Fiskifréttir - 14.12.2001, Side 17
FISKIFRÉTTIR 14. desember 2001
17
TEXTI: KJARTAN STEFÁNSSON
inum í eina til tvær sekúndur og
skilja eftir sig smá dæld, 0,5 til 1
cm að dýpt ef botninn er sendinn,
og sprauta í hana hrognum og svil-
um. Stundum fylgir bara einn
hængur hrygnunni. Eftir mökun
fara hængarnir til félaga sinna og
innan tíðar eru þeir tilbúnir til að
bregða á leik með annarri hrygnu. I
nær flestum tilvikum makast hæng-
urinn oftar en einu sinni en hrygnan
tæmir sig yfirleitt af eggjum í fyrstu
umferð. Að mökun lokinni syndir
hrygnan í burtu en hún er útkeyrð
og illa farin líkamlega. Flestar
þeirra tína lífinu en lítill hluti lifir
og hrygnir aftur að ári liðnu. Talið
er allir hængarnir drepist.
Marhnútar hafa lim
Af útlitinu að dæma eru mar-
hnútar ekki fiska líklegastir til að
lifa fjörugu ástarlífi. Þó er mar-
hnútshængurinn einn fárra bein-
fiska á Islandsmiðum með lim og
eiga þeir samræði og eggin frjóvg-
ast í kviði hrygnunnar. Við mökun
heldur hængurinn hrygnunni fastri
með eyr- og kviðuggum en þeir eru
stórir og vel til slíkra fangbragða
fallnir frá náttúrunnar hendi. Eftir
got límast eggin saman í kekki sem
hængurinn gætir af natni við botn-
inn en þau klekjast á 5 vikum.
Marhnúturinn sker sig því einnig
úr með því að sýna afkvæmum sín-
um umhyggju en að foreldraum-
hyggju fiska er nánar vikið hér á
eftir.
Karfínn gýtur
lifandi ungum
Karfinn er mjög frábrugðinn
öðrum beinfiskum að mörgu leyti
varðandi æxlun og got; eggin
frjóvgast við samræði og hann
eignast auk þess lifandi afkvæmi.
Karfinn fær rauða litinn 4-5 ára og
verður kynþroska 10-12 ára.
Hængar verða kynþroska á haustin
og fyrri hluta vetrar en þá á mökun
sér stað. Ekki er vitað hvernig það
atferli fer fram en hængurinn hefur
lim sem gengur út úr kviðnum við
samræði. Hægt er að sjá þennan
lim með því að þrýsta á kvið
hængsins og gengur hann þá um 1
cm út og er um 3-4 mm að sver-
leika. A mökunartímanum færir
karfi á Islandsmiðum sig meira út í
kantana og var talsvert um það að
hann væri veiddur í flötvörpu hér
áður fyrr meðan mökun átti sér
stað. Að henni lokinni safnast
hrygnurnar í stórar torfur sem
halda áleiðis til hrygningarstöðv-
anna sem eru í hafinu milli íslands
og Grænlands. Þar sem gotan og
eggin eru lítt þroskuð í hrygnunum
við mökun geymist sæðið í gotunni
uns eggin eru tilbúin til frjóvgunar
en það gerist í febrúar til mars.
Frjóin geymast í gotunni allt að 6
mánuðum eftir mökun og er það
mjög sérstætt. Eggin klekjast út á
4-6 vikum og fer aðalgotið fram í
apríl-maí og gýtur hrygnan 37-350
þúsund lirfum í einu. Er sjaldgæft
að fiskur, sem fæðir lifandi af-
kvæmi, eigi svo mörg í einu en
lirfurnar eru 5-7 mm að lengd við
klak.
Dverghængar sem
lifa sníkjulífí
Eitt sérstæðasta æxlunaratferlið
meðal fiska er að finna hjá sædjöfl-
inum. Þessi fiskur er ófrýnilegur að
sjá og ber nafn með rentu. Stærstu
hrygnurnar eru rúmlega 120 cm að
stærð en hængarnir eru dvergvaxn-
ir, aðeins 4-6 cm langir. Þeir lifa
sem sníklar á hrygnunni og stund-
um eru fleiri en einn á þein'i sömu.
Þá vantar augu, tennur og fleiri
lífæri. Meltingargöng þeirra eru
ummynduð, nema lifrin og kynfær-
in, en svilin fylla mestallt kviðar-
holið. Ungir lifa þeir sjálfstæðir en
fullþroska hefja þeir sníkjulíf á
hrygnunni. Dverghængurinn, sem
er gróinn fastur á grönunum við
stutta húðtotu á hrygnunni, tekur
alla næringu sína frá henni.
Sædjöfull fannst fyrst hér við
land á Selvogsbanka árið 1914 og
annar sædjöfull kom í vörpu ís-
lensks togara á Selvogsbankanum
1917. Þegar fiskurinn komst í hend-
ur Bjarna Sæmundssonar fiskifræð-
í heiminn er komið. Þó annast
margar tegundir, einkum þær sem
hrygna nálægt ströndinni, afkvæmi
sín á einhvern hátt. Athyglisvert er
að í fiskaríkinu er það „karlinn“
sem er í ummönnunarhlutverkinu
og annast afkvæmin eða gætir
eggjanna þar til þau klekjast.
