Fiskifréttir


Fiskifréttir - 14.12.2001, Blaðsíða 36

Fiskifréttir - 14.12.2001, Blaðsíða 36
36 FISKIFRETTIR 14. desember 2001 FISKIFRÉTTIR 14. desember 2001 37 HVALVEIÐAR HVALVEIÐAR landi, en allir gist á sjávarbotni, því að enginn smábátur hefði getað staðist slíkt veður. Með erfiðismunum tókst að koma báðum bátunum upp á klapp- irnar, sem voru mannhæðar háar, en við vorum flestir ungir og eng- inn lét sitt eftir liggja, enda allir fegnir að hafa land undir fæti, þó að mjög kuldalegt væri um að lit- ast. Þá var næst að athuga hvort hvergi væri afdrep til náttstaðar. Við vorum holdvotir, þreyttir og illa til reika. Særokið gaus eins og steypiregn yfir skerið; það leit helst út fyrir, að við yrðum að hafast við á bersvæði, því að klaki og vatn fyllti allar lægðir. Við, sem ungir vorum, gripum til áfloga, til þess að halda á okkur hita. En hinir, sem eldri voru, urðu því fegnastir að leggjast fyrir, en hvernig líðan þeirra hefur verið, geta þeir einir giskað á, er gist hafa líka staði í slíku veðri, þar sem hvergi var skjól fyrir særoki og lemjandi stormi. Sumir okkar voru á sífelldu ferðalagi um skerið alla nóttina og vorum við þá að rekast á einn og einn af félögum okkar, hríðskjálf- andi í fasta svefni. Reyndum við þá að vekja þá og láta þá hamast sér til hita. Sérstaklega er mér minnis- stætt atvik, er kom fyrir þessa nótt, er við nokkrir af hinum yngri vor- um að ráfa um. Rákumst við á elsta manninn í hópnum, bónda um sex- tugt. Hann var steinsofandi, en skalf svo ákaflega að hann hentist til og frá og hef ég aldrei fyrr eða síðar séð slíkan kuldaskjálfta. Við máttum fara í hart til að geta vakið hann, og gat hann fyrst ekki staðið. En við fórum að reyna að fá hann til að takast á við okkur sitjandi og fór hann þá smátt og smátt að fá í sig þrótt og hita. Vorum við þá ánægðir og þóttumst hann úr helju heimt hafa.“ Morguninn eftir tók veður að ganga niður og tókst mönnunum þá að sjósetja bátana frá Hrólfsskeri, koma höfrungunum um borð, sem var gífurlega erfitt verk, og komast leiðar sinnar. „Við vorum hressir og glaðir yfir því að vera komnir heim heilu og höldnu með þá mat- björg, er virtist og var í raun og veru okkur svo dýrkeypt, og sann- arlega var ástæða til þess að lofa guð fyrir lífgjöfina,“ lýkur Kristján frásögn sinni. Þurfa búnað og báta til veiðanna Þótt ekki fari miklum sögum af eiginlegum hvalveiðum Islendinga er mjög líklegt að alla tíð hafi örfá- ir hvalir verið skutlaðir árlega og þá einkum á Vestfjörðum. I Ferða- bók sinni snupra þeir Eggert og Bjarni Islendinga fyrir að sinna þessum veiðum lítið og segja ekk- ert vafamál að þeir gætu haft af þeim miklu meiri nytjar en raun beri vitni. En til þess þurfi meira fjármagn, þá væntanlega til þess að kaupa þann búnað og báta sem þurfti til veiðanna. I Ferðabókinni segir: „Fyrr á tímum, meðan enn var ÚTGERÐARÞJÓNUSTA Til staðar þar sem þú þarft á þjónustu að halda Útgerðarþjónusta Olís er útgerðaraðilum alltaf til reiðu með alhliða þjónustu um land allt, allan sólarhringinn, alla daga ársins. Eldsneyti, smurollur og hreinsiefni af öllum toga fyrir útgerðina. Útgerðarþjónusta Olís er einnig til staðar í erlendum höfnum og á úthafsmiðum með fjölbreytta og áreiðanlega