Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1967, Síða 17

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1967, Síða 17
15 liggur. Einu árnar, sem hafa lindáreinkenni á afréttinum, koma undan Illahrauni, (Hvítá, Kisa og Miklilækur). Af framangreindu er ljóst, að jarðlög í jarðvegsgrunninum ráða mjög aírennslisháttum og jarðvatnsstöðu. Þurrlendisjarðveg er því nær ein- göngu að finna á lausum jarðlögum og í allbröttum hlíðum, en mýrar á þéttum jarðlögum. Mýrar eru þó einnig meðfram ám, þar sem jarð- vatnsstaða er há. Af þessum sökum gætir uppblásturs og hefur gætt meira í bröttum hlíðum, þar sem vatn rennur fljótt af, og á gropnum jarðlög- um, þar sem vatn sígur fljótt niður. Líparítsvæðin eru alla jafna lítt gróin, enda molnar bergið ört við frostveðrun í smágrýtta urð, sem plöntur ná ekki að festa rætur í. Gróðurfarssaga Á hlýviðrisskeiði nútímans hefur meginhluti hálendisins sennilega verið gróinn. Þurrlendið hefur verið vaxið birkikjarri, en í hallalitlum hlíðum og lægðum hafa verið mýrar eða flóar. Mýrarnar hafa verið meiri um sig og víðar en nú er. Síðasta árþúsundið hefur landið blásið upp, eink- um vegna kólnandi loftslags, öskufalls (t. d. upp úr Heklugosunum 1104, 1693 og 1766) og sökum ágangs búfjár. Fokmoldin hefur víða þurrkað mýrar og þær þá einnig blásið upp. Sennilega hafa flárnar (freðmýrarn- ar) orðið til á síðustu öldum. Þær hafa á síðustu áratugum mjög dregizt saman. Ef veðrátta helzt svo hlý sem verið hefur nú síðustu áratugina, er líklegt, að flár hverfi með öllu á svæðinu, en þær eru nú nær eingöngu í um 600 m hæð við Dalsá og í Þjórsárverum, svo og norðan Kerlingar- fjalla. ÚRKOMA í ÓBYGGÐUM MILLI ÞJÓRSÁR OG LANGJÖKULS Mjög lítið er vitað með vissu um úrkomu á svæðinu ofan byggða milli Þjórsár og Langjökuls. Aðeins tveir úrkomumælar eru á öllu svæðinu, og verður því í eftirfarandi greinargerð stuðzt við úrkomumælingar utan svæðisins og mælingar á afrennsli. Sumar þessara mælinga hafa aðeins farið fram um stuttan tíma og eru því ekki örugg vísbending um veður- far. Mælingarnar hafa verið umreiknaðar með hliðsjón af athugunum á veðurstöðvum í byggð, þannig að tölurnar, sem hér verða birtar, eiga að sýna úrkomuna í meðalárferði. Úrkoman er tilgreind í heilum tug- um mm.

x

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur
https://timarit.is/publication/1604

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.