Fiskifréttir


Fiskifréttir - 14.12.2001, Blaðsíða 18

Fiskifréttir - 14.12.2001, Blaðsíða 18
18 FISKIFRETTIR 14. desember 2001 ÆXLUN FISKA Marel Marel hf. Reykjavik • Akureyri Sími: 563 8000 • Sími: 461 3880 info@marel.com • www.marel.com Árna Friðrikssyni. (Mynd/Fiskifréttir: Heiðar Marteinsson). Skata gýtur pétursskipi um borð í Hrygning steinbíts hér við land fer fram að hausti og snemma vetr- ar. Aðalhrygningarstöðvar eru á 160-200 metra dýpi. Eggin eru stór, 5-6 mm í þvermál og er hrygnt í kökk sem festur er við botninn. Athuganir í fiskabúri í Náttúrugripasafni Vestmannaeyja árið 1974 sýndu að hrygnan hring- aði sig utan um eggin og gætti þeirra en norskar athuganir í Barentshafi leiddu í ljós að það eru hængarnir sem gæta eggjanna og er hængsins gjarnan getið í handbók- um í sambandi við gæslu þeirra. I byrjun desember 1991 hrygndi steinbítshrygna í fiskabúri í Vest- manaeyjum og hængurinn tók síð- an að sér gæsluna og er sagt frá þeim tilraunum hér á eftir í sér- stakri grein. Þess má svo geta að um hrygningartímann missir stein- bíturinn tennurnar og er tannlaus um tíma. Hann tekur þá ekki til sín fæðu en síðan vaxa nýjar tennur. Enn má nefna sem dæmi um umhyggjusama karla að hængar sænála og sæhesta eru með eggin í klakpoka á kviðnum. Þessi egg eru vel varin og því eru þau aðeins verð kr. 2.300.000.- Sterkbyggður IMotendavænn r 2950 N S V V Einföld hönnun /\/ýr flokkari ______Compact Grader Sædjöfulshængar á hrygnu. (Teikning: Bjarni Sæmundsson). nokkur hundruð að tölu. Hver hrygna hrygnir um 400-1.000 eggj- um í einu. Það sérkennilega er að hrygnur sæhesta og sænála hrygna eggjurn sínum í sekk á kvið hæng- anna sem unga eggjunum út og ala síðan ungana upp þar til þeir eru færir um að sjá um sig sjálfir. Margir hænganna skipta á milli sín eggjum frá sömu hrygnu. Hér við land finnst aðeins ein tegund af þessari ætt, stóra sænál, og er hún úthafsfiskur. Gjóta ungum eða frjóvguðum eggjum Meðal beinfiska heyrir það til undantekningar ef mökun á sér stað með samræði en slfkt atferli er meginreglan hjá brjóskfiskum. Há- fiskar og skötur tilheyra þeirn flok- ki fiska. Kviðuggar hænganna hafa ummyndast í myndarlegan göndul sem þeir nota til að frjóvga eggin í kviði hrygnunnar. Háfiskar gjóta ýmist frjóvguðum eggjum sem hafa um sig hylki úr hyrni, svokall- að pétursskip, og festa þau við þarastöngla eða þeir gjóta lifandi ungum. Sameiginlegt háfiskum er að afkvæmin eru fá en stór. Margir háfiskar eiga innan við 20 unga á ári en þeir eru oft um fjórðungur af stærð móðurinnar. Meðgöngutími háfiska getur verið langur en hann er til dæmis 18-22 mánuðir hjá háfi. í hvorum eggjagangi á háfmum, svo dæmi sé tekið, eru 1-6 egg í sameiginlegu hýði. Það leysist upp og fóstrin koma úr því. Þau eru 4-8 að tölu og 20-33 cm að lengd við got. í NA- Atlantshafi gýtur háfurinn að vetri. I kviði hámerinnar, en meðgöngu- tími hennar er 8 mánuðir, á sér stað Hrygning loðnu á ströndinni á Nýfundnalandi. Efst á myndinni eru hængur og hrygna saman en neðst á myndinni eru tveir hængar með eina hrygnu á milli sín. (Mynd: Hjálmar Vilhjálmsson).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.