þjónustu. Olíuverzlun Islands - Sundagörðum 2 -104 Reykjavík - Sími 515 1100 - Fax 515 1110 - www.olis.is dugur og geta í landsmönnum, voru það tilteknir menn, sem stunduðu hvalveiðar. Þeir smíðuðu sér stóra og sterka báta og lögðu saman 2 eða 3 til að veiða hvalinn. Hann var skutlaður með skutli, er tveir agnúar voru á, og var sterk taug fest við hann. Framan á bát- ana bundu menn stóra hrísbagga, svo að það yrði sem erfiðast fyrir hvalina að draga þá á eftir sér. Þótt veiðiaðferð þessi væri hættuleg, þá gaf hún góðan arð, því að það brást sjaldan að hvalurinn næðist. Menn réðust aldrei að honum annars staðar en inni á fjörðum, en sam- tímis reru menn á smábátum, hlöðnum grjóti, fram á fjörðinn fyrir utan hann. Þegar hvalurinn leitaði undankomu, fældu þeir hann aftur inn á fjörðinn með áköfu grjótkasti, því að allir hvalir óttast grjótkast, að því er menn halda vegna þess, að hann óttist að steinn kunni að lenda í blásturshol- inu. Þegar hvalurinn var orðinn svo þreyttur, að unnt var að komast að honum, var hann stunginn með lag- vopnum og blæddi honum þá brátt út.“ Er mjög sennilegt í þessari lýs- ingu styðjist Eggert og Bjarni við eldri veiðilýsingu Gísla biskups Oddssonar sem skrifuð var rúm- lega 100 árum áður, en þar segir hann að hvali séu menn vanir að skutla með hvössum járnskutlum og leyfa síðan skepnunni að ærast á 100 álna löngum streng, eða lengri, sem bundinn sé í stafn bátsins, þangað til að hún springi. Segir Gísli þessar veiðar hættulegar, enda liggi við að skepnan færi báta og menn í kaf. Þegar hún leiti langt undan, þ.e. stefni til hafs, sé skorið á kaðalinn og hún látin fara í þeirri von að hún finnist síðar rekin og þá sé hægt að lesa af skutlinum hver sé eigandinn. Sú veiðiaðferð sem Gísli, Eggert og Bjarni lýsa þarna mun aldrei hafa verið algeng á Islandi. Miklu fremur var að þeir sem stunduðu hvalveiðar reyndu að skjóta skutli í hvali og þá aðallega hvalkálfa og freista þess að særa þá svo mikið með lagi vopnsins að þeim blæddi út á löngum tíma eða fengju blóð- eitrun í sárið og dræpust. Skutlarn- ir sem menn notuðu við slíkar veiðar voru kirfilega merktir skutl- aranum til þess að hann héldi hluta af fengnum ef hvalurinn næðist annars staðar en þess voru mörg dæmi að hvalir sem þannig voru særðir færu langar leiðir. Var þessi veiðiaðferð kölluð að „járna hvali“ og var einkum stunduð að sumar- lagi á Vestfjörðum, en hvalir komu oft þangað inn á firðina og héldu þar til í lengri eða skemmri tíma. Sömu kýrnar komu ár eftir ár með kálfa sína Glögg lýsing á slíkum veiðum er til í frásögn sem Gils Guðmunds- son, rithöfundur, skráði eftir Gísla Ásgeirssyni frá Álftamýri við Arn- arfjörð og birtist í VI hefti ritsins „Frá ystu nesjum“ er kom út árið 1953. Gísli var fæddur árið 1862. Faðir hans, Ásgeir Jónsson frá Hrafnseyri, var einn þeirra Arnfirð- inga sem fengust við að „járna“ Verkamenn í hvalstöðinni á Sólbakka. hvali og Matthías, bróðir Gísla, var síðastur manna til þess að beita þessari veiðiaðferð þar vestra. Sjálfur tók Gísli þátt í þessum veiðum undir lok þeirra, þá ung- lingur að aldri. Fram kemur í frásögn Gísla að ár eftir ár hafi sömu hvalkýrnar sótt inn á Arnarfjörð með kálfa sína með sér. Hafi þær