Fiskifréttir - 14.12.2001, Side 46
46
FISKIFRÉTTIR 14. desember 2001
TOGVEIÐAR
M m i (C
Á Ingólfi Arnarsyni RE við Grænland. Saltað var á dekki því lestar voru fullar.
Sigurjón Stefánsson á heimili sínu. Hann var aflasæll togaraskip-
stjóri í 25 ár og kom með að landi hátt í 100 þúsund tonn af fiski í
skipstjóratíð sinni. (Mynd/Fiskifréttir: Sigurjón Ragnar).
Skuldaói venjulega stígvélin
og stakkinn eftir vertíöina
— segir aflaskipstjórinn Sigurjón Stefánsson um fyrstu árin sín á sjó
Sigurjón Stefánsson var með fengsælustu togaraskipstjórum
landsins í aldarfjórðung um og eftir miðja síðustu öld. Hann var skip-
stjóri á Ingólfi Arnarsyni RE, fyrsta nýsköpunartogaranum sem kom
til landsins, samfellt í um 20 ár og hann tók þátt í skuttogaravæðing-
unni, fyrst sem skipstjóri á Bjarna Benediktssyni RE en síðan á
Ingólfi Arnarsyni RE. Sigurjón fór í land árið 1977 eftir farsælan fer-
il sem skipstjóri. Lætur nærri að hann hafi þá verið búinn að veiða
samanlagt hátt í 100 þúsund tonn á skipstjóratíð sinni. Aflaverðmæti
þess miðað við fiskverð í dag er hátt í 10 milljarða króna.
Sigurjón fæddist að Hólum í
Dýrafirði árið 1920. Faðir hans,
Stefán Guðmundsson, var skip-
stjóri og útgerðarmaður. Sigurjón
sagði í samtali við Fiskifréttir að
það hefði aldrei komist annað að
hjá sér en að stunda sjóinn og byrj-
aði hann á skaki 15 ára gamall.
„Það var ekki auðhlaupið að kom-
ast í gott skipsrúm á þessum árum.
Þénustan var víðast hvar engin og
ég skuldaði venjulegast stígvélin og
stakkinn þegar vertíðin var búin. I
gegnum kunningsskap komst ég að
hjá Magnúsi í Höskuldarkoti þegar
ég var 17 ára. Þá var ég búinn að
róa eina vertíð frá Sandgerði.
Magnús var mesti aflamaður á Suð-
urnesjum á sinni tíð. Við vorum
ráðnir upp á premíu og var ég með
1.000 krónur í laun eftir fyrstu ver-
tíðina sem þótti ágætt í þá daga.
Það var mjög gott fiskirí en ég man
ekki hvað báturinn fiskaði mikið
enda held ég að það hafi aldrei ver-
ið gefið nákvæmlega upp.“
Þorskur með lystisnekkju
Auk þessa veiðiskapar var Sig-
urjón tvö sumur á síld á Gunnvöru
með þekktum skipstjóra, Barða
Barðasyni, en einnig var hann eitt
sumar á síldveiðiskipinu Dóru sem
gert var út frá Fáskrúðsfirði en
lagði upp á Siglufirði. „Ég byrjaði
á togurum árið 1941 er ég réð mig
á Belgaum sem var nokkuð þekkt
skip. Ég var á honum að meira eða
minna leyti næstu árin og þá kynnt-
ist ég siglingum með ísfisk á er-
lendan markað sem síðar meir var
snar þáttur í útgerð þeirra skipa
sem ég var á,“ sagði Sigurjón.
Hann gerði hlé á sjómennskunni og
settist í Stýrimannaskólann haustið
1943 en stýrimannsprófi lauk hann
árið 1945.
Á stríðsárunum var Sigurjón á
skipum sem sigldu með fisk til
Englands, bæði Belgaum og svo á
tveimur skipum sem keyptu fisk í
landi og sigldu með hann. Þetta
voru skipin Kapitana og Hrímfaxi.
