Fiskifréttir


Fiskifréttir - 14.12.2001, Blaðsíða 41

Fiskifréttir - 14.12.2001, Blaðsíða 41
FISKIFRÉTTIR 14. desember 2001 41 HVALVEIÐAR Menn komu oft langan veg til þess að verða sér út um hvalkjöt og rengi. Enginn kippti sér upp við það þótt þessir flutningar af- urðanna væru bæði erfiðir og fram úr hófi sóðalegir. nafni en hann var búsettur á Sól- bakka árið um kring. Unnu jafnan nokkrir íslendingar að viðhaldinu með honum en hinir erlendu far- andverkamenn notuðu tækifærið og fóru heim til sín í hléunum. Stundum sló í harða brýnu Ekki höfðu menn mikið við að vera í frístundum sínum. Raunar var reistur danspallur á svæðinu og efnt til dansleikjahalds öðru hver- ju. Af frásögnum frá þessum tíma má draga þá ályktun að nokkuð haft verið sukksamt í hvalstöðinni á Sólbakka um helgar og fengu menn sér þá stundum ótæpilega í staupinu. Sló stundum harkalega í brýnu og einkum þóttu sænsku verkamennirnir sem þarna voru ill- skeyttir og erfiðir viðfangs. Sjálfur slapp ffans Ellefsen ekki frá þeim átökum. Sænskur verkamaður hjá honum kastaði eitt sinn áfengis- flösku í höfuðið á honum og hlaut hann við það svo þungt höfuðhögg að hann missti meðvitund og mun aldrei hafa náð sér til fulls eftir höggið. Til eru einnig frásagnir af ar verið var að draga hvali á þenn- an hátt að þeir slitnuðu úr trossunni og var þá mikið lagt upp úr að ná þeim aftur og tókst það í flestum tilvikum, þótt stundum væri harð- sótt að koma á þá böndurn að nýju. Langoftast komu hvalbátarnir að snemma á morgnana og var jafnan mikill spenningur á Sólbakkastöð- inni þegar menn skimuðu út á fjörðinn eftir bátunum og reyndu að greina hvaða feng þeir voru að koma með. Ellefsen fór þar jafnan fremstur í flokki, en hann fór oftast á fætur klukkan fjögur á morgnana, greip sjónauka sinn og skyggndist eftir bátunum. Gekk hann síðan fram á bryggju til þess að taka á móti þeim og gátu vinnumenn hans séð á göngulagi hans hvort um góðan feng eða lítinn var að ræða. Var hann léttstígur og sýnilega glaður í bragði ef von var á góðum feng, en steig þungt til jarðar og sneri jafnvel heimleiðis áður en bát- urinn kom að, ef fengur- inn var lítill eða enginn. Misjafnt var hversu margir störfuðu á Sól- bakkastöðinni en þegar mest var þar um að vera var unnið á vöktum all- an sólarhringinn. í starfsliðinu voru Norðmenn flestir en margir þeirra höfðu starfað við vinnslu hvalafurða í áratugi. Þá voru jafnan margir Svíar meðal starfsmanna og yfirleitt 40-50 Islendingar sem komu hvaðanæva af landinu. Laun manna voru mjög misjöfn eftir því hvað þeir störfuðu á stöðinni, eða frá 20 krónum upp í 40 krónur á mánuði, og voru þau greidd í reiðu- fé, og þótti það mikil nýmæli á ís- landi á þeirri tíð. Fengu þeir sem erfiðustu og óþrifalegustu störfin unnu hæsta kaupið. Mest lagt upp úr lýsis- vinnslunni Vinnsla hvala, eftir að komið var með þá í land, fór þannig fram að hvalurinn var dreginn upp í rennu með öflugu gufuknúnu spili. Síðan hófust menn handa við að skera eða flensa hvalinn og voru til þess notaðir sérstakir hnífar. Var mikið lagt upp úr því að reyna að nýta spikið sem allra best, enda var það verðmætasti hluti hvalsins og jafn- an mikil eftirspurn eftir lýsinu. Var spikið brytjað í smáræmur áður en það var brætt og var notuð til þess vélknúinn skurðarhnífur. Við kjöt- skurðinn var hins vegar ekki hægt að koma við neinu vélarafli og unnu þá tveir og tveir menn saman. Annar skar en hinn togaði í kjöt- stykkið með til þess gerðum krók. Reynt var að pressa allt lýsi úr kjötinu en síðan var því stungið í stóra gufukatla og þurrkað þar. Þegar kjötið var orðið mauksoðið í kötlunum þurfti að fara inn í þá og hreinsa þá út og þótti það versta verkið í hvalvinnslustöðvunum, því þar var bæði mikill hiti og grút- arbræla. Héldust menn ekki við inni í kötlunum nema í nokkrar mínútur í senn og þurftu þá að fara út, anda að sér fersku lofti og kæla sig. Þegar búið var að ná kjötmauk- inu út var því mokað í sérstaka kvörn og það malað í fíngert mjöl. Á Sólbakkastöðinni var einnig beinamjölsverksmiðja. Voru beinin brotin í smámola með vélknún- um hnífum eða press- um og gekk svo mikið á þegar verið var að vinna það verk að jörð og hús nötruðu. Beinin voru síðan soðin á svipaðan hátt og kjötið og síðan möluð og sett í sekki. Var beinamjölið eingöngu selt sem áburður en kjötmjölið var hins veg- ar aðallega notað sem skepnufóður. Hvalveiðivertíðin á Sólbakka, og raunar flestum hvalveiðistöðv- unum sem reknar voru á Vestfjörð- um, hófst í febrúarmánuði og stóð fram í september. Oft urðu frátafir vegna veðurs, enda ekki unnt að skjóta hvali nema í sæmilegu veðri. Ekki er til nákvæm skrá um hversu margir hvalir voru færðir á land í stöðinni en algengt mun hafa verið að hver bátur skilaði um 40 hvöl- um á vertíð. Miðað við þá tölu má ætla að alls haft verið unnir um 2.300 hvalir á þeim 13 árum sem stöðin var starfrækt. Fyrstu árin voru steypireyðar algengasta hvalategundin en brátt kom að því að henni fækkaði mjög á hvala- slóðum. Aðrir hvalategundir voru langreyður, sandreyður, búrhvalur og hnúfubakur. Tíminn milli vertíðanna var jafnan notaður til þess að laga til í verksmiðjunni og hlúa að hvalbát- unum sem teknir voru í land. Um- sjón með því verki hafði verkstjóri hjá Ellefsen, Carl Svendsen að Jörö og hús nötruðu þegar veriö var að mala beinin MITSUBISHI DIESEL ENGINES Aðalvél 1156 kW ♦ MITSUBISHI DIESEL ENGINES Rafstöð 1580 kW Brennsluoliukerfi PJ Diesel Turbínur Rl Diesel 3SO HS mehanord VELALAIMD VELAR Vélaland ehf • Vagnhöfði 21 • 110 Reykjavík • Sími: 577 4500 • Fax: 577 4510 • E-mail: velaland@velaland.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.