komið þangað inn á fjörðinn í ætisleit, en það er algengur háttur sumra hvalateg- unda að koma hingað til lands langt sunnan úr höfum þegar fer að vora og halda sig hér um skeið eða allt fram í októbermánuð, er hval- irnir halda aftur á vetrarstöðvar sínar suður í höfum. Fylgdu kálfarnir mæðrum sínum og voru orðnir stórir og þroskaðir er dýrin komu til Vestfjarða. Það, að alltaf voru sömu hvalir sem komu inn á fjörðinn merktu, menn af ýmsum sérkennum þeirra og gáfu Arnfirð- ingar þeim meira að segja nöfn eft- ir þeim og er svo að sjá að þeir hafi nánast litið á hvalina sem heima- ganga eða hálfgerð „húsdýr“. „Hornfiskreyðar tvær, „Skeifa“ og „Halla“, komu lengi á fjörðinn. Þær sporðstungu, sem kallað var, réttu sporðinn beint upp, þegar þær stungu sér í djúpkafið,“ segir Gísli. „Skeifa þekktist á sporðinum og dró nafn sitt af honum en sporð- blöðkurnar þóttu vaxa meira inn á við á henni en öðrum hvölum. „Halla“var hins vegar með hægri sporðblöðkuna styttri en þá vinstri. Langreyðarkú eina kölluðu Arn- firðingar „Króku“ vegna þess að hún var með hátt hom, krókbogið og „Vilpa“ fékk nafn sitt af því að hún hafði hvíta skellu í síðunni hægra megin, rétt við hornið og var þar sýnileg laut eða lægð ofan í síðuna. „Sat sjópollur þar í, þegar hún dró sig upp úr sjónum.“ Þegar hvalirnir höfðu verið inni á firðinum um hríð bjuggust Arn- firðingar til veiða. Skutlarnir voru brýndir og útbúnir og þess gætt að merki eigandans sæist greinilega. Var það venjulega upphafsstafírnir í nafni hans. Sjálfur skutullinn var 19-21 þumlungur (48-53 sentímet- ar) að lengd og var hann festur við rá, hvalará, sem var um 5 álna (8 metra) löng. Borað var gat upp í endann á ránni og járnbolti festur í enda holunnar. Var boltinn vand- lega festur með því að reka fjóra eikarfleyga með honum og var þetta gert til að tryggja að skutull- inn sæti vel fastur og beinn í ránni. Gengið var frá festingu skutulsins þannig að tryggt væri að ráin losn- aði þegar hann gekk í hvalinn. Kálfarnir „járnaðir“ og þess beðið að þeim blæddi út Þegar farið var út á fjörðinn til að „járna“ hval var notaður lítill róðrarbátur og voru á honum þrír Athafnasvæði Sólbakkastöðv- arinnar við Flateyri. Myndin er tekin árið 1900 þegar vinnsla var þar enn í fullum gangi. Við húsið á miðri myndinni má sjá danspall sem Norðmennirnir komu þar upp. menn. Tveir reru og einn hafði það hlutverk að skjóta skutlinum í hvalinn. Bátar þessir voru kallaðir vöðubátar, þar sem þeir voru mest notaðir til selveiða. Keipar voru klæddir með leðri til þess að það marraði ekki í þeim og mikil list þótti að róa sem hljóðlegast á hvalaslóðirnar. Hleri eða fjöl með tveimur listum að ofan var felldur yfir barka bátsins og var höfð gróp í fremri listanum þar sem skutlar- inn gat skorðað fót eða hné og orð- ið þannig stöðugri þegar hann hann bjó sig undir að skjóta skutlinum í hvalinn. Oft reyndist erfitt og kostaði elt- ingarleik að komast í skotfæri við hvalinn. Það þótti gott færi ef það var ekki nema um 20 metrar en oft þurfti skutlarinn að kasta lengra eða allt að 30 metrum og hefur það verið mjög erfitt þar sem ráin og skutullinn voru þung. Skutlarinn reyndi að skjóta skutl- inum í hvalinn þannig að hann kæmi