Fiskifréttir - 14.12.2001, Blaðsíða 33
FISKIFRÉTTIR 14. desember 2001
33
HVALVEIÐAR
ummæli, var sagt að við landið
væru stórkostlegir hvalir og sjó-
skrímsli og yrðu hvalirnir ekki
unnir nema ís eða vindur ræki þá á
land. Af riti Blefkens mátti þó
marka að slíkt væri ekki óalgengt
þar sem hann segir að íslendingar
byggi sér hús og geri muni úr hval-
beinum og hann segir einnig að
eina brúin í landinu sé gerð úr
hvalbeinum.
Baskarnir sem komu til Islands
til hvalveiða í byrjun 16. aldar settu
upp bækistöðvar sínar á Ströndum
og stunduðu einkum hvalveiðar á
Húnaflóa. Fyrstu árin sem þeir
voru hér við land áttu þeir vinsam-
leg samskipti við íslendinga og
áttu við þá nokkra verslun. Munu
þeir jafnvel hafa greitt einhvers
konar skatt af veiðum sínum. Þá
keyptu þeir sauði og kjöt af heima-
mönnum og guldu fyrir það sem
upp var sett. Um þetta leyti var far-
ið að þrengja að hvalveiðimönnum
og þeir höfðu ekki eins mikið fé
fyrir veiðar sínar og áður, mest
vegna þess að veiðin minnkaði, og
því fór svo að það sem Baskarnir
greiddu áður fyrir skilvíslega fóru
þeir að taka ófrjálsri hendi. Þegar á
árinu 1614 kom til átaka milli
bænda og Baska á Ströndum en
steininn tók þó úr árið eftir þegar
þar ríkti hreint styrjaldarástand
sem lauk með meiri mannvígum en
dæmi voru um á íslandi allt frá því
á Sturlungaöld.
Þetta vor 1615 er þess getið að
mörg hvalveiðiskip frá Spáni og
Frakklandi hafi komið til landsins
en vegna hafíss komust þau ekki
leiðar sinnar fyrr en seint og um
síðir og var komið fram á sumar er
16 þeirra komust fyrir Horn og á
hvalveiðislóðirnar í Húnaflóa.
Höfðu Spánverjar bækistöð sína á
Reykjarfírði á Ströndum, skutluðu
hvalina frá smábátum og drógu þá
síðan að skipunum sem lágu úti á
firðinum þar sem þeir voru unnir
og lýsið brætt. Aðrar afurðir af
hvölunum hirtu Spánverjarnir lítt
en buðu heimamönnum bæði kjöt
og rengi fyrir lítið fé.
Þegar hér var komið sögu mun
stjórnvöldum í Danmörku hafa þótt
nóg um og talið að ástæða væri til
að sporna við veiðunum þótt ekki
væri til annars en að Danir gætu
sjálfir setið að þeim. Konungsbréf
barst til landsins þar sem strang-
lega var bannað að eiga viðskipti
eða samskipti við spænsku hval-
veiðimennina og veiðar þeirra voru
bannaðar. í bréfinu var mælt fyrir
um að heimamenn mættu taka skip
Spánverjanna og drepa þá með
þeim aðferðum sem hentugastar
þættu. Fól konungsvaldið Ara
Magnússyni, sýslumanni í Ögri, að
framfylgja því er í bréfinu stóð.
Ekki var þó lagt til atlögu við
Spánverjana um sumarið, enda
voru þeir varir um sig og vopnaðir
m.a. fallbyssum.
Um haustið, þegar Spánarskipin
voru orðin fullhlaðin lýsi og tilbú-
in til heimferðar, brast á norðan-
veður og hafís rak inn á Húnaflóa.
