Fiskifréttir


Fiskifréttir - 14.12.2001, Page 9

Fiskifréttir - 14.12.2001, Page 9
FISKIFRETTIR 14. desember 2001 9 FRETTIR Rækjuveiöar: Dæmdir til aö vera hérna — meöan allt er dautt fyrír vestan, segir Gísli Skarphéöins- son skipstjóri á Framnesi ÍS „Þetta er frekar rólegt þessa stundina en við erum nú að veiðum austur í Langaneskanti og Rifsbanka. Þá hefur tíðarfarið verið sér- kennilegt, eilífir suðvestan og vestan stormar,“ sagði Gísli Skarphéð- insson, skipstjóri á Framnesi ÍS 708, í samtali við Fiskifréttir. Gísli sagði að veiðin hjá þeim hefði verið sæmileg í sumar og haust en því miður væri enga rækju að hafa vestan við Kolbeinsey. „Aflinn hefur þó aldrei farið í háar tölur. Við höfum verið að fá 20-25 tonn á þessa punga að vestan. Afl- inn hefur verið skárri hjá Siglu- fjarðartogurunum en þeir hafa rýmri tíma en við. Þetta er upp undir sólarhrings stím hjá okkur vestur. Við löndum að vísu annan hvern túr á Húsavík en við þurfum að taka tillit til þess tíma sem tekur að flytja rækjuna vestur landleið- ina. „Gísli sagði að rækjan væri smá, 250 stykki í kílóinu, á öllu svæðinu frá Sléttugrunni og austur úr, en ein- staka sinnum fá þeir stærri rækju. „Þetta er ekki sambærileg rækja og fyrir vestan en rækjumiðin þar hafa verið dauð í óratíma vegna þess að loðna hefur haldið sig á aðalveiði- svæðinu. Við reynum alltaf annað slagið fyrir okkur þar en ekkert gengur. Við erum því dæmdir til þess að vera hérna fyrir austan. Arið í ár er eitthvað skárra en undanfarin ár en annars er þetta búið að vera mjög dapurt í 3 ár og engin afkoma af þessu,“ sagði Gísli. Síldarsamningurínn: Norskir ráöherrar settust á norsku samningamennina — vildu halda friöinn viö ESB I síðustu samningaviðræðum um veiðar úr norsk-íslenska sfldar- stofninum sem haldnar voru í London nýlega kröfðust talsmenn norskra útgerðarmanna þess að hlutur Norðmanna í heildarkvótan- um yrði aukinn. Hinir nýju forsætis- og utanríkisráðherrar Noregs, Bondevik og Petersen, vildu hins vegar ekki heyra á það minnst og fyrirskipuðu að samið skyldi um óbreytta skiptingu. Þetta kemur fram í norska blað- inu Fiskaren og er minnt á að frá- farandi sjávarútvegsráðherra, Otto Gregussen, hafi verið hlynntur því að Noregur setti fram auknar kröf- ur. Norskir útgerðarmenn benda á að Norðmenn hafi aðeins 57% heildarkvótans en síldin veiðist 80- 90% í lögsögu Noregs og Jan Mayens. Hver viðbótarprósenta sem Norðmenn fengju samsvaraði jafnvirði yfir 500 milljóna ís- lenskra króna í hráefnisverði til skipanna miðað við hið háa síldar- verð sem nú gilti. Talið er að af- staða norsku ráðherranna markist af því að þeir vilji ekki átök við Evrópusambandið í þessu máli þar sem Noregur eigi mikið undir góð- um tengslum við ESB vegna ann- arra fiskveiðisamninga. Úthafsveiöisamning- urinn öölast gildi Úthafsveiðisamningur Sam- einuðu þjóðanna öðlaðist gildi 11. desember síðastliðinn, mán- uði eftir að 30. ríkið, Malta, gerðist aðili að honum. ísland fullgilti samninginn 14. febrúar 1997, en meðal annarra aðildar- ríkja hans má nefna Noreg, Rússland, Bandaríkin, Kanada, Ástralíu og Nýja-Sjáland. Yfirlýst markmið úthafsveiði- samningsins er að tryggja lang- tímaverndun og sjálfbæra nýtingu deilistofna og víðförulla fiski- stofna, þ.e. stofna sem finnast bæði innan lögsögu strandríkja og á út- hafrnu. Þótt úthafsveiðisamningur- inn öðlist formlega gildi fyrst nú hafa ákvæði hans þegar haft mikil áhrif á starfsemi svæðisbundinna fiskveiðistofnana á undanförnum árum, m.a. NA-Atlantshafsfisk- veiðinefndarinnar (NEAFC), sem kemur að stjórn norsk-íslenska síldarstofnsins og karfa á Reykja- neshrygg. ■ eru smíðaðar úr ristaefni til að þær hleypi snjó og óhreinindum niður. • eru með lið svo þær passi við mismunandi gáma. • eru zinkhúðaðar til að veita hámarksvernd gegn ryði. Sandblástur & Málmhúðun hf. Árstíg 6 • 600 Akureyri Sími: 460 1500 • Fax: 460 1501 Gírdælur Smáradælur Gúmmíhjóladælur Membrudælur Fjölnota dælur jMP i fl WT > yV ÍíNtóy Aífv i* I'* V'IÍ "• u>'S»b'Sc |Í , J Miðflóttaafls dælur * Uppfyllir ISO, DIN og API staðla * Þrepadælur * Sequldrifnar dælur * Sjálfsogandi dæiur * o.fl. ViSskiptavinir okkar njóta þeirra forréttinda að vinna meS fyrirtæki sem helgar sig einum hlut - dælum! Velkomin i okkar heim. Dælur ehf Sími 5400 600 Fax 5 400 610 Fiskislób 18, 101 Reykjavík

x

Fiskifréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.