Rauðmaginn ver egg sín t.d. fyrir
óvinum, til eru tegundir sem fela
eggin undir dauðum skeljum og
hornsíli gerir hreiður og fleira
mætti nefna. Grásleppan hrygnir
mjög grunnt á grýttum þarabotni
við Island. Fjöldi eggjanna er 100-
350 þúsund og hængurinn gætir
þeirra við botninn og ver þau gegn
eggjaræningjum, t.d. marhnúti,
þorski og kröbbum. Eggin klekjast
eftir 6-7 vikur og hængurinn yfir-
gefur þau ekki jafnvel þótt undan
fjari. Hængur hornsílis fær lit-
skrúðugan riðbúning á vorin og
gerir hreiður á botninum úr jurta-
leifum sem hann límir saman með
slími. Meðbiðlar eru reknir burt en
tilkippilegar hrygnur, sem leið eiga
um, eru lokkaðar inn í hreiðrið. Þar
hrygna þær hluta af sínum 100-400
eggjum um leið og hængurinn
frjóvgar þau. Síðan er hrygnan rek-
in á braut. Hvert hreiður tekur 300-
1000 egg frá mörgum hrygnum.
Hreiðrið er varið af miklum krafti
fyrir öllum óvinum. Dauð egg eru
fjarlægð og hængurinn blakar eyr-
uggunum og beinir fersku vatni til
eggjanna.
Steinbíturinn hringar
sig um hrognin
Steinbítur er einnig í hópi þeirra
fiska sem sýna foreldraumhyggju.
mál en þess má geta að hjá háffisk-
um geta þau verið stærri en hænu-
egg. Sum eggin sökkva til botns
eða festast við þarann með grip-
þráðum en önnur fljóta upp. Mikill
fjöldi sviflægra eggja fer forgörð-
um og mörg nýklakin seiði drepast
af hungri ef lítið er um svif. Fjöldi
eggja þarf því að vera mjög mikill
til þess að vega upp á móti þessum
afföllum. Tunglfiskurinn á þar met-
ið en egg hans eru urn 300 milljón-
ir að tölu en skarkolinn hrygnir til
dæmis 50-500 þúsund eggjum allt
eftir stærð hrygnu.
Venjulega eru seiðin sviflæg og
halda sig í efstu lögum sjávar þar
sem fæðan er mest. Fyrstu dagana
eftir klakið lifa þau á leifum eggja-
blómans en síðan fara þau að éta
smásæja svifþörunga og dýr. Eftir
nokkurra vikna rek við yfirborð
sjávar leita seiði botnfiskanna
niður á botn, oft á grunn-
sævi, seiði flatfiskanna
ganga í gegnum sér-
staka þróun og
Mökun hjá deplaháfi.
Karfinn er mjög
frábrugðinn öðrum
beinfiskum. Eggin frjóvgast
við samræði og hann eignast auk
þess lifandi afkvæmi.
ings veitti hann því athygli að tvö
örlítil fiskkríli héngu eins og fast-
gróin á kviði hrygnunnar. Bjarni
áleit að þessir dvergfiskar myndu
vera seiði sem sætu um hríð á móð-
urinni. Nokkrum árum síðar komst
breskur fiskifræðingur að þeirri
niðurstöðu að dvergfiskarnir væru
Mikill fjöldi eggja
Hjá sumum fiskurn þroskast öll
eggin samtímis og er gotið í einu
en hjá öðrum er þeim gotið í
skömmtum með nokkurra daga
millibili eða nokkurra vikna eins
og hjá stærstu þorskhrygnunum.
Eggin eru vatnstær, grænleit eða
rauðleit. Flest eru 0,4-6 mm í þver-
ekki afkvæmi heldur makar hrygn-
unnar sem hefðu því eina hlutverki
að gegna að frjóvga hrogn hennar.
Hjá fiskum af surtluætt sníkja
fullorðnir hængar einnig af hrygn-
unum. Hér við land hafa þrjár teg-
undir fundist: surtla, surtlusystir og
skagasurtla. Surtlurnar eru smæni
en sædjöflar, hrygnan verður 30 cm
en hængarnir eru dvergvaxnir.
Rannsakað hefur verið hvernig
breytingar verða á vexti surtlunnar
á miðju seiðastigi. Þá taka hrygn-
urnar að vaxa afar hratt en vöxtur
hænganna stöðvast og í skolt þeirra
koma sterkar griptennur til að festa
sig með í húð hrygnunnar. Hrygn-
urnar gefa frá sér lyktarefni svo
hængarnir geti þefað þær
uppi til að festa sig
við þær.
seiði uppsjávar-
fiska eins og síldar fara í stórum
torfum.
Kærleikur karla
í fiskaríki
Yfirleitt verða egg og seiði
fiskanna að sjá um sig sjálf eftir að
Öskum útgerðarmönnum og sjómönnum um land allt
'GLEÐILEGRA JÓLA OG FENGSÆLS KOMANDIÁRS