðla * Þrepadælur * Sequldrifnar dælur * Sjálfsogandi dæiur * o.fl. ViSskiptavinir okkar njóta þeirra forréttinda að vinna meS fyrirtæki sem helgar sig einum hlut - dælum! Velkomin i okkar heim. Dælur ehf Sími 5400 600 Fax 5 400 610 Fiskislób 18, 101 Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.