rétt fyrir aftan homið. Var talið að ef það tækist mæddi hvalnum fljótar blóðrás og sem gerði honum erfiðara um vik að kafa. Um leið og skutull- inn kom í hvalinn tók hann mikið viðbragð og braust um þannig að nokkur hætta gat stafað af fyrir bát- inn og mennina. Við umbrotin losnaði ráin frá skutlinum og náðu menn henni í sjónum. Við svo búið reru menn til lands og reyndu síðan að fylgjast með ferðum hvalsins, en misjafnt var hvort hann hélt sig á skotslóðinni eða leitaði út úr firð- inum, sem vitanlega þótti afleitt, því þá var hætta á að hann tapaðist. Algengast var að hvalkálfarnir sem þannig vom „járnaðir“ dræp- ust eftir tvo og hálfan til þrjá sólar- hringa, en fyrir kom þó að þeir lifðu lengur. Gísli frá Álftamýri segir í frásögn sinni að hann viti aðeins eitt dæmi þess að kálfurinn hefði drepist innan klukkustundar. Kom í ljós þegar hann var skorinn að skutullinn hafði farið milli hryggjai'hða hans og stóð í mæn- unni. Hvalkýrnar fylgdu hinum særðu kálfum sínum og gerði það mönn- um auðveldara fyrir að fylgjast með ferðum þeirra. Þegar kálfarnir fóru að dasast og nálgast dauðann yfirgáfu sumar kýrnar þá en aðrar fylgdu þeim dauðum og eltu bátana sem sóttu þá og drógu til lands langleiðina upp í fjöru með mikl- um bægslagangi. Engin dærni voru þó þess að kýrnar réðust á bátana. Þegar hvalkálfarnir voru dauðir voru þeir dregnir til lands þar sem skást var að skera þá og þótti nauð- synlegt að þar væri lækur eða renn- andi vatn í nágrenninu. Allir verk- færir menn í hreppnum komu til þess að hjálpa til við hvalskurðinn og njóta góðs af fengnum. Fyrsta verk manna eftir að komið var með hvalinn til lands var að skera járnið úr honum en oft hafði myndast blóðeitrun við sárið. Gísli segir síðan í frásögn sinni: „Síðan hófst starfið við skurð- inn. Spikið var látið sér og rengið sér. Mörinn var látinn í hreina báta. Þegar búið var að skera, var spik og rengi vegið. Síðan var hvalskrokk- unum deilt niður á nef hvert í öll- um hreppnum. Kjötinu og undan- fláttunni var skipt í kös og hluti, en mörinn mældur í ílátum og deilt niður á sama hátt. Engin smáræðis björg í búin Áður en tekið var að skipta afl- anum niður á hreppsbúa, var skot- mannshlutinn tekinn frá. Hann var hnefaalin á þrjá vegu út frá blást- ursholunni og allt inn í bein, jafn- stórt stykki út frá got- unni, og loks sporð- Hvalkýrnar blakan. Undirræðarar fylgdu særóum(Þeir sem fóru með kálfunum þar til yfir lauk skutlaranum á bátnum) fengu aukalega 100 pund af spiki, og var það kallaður gjafabiti. Það var ekki nein smá- ræðis björg í bú, þegar hlaðnir sexæringar komu heim með þenn- an afla.“ En ekki tókst alltaf svo vel til að Arnfirðingarnir næðu hvölunum sem þannig voru skutlaðir. Fyrir kom að kýrnar leituðu strax með hin særðu afkvæmi sín út úr firðin- um. Ef veður var stillt reyndu menn þá að róa fyrir hvalinn og beina honum inn á fjörðinn aftur, og þess dæmi að slíkur eltingar- leikur stæði tvo sólarhringa. Gísli á Álftamýri greinir frá því að eitt sinn er hann var með föður sínum hafi tekist að skutla stóran kálf sem var undan „Vilpu“. Leitaði kýrin með kálf sinn út úr firðinum og tókst ekki að aftra förinni. Þegar komið var á móts við Kópanes var veður orðið það