Fiskifréttir


Fiskifréttir - 14.12.2001, Side 39

Fiskifréttir - 14.12.2001, Side 39
FISKIFRÉTTIR 14. desember 2001 39 HVALVEIÐAR síldveiðar, enda var sfld ekki talin mannamatur. Fiskisagan um síldina var fljót að fljúga í Noregi og brátt sendu þeir hingað mikinn flota sfld- veiðiskipa sem stunduðu veiðar að- allega á Austfjörðum en einnig við Eyjafjörð. Risu á skömmum tíma margar síldarstöðvar, sem Norð- menn áttu, á þessum stöðum og um tíma var um mjög umfangsmikinn útveg að ræða. En eins og allir vita er síldin mikil kynjaskepna og duttlungafull með afbrigðum. Það þekktu Norð- menn af eigin raun frá heimalandi sínu og kynntust því fljótlega að sömu lögmál giltu við ísland. Sum árin sást síldin ekki og þá urðu jafnvel öflugustu útgerðarfélögin fyrir slíkum búsifjum að þau rið- uðu til falls eða féllu. Við þetta bættist svo glíman við hin óblíðu náttúruöfl á og við Island. Arið 1884 urðu norsku síldveiðimenn- irnir sem sóttu til Islands fyrir gíf- urlegu áfalli en þá um haustið brast skyndilega á mikið illviðri sem varð þess valdandi á meginhluti skipastóls þeirra sem var inni á Eyjafirði eyðilagðist. Rak tugi skipa í land og varð ekki nema fáum þeirra bjargað. Fannst þá mörgum norskum útgerðarfélögum nóg komið, ákváðu að hætta síld- veiðum við Island, eða það varð sjálfhætt hjá þeim. En norsku síldveiðimennirnir urðu þess varir að oft fylgdu hvala- vöður sfldinni inn á firði og þegar þeir fóru að spyrjast frekar fyrir um hvali við landið fengu þeir þær fréttir að víða væri mikið af hon- um, einkum þó við Vestfirði. Þetta þótti þeim mikil tíðindi og sumir þeirra fóru að hugsa sér gott til glóðarinnar. Um þetta leyti var að verða bylt- ing í hvalveiðitækni. Norðmaðurinn Sven Foyn hafði fundið upp nýja tegund hvalskut- uls, sprengiskutulinn, sem gerði það að verkum að unnt var að skutla hvali, sem áður hafði verið nær ógern- ingur að ná. Voru það einkum þeir hvalir sem voru hrað- syndari og varari um sig, reyðar- hvalirnir, steypireyður og langreyð- ur, en einmitt þessar hvalategundir voru hvað algengastar við Island. Kom fljótt að því að norsku síldar- útvegsmennirnir fóru að huga að því að senda gufuknúna hvalveiði- báta til Islands og reisa þar hval- veiðistöðvar. Á-tti það sinn þátt í að hraða þeirri ákvörðun þeirra að um þetta leyti var hval nær útrýmt við Noreg og veiðarnar sættu þar mik- illi andstöðu. Var það t.d. skoðun manna í Norður-Noregi að gegnd- arlausu hvaladrápi væri um að kenna að sfldveiðar þar brugðust ár eftir ár, en þar, eins og á íslandi, töldu menn það fullvíst að það væri hvalurinn sem ræki sfldartorfurnar inn á firði og upp að landinu. ur Torfa Halldórssonar, sem þá var verslunarstjóri og útgerðarmaður á Flateyri, fór til Noregs vorið 1887 og í ferð sinni þangað hitti hann Ellefsenbræður, sem höfðu frétt af hvalveiðum landa sinna við Island og voru farnir að hugsa sér til hreyfings. Bræðurnir Andrés og Hans voru báðir kunnir hvalveiði- menn í Noregi og höfðu stundað slíkar veiðar, bæði við Norður- Noreg og í Norðurhöfum. Þegar hér var komið sögu hafði hins veg- ar dregið mjög úr hvalveiðum á þeim slóðum og fyrirtæki þeirra stóð höllum fæti. Höfðu þeir fylgst vel með því sem var að gerast á Langeyri við Alftafjörð og séð að við Island myndu vera möguleikar á hvalveiðiútgerð. Bauð Páll Torfa- son þeim liðveislu sína, að kanna staðhætti og útvega þeim land- svæði til þess að reisa hvalvinnslu- stöð, ef þeir kæmu til íslands. Ibúðarhús Ellefsen flutt til Reykjavíkur og er nú Ráð- herrabústað- urinn Stöðvar settar upp á Vestfjörðum Það var árið 1883 sem Norð- menn létu til skarar skríða með Flutningaskip hefur dregið hvalatrossu inn til Sólbakka- stöðvarinnar. Sennilega er þarna um að ræða flaggskip útgerðar- innar, e.s. Einar Simers. hvalveiðar við ísland. Fyrrnefndur Svend Foyn setti þá upp tvær hval- vinnslustöðvar, aðra á Norðfirði en hina í Langeyri í Álftafirði við Isa- fjarðardjúp og var á báðum stöðum um töluverðar byggingar og búnað að ræða. Ekki fer sögum af því hvort reynt var að veiða hval fyrir vestan þetta sumar en hvalbáturinn sem Foyn sendi til veiðanna við Austfirði var heldur slyppifengur. Náðist aðeins einn hvalur og var hann unninn í stöðinni á Norðfirði. Og ekki hafði Foyn fyrr komið upp stöðv- unum en hann lenti í útistöðum við yfir- völd á Islandi, sem vitnuðu til laga sem kváðu á um að eig- endur slíkra fyrir- tækja yrðu að vera danskir eða íslenskir ríkisborgarar. Þótti Foyn þetta harðir kostir og fór svo að um haustið lét hann taka niður hvalveiðistöðina á Norðfirði og flytja allt góssið aftur til Noreps. Eignarhlut sinn í stöð- inni í Álftafirði seldi hann þeim sem þar höfðu verið í félagi við hann, en þar fóru fremstir í flokki Mons Larsen og tengdasynir hans, Arenth Anda, Arne Lothe og Peder Amlie, en þeir höfðu allir komið við sögu síldveiðanna við Austfirði og þekktu því vel gildandi reglur og hvað þurfti til til þess að komast fram hjá þeim. Juku þeir umsvif sín í Álftafirði, gerðu þaðan út hvalveiðiskipið ísafold árið 1884 og fengu alls 20 hvali á vertíðinni. Síðar voru tvær hvalvinnslustöðvar til viðbótar reistar í Álftafirði, var önnur þeirra í Súðavík og hin á eyrum Dvergasteinsár. Hvalveiðar Norðmanna urðu fyrst verulega umfangsmiklar er Ellefsenbræður komu til sögunnar og reistu hvalvinnslustöð sína í Önundarfirði. Forsaga þeirrar út- gerðar var sú að Páll Torfason, son- 44444444 44 4 44 4444 444444 4*4444 4 rj tf ■ Jólin byrja í Ellingsen Óskum öllum landsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. ELLINGSEN VERSLUN ATHAFNAMANNSINS Grandagarði 2 | Reykjavík | Sími 580 8526 | fax 580 8501

x

Fiskifréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.