„Kapitana var urn margt sérstætt
skip en ég fór með henni tvo túra
árið 1942. Hún var áður lysti-
snekkja sem Magnús Andrésson
keypti frá Bandaríkjunum og lét
breyta í flutningaskip fyrir ísfisk. I
skipinu voru vandaðir klefar, allt úr
fínasta maghony og kopar, og þetta
var allt rifið úr til að búa til lest fyr-
ir ísfiskinn. Ég held að hvorki fyrr
né síðar haft íslenskur þorskur ver-
ið fluttur á lystisnekkju til neyt-
enda erlendis."
Skotið á Kapitönu
Þegar hér var komið sögu var
Sigurjón aðeins rétt rúmlega tví-
tugur að aldri og hann var spurður
hvort ekki hefði verið beygur í
honum að sigla til Englands á
stríðsárunum. „Þetta var mikil
áhætta og við gerðum okkur vel
grein fyrir því. Við lentum aldrei í
neinum hremmingum en þó man
ég sérstaklega eftir einum túr á
Kapitönu þar sem okkur leist ekki
á blikuna. Þetta var að kvöldlagi og
við sigldum alltaf ljóslausir. Ég var
á vakt í brúnni og stýrimaðurinn
sagði mér að fara út og lesa á logg-
ið. Þar sem niðamyrkur var kveikti
ég snöggvast á eldspýtu til að sjá á
loggið. Þegar ég kom inn í stýris-
húsið aftur heyrðum við einhvern
hvell og menn héldu að seglin
væru farin að slást. Ég vissi að það
gat ekki verið því við vorum á það
liðugum vindi að seglin voru þan-
in. Ég var sendur út á dekk til að
kanna málið. Sá ég þá blossa í fjar-
lægð og litlu seinna þutu fallbyssu-
kúlur rétt hjá með miklum hvin. Ég
fór aftur inn og sagði stýrimannin-
um frá því að verið væri að skjóta
á okkur. Það varð úr að skipið var
stöðvað og við biðum þess sem
verða vildi í myrkrinu. Skothríðin
hélt áfram um stund og svo var
skotið upp blysi sem sprakk beint
yfir okkur og hékk þar í fallhlíf.
Skipið lýstist upp eins og um há-
bjartan dag. Ég verð að viðurkenna
að ég var orðinn verulega smeykur
því aðdragandinn að þessu var ná-
kvæmlega sá sami og þegar
Reykjaborginni var sökkt. Þetta leit
því ekki vel út. Enn biðum við og
þá renndi skip sér upp að hliðinni á
okkur og kallað var til okkar á
ensku og spurt um ferðir okkar.
Þarna reyndust vera Ameríkanar á
ferð. Þegar þeir höfðu fengið allar
upplýsingar sögðu þeir bara „good
luck“ og slógu í og voru horfnir.“
Biluð vél og rifin segl
Ekki gekk vel að fá fisk í Kapi-
tönu og minntist Sigurjón þess að
þeir hefðu beðið heilan mánuð á
Siglufirði uns þeir fengu fisk í lest-
arnar. Á leiðinni suður lentu þeir í
hrakningum, vélin bilaði og seglin
rifnuðu í tætlur í óveðri. Sigurjón
fór því af skipinu þegar það kom til
Reykjavíkur og réð sig á Hrímfaxa,
700 tonna skip. Tóku þeir fisk í
Vestmannaeyjum og sigldu til Eng-
lands. Eftir þann túr fór Sigurjón í
Stýrimannaskólann. Hlé var á sigl-
ingum um skeið en hvernig kom
honum bresku hafnarborgirnar fyr-
ir sjónir á þessum árum. „Þær eru
nú eins og þær eru. Það var mikið
drabb í þeim. Þegar menn voru
langt að komnir eftir langa útivist
vildi það henda að drykkjan var
meiri en góðu hófi gegndi.“
Bjargaði þýskum togara
Að loknu námi í Stýrimanna-
skólanum fór Sigurjón aftur á
Belgaum og þaðan yfir á nýsköp-
unartogarann Fylki - sem leysti