vont að menn urðu að yfirgefa hvalinn og halda til lands. Tók það þá um sólarhring að berja til baka. Norskur fiskikútter fann síðar hvalinn á reki út af Kópanesi og hélt með hann til Pat- reksfjarðar og seldi hann kaup- manni á staðnum. Þar sem skutull- inn með merki föður Gísla sat í hvalnum fékk hann hins vegar skotmannshluta sinn af hvalnum. Þess voru einnig dæmi að hvali sem skutlaðir voru við Arnarfjörð ræki á land annars staðar, þá oftast við ísafjarðardjúp en þangað virt- ust kýmar leita með hina særðu kálfa, ef þær sluppu út úr firðinum með þá. Þótt mestum sögum færi af veið- um Arnfirðinga voru hvalveiðar með líkum hætti stundaðar eitthvað annars staðar við Vestfirði og jafn- vel víðar. Þannig geta t.d. heimild- ir þess að Gunnlaugur Magnússon á Valdasteinsstöðum í Hrútafirði fékk verðlaun árið 1781 fyrir að skutla þrjár andanefjur í Hrútafirði og sama ár er vitað til þess að í Að- alvík tókst tólf manna liði að króa af hval og vinna á honum með egg- járnum. Um miðja 19. öld tóku menn við ísafjarðardjúp einnig til við að reyna að vinna á hvölum með skotvopnum. Þar sem venju- legar blýkúlur náðu ekki inn úr spikinu á hvölunum vora byssurn- ar hlaðnar með járnörvum og mun þannig hafa tekist að vinna á nokkrum hvalkálfum. Þá var einnig tekið til við að skjóta hnísur með haglabyssum en auk þess að nýta kjötið af hnísunum voru innyflin úr þeim, einkum þó garnirnar, notaðar sem beita. Eftir að Norðmenn hófu hval- veiðar við Vestfirði lögðust veiðar Arnfirðinga af, enda var fljótt gengið á þá hvali sem sóttu inn á firðina. Vitað var um örlög eins hvalsins sem Arnfirðingarnir höfðu gefið gælunafn. „Skeifa“ sem þá var ugglaust komin til ára sinna og hafði komið kálflaus inn í fjörðinn í nokkur ár varð bráð hvalveiði- manna sem höfðu bækistöð á Langeyri í Álftafirði. Var hún skot- in innarlega í firðinum og fylgdust Arnfirðingar með því að hún dró hvalbátinn á eftir sér tvívegis þvert yfir fjörðinn áður en á henni var unnið. Norskir síldarspekúlant- ar fljótir að átta sig Á seinni hluta 19. aldar urðu þau þáttaskil í sögu sjávarútvegs á Is- landi að síldveiðar við landið hófust. Upphaf þeirra má rekja til þess að norskir timburkaupmenn sem lögðu leið sína til landsins eft- ir að verslunin var gefin frjáls urðu varir við miklar síldargöngur inni á Austfjörðum. Til þessa tíma höfðu íslendingar lítt eða ekkert stundað TOGVINDUR • FL0TV0RPUVINDUR KAPALVINDUR • HJÁLPARVINDUR ÁVINIMINGUR PIIMIM ER ÖRVGGI OG HAGKVÆMNI Hagur þinn af því að eiga viðskipti við Vélaverkstæði Sigurðar er að þér stendur til boða lausn sem byggir á eftirtöldum eiginleikum: STYRK • FRÁGANGI • ENDINGU • ÞJÓNUSTU Vélaverkstæði Sigurðar ehf. byggiráyfir 40 ára reynslu við framleiðslu á vindum sem þróaðar hafa verið í samvinnu við íslenska skipstjórnarmenn og sjómenn tilað standast kröfur þeirra. Starfsmenn Vélaverkstæðis Sigurðar hafa þína hagsmuni að leiðarljósi. GCeðiCeg jóC ogforsceít komandi nýtt ár. Þöíiíium viðskiptin á árinu 2001 KAPALVINDA Vélaverkstæði Sigurðar hf. Skeiðarás 14 • 210 Garðabær • Sími 565 8850 • Fax 565 2860 FLOTVORPUVINDA VINOUR FOA VELAVERK^ STÆQi SIGURQap öryggi og *1AKVæmni í fYR|RRUm,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.