Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1967, Qupperneq 9

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1967, Qupperneq 9
7 saga. Ógróið land grær og verður þakið gróðurbreiðu, sem við sérstök skilyrði helzt stöðug, án verulegra breytinga. Ef skilyrðin breytast, breytist gróðurlendið. Eitt megineinkenni gróðurs á hálendi Islands er, hve gróðurlendin eru óstöðug. Þó má segja, að mosaþemba, mýri eða flói séu stöðug gróðurlendi, ef engar aðstæður breytast. En staðreyndin er, að á hálendinu er land sífellt annaðhvort að eyðast, blása upp eða gróa á ný, þótt nýgróðurinn gangi miklu hægar. Það getur tekið tugi ára eða jatnvel aldir, að land, sem eyðist á örskömmum tíma, grói að nýju. Sand- ur getur gróið og breytzt í mýri eða flóa, mýrin getur með vaxandi áfoki þornað og orðið að víðigrund, graslendi eða lyngheiði. Melar geta breytzt í mosaþembu eða lyngheiði, en á tilsvarandi hátt eyðist gróðurlendið eða breytist. Vegna þess hve gróður hálendisins er óstöðugur, eru gróðurfélögin ekki svo skýrt mörkuð þar og á láglendi. Af því leiðir einnig, að gróðurlýsing og mat á gróðurlendi, sem gert er í ár, getur verið úrelt að nokkrum árum liðnum. Þess vegna er nauðsynlegt að fylgjast nákvæmlega með þeim breytingum, sem á gróðurlendunum verða, á nokkurra ára fresti. Einstök gróðurlendi Þá skal gerð í sem stytztu máli grein fyrir þeim gróðurlendum, sem um er fjallað í riti þessu. 1. Mosaþemba. (A]_—A8). Höfuðeinkenni hennar er gamburmosinn, sem oítast myndar samfellda gróðurbreiðu, þótt rof kunni að vera, einkum þar sem áveðra er. Mosaþemban er ætíð á skjóllitlum stöðum. Háplöntu- gróður er mjög strjáll, svo að kalla má, að graslagið vanti, einkum er hærra dregur yfir sjó. Mosaþemban er þurr og grunnt á grjóti. Helztu háplöntur hennar eru: Stinnastör, krækilyng, grasvíðir, fjalldrapi, rjúpna- lauf, þursaskegg, fjallasveifgras og vinglar. 2. Kvistlendi eða runnaheiði. (B,—B3, Ci—C4, Dt—D5). Er einnig þurrt gróðurlendi, en er ekki á jafn áveðra stöðum og mosaþemban. Snjór er til- tölulega lítill. Mosi er oft mikill og jarðvegur fremur grunnur. Helztu runnategundir eru: Krækilyng, fjalldrapi, bláberjalyng, sauðamergur, grávíðir, loðvíðir, grasvíðir og stinnastör. Grös, svo sem vinglar og fjalla- sveifgras, eru að jafnaði í kvistlendinu. Runnarnir eru sjaldan hávaxnari en graslagið, og stundum liggja þeir í svarðlaginu. Oft eru rofskellur í gróðursverðinum, og þar sem sandfok er mikið, er laus sandur í rót. Sér- staks eðlis eru gulvíðikjörr, oft með grösum og blómgróðri í graslaginu, á fremur raklendum stöðum og birkikjörr, sem eru á þurrum stöðum, með undirgróðri af lyngi. Birkið og víðirinn er venjulegast á milli 50 og 100 cm á hæð.

x

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur
https://timarit.is/publication/1604

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.