Hrakti þrjú skipanna í strand,
brotnuðu og ónýttust. Menn
komust lífs af og gátu bjargað
nokkru af góssi sínu í land, m.a.
bátunum sem notaðir höfðu verið
við hvalskutlunina um sumarið. Og
þótt veður og sjólag væri illt tókst
mönnunum að róa og sigla á bátum
þessum fyrir Horn og komast inn á
Jökulfirði, þar sem þeir tóku land
og hertóku þar skútu sem Gunn-
steinn Grímsson, bóndi á Dynj-
anda, átti. Hópur Spánverja steig
um borð í skútuna
og sigldi til Patreksfjarðar þar
sem þeir höfðu síðan vetursetu og
vorið eftir tókst þeim að hertaka
tvær enskar skútur og komast und-
an. Þeir sem ekki fóru með skút-
unni héldu áfram ferð sinni og
komust til Dýrafjarðar þar sem þeir
fóru með ránum og ofbeldi og
unnu sér m.a. það til óhæfu að
brjóta upp dönsku kaupmannsbúð-
ina á Flateyri og ræna úr henni
mjöli, skreið og fleiri vistum.
Stungin göt á líkin, þau
bundin saman og þeim
varpað í sjóinn
Til að gera langa sögu stutta þá
fór svo að Islendingum tókst að
vinna á öllum þessum mönnum og
eru lýsingar af þeim aðförum held-
ur ógeðslegar. Ekki er vitað með
vissu hversu margir Baskar voru
drepnir en sennilega hafa þeir ver-
ið rúmlega þrjátíu. Gilti einu hvort
menn báðu sér griða eða reyndu lítt
að verjast. Þeir voru murkaðir nið-
ur og síðan voru stungin göt á hupp
Hvalveiðar við ísland á 17. öld. Hvalskutlarar hafa skotið skutlum
sínum í hvalinn en móðurskipin bíða upp við land. Og vitanlega er
gjósandi eldfjall í baksýn.
eða háls líkanna, þau bundin sam-
an og þeim kastað í sjóinn. Allt
góssið sem Böskunum hafði tekist
að bjarga með sér var hertekið og
voru í því nokkrir vínkútar sem
slegnir voru upp og drukkið úr í
veislu sem Ari sýslumaður hélt
liðsmönnum sínum í Ögri að lokn-
um „afreksverkunum."
Með þessum voðaverkum var
endi bundinn á hvalveiðar Baska
við Island. Sennilegt er þó að bæði
þeir og Frakkar hafi sent hingað
skip í nokkur ár í viðbót en þau
hafa lítt getað athafnað sig þar sem
óhugsandi var að eiga nokkur við-
skipti við landann. Þar með sátu
Danir nær einir að hvalveiðunum,
en þær stunduðu þeir þó aldrei að
neinu ráði. Seinna, eða á 17. og 18.
öld og á fyrri hluta 19. aldar, komu
hingað til lands hvalveiðiskip frá
fleiri þjóðum, en veiðarnar urðu
aldrei miklar, þar sem hvalateg-
undir þær sem héldu sig við landið
þóttu styggar og erfiðar viðureign-
ar. A svipuðum tíma og dró úr
hvalveiðum við Island og á norður-
slóðum jukust þær verulega á suð-
urhveli og er það til marks um
verðmæti hvallýsisins að Evrópu-
þjóðir hikuðu ekki við að senda
skip heimshornanna á milli ef ein-
hver von var á hval. Veiðarnar
fengu á sig dularfullan ævintýra-
ljóma og úr slíkum jarðvegi spratt
ein frægasta skáldsaga heimsbók-
menntanna, sagan Hermans Mel-
ville um hvíta hvalinn, Moby Dick.
Dælur tíl allra verka
Vélasalan býður landsins mesta úrval af dælum, frá þeim minnstu upp í þær
stærstu. Margir verðflokkar eftir efnisgæðum og vörumerki. Helstu tegundir:
flojgt # pédrouo ^srule* rotan ^*J EJ^pumper
Pedrollo
VÉLASALAN
Ánanaust 1, Revkiavík. Sími 580 5300. Fax 580 5301. Netfang: velasalan(®velasalan.is Veffang: httD://www.velasalan.is